Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 41 Guttenberg, Field og Caine í Uppgjöfinni sem sýnd er í Regnboganum. Uppgjöf einbúans Kvikmyndir Amaldur Indriðason Uppgjöf („Surrender“). Sýnd i Regnboganum. Bandarísk. Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Jerry Belson. Framleiðendur: Aaron Spelling og Alan Greisman. Kvikmyndun: Juan Ruiz Anchia. Helstu hlutverk: Sally Field, Michael Caine, Steve Guttenberg og Peter Boyle. Uppgjöfín (,,Surrender“), sem sýnd er í Regnboganum, er heldur litlaus rómantísk kómedía. Hún flaggar frægum leikurum — Sally Field og Michael Caine fara með aðalhlutverkin — en innihaldið og fyndnin er hvort tveggja í lágmarki. Myndinni er dauflega leikstýrt af Jerry Belson sem einnig skrifar handritið. Það §allar um Caine í hlutverki vinsæls rithöfundar sem átt hefur í vandræðum með konur; hann er jafnfljótur að dragast að þeim og þær að skilja við hann og hann er iðulega dæmdur til að borga þeim stórar fúlgur í skilnaðargjöf. Svo hann ætlar að taka sér frí frá kvenfólki það sem eftir er en þegar hann kynnist Field (þau eru bundin saman nakin í klúru ráni og alveg ófyndnu) kviknar áhuginn hjá hon- um enn á ný. Til að hún verði skot- in í honum en ekki peningunum hans þykist hann vera allt að því öreigi. Aðal keppinautur hans um Field er Steve Guttenberg í hlut- verki moldríks lögfræðings sem á hryliilega auðvelt með að líta alltaf út eins og hálfviti og Peter Boyle leikur lögfræðing og einkavin, Caines í fjarska litlu hlutverki. Handritið steftiir alltaf að því að vera fyndið en það verður aldrei meira en sæmileg viðleitni í þá átt. Myndin silast einhvern veginn áfram í kringum tvær burðarlitlar aðalpersónur sem aldrei verða nógu áhugaverðar eða heillandi til að maður fái samúð með þeim eða láti sig varða hvað fyrir þær kemur. Það kviknar aldrei neisti á milli Field og Caine eins og t.d. sá sem fleytti miklu betri mynd, „Murphy’s Romance", áfram þar sem Field lék á móti óborganlegum James Garn- er. Hér er allt miklu þvingaðra, vandræðalegra og einfaldlega kjánalegra þar til myndin er komin út í algjöra endaleysu í lokin. Michael Caine, sem leikið hefur í aragrúa mynda austan hafs og vestan virðist taka öllum hlutverk- um, sérstaklega þessum laufléttu sem reyna ekki mikið á hann og þetta hlutverk kvensama rithöfund- arins er dæmigerð atvinnuþóta- vinna. Sally Field þarf sömuleiðis að 'fást við hlutverk sem er langt undir hennar getu en verst fer Guttenberg út úr myndinni. Hann er vorkunnsamur í vita ófyndnu og heimskulegu hlutverki ríkisbubba. Uppgjöfín er að mestu leyti ótta- lega bragðlaus, dauf og innihaldslít- il rómantísk kómedía sem vill drag- ast á langinn og gera lítið úr ágæt- um hæfíleikum kvikmyndaleikara sem geta átt og hafa átt miklu betri stundir. Gott mannlíf í Búðardal Búðardal. MIKIÐ hefur verið unnið við standsetningu lóða við opin- berar byggingar í Búðardal undanfarið, skipt um jarðveg, hellulagt, gróðursett og plön malbikuð. Við Miðbraut eru Búnaðarbank- inn, sýsluhús, Póstur og sími og félagsheimilið Dalabúð. Ennfrem- ur Grunnskóli Búðardals sem nú er loksins fullfrágenginn en kennsla hófst í fyrri hluta bygging- arinnar fyrir 11 árum. Enn vantar ýmis tæki en þau koma smátt og smátt svo aðstaðan lofar góðu. Dagheimili fyrir bömin er rekið í hluta af skólanum. Þar er mjög Þrjár bækur frá Þjóðsög’u Bókaútgáfan Þjóðsaga sendir frá sér þijár bækur fyrir jólin. Þegar er útkomin „Árið 1987, stórviðburðir í myndum og máli“, ritstjóri var Gísli Ólafsson, höfund- ur íslenska kaflans Bjöm Jóhanns- son og hönnuður Hafsteinn Guð- mundsson. Áðrar bækur frá Þjóðsögu em: „íslensk þjóðmenning" 5. bindi og 8. og 9. bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar. góð