Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 41 var greinilega í hátíðarskapi og hafði komið sér vel fyrir á gras- flötinni með nesti, þ.e. öl og þess- háttar. Við komum tímanlega og fórum inn á boðsmiða sem Kim hafði skrifað handa okkur áður en hann yfirgaf Bergþórshvol í Skag- en. Sonur minn var varla búinn að fyrirgefa mér að ég skyldi ekki hafa vakið hann um nóttina, en það var huggun harmi gegn að komast ókeypis inn á tónleikana. Ég hitti þá félagana inni í rútunni áður en tónleikarnir hófust. Kim var hinn hressasti þrátt fyrir vökunótt og sagðist vera endumærður eftir nokkurra tíma svefn. Ég hafði tek- ið eftir því að mjög fáir áheyrend- ur/horfendur voru mættir, eða um 1.300 manns og spurði þá hvort þeir væru ekki vonsviknir yfir því að fá ekki fleiri, en þeir sögðust vera hæstánægðir. „Það sem skipt- ir mestu máli er að fá gott fólk,“ sagði Kimmi. Og það var svo sann- arlega gott fólk á staðnum og vel með á nótunum. Það hljóta samt að hafa verið viðbrigði fyrir þá að koma frá Lökken, þar sem þeir spiluðu fyrir 20—25 þúsund manns. Annars hefur Kim sagt mér að sér þyki best að spila fyrir fáa. Þá nær hann bestu sambandi við fólkið. Þvottabaiatríóið þekkilega Nákvæmlega á slaginu klukkan átta hófust tónleikamir á því að þijár torkennilegar mannvemr birt- ust á sviðinu. Þetta'tríó samanstóð af einum náunga sem spilaði á ein- hverskonar bjölluborð, öðrum löng- um og mjóum sem glamraði á banjó og konu nokkurri, sem virtist sæmi- lega við aldur, en hún lék á þvottab- ala sem var tengdur við kústskaft með, að því er best ég sá, þvottasn- úru. Sannkallað kvenréttindahljóð- færi. Þetta notaði hún sem bassa. Náunginn á bjölluborðinu var í gamalli þófinni íslenskri lopapeysu, mórauðri, sem stóð honum dálítið á beini. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að lopapeysugæinn var Erik Clausen, sá langi mjói var Per Rasmussen, gítarleikari Bellami, og „konan“ vígalega var tæknimaður þeirra kumpána, sem ég hef því miður gleymt hvað heitir. Hann átti reyndar eftir að koma fram í hinum undarlegust gervum þetta kvöld og bestur var hann í full- komnum jakkafötum af bestu gerð, sem voru að vísu aðeins öðruvísi en önnur jakkaföt, skálmamar á buxunum náðu ekki nema niður á mið lærin. Hann sagði .mér seinna að hann elskaði hreinlega að fara á fína staði í þessum fötum, því Danir eiga það til að heimta að karlmenn séu með bindi og í jakka- fötum, svona eins og gerist á sum- um fínum stöðum heima á Fróni, en það eru ekki til nein lög um buxnasídd. Þessu er hér með komið á framfæri við einhvem íslending- inn sem hefur lent í því að þurfa að fara heim og skipta um föt af því að nýi leðuijakkinn var ekki gjaldgengur, eða bindið gleymdist og engar skóreimar á staðnum. En þetta var nú bara smá útúrdúr. Og svo var allt sett á fullt Þegar þvottabalatríóið hafði ver- ið dregið af sviðinu í orðsins fyllstu merkingu, komu Larsen og félagar og settu allt á fullan damp. Þeir byijuðu á laginu „Den forste kær- lighed" af Yummi Yummi og síðan rak hvert lagið annað. Kynningar voru stuttar og hnitmiðaðar og lög- in hæfileg blanda af nýjum oggöml- um. Áheyrendur sungu og dönsuðu og skemmtu sér hið besta. „Sándið“ í besta lagi og engin tæknivand- ræði eins og við íslendingar eigum að venjast. Tíminn leið allt of hratt eins og reyndar á öllum góðum stundum og þeir gerðu ekkert hlé á tónleikunum, hins vegar svona um miðbikið, brugðu þeir undir sig betri „fótunum" og settu á svið eins konar „mini“ kabarett, auðvitað með Clausen í broddi fylkingar. Larsen