Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 45 Morgunblaðið/Bjami Hvitárbrú og nágrenni í flóðum í júlí 1985: „Alltaf rís þó brúin yfir, traust og sterk“. Hvítárbrú: byrjendanámkeið Fjölbreytt, gagnlegt og skemmtilegt byrjendanámskeið í notkun einkatölva Dagskrá: • Grundvallaratriði við notkun PC-tölva • Stýrikerfið MS-DOS • Ritvinnslukerfið WordPerfect • Töflureiknirinn Multiplan • Umræður og fyrirspurnir Tími: 15., 17., 22., 24. nóvember kl. 20.00-23.00. Innritun í símunt 687590 og 686790 60 ár frá vígslu eftir Helga Kristjánsson Það er merkisafmæli í Borgar- firði í dag, 10. nóvember. Liðin eru 60 ár frá þeim merkisdegi í sam- göngumálum þjóðarinnar, að vígð var brú yfir eitt mesta vatnsfall landsins, Hvítá í Borgarfirði. Það var Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra sem vígði brúna. Að vonum þótti hún þá mikil og vegleg. Brúin er tveir steinbogar og er hvor um sig 51 metri að lengd. Kostnaður við brúarsmíðina árið 1928 varð 172 þúsund krón- ur. Það var Arni Pálsson verk- fræðingur sem teiknaði brúna en brúarsmiður, var Sigurður Bjöms- son. Engum blöðum er um það að fletta hve stórkostlegt hefur verið að fá brú yfir þetta mikla og erf- iða vatnsfall. Ekki spillti hve brúin var og er glæsileg. Ég er örugg- lega ekki einn um það að finnast Hvítárbrúin, sem mannvirki, ein af perlum héraðsins. Hlýtur brúin að teljast bera þeim mönnum verð- ugt vitni sem önnuðust gerð henn- ar, bæði teikningu og smíði. Ég man ekki eftir nema einni meiri- háttar lagfæringu á henni hin síðari ár. Þá var handriðum brúar- innar beint meira út á við en verið hafði. Það var gert vegna þess að bifreiðamar fóru ört stækkandi. Einnig mun þá hafa verið lagt í gólf hennar að nýju. Hrossarekstur 1913 Með tilkomu brúarinnar lagðist af ferjan sem þama var. Þungu fargi hefir af mörgum létt. Til þess að rýna lítillega í fyrri aðstæður ætla ég að grípa niður í frásögn Oscars Clausens rithöfundar er hann, í ævisögu sinni, segir frá hrossarekstri frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur rigningarsumarið 1913. Voru þeir með stórt hundrað hrossa sem selja átti utan til lífs. Komu þeir að kvöldi dags að Hvítá við Feijukot og var þá farið að bregða birtu. Húðarrigning var á og jökulvatnið kuldalegt. í hópnum voru 3 hross sem Oscar hafði keypt hjá Eggert Th. Gíslasyni í Fremri- Langey. Voru þau öll eygengin og hinir fallegustu gripir. Það voru tvær dumbrauðar hryssur, 6—7 vetra, og fylgdi þeim 8 vetra rauð- skjóttur stóðhestur sem aldrei hafði hýstur verið, jaki stór og viðbrigða- skepna að glæsileik. Þeir Oscar ráku ekki nema 20—30 hross í ána í einu til þess að forðast troðninga. Fór Langeyjar-Skjóni í fyrsta hópn- um og var alveg óragur við að leggja á sundið. Síðan segir Oscar frá, dálítið stytt: „Skjóni synti Hvítá ofurléttilega, en þegar uppúr ánni kom hljóp hann fram og aftur hneggjandi og var að leita að upp- eldissystrum sínum, rauðu hryssun- um úr Langey. Hann fann aðeins aðra. Hún hafði fylgt honum eftir, en það var honum ekki nóg. Hann biýndi röddina heldur betur og þá svaraði vinkonan honum okkar megin við ána. Skjóni var þá