Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Strimlar mæla á- fengi í blóði EFTIR næstu helgi eru væntan- legir á markaðinn hér á landi sérstakir strimlar, sem mæla alkóhólmagn í blóði. Þeir sem hafa neytt áfengis geta þá kannað sjálfir, til dæmis morg- uninn eftir drykkju, hvort þeim sé óhætt að setjast undir stýri. Margur ökumaðurinn hefur misst réttindin þegar lögregla hefur stöðvað hann í umferðinni morguninn eftir gleðskap og virð- ast menn oft ekki gera sér grein fyrir hversu lengi áfengið er í blóðinu. Prófið, sem nú er að koma á markaðinn, er þannig að sér- stakur hvitur strimill er vættur í munnvatni og eftir tvær mínútur sést hvort áfengi er í bló0inu. Áfengismagnið sést á litaskala, sem sýnir styrkleika frá 0,2-2,4 prómill. Ef ekkert alkóhól er í blóðinu er strimillinn áfram hvítur, en verður dekkri eftir því sem áfengismagnið eykst. Ekki má borða eða drekka í 15 mínútur fyrir prófíð. Próf þetta er bandarískt, en umboðsáðili hér á landi er heild- verslun Einars Péturssonar. Guð- Morgunblaðið/Júlíus Guðmundur Ágústsson, sölustjóri, k»nn»r áfengismagn f blóðinu áður en hann sest undir stýri. Strimillinn var jafii hvftur eftir prófið sem áður, svo Guðmundur taldi sér óhætt að aka. mundur Ágústsson, sölustjóri, sagði að prófíð yrði komið á mark- að hér eftir helgina og yrði til sölu víða, meðal annars á hótelum, veitingahúsum, í sölutumum og á bensínstöðvum. „Þessir strimlar eru þegar komnir á markað á Norðurlöndunum og viðtökumar hafa verið mjög góðar," sagði Guðmundur. „Ég veit dæmi þess að vinnuveitendur í Noregi og Danmörku hafí kannað áfengis- magn hjá starfsfólki sínu með þessum hætti. Lögreglan í þessum löndum hefur einnig tekið þessu vel og Umferðarráð er mjög já- kvætt. Við reynum að halda verð- inu í hófí og pakki með þremur prufustrimlum kostar 395 krónur. Það er því ódýrara að verða sér úti um slíkt próf og fara eftir þvf en að greiða háar sektir eða missa ökuskírteinið, svo ekki sé minnst á slysahættuna. Og ég vil ítreka að þetta próf er fyrst og fremst til öryggis fyrir þá sem vilja ekki aka undir áhrifum áfengis," sagði Guðmundur Ágústsson. Stöð 2: Vörumerki í skjá- homunum óheimil SVAVAR Gestsson, menntamála- ráðherra, hefur komist að þeirri niðurstöðu að það samræmist ekki útvarpslögum að birta vörumerki á sjónvarpsskjánum á meðan á útsendingu annars efiiis stendur, l&t og Stöð 2 hefiir gert. Jón Ottar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri, segir að fyrirtækið hlfti þessu að sjál&ögðu og lítil eftirsjá sé í vörumerkjunum. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, vakti athygli menntamála- ráðuneytisins á þvf með bréfi 2. maí sl. að Stöð 2 sýndi merki þeirra fyrir- tækja, sem kosta þáttargerð, á skján- um um leið og þættimir em sýndir. „Þetta mál var lagt fyrir útvarpsrétt- amefnd og lá þar í nokkra mánuði, en ég frétti hins vegar af því fyrst í sfðustu viku. Það eru skýr ákvæði um það í útvarpslögum að aðgreina beri auglýsingar frá öðru efni og því þótti mér sýnt að þessi háttur Stöðv- ar 2 samrýmdist ekki lögunum," sagði menntamálaráðherra. Jón Óttar sagðist ekki óttast að erfiðlega gengi að fá fyrirtæki til að kosta gerð þátta eftir þessa ákvörðun ráðherra. „Þessi merki fóm í raun alltaf í taugamar á okkur sjálfum, því þau vom lýti á myndinni, en þar sem við höfðum ekki betri tækjakost á sínum tíma var þessi kostur tek- inn. Við