lék meðal annars Ibrahim, innfluttan Pakistana sem ekki kunni stakt orð í dönsku og vissi það eitt frá frænda sínum, sem var öllu forframaðri (leikinn af Clausen) að Danir gerðu helst aldrei neitt annað en að „hygge sig“. Það væri of langt mál að lýsa öllu sem fyrir augu bar, en það var í einu orði sagt stórkostlegt. Að tónleikunum loknum fóru allir ánægðir á brott. Ég og mínir fylgifiskar komum við á Vise Værtshuset, sem er þekkt hér um slóðir fyrir vandaða lifandi tónlist. Þeir félagarnir komu þang- að seinna um kvöldið og þá var auðséð að þeir voru útkeyrðir. Kim sagði mér að nú væri vakan frá nóttinni áður að koma fram í sér, gömlum manninum, og ég varð svo sem ekkert undrandi á því! En kvöldið eftir voru þeir komnir á fulla ferð aftur. Þeir skelltu sér á Vise Værtshuset og tóku þar lagið, án þess að það hefði nokkuð verið auglýst. Það var stappað þama inni og Clausen byijaði á því að bregða sér í hlutverk pylsusala og áður en yfir lauk rigndi rauðum pylsum yfir samkomugesti. Svo tóku þeir Kim og félagar hans við og spiluðu a.m.k. í klukkutíma. Sannarlega óvænt uppákoma Sagan um tunguna Ég get ekki látið hjá líða að segja frá tunguatriðinu sem var með þvi fyndnasta sem ég hef séð. Þeim til glöggvunar, sem ekki hafa séð Kim Larsen eða myndir af honum, skai bent á að hann er með munnvíðari mönnum og er tungan sem fylgir munninum í fullu samræmi við hann. Erik Clausen sagði langa sögu af tungu og Larsen lék tung- una, auðvitað með sinni eigin tungu. Fyrir framan sig hafði hann stækk- unargler eitt risavaxið og með eig- inleika fiskaugalinsu. Það var hreint með ólíkindum hvað hann gat fett og brett á sér smettið og teygt á sér tunguna. Heima á Is- landi væri það enginn vafi að mað- ur með svona tungu væri stórskáld á heimsmælikvarða. Gott ef hann fengi ekki útnefningu til Nóbels- verðlauna! Danskan blívur Það var sannarlega ánægjulegt að heyra að íslenskum grunnskóla- nemum gefist kostur á sérstökum tónleikum með Kim Larsen og Bell- ami. Þetta er að sjálfsögðu rakið tækifæri til að skerpa á dönskunni sem við öll höfum þurft og verðum að læra. Ég minnist þess glöggt þegar ég var í skóla að það var nánast guðlast að láta sér líka við dönsku. Sjálfsagt hefur þetta alltaf verið svona, enda er okkur íslend- ingum innrætt að líta á dönsku sem hálssjúkdóm en ekki tungumál. Hver hefur ekki heyrt þetta til að mynda: „Norskan nýtur sín best í tali, sænskan í söng en danskan í þögn!“ Þetta eru gamlir fordómar sem mættu gjarnan hverfa. Von- andi verður heimsókn Kims og fé- laga til þess að efla áhuga íslend- inga á danskri tónlist, sem er í mörgum tilfellum á heimsmæli- kvarða. Sem sagt: Danskan blívur! Höfundur er tónlistarmaóur. VESIÐ m KLÆDD ÍVETUR IÐUNNAR-PEYSUR ÍTALSKAR PEYSUR DÖMUBLÚSSUR OG HERRASKYRTUR FRÁ OSCARofSWEDEN Verslunineropin dagiega frá kl. 9-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Qhmtu. VERSLUN v/NESVEG. SELTJARNARNESI DAIHATSU VOLVO VETRARSKOÐUN í Þjónustumiðstöð, Bíldshöfða 6 Vetrarskoðun frá kr. 4.515,- til kr. 5.343,- Nýsímanúmer Skrifstofa & söludeild 68-58-70 Verksta&ði 673-600 Varahlutir 673-900 * Vélarþvottur * Hreinsuðgeymasambönd * Mælingárafgeymi * Mælingárafhleðslu * fsvari settur í rúðusprautu * Stillt rúðusprauta * Skiptumkerti * Skipt um platínur * Mælingáfrostlegi * Vélarstilling * Ljósastilling *** Efni ekki innifalið Nýsímanúmer Skrifstofa & söludeild 68-58-70 Verkstaaði 673-600 Varahlutir 673-900 Brimborg hfBíldshöfða 6 Nýtt símanúmer: 673-600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.