Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 33 Óli Kr. Sigurðsson forsljórí OLÍS: Hlutabréf mín hafa aldrei verið til sölu -segir Landsbankann hafa veitt áframhaldandi fyrir- greiðslu eftir bréftil stj órnarformannsins ÓLI Kr. Sigurðsson forsljóri Olís segir að hlutabréf sín í Olís hafi aldrei verið til sölu og séu það ekki. Þetta kom _ fram á blaðamannafundi sem Óli hélt í gær í framhaldi af fréttum ríkis- sjónvarpssins af málefhum fyr- irtækisins. Óli hafinaði því alfar- ið að Landsbankinn hefði gert þá kröfu að hann seldi hlutabréf Lands- bankinn segir ekkert MORGUNBLAÐIÐ hafði samband við Sverri Her- mannsson bankasljóra Landsbankans vegna þessa máls, en hann kvaðst ekkert vilja segja opinberlega um það að svo stöddu. sín eins og fram hefði komið í Qölmiðlum. A fundinum kom firam að skuldir Olís og ábyrgðir nema nú samtals um 1,4 milljörðum króna. Þar af er skuld við Landsbankann 840 milljónir króna. Á móti þesssu á Olís úti- standandi skuldir fyrir rúman milljarð króna. Eigið fé Olís nemur nú 755 milljónum króna. Á fiundinum sagðist Óli engar skýringar kunna á því, að stjórn- arformaður Olís Þórður S. Gunnarsson og endurskoðand- inn Símon A. Gunnarsson hefðu sagt sig úr sfjórn Olís. Sagðist Óli bíða greinargerðar frá þess- um mönnum um málið. Óli sagði að aldrei hafi verið um ágrein- ing að ræða á stjórnarfundum. HÉR fer á efitir í heild greinar- gerð, sem stjórn Olíuverzlunar Islands hf. lagði fram á blaða- mannafundi í gær. „í tilefni af fréttaflutningi und- anfarna daga um málefni félagsins vill stjórn Olíuverzlunar íslands hf. taka fram eftirfarandi: 1. Þann 21. október sl. ritaði Landsbanki íslands stjórnar- FiskverA á uppboðsmörkuðum 2. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hœsta Lœgsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 53,00 30,00 50,31 24,812 1.248,185 Þorskur(óst) 38,00 38,00 38,00 0,038 1.444 Ýsa 90,00 30,00 48,47 8,143 394.713 Undirmálsýsa 16,00 13,00 15.20 1,497 22.759 Ufsi 20,00 20,00 20,00 6,692 133.851 Karfi 24,00 23,00 23,56 19,350 455.850 Steinbítur 38,00 38,00 38,00 0,034 1.292 Koli 69,00 46,00 46,31 2,027 93.863 Langa 15,00 15,00 15,00 0,665 9.975 Lúða 215,00 175,00 193,46 0,314 60.745 Keila 14,00 14,00 14,00 1,707 23.898 Skötuselur 300,00 300,00 300,00 0,004 1.350 Samtals 37,45 65,399 2.449.790 Selt var aðallega úr Ljósfara RE og Sólfara AK. dag verður selt óákveðið magn, aðallega af þorski og ýsu, úr Stakkavík ÁR og fleiri skipum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 35,00 30,00 31,93 4,582 146.296 Þorskur(ósL) 30,00 30,00 30,00 0,058 1.740 Undirmál 10,00 10,00 10,00 0,501 5.010 Ýsa 67,00 34,00 42,71 0,394 16.826 Ýsa(ósl.) 81,00 39,00 78,36 0,494 38.712 Smáýsa(ósL) 14,00 14,00 14,00 0,073 1.022 Ufsi 10,00 9,00 9,56 7,013 67.067 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,015 390 Hlýri .11,00 11,00 11,00 0,178 1.958 Keila 5,00 5,00 5,00 0,520 2.600 Lúða 210,00 150,00 192,52 0,123 23.680 Samtals 21,88 13,951 305.301 Selt var úr ýmsum bátum. í dag verður meðal annars seldur karfi úr Gylli fS. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 41,50 34,00 35,10 45,657 1.602.505 Undirmál 11,00 10,00 10,53 15,002 158.151 Ýsa 80,50 49,00 55,63 4,604 256.125 Karfi 18,00 18,00 18,00 5,280 95.040 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 1,811 27.160 Blálanga 25,00 25,00 25,00 0,564 14.100 Lúða 180,00 125,00 145,75 0,670 97.655 Síld 7,17 6,32 6,70 75,060 503.135 Skata 72,00 72,00 72,00 0,106 7.200 Tindaskata 3,00 3,00 3,00 1,242 3.728 Samtals 16,82 201,828 3.394.359 Selt var aðallega úr Aðalvík KE, Bergvík KE, Hörpu GK og Sig- hvati GK. í dag