Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Er rekstrarkostnaöurinn í lágmarki? Tilbodsverd kr. 6.95 Hewlett-Packard „tóner“ hylki í HP, Wang, Apple og Canon leyser-prentara. Sjáum um ísetningu. Heimkeyrsla. TOLVU in HUGBUNADUR W URVn SKFtlFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91 687175 Atvinnuástandið Borgarfjörður eystri: Ekki hefet undan að vinna aflann Borgarfirði eystra. HÉR í Borgarfirði hefur verið mikil atvinna og er enn. Unnið hefiir verið að stækkun nýju hafiiarinnar austan við Hafnar- hólma. Jafiiframt hefiir gamli hafiiargarðurinn verið endurbætt- ur, enda farinn að láta sig. Þessar framkvæmdir hafa skapað nokkra vinnu og bætt skilyrði fyrir báta að sækja sjóinn lengra fram á haustið. Bátar hafa aflað vel, einkum á línu, og er vinna í frystihúsinu því mikil við vinnslu hráefnisins. Er oft unnið langt fram á kvöld. Þó hefur ekki hafst undan að vinna allan þann afla sem á land hefur borist og jafnvel vantað vinnuafl. Sömu- leiðis hefur verið unnið við lengingu flugbrautarinnar. Þar sem aðal- vinna hér er tengd fiskinum er hætt við atvinnuleysi þegar lengra líður fram á haustið og gæftaleysi hamlar sjósókn því að hér eru ein- ungis smábátar og höfn ótrygg. Hér eru fá fyrirtæki. Kaupfélagið er lang stærsti vinnuveitandinn. Auk þess eru fiskverkun Karls Sveinssonar og steiniðjan Álfa- steinn hf. sem bæði veita allmörg- um atvinnu. Hér var líka starfandi saumastofan Nálin hf. sem hefur átt við mikla starfsörðugleika að stríða eins og raunar margar saumastofur og hefur starfsemi hennar legið niðri um tíma hvað sem verður í framtíðinni. Framtíðarútlit í landbúnaði er mjög dökkt þar sem öllu fé hefur nú verið lógað vegna riðu. Ekki er vitað hve margir eða hvort nokkrir bændur heíja búskap að nýju þar sem bein þarf í nefið til að byggja ný gripahús og kaupa nýjan §ár- stofn. Eins og er getur eins farið að einhverjir bændur flytji burt úr firðinum í leit að atvinnu og eru nú þegar dæmi um slíkt. Sverrir Grundarfj örður; Fátt í verbúðunum Grundarfirði. Vandaðurbæklingurmeö upp- lýsingum og leiðbeiningum á íslensku fylgir. FÆST í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM. Heildverslun, Þingaseli 8, Sími 77311 NNIHELDUR TREFJARÍKA FÆDU OFAR EOLILEGU ÞYNGDARTAPI EÐJANDI OG BRAGÐGOTT LLAR MATARÁHYGGJUR ÚRSÖGUNNI SIEMENS sjónvarpstæki FC910 21 “ flatskjár, 40 stöðva minni, 99 rásir, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjar- stýring. Verð: 55.770.- FS 928 25“ flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkurstöðvaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 76.700.- FS937 28" flatskjár, stereo, 31 stöðva minni, HiFi-magn- ari, sjálfvirkur stöövaleit- ari, tengi fyrir heyrnartól, þráðlaus fjarstýring. Verð: 79.990,- SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 NÚ HEFUR fyrst orðið vart við atvinnuleysi í Grundarfirði síðan í árslok 1986. Það er þó ekki teljandi ennþá en Hraðfrystihús Grundarfjarðar hefúr nú þegar dregið úr starfseminni og sagt upp öllu aðkomufólki. Fátt fólk er nú í verbúðunum sem er óvenjulegt fyrir GrundarQörð. Full vinnsla er hjá Sæfangi hf. en þar sem togarinn Runólfur er búinn með sinn kvóta hefur fyrir- tækið keypt viðbótarkvóta. Hluti aflans er fluttur út ísaður í gámum og eru kvótakaupin fjármögnuð á þann hátt. Skuldir þessara tveggja fyrirtækja við Rafmagnsveitur ríkisins og sveitarsjóð eru mjög miklar vegna slæmrar lausafjár- stöðu. Því er beðið eftir aðgerðum ríkisstjómarinnar. Hjá fiskverkun Soffaníasar Cecilssonar er skel- vinnsla í fullum gangi og uppsagn- ir ekki fyrirsjáanlegar. Hvað varðar verkeftii iðnaðar- manna eru tvö stór verkefni á loka- stigi, íþróttahús og dvalarheimili aldraðra. Óljóst er hvað við tekur að þeim loknum. Ragnheiður Hofsós: Mikilvægt að tryggja hráefni til úrvinnslu Hofsósi. Ástandið í undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar endurspeglar ástandið í atvinnulífinu á Hofsósi en þar er Hraðfrystihúsið hf. stærsti atvinnuveitandinn. Hefiir það oft átt við tímabundinn hrá- efiiisskort að stríða með tilheyr- andi samdrætti í atvinnu fisk- verkafólks. Samdrátturinn i landbúnaði hefúr einnig sin áhrif á vinnumarkaðinn. Þó úrvinnsla landbúnaðarafúrða hafi verið hverfandi lítil hefúr samdráttur- inn orðið til þess að fólk úr nær- sveitum sækir í auknum mæli atvinnu á Hofsós. Atvinnuástand- ið er dökkt núna en menn telja ástæðu til bjartsýni eftir veruleg- ar endurbætur á frystihúsinu. Nú sé mikilvægast að tryggja meira hráefiii á staðinn. Útgerðarfélag Skagfirðinga sér Hraðfrystihúsinu fyrir hráefni og eiga þrír togarar þess að leggja Vs hluta afla síns upp á Hofsósi. Þessi afli hefur ekki dugað til að halda uppi fullri atvinnu í frystihúsinu allt árið. í sumar var ráðist í umfangsmikl- ar endurbætur á frystihúsinu og sett þar upp flæðilína til að bæta nýtingu. Einnig var aðstaða til salt- fiskverkunar bætt til muna. Á Hofs- ósi eru til vélar til skelfiskvinnslu en þeirri vinnslu var hætt fyrir nokkrum árum vegna þess að veiði- þol hörpudisksstofnsins var mun minna en gert var ráð fyrir. Einnig varð verulegt verðfall á hörpudiski á erlendum markaði svo vinnslan svaraði ekki kostnaði. Vona menn að úr þessu rætist sem fyrst. Ófeigur Ólafsvík og Hellissandur: Atvinnatrygg efbeitninga- menn fást Óla&vfk. ATVINNUHORFUR virðast ekki lakari á utanverðu Snæfellsnesi nú en oft áður á þessum árstfma. Að vísu helgast það af þvi að fiskvinnslufyrirtækjunum takist að hrista af sér þrengingarnar. í Ólafsvík eru öll fyrirtæki í gangi þó atvinna sé ekki mikil. Aflakvótar eru orðnir takmarkaðir og í ein- staka tilviki búnir, en reynt er að plástra yfir með kaupum á kvóta. Atvinna yrði alveg trygg út árið ef beitningamenn fást svo að hægt sé að koma bátunum á línu. Nokkr- ir útlendingar eru í vinnu, bæði á Hellissandi og í Ólafsvík. Stærstu bátamir í Rifi fara flest- ir á línu. Hafa þeir ævinlega náð góðum árangri og er þar góður vinnugjafi. Telst því ekki ástæða til annars en að vera nokkuð bjart- sýnn. Helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.