Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 26

Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 26
Kosningar í ísrael Smáflokkar heittrúar- manna juku fylgi sitt M P QTfO AríTITWVr? Tf <í A TAM MORGUNBLAÐIB, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Israelska þingiö Likud-flokkurinn og Verka- mannaflokkurinn eru stœrstu flokkarnlr á fsraelska þinglnu. Auk þeirra eiga 13 flokkar fulftrúa á þinginu, enginn þó fleiri en 6. Alls eiga 120 þingmenn sæti á þinglnu. 13 aðrlr flokkar Likud-fl. Innbyrðis rígur þeirra talinn hafa aukið kosningaþátt- töku sanntrúaðra gyðinga Auðkýfíngxirinn Dorís Duke, sem eitt sinn var ríkasta kona heims, greiddi fimm milljónir dala i tryggingu fyrir Imeldu Marcos, eigin- konu Ferdinands Marcos fyrrum forseta Filippseyja, en hún er ákærð fyrir fjárdrátt og svik. Lögfræðingur Dukes sagði að það væri frúnni ánægjuefhi að geta aðstoðað Imeldu Marcos og bandaríska dómstóla. Bandarískir alrikisdómarar sögðu að Imeldu Marcos værí heimilt að snúa aftur til Hawai, þar sem hún hefúr veríð í útlegð frá því að eiginmaður hennar hrökklaðist frá völdum, uns hún yrði kölluð fyrir dómstóla á ný. Reuter Lausgegn tryggingu Jerúsalem. Reuter. HEITTRÚARMENN unnu veru- lega á í þingkosningunum í Isra- el á þríðjudag og geta nú ráðið úrslitum varðandi það hvor stóru flokkanna tveggja, Likuds eða Verkamannaflokksins, verður í sfjórnarforystu eftir kosningarn- ar. Er búið var að telja flest at- kvæði að undanskildum atkvæð- um hermanna benti allt til að fjórir flokkar heittrúarmanna myndu vinna 17 - 18 þingsæti og geta þeir þá myndað þríðju stærstu valdablokkina á þingi. Helstu baráttumál þessara flokka eru þau að yfirvöld taki meira tillit til fornra gy ðingalaga við almenna lagasetningu, veitt verði opinberu fé til skóla heit- trúarmanna og jafnframt að fólki, sem snúið hefur verið til gyðingatrúar af hófsömum prestum erlendis, verði meinað að kalla sig gyðinga í ísrael. Allt benti til þess að Likud-flokk- ur hægri manna fengi að þessu sinni 39 þingsæti, hafði 43, Verka- mannaflokkurinn 38 en hafði áður 41. Agudat Israel, flokkur ofstækis- fullra heittrúarmanna, virtist fá fimm sæti, var áður með tvö. Mikla athygli vakti er þekktur gyðinga- leiðtogi í New York, Menachem Schneerson rabbí, lýsti yfir stuðn- ingi við flokkinn fyrir kosningam- ar. Hafa andstæðingar Schneersons meðal heittrúarmanna sakað hann um að vilja láta líta á sig sem Messías og fékk nýr flokkur þeirra, Degel HaTorah, tvö þingsæti. Einn af leiðtogum Agudat, Moshe Feld- man, sagði flokkinn vel geta stutt ríkisstjóm undir forystu Verka- mannaflokksins þótt flestir geri fremur ráð fyrir samsteypustjóm heittrúarflokka og Likud. Úrslitin fæm eftir því hvort Agudat fengi fleiri kröfur uppfylltar í viðræðum við Verkamannaflokkinn, að sögn Feldmans. Talið var að Shas, einn- igofstækisfullir heittrúarmenn, fengi sex sæti, hafði fjögur.Flokk- urinn höfðar mjög til sanntrúaðra gyðinga sem ættaðir eru frá Mið- Austurlöndum og Norður-Afríku. Þjóðarflokkur sanntrúaðra undir stjóm Avners Shakis fær að líkind- um fímm þingsæti og heldur sínum hlut. „Við emm á þeirri skoðun að við þessar aðstæður sé þörf á sterkri stjóm, með ömggan meirihluta, undir forystu Likud,“ sagði Shaki er tölur lágu fyrir. Stjórnmálaský- rendur álíta að deilur, sem oft vom hatrammar, milli smáflokka heit- trúarmanna hafi fengið fleiri heit- trúarmenn úr hópi kjósenda en ella til að greiða atkvæði en einnig séu margir óánægðir með ríkisstjómar- flokkana báða. Heittrúarmenn em flestir hvetjir hægrisinnaðir en nýr flokkur hægri ofstækismanna, Moledet, fékk tvö þingsæti. Leiðtogi hans er Rahavam Knight-Ridder Tribune News Arabaríki lýsa yfir von- brigðum með úrslitin Túnis. