Morgunblaðið - 03.11.1988, Side 9

Morgunblaðið - 03.11.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 9 BOV Mlim/ilfi’nihi ^inll hl'., Reykjavik SOLUGENGI VERÐBRÉFA ÞANN 3. NÓV. 1988 EININGABRÉF 1 VÍSUM TILVEGAR Á VERÐBRÉFA- MARKAÐINUM Kaup, sala og endurfjárfesting. Kaupþing. Miðstöð verðbréfaviðskiptanna. KAUPÞING HF Húsi vtrslunarinnar, sími 686988 LlFEYRISBRÉF 1.681,- SKAMMTÍMABRÉF 1.171,- MfeMmirF H(íuðmundur H. Garðarsson um stöðvunartillögu á rádhúsið: ÉSÉA.ðför að Reykjavík og||pf HHsjálfstæði sveitarféiaganp ■ Staðsetning ráðhúss við Tjörnina á aðalskipulnjfi ■ frá 1976, sagði Þorvnlilur Garðar Kristjánssun M Ekki þinghæf tillaga Áður en þingmenn hefja umræður um skattahækkanirnar sem Ólafur Ragnar Grímsson boðar í fjárlagafrumvarpinu hafa þeir meðal annars rætt um ráðhúsið og hvalina í þingsölunum. Þegar Stefán Valgeirsson, sem er lykilmaðurinn í stjórnarsamstarfinu, var spurður í sjónvarpi, hvers vegna hann hefði séð ástæðu til þess nú að fara með ráðhúsið inn í sali Alþingis, svaraði hann meðal annars með þeim rökum, að hann væri elstur þingmanna. Mátti skilja orð hans á þann veg að hann ætti sérstaklega að gæta virð- ingar Alþingis. Flestir telja að vísu að þingið hafi sett niður við þessa tiilögu Stefáns og er hún meðal annars gagnrýnd fyrir að vera ekki þinghæf. Tímskekkja Hver sem skoðun manna er á ráðhúsmál- inu ættu þeir að geta átt- að sig- á því eftir nokkra umhugsun, að það er tímaskekkja að flytja til- lögu á Alþingi núna, sem byggist á þvi, að lagalegt réttmæti byggingarinnar er dregið í efa. Raunar er hér um meira en tíma- skekkju að ræða, þvi að efhi tillögunnar er þann- ig, að Guðmundur H. Garðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, fyrrum forseti samein- aðs þings, telja tíllögu Stefáns Valgeirssonar naumast þinghæfa. Telji Stefan Valgeirsson i raun ástæðu til að ná sér niðri á einhvetjum vegna ráðhússins og nota til þess Alþingi, ættí hann að beina spjótum sinum að félagsmálaráðherra, sem ber ábyrgð í þessu máli gagnvart Alþingi. Hefði Stefáni mátt detta það spjallræði í hug, þeg- ar hann réð úrslitum um myndun rikisstjómar Steingrims Hermanns- sonar. En eins og kunn- ugt er hafði hann öðrum hnöppum að hneppa á þeim annadögum, þegar hann gerði upp hug sinn um það, hvort hann ættí að setjast i ráðherrastól eða ná undirtökum i sjóðnum stóra. Valdi Stefán sjóðinn en sagði jafiiframt, að ekkert mál yrði tíl Iykta leitt i stjóm- arsamstarfinu nema hann yrði hafður með í ráðum við málatílbúnað- inn. Að flytja Alþingi Umræðumar um ráð- hústillögu Stefáns Val- geirssonar tóku óvænta stefiiu, þegar Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Alþýðubandalagsins á Austurlandi, lýstí þeirri skoðun sinni að yrði ráð- húsi „troðið" i Tjömina ætti að flytja Alþingi á Fljótsdalshérað. Eins og kunnugt er ætlar borgar- stjóm Reykjkavíkur ekki að hvika í ráðhúsmálinu og er unnið að smiði hússins og gengur hún jafnvel betur en áætlað var. Tillaga Stefáns Val- geirssonar kann sem sé að geta af sér aðra til: lögu frá Hjörleifi Gutt- ormssyni þess efiiis, að starfsemi Alþingis verði flutt austur á Fljótsdals- hérað. Þegar ákveðið var um miðja síðustu öld fyrir tílstílli Jóns Sigurðssonar að Alþingi yrði endur- reist i Reykjavik vom Þine- 'llir hinn kosturinn st . menn höfðu í huga, enda var Alþingi háð þar til forna. Ekki hefur það farið hátt að minnsta kostí, að nokkrum hafi þá komið til hugar að endurreisa þingið á Fljótsdalshéraði. Verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu þessa máls. Skyldi flokkssystír Hjörleifs sem nú situr i forsetastóli sameinaðs þings samsinna honum i þessu efiii? Vakir ef til vill fyrir Hjörleifi að Reykviking- ar getí notað Alþingis- húsið