Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 258. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 10. I'íÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunbiaðsins kiine mm in s. ÓSURRUCH l WAtDH E!M i ABTRETEfO HOHmsmmsrmÁr WALDHEIMsm" Verkföllum hætt í Póilandi: Walesa boðar að- gerðir næsta vor - hundsi stjórnvöld kröfur Samstöðu Gdansk. Reuter. VERKFALL, sem ungir og rót- tækir fylgismenn Samstöðu, hinn- ar óleyfilegu hreyfingar pólskra verkamanna, hófii í Gdansk á þriðjudag rann út i sandinn í gær. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, lýsti yfir því að hafin yrði ný sókn í nafni hreyfingarinnar næsta vor féllu stjómvöld ekki frá þeirri ákvörðun að loka Lenín-skipa- smiðjunum i Gdansk. Um 500 ungir verkamenn hófu verkfall á þriðjudag í Wisla-skipa- smíðastöðinni í Gdansk eftir að Wal- esa hafði neitað að verða við ákalli þeirra um að boða til allshetjarverk- falls í Póllandi. Krafa verkfallsmanna Reuter George Bush (t.v.) ásamt James Baker, sem forsetinn nýkjörni hefiir tilnefnt til embættis utanrikisráð- herra. Myndin var tekin er þeir sóttu guðsþjónustu í Houston i gær áður en George Bush hélt til fundar við blaðamenn. George Bush kjörinn 41. forseti Bandaríkjanna: Hvetur til sátta og heit- ir samvinnu við þingheim Houston, Waahinglon. Daily Telegraph, Reuter. GEORGE Bush, frambjóðandi RepóhHkfttmflnkkfiinfl, var aðfaranótt miðvikudags lgörinn 41. forseti Bandaríkjanna. Bush hlaut 54 prósent greiddra atkvæða og sigraði andstæðing sinn, demókratann Michael Dukakis, i 40 af 60 rikjum Bandaríkjanna. Með þvi tryggði Bush sér atkvæði 426 kjörmanna gegn 112 atkvæðum Dukakis en 270 kjörmanna- atkvæði nægðu til sigurs. Bush hvatti til sátta og þjóðareiningar í ræðu er hann flutti þegar úrslitin lágu fyrir en barátta þeirra Dukak- Í8 um forsetaembættið þótti óvenju harðvítug. Bush hét þvi að eiga nána samvinnu við þingmenn, en demókratar styrktu stöðu sína á þingi í kosningunum. Bush skýrði sfðan frá þvi i gærdag að hann hefði val- ið James Baker, kosningastjóra sinn og fyrrum Qármálaráðherra, til að gegna embætti utanríkisráðherra. Forsetinn nýkjömi, sem mun sveija embættiseið þann 20. janúar næstkomandi, hét þvi að gera hvað hann gæti til að eiga nána samvinnu við þingmenn en Demókrataflokkur- inn styrkti stöðu sína í báðum deild- um Bandaríkjaþings í kosningunum og hefur þar traustan meirihluta. Bush fór vinsamlegum orðum um Dukakis og kvaðst sannfærður um að báðir vildu þeir efla Bandaríkin á alla lund þrátt fyrir ágreining þeirra í kosningabaráttunni. Dukakis sagði á fundi með stuðningsmönnum sínum í Boston að demókratar vildu eiga samvinnu við hinn nýkjöma forseta. „Þjóðin stendur frammi fyrir krefj- andi verkefnum. Við verðum að standa saman," sagði Dukakis, sem kvaðst vera „vonsvikinn, en jafn- framt stoltur". Bush skýrði frá því á blaðamanna- fundi í gær að hann hefði ákveðið að tilnefna vin sinn og samstarfs- mann, James Baker, til embættis utanríkisráðherra. George Shultz, fráfarandi utanríkisráðherra, fagn- aði þessari ákvörðun og sagði Baker rétta manninn til að gegna því emb- ætti. Bush kvaðst aðspurður ekki sjá neinn tilgang f því að hitta Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleiðtoga að máli fyrr en tryggt væri að fundur þeirra gæti skilað árangri. Sovétmenn létu í ljós þá von í gær að kjör Bush gæti stuðlað að áfram- haldandi slökun á spennu í samskipt- um risaveldanna. Talsmaður stjóm- valda þar kvaðst vongóður um að unnt yrði að boða til leiðtogafundar á næstu mánuðum og skýrt var frá því að Gorbatsjov hefði sent Bush heillaóskaskeyti. Leiðtogar ríkja Vestur-Evrópu sendu Bush ámaðar- óskir og bandamenn Bandaríkjanna í Asíu fögnuðu kjöri hans. Talsmenn hófsamra Arabaríkja létu í ljós þá von að kjör Bush gæti orðið til þess að greiða fyrir viðræðum um málefni Palestínumanna