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR margra arabaríkja lýstu því yfir í gær að kæmist Yitzhak Shamir, Ieiðtogi Likud-flokksins, til valda eftir kosningarn- ar í ísrael í fyrradag myndi það standa í veginum fyrír því að hægt yrði að semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Jórdanir sögðust hafa orðið fyrir vonbrígðum með úrslitin og sögðu flest benda til þess að hægríflokkarnir mynduðu næstu sljórn. Bandaríkjamenn og Egyptar sögðu að ekki skipti máli hvernig stjóm yrði mynduð, þeir myndu semja við hvaða flokka sem væri. Talsmenn Frelsissamtaka Palestínu, PLO, sögðu að úrslit kosninganna i ísrael væm mikið áfall fyrir þá sem vildu semja um frið fyrir botni Miðjarðarhafs og sagði að uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðunum myndi halda áfram þar til sjálfstætt ríki Palestínumanna yrði að veruleika. „Úrslitin gætu útilokað friðarvið- Gaza-svæðinu, eða áform samtak- ræður vegna þess að ljóst er að Likud-flokkurinn myndar stjóm með öfgaflokkum sem hafa trúna í hávegum," segir í yfirlýsingu sem fréttastofa Frelsissamtaka Pal- estínumanna, WAFA, birti í gær. „Við búumst við meiri hörku, hermdarverkum og meira hatri af stjóm Likud-flokksins," segir enn- fremur í yfírlýsingunni. Ahmed Abderrahman, talsmaður Frelsissamtakanna í Túnisborg, sagði að úrslitin myndu engin áhrif hafa á intifada, uppreisn Palestínu- manna á Vesturbakka Jórdanár og anna um að lýsa yfír sjálfstæðu ríki Palestínumanna síðar á þessum mánuði. „Uppreisnin heldur áfram þar til þjóð okkar öðlast sjálfræði og sjálfstæði. Þjóðarráð Palestínu kemur saman 12. nóvember eins og áformað var og við lýsum yfír sjálfstæði 15. sama mánaðar," bætti hann við. Abderrahman sagði að Likud- flokkurinn hefði slegið ryki í augu kjósendum með því að lofa að bæla uppreisnina niður með hervaldi á sama tíma og jafnvel ísraelskir hershöfðingjar viðurkenndu að ein- ungis væri hægt að koma á friði með viðræðum. Nokkrir leiðtogar arabaríkja sögðu að engu skipti hvort Shamir eða Shimon Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins, kæmust til valda. „Þótt stefna Verkamannaflokksins sé ekki sú sama og Likud-flokksins erum við vissir um að stefna ísra- ela breytist ekki gagnvart Líbanon og engu máli skiptir hvaða flokkur ber sigur úr býtum,“ sagði Selim Hoss forsætisráðherra Líbanons, sem nýtur stuðnings Sýrlendinga. Esmat Abdel-Maguid, utanríkis- ráðherra Egyptalands, sem er eina arabaríkið sem hefur stjómmála- samband við ísrael, sagði að ekki skipti máli hvemig stjóm yrði mynduð, Egyptar myndu reyna að semja við hvaða flokka sem væri. Frank Carlucci, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjastjóm myndu gera hið sama en bætti við að of snemmt væri að spá hvemig stjóm yrði mynduð. Ze’evi sem var áður yfirmaður hemámsliðsins á vesturbakka Jórd- anár. Moledet hefur það á stefnu- skrá