munum hins vegar halda áfram að geta þess hveijir kosta gerð þátta, enda hefur það kerfí leitt margt gott af sér. Mér er til efs að íslenskir áhorfendur hefðu getað fylgst með einvígi Jóhanns Hjartar- sonar og Kortsnojs ef fyrirtæki hefðu ekki kostað útsendingar þaðan," sagði Jón Óttar. Samningur íra og Breta: Danir mótmæla vegna hagsmuna við Rockall Kindakjöt: Framleiðslan minnkar um 1.100 tonn ÚTLIT er fyrir að kindakjöts- framleiðslan í nýlokinni sláturtíð verði rúmlega 1.100 tonnum eða 9% minni en á siðasta ári. Fram- leiðsluskýrslur hafa ekki borist Framleiðsluráði en samkvæmt áætlun ráðsins má búast við rúm- lega 11.400 tonna framleiðslu, í stað 12.500 tonna á síðasta ári. Gísli Karlsson framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs segir að lömbin hafí verið heldur léttari að meðal- tali f haust en sfðasta haust. Þá komu færri kindur f sláturhúsin en í fyrra. Mesti samdrátturinn virðist vera þar sem mest var skorið niður vegna riðu í fyrra, svo sem f Skagafírði, Austur-Húnavatnssýslu og á Aust- urlandi. UFFE Ellemann-Jensen, utanrfkisráðherra Dana, hefur mótmælt samn- ingi, sem írar og Bretar hafa gert um skiptingu landgrunns milli Iand- anna. Voru mótmælin borin fram á mánudag, sama dag og fréttir bárust um að sir Geoffrey Howe, utanrfkisráðherra Breta, og Brian Linihan, utanrfkisráðherra íra, höfðu ritað undir samninginn. Telja Danir samkvæmt frásögn danska blaðsins Jyllandsposten, að samning- urinn kunni að skerða rétt Færeyinga til landgrunns og hafsvæða á Norður-Atlantshafi. Danir gera fyrir hönd Færeyinga kröfu til yfirr- áða á Rockall-svæðinu; íslendingar krefjast þar einnig réttar sér til handa. Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lands f London, var kvaddur í breska utanríkisráðuneytið á mánudags- morgun. Gerðu fulitrúar breskra og írskra stjómvalda honum grein fyrir samkomulaginu, sem unnið hefur verið að með nokkurri leynd í tvö ár. í frétt frá Reutere-fréttastofunni, sem birtist hér í blaðinu á þriðjudag, kemur fram, að samningurinn nái ekki til Rockall-svæðisins heldur snerti einungis landgrunnsmörk milli landanna tveggja, það er á Írlands- hafí og fyrir suðvestan írland og fyrir norðvestan írland, en Rockall er norðaustur af írlandi. Dönum var afhent tilkynningin um nýja samninginn í Kaupmannahöfn á mánudag. Segir Jyllandsposten, að í fréttatilkynningu danska utanríkis- ráðuneytisins vegna samningsins komi fram, að Danir haldi fast við fyrri kröfur og geti ekki fallist á, að samningur íra og Breta hafi nokkur áhrif á landgrunnsmörk Færeyja. „Það er almenn grundvallarregla í þjóðarétti, að samningur milli tveggja ríkja getur hvorki skapað réttindi né skyldur fyrir þriðja ríki án samþykkis þess,“ segir í yfirlýs- ingu Ellemann-Jensens. Þá segir danska blaðið, að á næstu dögum mimi endanleg, opinber af- staða danskra stjómvalda til bresk- frska samningsins verða kynnt, enda hafí þá gefist lengri tími til að meta einstaka þætti hans. Til þess kunni að koma, að Danir fari með Rockall- deiluna og ágreining um landgrunns- réttindi á Norður-Atlantshafí fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag — eins og þeir hafi gert með deiluna við Norð- menn vegna ágreinings um mark- alínu milli Austur-Grænlands og Jan Mayen. Jyllandsposten segir með vísan til ReuÉers-fréttarinnar, sem áður er getið, að danska utanríkisráðuneytið kunni