verða meðal annars seld 50 tonn af karfa úr Jóni Vídalin ÁR. Selt veröur úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. SKIPASÖLUR í Bretlandi 24. - 28. október. Þorskur 84,98 227,695 19.350.639 Ýsa 79,75 62,730 5,002.741 Ufsi 42,10 13,660 575.079 Karfi 46,37 6,770 313.892 Koli 52,40 41,565 2.177.803 Grálúða 139,05 0,010 1.391 Blandað 52,46 23,695 1.243.039 Samtals 76,21 376,125 28.664.584 Selt var úr Álftafelli SU í Hull á mánudaginn, Unu í Garði GK í Grimsby á mánudaginn, Þrymi BA i Grimsby á þriðjudaginn, Bjarti NK í Grimsby á fimmtudaginn og Hafnarey SU í Hull á föstudaginn. formanni Olís, Þórði S. Gunn- arssyni, bréf þar sem sett eru fram sjónarmið bankans um áframhaldandi viðskipti hans og félagsins. Bréf þetta var ekki sent öðrum stjórnendum Olís en stjórnarformanninum, og þeim, þ. á m. Óla Kr. Sig- urðssyni, forstjóra, og aðaleig- anda fyrirtækisins ekki um það kunnugt. Föstudaginn 28. október sl. sendir síðan stjórnarformaðurinn skeyti til stjórnarmanna þar sem hann og Símon Gunnarsson, stjórnarmaður, segja af sér störf- um í stjórninni. Þriðjudaginn 1. nóvember fer stjómarmönnum í Olís að berast í pósti afrit bréfs Landsbanka ís- lands sem sent var Þórði S. Gunn- arssyni 21. október. Bréf þetta barst Óla Kr. Sigurðssyni að kvöldi 1. nóvember. 2. I bréfi bankans eru Olís sett skilyrði fyrir áframhaldandi ábyrgðum af hálfu bankans og því lýst að ekki verði um frek- ari ábyrgðir að ræða nema þau skilyrði verði uppfyllt. Ljóst er að í framhaldi af bréfi þessu munu á næstunni fara fram viðræður milli Olís og Lands- bankans um framhald málsins en þrátt fyrir tilgreiningu skil- yrða í bréfi bankans hefur fyrir- greiðsla öll verið með eðlilegum hætti frá því bréfið var ritað 21. október til dagsins í dag. Til dæmis gekkst bankinn í ábyrgðir fyrir Olís mánudaginn 31. október að fjárhæð kr. 50 milljónir. 3. Þann 1. desember 1986 festi Sund hf. (aðaleigandi Sunds hf. er Óli Kr. Sigurðsson) kaup á Morgunblaðið/Júlíus Óli Kr. Sigurðsson útskýrir sín mál á blaðamannafundi i gær. 67% hlutabréfa í Olíuverzlun Islands hf. Við samningsgerð greiddi Sund hf. 5% kaupverðs- ins, og á næstu mánuðum 45%, nákvæmlega eins og tilgreint var í kaupsamningi, þannig að greiðslu útborgunar var að fullu lokið á 12 mánuðum. Fjármagn til þessara kaupa kom frá kaup- andanum sjálfum, heildverslun- inni Sund hf., úr sjóðum Olíu- verzlunar Islands hf. hefur ekki komið ein króna til þessara hlutabréfakaupa. Þetta er stað- fest með yfirlýsingu endurskoð- enda beggja félaganna. Eftirstöðvar kaupverðs hluta- bréfanna skyldu greiðast á ijórum árum og hefur að fullu verið stað- ið í skilum með þmr greiðslur. Þetta staðfesta vottorð seljenda hlutabréfanna. 4. Stjórn Olís hefur neytt heimild- ar til að kaupa hlutabréf í félag- inu. Þetta hefur gerst með þeim hætti að félagið hefur tekið hlutabréf upp í' skuld viðkom- andi hluthafa. Samkvæmt þess- ari heimild á félagið nú 28% hlutafjár. Stjórn félagsins sam- þykkti í september að selja 18% hiutafjárins þannig að 10% verði eftir í eigu félagsins sjálfs. 5. Itarlegar fréttir Ríkissjónvarps- ins og fréttir dagblaðsins Tímans um að hlutabréf Sunds hf. (eða Óla Kr. Sigurðssonar) hafi verið til sölu eru úr lausu lofti gripnar. Hafi þessi hluta- bréf verið boðin til sölu hefur sá sem það gerði verið að bjóða þau í heimildarleysi. 