sinni að reka á brott alla Pa- lestínumenn, 1,75 milljón manna, frá Gazasvæðinu og Vesturbakkan- um sem ísraelar hafa hersetið síðan í sex daga stríðinu 1967. „Við tók- um við gyðingum frá löndum mú- slima; nú geta þeir tekið við múslim- um frá landi gyðinga," segir Ze’evi. Reuter Avner Shaki (t.h.), leiðtogi Þjóðarflokks sanntrúaðra í ísrael, sam- fagnar Menachem Porush, rabbía úr Agudat-flokknum, er vann mjög á i þingkosningunum. Bretland: Breytingfir fyrirhug- aðar í dómskerfinu Lundúnum. Frá Andrési Magfnússyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. BRESKA stjórnin hefúr gefið til kynna að framundan séu veiga- mestu breytingar í breska dómskerfinu á þessarí öld. Tilkynnt var að eftir áramót yrði lagt fram frumvarp þessa efiiis, sem væntanlega yrði afgreitt á því þingi, er nú er nýhafið. Áætlanir þessar eru í samræmi við þá stefhu Margaretar Thatcher, forsæt- isráðherra Breta, að koma á samkeppni innan stétta sem til þessa hafa notið lögverndar. Sú breyting, sem mest er um verð, er að munurinn á starfssviði lögmanna (solicitors) og málflutn- ingsmanna (barristers) minnkar. Til þessa hafa lögmenn aðeins getað sinnt almennum lögfræði- störfum, en málflutningsmenn haft einkarétt á því að flytja mál fyrir rétti í efri dómsstigum. Auk þessa eru fyrirhugaðar breytingar, sem gera bæði lög- mönnum og málflutningsmönnum kleift að opna stofur saman í fé- lagi við tengdar stéttir svo sem endurskoðendur og hlutabré- fasala. Þá eru á dagskrá ýmsar breyt- ingar aðrar, sem miða að því að tryggja rétt og hagsmuni almenn- ings betur þegar viðskipti við lög- fræðinga eru annars vegar. Samtök lögfræðinga, bæði lög- manna og málflutningsmanna, hafa opinberlega fagnað þessum áformum, en þó er talið að meðal margra — sérstaklega í hópi mál- flutningsmanna — séu mjög ákveðnar efasemdir um ágæti þessara breytinga. Til þessa hefur meiri virðuleiki þótt hvíla yfír málflutningsstörfum og telja margir málflutningsmenn að réttaröryggi borgaranna sé betur tryggt með því að hafa sjálfstæða stétt málflutningsmanna. Vitað var að innan ríkisstjóm- arinnar hafa lengi verið uppi hug- myndir í þá veru, sem settar verða á blað í fyrirhuguðu frumvarpi, en fáa lögfræðinga mun hafa órað fyrir því að þær breytingar kynnu að vera jafnskammt undan og raun ber vitni. Er talið að lögfræð- ingar muni á næstunni láta í sér heyra vegna þessa og hafa fjöl- miðlar velt því fyrir sér hvort þeir kunni að reyna að fresta ýmsum breytingum í lengstu lög. Enn aðrir hafa bent á að ein- ungis sé tfmaspursmál hvenær til víðtækari breytinga komi vegna þeirrar þróunar sem eigi sér stað innan Evrópubandalagsins (EB). Minna þeir og á að í ríkjum EB á meginlandi Evrópu séu þeg- ar komnar upp raddir um sameig- inlega refsilöggjöf og samræm- ingu réttarkerfa ríkja bandalags- ins. Viðbúið er þó að allar slíkar hugmyndir, komi þær opinberlega til kasta EB, strandi á Bretlandi, enda breskt réttarkerfi mjög frá- brugðið því sem gerist á meginl- andinu. Þá hefur Margaret Thatc- her verið iðin við að senda mönn- um í höfuðstöðvum EB í Brussel tóninn og sagt að Bretar hafí ekki verið að slíta af sér hafta- og einokunarfjötrana á undanf- örnum árum til þess eins að af- sala sér fullveldinu til skrifkera í Brussel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.