að vera að mótmæla að óþörfu, þar sem bresk-írski samningurinn nái ekki tii Rockall-svæðisins. í við- ræðum við íslendinga hafa Bretar meðal annars sagt, að þeir geti ekki rætt við fulltrúa íslands um land- grunnsréttindi umhverfís Rockall vegna óleystra deilumála við íra. Er sú óvissa væntanlega úr sögunni með nýgerðum landgrunnssamningi, en hann tekur gildi þegar hann hefur verið samþykktur af þingum Breta og íra. 60% hækkun á lending- argjöldum í QárlagafiTimvarpi rfkís- stjórnarinnar fyrir árið 1989 er gert ráð fyrir nær 60% hækkun á sértekjum Flugmálastjómar. Þar er aðallega um að ræða lend- ingargjöld af fslensku flugfélög- unum, bæði stórum og smáum. Um er að ræða liðlega 52 miljj- óna króna hækkun skatta á þenn- an rekstur. Sértekjur Flugmálastjómar árið 1988 námu 90 milljónum króna, en nú em þær áætlaðar 142 milljónir króna fyrir 1989 þannig að hækk- unin nemur 58,9%. Morgunblaðið/Júlíus Björgunarbifreið slökkviliðsins komin á vettvang og unnið að þvi að losa manninn úr bilflakinu. Strætisvagn í hörðum árekstri MAÐUR var fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur Landleiða- vagns og Jaguar-bUs á mótum Sóleyjargötu og Njarðargötu um hádegið í gær. Jaguar-bflnum var ekið austur Njarðargötu og, þrátt fyrir bið- skyldu, í veg fyrir Landleiðavagn- inn, sem var á leið norður Sóleyjar- götu. Ökumaðurinn slasaðist nokk- uð og festist í bílnum. Þurfti björg- unarbifreið slökkviliðsins að koma á vettvang og ná manninumúr bflnum. Engan sakaði í strætis- vagninum. Laxá í Ásum: Dýrustu stangardagarnir seldir á 100.000 krónur? Biðlistar að veiðileyfum í metveiðiánni Laxá í Kjós DÝRUSTU veiðidagarnir f dýrustu laxveiðiá landsins, Laxá í Ásum, hafa verið seldir að undanfömu á yfir 100.000 krónur hver stöng, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Samkvæmt sömu heimildum eru það erlendir veiðimenn sem hafa yfirboðið íslendinga, en dýrustu veiðidagamir f fyrra kostuðu 65.000 krón- ur hver stöng. Kristján Sigfússon bóndi á Húnsstöðum er einn stærsti lan- deigandi að Laxá á Ásum. Hann vildi í samtali við Morgunblaðið í gær ekki staðfesta þessar tölur. Kristján kvaðst sjálfur hafa verið mjög duglegur að selja veiðileyfí á toppverði, en honum vitanlega væri þessi tala ekki raunhæf. „Eg skal ekki segja hvað aðrir gera, það selur hver fyrir sig, en ég hef ekki heyrt svona tölur og trúi þvf ekki að neitt sé hæft í þessu,“ bætti Kristján við. Eftirspum eftir veiðileyfum fyrir næsta sumar er afar mikil og hófst hún þegar á liðnu sumri, er flestar ár voru fullar af laxi og veiði var einstaklega góð. Má til dæmis nefna, að langir biðlist- ar eru að veiðileyfum í Laxá f Kjós fyrir næsta sumar, en ís- landsmet í laxveiði var sett í Laxá á iiðnu sumri. 3.850 Iaxar veidd- ust þá á tfu dagsstangir. Spumingar hvort og með hvaða hætti gildandi verðstöðvun næði til laxveiðileyfa svaraði Jón G. Baldvinsson formaður Stangveiði- félags Reykjavíkur þannig, að verðhækkanir væm leyfílegar samkvæmt samningum sem hefðu verið gerðir um einstakar lax- veiðiár áður en verðstöðvun tók gildi. Þar sem slíkt lægi ekki fyr- ir hefðu rétthafar eða leigutakar þurft að verðleggja áður en verð- stöðvunin gekk í gildi. „Okkar helstu ár eru allar samnings- bundnar og við emm á fullri ferð að útbúa verðskrána sem við sendum ævinlega út í desember," sagði Jón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.