í ísrael og frið í Mið-Austurlöndum. Sjá einnig forystugrein á miðopnu og fréttir á bls. 26, 27 og 30. var sú að fallið yrði frá lokun Lenín- skipasmiðjanna. Lech Walesa sagði á blaðamanna- fundi í gær að hafín yrði ný sókn næsta vor hefðu stjómvöld ekki orð- ið við kröfu þessari. Hann kvað and- óf ungu verkamannanna sýna ljós- lega að leiðtogar Samstöðu gætu ekki haft hemil á fylgismönnum sínum ef stjómvöld hundsuðu kröfur þeirra. Því væri brýnt að ráðamenn þjóðarinnar tækju þegar að leita lausna. ísrael: Barn skot- ið til bana Jerús&Iem, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn skutu þriggja ára gamalt barn til bana og særðu að minnsta kosti tvo Palestínumenn á Gaza-svæðinu í gær er ibúarnir minntust þess að 11 mánuðir voru liðnir frá upp- reisn þeirra gegn hernámi ísraela. Fréttir þesSar voru hafðar eftir starfsfólki sjúkrahúss í Gaza-borg en talsmenn hersins sögðu að unnið væri að rannsókn málsins. Sömu heimildir hermdu að ekki færri en átta menn hefðu særst I átökum við hermenn ísraelsstjómar. Uppreisn Palestínumanna á hinum hemumdu svæðum ísraels hófst 9. desember síðastliðinn og hafa ekki færri en 319 þeirra fallið. Skýrt var frá því í gær að Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefði sótt um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna til að sitja Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfír. Bandarísku stöðvarnar á Grænlandi: Rætt um endumýjun varnarsamningsins Nuuk. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttarítara Morgunblaðsins. DANSKA ríkisstjórnin hefur fall- ist á kröfii grænlensku lands- stjómarinnar þess efiiis að hafiiar verði viðræður við stjórnvöld í Bandarikjunum um endurnýjun varaarsamningsins frá árinu V estur-Evrópusambandið: Tvö ný aðildarríki London. Reuter Spánveijar og Portúgalir munu ganga í Vestur-Evrópu- sambandið í næstu viku, að þvi er haft var eftir ónefiidum breskum heimildarmönnum í gær. Þeir hinir sömu sögðu að ríkjunum yrði veitt formleg aðild á mánudag á ráðherrafundi aðild- arríkjanna sjö í London. Ríkis- stjómir beggja ríkjanna þurfa síðan að staðfesta inngönguna. Vestur-Evrópusambandið var stofnað árið 1954 til að efla vam- arsamvinnu Evrópuríkja og auka þátt þeirra í hinum sameiginlegu vömum ríkja Atlantshafsbanda- lagsins. 1951. Jonathan Motzfeldt, for- maður grænlensku landsstjórnar- innar, hefur sagt að taka þurfi samninginn til endurskoðunar áð- ur en unnt sé að ræða hugmyndir um að lagður verði varaflugvöllur í Meistaravík og önnur þau atriði sem kunni að hafa aukin umsvif Bandaríkjamanna i för með sér. Samningur Dana og Bandaríkja- manna um afnot af grænlensku land- svæði var gerður árið 1951 og komu fulltrúar Grænlendinga þar hvergi nærri. Á undanfömum árum hafa Grænlendingar hins vegar tekið auk- inn þátt í viðræðum, sem varða að- stöðu Bandaríkjamanna á Græn- landi. Þannig samþykktu Banda- ríkjamenn fyrir tveimur árum að láta eftir hluta landsvæðisins í kringum ratsjárstöðina í Thule og fengu veiði- menn þar með á ný aðgang að svæð- um, sem ekki höfðu verið nýtt í rúm 30 ár. Reuter Kristalsnæturinnar minnst Mótmæli gyðinga settu mark sitt á minningarathafnir sem fram fóru í gær í Austur- og Vestur-Þýskalandi og Austurríki en þá voru 50 ár liðin frá Kristalsnóttinni svonefndu, sem markaði skil í sögu ofsókna nasista á hendur gyðingum. Fimm ungir menn gerðu hróp að Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, er hann flutti ávarp í bænahúsi gyðinga í Frankfurt. í Vínarborg, þar sem myndin var tekin, var Kurt Waldheim, forseti Austurríkis, vændur um að hafa tekið þátt í glæpum nasista á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Nafn Waldheims var ritað á gangstétt í borginni og síðan þvegið af með stórum bursta. Sjá ennfremur „Af erlendum vettvangi" á bls. 38.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.