6. Greiðslustaða Olíuverzlunar ís- lands hf. hefur jafnan haldist í hendur við afkomu útgerðar í landinu. Öllum er ljós slæm staða útgerðar og fiskvinnslu að undanfömu, sem aftur hefur leitt til aukinna vanskila þess- ara atvinnugreina við Olís. Við- skiptakröfur Olís í dag em í heild sinni eitt þúsund og fimmtíu milljónir króna. Van- skil Olís við Landsbanka íslands nema nú 134 milljónum. Þessi vanskil em frá 13., 17., 21. og 24. október sl. Vanskilin munu lækka í 70 milljónir nú í nóvem- ber. 7. Þegar Sund hf. (Óli Kr. Sigurðs- son) keypti 67% hlutafjár í des- ember 1986 var rekstur Olís kominn í mikið óefnL Tilraunir til að sameina félagið öðmm olíufélögum höfðu mistekist, vanskil gagnvart Landsbanka íslands vom um 400 milljónir, bankinn hafði neitað að opna ábyrgðir og rekstrarstöðvun vofði yfir. 8. Á þeim 23 mánuðum sem síðan em liðnir og fyrirtækið hefur verið undir stjórn Óla Kr. Sig- urðssonar hefur það verið rekið með hagnaði. Skuldir Olís við Landsbankann hafa lækkað um 200 milljónir og eiginfjárstaða félagsins í dag er 755 milljónir. Veltuaukning er um 25% á milli ára. 325 starfsmönnum hefur verið tryggð áframhaldandi at- vinna.“ Bréf Landsbanka íslands HÉR fer á eftir bréfið, sem bankastjórarnir Sverrir Her- mannsson og Helgi Bergs sendu stjórnarformanni OLÍS, Þórði S. Gunnarssyni, 21. október sl. Þórður hefur sagt af sér stjórn- arformennsku og sendi bréfið i pósti til Óla Kr. Sigurðssonar forstjóra, sem sagði á blaða- mannafundinum i gær, að hann hefði fyrst séð bréfið 1. nóvem- ber. „Þann 25. júní 1987 var undirrit- að samkomulag milli bankans og yðar, þar sem fram komu helstu skilyrði bankastjórnarinnar fyrir áframhaldandi viðskiptum við yður. Vér teljum að þér hafið nú brotið í bága við veigamikil atriði sam- komulagsins, sem voru höfuðfor- senda bankans til áframhaldandi viðskipta. Yður er hér með tilkynnt að bankinn mun ekki veita yður nýjar bankatryggingar né hafa milli- göngu um útvegun erlendra lána vegna innflutnings á fljótandi elds- neyti, nema gerðar verið ráðstafan- ir sem treysti fjárhag og stjórnun félagsins þannig að staða þess geti orðið viðunandi. Það er skilyrði bankans fyrir áframhaldandi við- skiptum, að allar þessar ráðstafanir verði gerðar í samráði við og með samþykki bankans, eins og ráð er fyrir gert í fyrrnefndu samkomu- lagi.“ Kvennalistinn heldur landsfimd á Lýsuhóli LANDSFUNDUR Kvennalistans verður haldinn 4.-6. nóvember nk. á Lýsuhóli á Snæfellsnesi. Fundurinn verður settur laugar- dag kl. 9.00 og hefst á hefðbundnum aðalfundarstörfum, skýrslum þing- flokks og framkvæmdaráðs. Eftir hádegi á laugardag mun umræðan snúast um hugmyndafræði Kvenna- listans í framkvæmd. Hátíðarkvöld- verður verður svo um kvöldið. Á sunnudag verður fundi fram haldið kl. 9.00 og verður fjallað um efnahagsmál. Landsfundi verður slitið kl. 15.00. Kvennalistinn skipuleggur ferðir til og frá Lýsuhóli. Lagt verður af stað með rútu frá Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík kl. 18 föstudaginn 3. nóvember. Stoppað verður á Akranesafleggjaranum og á Shell- stöðinni við Brúartorg í Borgarnesi. Einnig fer rúta síðdegis á föstudag frá Akureyri. Svefnpokagisting verður í Gistihúsinu Langholti og í Tungu. Defiinkt í Tunglinu Veitingahúsið Tunglið efiiir til tónleika nk. fimmtu- dagskvöld 3. nóvember með bandarísku djassfönk hljóm- sveitinni Defimkt. Defunkt er sex manna hljómsveit ættuð frá New York-borg þar sem hún var stofnuð fyrir tíu árum af bás- únuleikaranum og söngvaran- um Joe Bowie. Tónleikarnir hérlendis eru þeir síðustu í hljómleikaferð Defunkt um meginland Evrópu en uppselt hefur verið á alla tónleika hljómsveitarinnar í þessari ferð. Gestahljómsveit kvöldsins er svo íslenska hljómsveitin Risaeðlan. Miðasalan opnar kl. 20 en tónleikarnir hefjast kl. 22. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Skífunnar, Gramm- inu og í Plötubúðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.