Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 40

Morgunblaðið - 03.11.1988, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Ég þakka öllum, sem sýndu mér vinsemd og heimsóttu mig og fœröu mér gjafir og hlýjar óskir á 80 ára afmœli mínu 26. október. LifiÖ heil. Hallgrímur Björnsson, Hafnarfirði. Hugheilar kveÖjur og þakkir til barna minna og allra þeirra mörgu œttingja og vina, sem geröu mér 85 ára afmœlisdaginn, 29. október sl., ánœgjulegan á margan hátt meÖ heillaósk- um, blómum og öörum gjöfum. GuÖ blessi ykkur öll. Ottó Þorvaldsson. Skrifstofu- og söludeild Skeifunni 15 685870 Þjónustumiðstöð Bíldshöfða 6 Verkstæði: 673600 Varahlutir: 673900 BRIMBORG HF. Við endurtökum okkar vinsælu villibráðarveislu í kvöld, laugardagskvöld, í Blómasal Hótels Loftleiða Villibráðarhlaðborð: Villibráðarseyði, hreindýrapaté, sjávarréttap- até, grafinn silungur. Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs, pönnusteikt Iundabringa, smjörsteikt rjúpu- bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur. Heit eplakaka með vanilluís og ferskum ávextum. Og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill. HÓTEL LOFTLEH3IR FLUCLEIOA ' HOTEL Tónleikapistill í plötuflóðinu gefst ekki mikið pláss fyrir tónleikaumfjöllun, en það eru þó öðru hvoru tónleikar sem vert er að taka eftir og hór verður Iftillega sagt frá þrennum tónleikum, tónleiku Risaeðlunn- ar, Bleiku bastanna og B.H. Blues Band. Risaeðlan er sú hljómsveit sem einna mesta athygli hefur vakið á meðal neðansjávarsveita á þessu ári, enda státar hún af nýstárlegri hljóðfæraskipan, smellnum text- um og skemmtilega óvæntum uppákomum ílagasmíði. Risaeðlan hélt tónleika í Tunglinu fyrir skemmstu og náði að sýna á sér sínar bestu hliðar. Sveitin hefur tekið miklum framförum frá því hún lék í Zanzibar fyrir margt löngu og hljómplötuútgefendur mættu fara að gefa sveitinni gaum. Bestu lög- in voru þau sem voru óvenjulegust að uppbyggingu og sem í voru notuð óvenjulegust rokkhljóðfæri, en jafnvægi á milli hljóðfæra var nokkuð ábótavant í hljóðblöndun. Bleiku bastarnir léku í Q, en Evrópa sem var gengur undir því nafni nú um stundir. Bastarnir eru að Ijúka við plötu í hljóðveri þegar þetta er ritað, en það hefur fækkað um einn í sveitinni síðan í vor. Segja má að fámenni og hljóð- vandræði hafi skemmt fyrir á þess- um tónleikum, því þegar þeir áhorfendur sem a staðnum voru voru allir komnir út á gólf til að dansa gafst sveitin upp á því að hljóðnemar voru ekki virkir nema öðru hvoru og hætti að spila. Nýju lögin, s.s. Kóka kóla óli og Hiphop, hljómuðu vel, en sveitin er ekki alveg tilbúin til að halda tónleika, til þess þurfa Bastarnir að æfa þéttari dagskrá, en kannski er hljóðvandræðunum um að kenna að einhverju leyti. B.H. Blues Band, en hljómsveit Bobby Harrison og Guðmundar Péturssonar, sem leikur blús. Sveitin lék í Djúpinu fyrir skemmstu og lék þa blúsa eftir ýmsa svarta blúsmenn og Bobby sjálfan. Bobby og Guðmundur sköruðu nokkuð framúr í sveitinni, enda er Bobby góður blússöngvari og Guðmunduryfirburða blúsgítar- leikari, en hljómborðs- og bassa- Björn Basti. Ljósmynd/BS Tvær Risaeðlur. leikur var hálf vélrænn. Það ætti þó að lagast með tímanum og takt- arnir í Guðmundi breiða yfir verstu brestina. Lagavalið mætti líka vera Ljósmynd/BS markvissara og hér er stungið upp á óskalögum eins og Crosscut Saw, I Don’t Like to Travel, Killing Floor og Reconsider Baby. Ný plata hljómsveitarinnar 7-Und: Misgóð blanda Það er ekki alltaf gott að átta sig á hvað mönnum gengur til þegar þeir ráðast í plötuútgáfu enda hefur efni það, sem komið hefur út á