ekki lengi að hugsa sig um. Hann skellti sér fyrirvaralaust ofan í jökulvatnið og synti svo hratt vestur yfir ána að mér fannst hann fara í loftköst- um. Hann flaug áfram og svo grunnsyndur var hann að ég held að aldrei hafi vatnað yfír hrygginn á honum. Þegar upp úr ánni kom hljóp klárinn fram og aftur þangað til hann fann Rauðku sína. Svo lagði Skjóni í þriðja sinn í Hvítá og Rauðka litla með honum. Hann hafði hana fyrir ofan sig í straumnum. Þessu hefur hann líklega verið vanur í eyjasundunum vestra. Þannig syntu þau samíða yfir ána og á sundinu var Skjóni alltaf að gá að hryssunni. Þegar grynna fór á honum og hann hafði náð fótfestu öslaði hann svo að boðaföll urðu framundan honum. Hann hafði þá heldur en ekki áhuga á að fínna hina vinkonu sína og hún tók sig líka brátt út úr hrossahópn- um og kom hneggjandi á móti hon- um. Þá var öll fjölskyldan sameinuð og frísaði Skjóni hressilega, hristi af sér vætuna, leitaði sér að loðnum bletti og tók duglega til matar síns". Hvítá átti enn eftir að vera óbrú- uð í 15 ár eftir að Oscar Ciausen og félagar hans voru þama á ferð með hrossin síðsumarið 1913. Unaðslegt umhverfi Hvítárbrú er staðsett í unaðs- fögm umhverfi. Þar er ekki aðeins fallegt þegar vel veiðist, heldur allt- af. Undir þessa brú synda tug- þúsundir laxa hvert sumar og má ætla að stærstu göngudagana skipti þeir þúsundum. Synda þeir ána mjólkurlitaða sem tæra. í næsta nágrenni hefur blómstrað mikið og gott mannlíf. Allt þar til Borgar- fjarðarbrúin var tekin í notkun var Helgi Kristjánsson þama sístreymi umferðar og á sum- rum var sjálfgefið að ferðalangar stöðvuðu við Hvítárvallaskála til að rétta úr sér, njóta veitinga og ekki síst fagurs umhverfís. Á hinu leitinu getur oft verið öðmvísi fagurt við Hvítárbrú. Þar er ægifagurt þegar hin miklu vatnsflóð ganga yfir allt láglendi og vegi í grennd. Alltaf rís þó brúin yfir, traust og sterk, og minnir þá á regnbogann og fyrir- heit hans. En „nú er hún Snorrabúð stekk- ur“, því umferð um brúna er nú aðeins brot af því sem áður var. Það er auðvitað ágætt að öllu öðm leyti en því að færri njóta nú þessa augnayndis á ferð um héraðið. Gömlu mannvirkin hljóta líka hvert af öðm að hverfa úr notkun. Annað væri óraunhæft. En það væri sæm- andi að hæfir menn tækju sig til og björguðu frá gleymsku smíða- sögu þessarar brúar og margra annarra. Hraði og firring nútíma- þjóðfélags kallar á að það sé gert, til þess að fólk skilji aðdraganda nútímaþæginda. En ég ætla að láta nægja afmælisvísu handa þessari drottningu íslenskra brúa: Hún er eins og hefðarfrú — hún er listasmíði — þessi gamla bogabrú og Borgarfjarðarprýði. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins í Ólafsvik. I EKKI GENGK) TILHUÐAR Eitt slitþolnasta gólfefniö sem völ er á, er NORAMENT takkadúkurinn frá FREUDENBERG í Vestur-Þýskalandi. Við bjóðum stærsta fáanlegt úrval lita ásamt fjölda val- möguleika í þykktum, gerðum og fylgihlutum. Takkadúkur hentar á alla fleti þar sem mikillar hörku er þörf, en margir kaupa hann útlitsins vegna. SENDUM BÆKLINGA OG SÝNISHORNABÆKUR Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.