aðstaða úti og inni, rúmgóður leikvöllur með leiktækjum og tii- heyrandi. Fjórar konur vinna við bamagæslu í hálfu starfi hver en bömin em 20 talsins. Það má segja að séð sé fyrir þörfum flestra sýslubúa ef þeir vilja notfæra sér það. Silfurtún, dvalarheimili aldraðra er fullnýtt. Þar er rúm fyrir 16 manns en þyrfti að rúma fleiri vistmenn. Þá er heilbrigðisþjónusta í mjög góðu horfí, 2 læknar og aðstoðarfólk era á staðnum enda er það fmmskil- yrði fyrir búsetu hér. Tannlæknir kemur hér með jöfnu millibili svo og aðrir sérfræðingar læknaþjón- ustunnar. Öldungadeild er starfandi hér og fullbókað í flest fög sem í boði em. Þá em hér hárgreiðslustofa og ljósastofa og snyrtidama kemur á 6 vikna fresti. Ibúar sýslunnar ættu að geta unað sæmilega við sitt í þessum efnum. Um atvinnulífið er það að segja að við höfum ekki farið varhluta af þeim samdrætti sem á sér stað í þjóðfélaginu frekar en aðrir. Ýmislegt hefur þó verið í undirbún- ingi eða athugun í atvinnumálum, en erfiðleikar em við að koma því í framkvæmd því allt kostar sitt. Þetta ástand er ekki nógu gott vegna þess fólk sem vill vera hér og er búið að hreiðra um sig. - Kristjana Stirðkveðnir straumar Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Stjörnubíó: Straumar — „Vibes“ Leikstjóri Ken Kwapir. Handrit Lowell Ganz og Babaloo Man- dell. Kvikmyndatökustjóri John Bailey. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Cindy Lauper, Jeff Goldblum, Julian Sands, Peter Falk. Bandarisk. Columb- ia 1988. Undirfurðuleg gamanmynd, þar sem gert er góðlátlegt grín að yfímáttúralegum hæfíleikum mannskepnunnar og hetjum á borð við Indiana Jones. Efnisþráðurinn er heldur stirt kveðinn og snúinn, en segir frá miðlinum Lauper, hin- um snertiskyggna Goldblum og bragðareftium Falk, sem tælir þau í fjársjóðsleit til Ekvador. Hyggst hann nýta sér hinar dulrænu gáfur þeirra til að hafa uppá fólgnum Inkafjársjóði í fjöllum uppi. Hér hefur verið treyst fuilmikið á hinar miklu vinsældir Lauper sem dægurlagastjörnu. Hún á að vera hin óborganlega þungamiðja ærslanna, en veldur ekki því hlut- verki, enda heldur klént skrifað. Falk fær skástu línumar og skilar þeim af rótgróinni fagmennsku. Goldblum er oftast nær útá þekju, en aukahlutverk gkúrkanna, Sands o.fl., em heldur bragðmeiri. Lauper dettur þó ekki jafn illa á andlitið sem kvikmyndaleikkona og stallsystir hennar, Madonna. Þegar handritið gefur henni svig- rúm er hún brosleg sem hinn kúnstugi miðill, á beinni linu við astralplanið. Annars er margt líkt með stöllunum; litlar, knáar, feyki- vinsælar og þroskaðar samtíma- söngkonur og ættu ekki að koma~ . nærri kvikmyndaleik. Þær virðast ekki þjást af vanmáttarkennd og halda stíft í himpigimpislega sviðs- framkomu, sem virkar fráhrind- andi og fíflsleg á hvíta tjaldinu frekar en fyndin. Og ekki hjálpar veikburða leikstjóm uppá sakim- ar. Inntakið gengur ekki nógu vel upp. Skopið að dulrænum hæfí- leikum er oft nokkuð skondið en Indiana Jones og þeir félagar all- ir, standast létt snúninginn. Það er útaf fyrir sig sniðug hugmynd að farsa, og er reyndar gömul og slitin, að nota andstæður — jafn ólíka einstaklinga og Falk, Lauper og Goldblum — sem og ófreskig- áfu og ævintýramennsku í sömu uppskriftina, en að þessu sinni tekur hún sig mun betur út á pappímum. Electrolux BW 310 uppþvottavélin ... hún 0 X* „DUXAÐI” ! A kröfuharðasta neytcndamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði Nú aðeins kr. 47.499 stgr. Láttu ekki uppþvottinn angta þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! Electrolux Leiðandi fyrirt-œki © Vörumarkaðurinn I KRINGLUNNI SÍMI 685440

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.