Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 UNESCO vill rann- saka rúmensk þorp París. Reuter. Menningarmálastofiiun Sam- einuðu þjóðanna, UNESCO, hef- ur beðið Rúmeníustjórn um leyfi til að rannsaka hvort rúmensk þorp hafi verið jöfnuð við jörðu. UNESCO vill senda nefnd til að safna upplýsingum um málið í Rúm- eníu. Stofnunin getur hins vegar ekki haft afskipti af innanríkismál- um aðildarríkjanna og verður að fá leyfi Rúmeníustjórnar til að senda nefndina. Rúmeníustjóm hefur kynnt áform um að jafna um 8.000 þorp við jörðu og flytja íbúana í ný land- búnaðar- og iðnaðarþorp. Ungversk stjórvöld hafa mótmælt þessu og sagt að slíkt komi illa niður á Rúm- enum af ungverskum uppruna. Mannréttindahreyfingar víðsvegar um heim hafa einnig mótmælt áformunum og átta vestur-evrópsk ríki hvöttu Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að þorpin yrðu lögð við jörðu enda bæri henni skylda til að vernda menningararfleifð heimsins. Federico Mayor, framkvæmda- stjóri UNESCO, sagði á fundi stofn- unarinnar í París í gær að hann hefði beðið Rúmeníustjórn um upp- lýsingar varðandi áform hennar um endurskipulagningu dreifbýlisins. Rúmeníustjóm aflýsti með skömm- um fyrirvara í síðustu viku heim- sókn sendinefndar austurríska þingsins, sem ætlaði að rannsaka rúmensk þorp. Talsmenn nefndar- innar sögðu að ákvörðun stjómar- Bandarísku forsetakosningarnar: Bush vill viðræður mnar benti til þess að hún hefði slæma samvisku. Frakkland: Stöðvað- ur á 262 kmhraða París. Reuter. LÖGREGLA í Frakklandi stöðvaði á mánudag svissnesk- an ökufant, sem þeyttist eftir hraðbraut einni á 262 kílómetra hraða. Maðurinn var sviptur ökuleyfi til tveggja mánaða og gert að greiða háa sekt, eins og sagði í fréttaskeytum, eða 900 franka, sem jafngilda sjö þúsund íslenzk- um krónum. Hann ók bifreið af gerðinni Porsche. Franska lögreglan hafði mikinn viðbúnað um helgina til að draga úr umferðarslysum, en nú er Allra heilagra messa, sem er einhver mesta slysahelgi í frönsku um- ferðinni. í fyrrakvöld höfðu 89 manns látið lífið frá því á laugar- dag. Frökkum er gefíð frí á Allra heilagra messu, sem lýkur í kvöld, og nota þeir það til ferðalaga. Rúmlega 7.000 manns hafa beðið bana í umferðinni í Frakklandi það sem af er ári. við Sovétleiðtogann Washington. Reuter. FIMM dagar eru þar til Banda- ríkjamenn kjósa sér forseta, þann 8. nóvember, og frambjóð- endurnir, George Bush og Mich- ael Dukakis, hafa verið á kosn- ingaferðalagi um miðvesturríki Bandaríkjanna. í nýrri skoðana- könnun sem CRS-sjónvarpið birti síðastliðið þriðjudagskvöld hefúr Bush stuðning 53% aðspurðra en Dukakis 41%. Fimmtungur þeirra sem voru spurðir sagðist ef til vill skipta um skoðun áður en gengið yrði að kjörborðinu. í öðrum skoðanakönnunum var munurinn á frambjóðendunum enn minni. Í könnun dagblaðsins Philad- elphia Daily News og Pittsburgh Post-Gazette reyndust frambjóð- endumir báðir hafa stuðning 46% aðspurðra. Skoðanakönnun sem ARC-sjónvarpið stóð fyrir sýndi að Bush hafði stuðning 48% aðspurðra í Illinois en Dukakis 46%. George Bush sagði áheyrendum í háskóla í Indiana að ef hann yrði kjörinn forseti Bandaríkjanna myndi hann reyna að hitta Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga að máli, bæði til þess að kynnast manninum og til þess að ræða við hann um afvopnunar- og mannréttindamál. „Það er ekki rétt að vekja upp falskar vonir eða ástæðulausan ótta, ellegar láta algert reynsluleysi standa okkur fyrir þrifum,“ sagði Bush og vísaði til ásakana repúblik- ana um reynsluleysi frambjóðanda demókrata, Michaels Dukakis, í utanríkismálum. í sjónvarpsviðtali