sem ráðhús eftír að hann hefur drifið mannskapinn með sér austur á Hérað? Mál- og til- lögufrelsi Eðlilegt er með hlið- sjón af forsögu ráðhúss- málsins að menn dragi i efa, hvort tillaga Stefáns Valgeirssonar sé þing- hæf. Raunar mættí ætla að annað vektí fyrir hon- um en að stöðva fram- gang ráðhússins, hann vildi ala á óvild einhverra i garð þeirra, sem fiara með stjóm mála i Reykjavík. Grundvallarregla sfjómarhátta okkar er, að menn hafi mál- og tíl- lögufrelsi, getí kvatt sér hljóðs um hvaðeina sem þeir kjósa á almennum, opinbcrum vettvangi. Þingmenn ujót.a sérstak- lega ríkrar vemdar í þessu tílliti. Þurfa þeir að tiafa gengið langt tíl að öðrum finnist þeir fiara út fyrir hæfileg mörk. Vakin var athygli á þvi hér i blaðinu á sínum tima, að Sigmundur Guð- bjamason háskólarektor gagnrýndi stefiiu stjóm- valda i hvalamálinu i ræðu, sem hann fluttí við útskrift kandidata. Á þeirri yfirlýsingaöld sem við lifiun þyldr flestum oft nokkuð á það vanta, að þeir sem mest láta að sér kveða geri það í kraftí haldgóðrar þekk- ingar. Alltof mikið er um tílfinninga-upphlaup. Meðal annars af þessari ástæðu hefði mátt ætla, að þvi yrði vel tekið á Alþingi, að háskólarekt- or létí í ljós álit á við- kvæmu máli eins og hvalamálinu. Þvi er ekki að heilsa, því að Matthías Bjamason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestgörðum, lýstí þeirri skoðun í þingræðu, að það væri „ekki hlutverk æðstu menntastofiiunar þjóðarinnar að sldpta sér af viðkvæmum pólitísk- um deilumálum. Þarna fór sú stofiiun og sá ágætí maður út fyrir sitt starfesvið." Áður hafði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, gagnrýnt rektor og raun- ar star&menn Háskólans fyrir skoðanir þeirra i hvalamálinu á svipuðum forsendum. í þessu efiii fara þingmenn villir vega eins og Stefán Valgeirs- son í tíllöguflutningi um ráðhúsmálið. YFIRBURÐIR ÁBÓTARREIKNINGS ÓTVÍRÆÐIR! Fyrir skömmu birti viðskiptablað Morgunblaðsins athyglisverðar samanburðartölur. Tölur þessar sýna áberandi yfirburði Ábotarreiknings Útvegsbankans, eins og eftirfarandi dæmi gefa til kynna. ÞRJÚ DÆMI: Sett voru upp þrjú dæmi og lögð fyrir Samband spari- sjóðanna svo og alla banka. Miðaö er við að í hverju dæmanna sé höfuðstólinn að ári liðnu 100.000 kr. eða sú fjárhæð sem telja má raunhæft að venju- legur launamaður geti haft úr að spila í sparn- aði á einu ári. 1. DÆMI: Maður leggur inn kr. 8.330,- þann 7. júlí 1987 og síðan sömu upphæð 7. hvers mán- aðar ellefu sinnum í viðbót, þá síðustu 7. júní 1988. 7. júlí 1988 tekur hann út allt sem er inni á bókinni með vöxtum og verðbótum. Hve háa upphæð hefði maðurinn fengið? 2. DÆMI: Maður leggur inn kr. 100.000,- 15. júlí 1987. Upphæðin liggur síðan óhreyfð í eitt ár eða til 15. júlí 1988 og er þá tekin út með verðbótum og vöxtum. Hve háa upphæð hefði maðurinn fengið? 3. DÆMI: Maður leggur inn kr. 150.000,- þann 4. júlí 1987. 23. sept- ember 1987 tekur hann út kr. 25.000,- og aðrar 25.000,- 2. febrúar 1988. Innistæðan sem eftir er ásamt verðbót- um og vöxtum er tekin út 4. júlí 1988. Hveháa upphæð hefði maður- inn fengið? Búnaðarbankinn, Gullbók: 117.805,32 132.508,70 133.839,01 Iðnaðarbankinn, Bónusreikn.: 116.091,77 129.923,89 134.882,95 Landsbankinn, Kjörbók: 117.752,73 132.575,81 137.469,34 Samvinnubankinn, Hávaxtabók: 115.506,28 129.939,26 134.376,47 Sparisjóðimir, Trompreikn.: 117.796,32 132.656,73 137.571,31 Útvegsbankinn, ÁbótaneikiL: 120.068,88 136.720,20 140.379,71 Verzlunarbankinn, Kaskóreikn. Morgunblaðið 25,10.1988 118.032,79 132.345,64 137.186,52 Það fer ekki á milli mála hvar þú færð bestu ávöxtunina. Ábót, reikningur fyrir þá sem vilja meira. <3Q Útvegsbanki íslands hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.