íslenskum hljómplötum síðustu misserin, verið býsna fjölskrúðugt. í sumum tilfellum er um að ræða frumsamið efni þar sem menn reyna að leggja faglegan metnað í verk sín, með misjöfnum árangri að vísu. Aðrir láta sár nægja að dusta rykið af gömlum erlendum slögurum, setja við þá fyndinn texta og hef- ur sumum orðið spordrjúgt upp vinsældarlistana með þeirri ódýru aðferð, eins og dæmi frá síðastliðnu sumri sanna. Stund- um virðist manni að plötuútgáfan hafi þann eina tilgang að vekja athygli á viðkomandi flytjendum og er það sjónarmið ekki verra en hvað annað enda „bransinn11 harður um þessar mundir. Mér finnst einhvern veginn eins og hin nýja plata hljómsveitarinnar Sjöundar frá Vestmannaeyjum, „Gott i bland", sé eins konar blanda af þessu öllu, þó með mestri áherslu á hið fyrstnefnda. Flest lögin á plötunni eru frums- amin og þótt þau séu misjöfn að gæðum bregður oft á tíðum fyrir góðri viðleitni þeirra félaga til að gera vel. Að minnsta kosti er margt á þessari plötu síst verra en það sem boðið hefur verið upp á á íslenskum hljómplötum að undanförnu. Það er sumsé margt gott um þessa plötu Sjöundar að segja og þeir félagar standa vel fyrir sínu sem hljóðfæraleikarar. Að mínum dómi er þó helsti ókosturinn við plötuna sá, að það vantar einhvern heildarsvip. Lagavalið er fremur ósamstætt, líkt og gripið hafi verið til sýnishorna af hinum ýmsu tón- listarstefnum án þess að skeyta um hvort þær eigi saman, þótt lögin geti annars verið góð út af fyrir sig. Það er til dæmis býsna langur vegur frá Oddgeiri Kristj- ánssyni til Robbie Robertson og svo aftur þaðan í frumsamda re- aggie-tóhlist. En líklega hefur það þó verið meðvitaður tilgangur Sjö- undar-manna, að bjóða upp á svona blöndu og má ráða það af nafni plötunnar. Af átta lögum á plötunni eru fimm eftir þá félaga sjálfa, þrjú þar sem þeir leggja allir hönd á plóg- inn, eitt eftir Hlöðver Guðnason gítarleikara og eitt eftir Pétur Má Jensson söngvara, en auk þeirra skipa hljómsveitina Birkir Hugins- son saxafónn, Högni Þór Hilmis- son bassi, Páll Viðar Kristinsson hljómborð og Sigurður Ómar Hreinsson trommur. Þeir koma einnig allir við sögu í textagerð og tekst þar misjafnlega upp eins og gengur. Bestu textarnir eru þó ut- ansveitar, það er Bjóróður eftir K.N. og Pípan eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson við ágætt lag Haf- steins Guðfinnssonar. Lagið við Bjóróðinn er eftir Sjöundar-menn og fer vel af stað, en inskötið finnst mér hálf hallærislegt og endirinn gjörsamlega út í hött. Partýljónið er grípandi rokkari, en reaggie- lagið „Frikki pabbi" finnst mér ekki eiga heima á þessari plötu. Sama gildir um hið þekkta lag Oddgeirs Kristjánssonar við texta Ása í Bæ, „Ég veit þú kemur”, enda hefur það lag komið út í nokkrum útgáf- um áður og Sjöundarmenn bæta þar engu við þrátt fyrir ágæta úts- eningu. Hugmyndin að íslensk- færeyska textanum við lag Robbie Robertson er góð, en besta frumsmíð Sjöundar-manna sjálfra á þessari plötu finnst mér vera lagið „Allt sem ég geri", geðþekkur óður til lítils barns eftir Pétur Már Jensson við gullfallegt lag Péturs og Birgis Jóhanns Birgissonar. Ekki er ástæða til að fara nánar í saumana á þessari plötu enda sýnist sjálfsagt sitt hverjum í þess- um efnum. Blandan er misjöfn eins og áður segir og ef til vill hefðu þeir félagar mátt hugsa sig svolítið betur um hvað varðar lagavalið. í heildina geta þeir þó sæmilega vel við unað og er full ástæða til að hvetja þá til að halda áfram. UM*;t»o n'ii:* i * : u-i n r >i i luiiusuMaiuaitiMiuuiui iu ■ ■ »* * .Tisnoddai’yic.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.