var Dukakis spurður að því hvort hann væri nógu harður af sér til að eiga við- ræður við Sovétleiðtogann. „Ég hlakka til þess að semja við Gorb- atsjov. Ég held að næsta forseta Bandaríkjanna gefíst einstætt tæki- færi til að stuðla að öruggari og friðsamlegri heimi,“ sagði Dukakis. í forystugrein í bandaríska dag- blaðinu Washington Post í gær var því haldið fram að hvorugur fram- bjóðendanna væri hæfur til að gegna forsetaembættinu. „Kosn- ingabarátta Bush hefur einkennst af kæruleysislegu lýðskrumi en stefna Dukakis í utanríkis- og varn- armálum virðist í fljótu bragði vera fræðilegs eðlis, þröngsýn, ógrunduð og áhættusöm.“ »-»-»------ Undaiiegnr sjúkdómur í Ukraínu Moskvu. Reuter. í BÆNUM Stjernovtsí í Úkraínu hefúr undarlegur sjúkdómur valdið því, að mörg börn hafa misst hárið. Grunar suma, að geislamengun i kjölfar slyssins í Sljernobyl-kjarnorkuverinu sé undirrótin að þessum ósköpum en læknar þvertaka fyrir það. Stjernovtsí er í 450 km Qarlægð firá Stjernobyl. I. Peníshkevítsj, yfirmaður heilsu- gæslunnar í bænum, sagði í viðtali við dagblaðið Pravda Ukraíní, að daglega væru tvö eða þtjú börn flutt á sjúkrahús vegna hármissis og truflana í taugakerfí. „Sjúklingarnir eru nú orðnir 82,“ sagði Peníshkevítsj í viðtalinu, sem birtist sl. sunnudag og barst til Moskvu í gær. Sagði hann ennfrem- ur, að alls kyns sérfræðingar væru komnir til bæjarins til að reyna að grafast fyrir um sjúkdóminn, sem leggst á böm á ýmsum aldri, á reifa- börn jafnt sem unglinga, og hefur valdið miklum ótta meða íbúanna. Peníshkevítsj sagði, að enn væri ekki ljóst hvað ylli þessum sjúkleika en böndin bærust þó öll að einhvers konar efnamengun. „Ég get þó full- yrt, að geislun eða skordýraeitur eiga engan hlut að máli,“ sagði hann. Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við- talstíma íValhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvembér. Allir velkomnir. í dag, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 10-12 eru til við- tals Kristinn Pétursson, þingmaður Austfirðinga, Birgir ísleifurGunnarsson, þingmaður Reykvíkinga. í dag, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17-19 eru til við- tals Friðjón Þórðarson, þingmaður Vesturlands og Salóme Þorkelsdóttir, þingmaður Reyknesinga. HVERFISGATA 46 SÍMI 621088 MODEL MYND er tískusýningarskóli þar sem börn og unglingar læra Framkomu Hreinlæti Fataval Göngu Tjáningu Vinna bug á feimni Að skilja feimni Aukið sjálfstraust og fleira og fleira. Flokkaskipting: 4-6 ára 7-9 ára 10-12 ára 13-14 ára 15-20 ára Stig 1. Byrjendur, sett upp sýning, tekið próf. Stig 2. Þyngra stig, snyrtisérfræðingur og hárgreiðslu- meistari. Stig 3. Lokastig, tískuljósmyndari vinnur með módelunum. Allir fara í myndbandsupptöku fyrir auglýsingar. Ný námskeið að byrja. Innritun alla daga í síma 657070 kl. 10-16. Þeir, sem eru að fara á 2. eða 3. stig, tilkynni sig strax. Síðast komust færri að en vildu. Afhending skírteina laugardaginn 5. nóv. kl. 13-16 á Hverfisgötu 46, Rvík. STÓR - RÝMINGARSALA Á STELTON PLASTVÖRUM LITIR: GLÆRT, SVART, HVÍTT, RAUTTOG GRÁTT 2100 + 2130 KANNA M/LOKI ÍSFATAIWLOKI SKÁL M/LOKI SN ÚNINGSDISKUR SKÁLAR F/SNÚNINGSDISK, 5 STK. ÍPAKKA SALATSKÁL 40 CM SALATSKÁL 30 CM SKÁLAR 4 íPAKKA SALATÁHÖLD VERÐAÐUR NÚ 705.- 425.- 2.435.- 1.460.- 770.- 460.- 1.220.- 735.- 1.100.- 590.- 1.515.- 895.- 760.- 455.- 740.- 445.- 455.- 275.- SNÚNINGSDISKUR MEÐ 6 SKÁLUM SENDUM í PÓSTKRÖFU. ÍSFÖTUR M/LOKI HÖNNUNÉ • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KÖNNUR M/LOKI KRISUAN siggeirsson LAUGAVEGI 13 SÍMI 625870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.