Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Miele
Reykingar,
eftir Jónas Ragnarsson
og Guðjón Magnússon
„Árlega deyja hundruð íslend-
inga af völdum reykinga." Þannig
er einn af sex viðvörunartextum
sem settir voru á sígarettupakka
fyrir þrem árum. Hér á eftir verður
nánar fjallað um það hver margir
deyja af völdum reykinga og úr
hveiju. En fyrst má nefna að erlend-
ar rannsóknir sýna að 25 ára gam-
all maður sem reykir einn pakka
af sígarettum á dag geti átt von á
því að lifa sex árum skemur en sá
sem ekki reykir. Þettajafngildirþví
að hver reykt sígaretta stytti ævina
um 10 mínútur, en það er nokkru
lengri tími en tekur að reykja hana.
Meira en hálf öld er liðin síðan
fyrst var bent á tengsl milli lungna-
krabbameins og reykinga. Rann-
sóknir sýna að reykingamenn eru
að jafnaði í tíu sinnum meiri hættu
en aðrir á að fá þennan sjúkdóm,
sem í flestum tilvikum dregur fólk
til dauða á fáum árum. Hér á landi
deyja að meðaltali um 35 karlar og
30 konur á ári úr lungnakrabba-
meini, en sum ár eru konur fleiri
en karlar. Dánartíðnin hjá konum
er ein sú hæsta í heimi. Áætlað
hefur verið að 85% af dauðsföllum
úr þessum sjúkdómi megi rekja til
reykinga. Það þýðir um 55 dauðs-
föll á ári, eða meira en eitt á viku.
Reykingar eiga þátt í meira en
helmingi dauðsfalla úr krabameini
í vélinda en úr þeim sjúkdómi deyja
um 10 manns á ári. Svo virðist sem
30% dauðsfálla úr briskrabbameini
megi tengja reykingum, en það
krabbamein er, líkt og lungna-
krabbamein og vélindakrabbamein,
mjög banvænn sjúkdómur og deyja
að meðaltali 28 manns á ári úr
honum. Um 50-70% af krabba-
meini í munni og barkakýli hafa
verið talin stafa af reykingum. Þessi
mein eru ekki algeng en ár hvert
deyja samt 3-4 íslendingar af
þeirra völdum. Ýmsar rannsóknir
benda til að 30-40% krabbameins
í þvagblöðru og nýrum séu tengd
reykingum en þessir sjúkdómar
valda dauða um 25 íslendinga ár
hvert. Samanlagt má því áætla að
um 80 krabbameinsdauðsföll á ári
megi rekja til reykinga, eða fjórða
hvert dauðsfall úr þessum sjúk-
dómi. Auk áðumefndra krabba-
meina hafa magakrabbamein og
leghálskrabbamein verið talin geta
tengst reykingum.
I könnun sem Hagvangur gerði
fyrir tímaritið Heilbrigðismál árið
1986 nefndu nær fjórir af hveijum
fimm aðspurðum reykingar sem
einn af þremur þáttum sem auka
helst hættu á hjarta- og æðasjúk-
dómum. íslendingar virðast gera
sér betur grein fyrir þessum
áhættuþætti en t.d. Bandaríkja-
menn. Það er þó ekki nema áratug-
ur síðan tókst að sýna fram á beint
orsakasamband milli reykinga og
kransæðasjukdóma, þó líkur hefðu
bent til þess löngu áður. Nú er tal-
ið að 30% dauðsfalla úr kransæða-
sjúkdómum stafi af reykingum.
Reykingamenn eru í tvöfalt til þre-
falt meiri hættu en aðrir á að fá
þennan sjúkdóm. Ár hvert deyja
nær 500 Islendingar úr kransæða-
sjúkdómum (310 karlar, 190 kon-
ur). Því má áætla að um 150 af
þessum dauðsföllum stafí af
reykingum. í skýrslu frá bandaríska
landlækninum er fullyrt að líta verði
á sígarettureykingar sem mikilvæg-
astan þeirra áhættuþátta krans-
æðasjúkdóma sem hægt er að hafa
áhrif á.
Aðrir blóðrásarsjúkdómar en
kransæðasjúkdómar hafa einnig
verið tengdir reykingum. Samband
hefur fundist milli heilablæðingar
og sígarettureykinga, einkum hjá
fólki sem er yngra en 65 ára. Heild-
arfjöldi dauðsfalla úr sjúkdómnum
ÖRBYLGJUOFNAR
7 GERÐIR
Eigum fyrirliggjandi örbylgjuofna
í úrvali, bæði frá
SANYO OG HUSQVARNA
8.500.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16- Sími 69 16 00
Talaðu við
okkur um
uppþvottavélar
SUNDABORG 1 S. 68 85 88 - 68 85 89
líf og dauði
Dauðsföll af völdum reykinga Áætlaður meðalfjöldi á 1981-85 ári
Lungnakrabbamein . . . 55
Önnur krabbamein .... 25
Kransæðasjúkdómar . . . Aðrir hjarta- og 150
æöasjúkdómar Lungnaþeinba og 7
berkjubólga Aðrir lungnasjúkdómar 25 7
Aðrar dánarorsakir .... 7
Alls um 300
„Tóbaksreykurinn sem
berst ofan í lungn
reykingamanna veldur
ekki aðeins krabba-
meini heldur einnig
bólgubreytingum sem
fyrr eða síðar geta leitt
til langvinnrar berlgu-
bólgn (krónísks
bronkítis) og lungna-
þembu (emfysemu).“
er um 155 á ári, þar af 17 á aldrin-
um 30-64 ára.
Sígarettureykingar eru einnig
taldar stuðla að þrengingu í megin-
slagæð og æðakölkun í útlimum
(t.d. fótum). Um níu af hveijum tfu
sjúklingum sem fá æðakölkun í
útlimi eru reykingamenn. Dauðsföll
af völdum þessara sjúkdóma á ís-
landi eru tæplega 20 á ári og má
búast við að verulegur hluti þeirra
stafi af reykingum.
Tóbaksreykurinn sem berst ofan
í lungu reykingamanna veldur ekki
aðeins krabbameini heldur einnig
bólgubreytingum sem fyrr eða síðar
geta leitt til langvinnrar berkju-
bólgu (krónísks bronkítis) og
lungnaþembu (emfysemu). Talið er
að dauðsföll úr þessum sjúkdómum
megi að 80 til 90 hundraðshlutum
rekja til reykinga. Hér á landi eru
þessir sjúkdómar sennilega van-
skráðir en samkvæmt dánarvott-
orðum deyja um 30 manns á ári
úr þeim. Það er því líklegt að rekja
megi um 25 af þessum dauðsföllum
til reykinga, oft eftir langvinna ör-
orku. Reykingamenn eru í allt að
þrítugfaldri hættu á að fá þessa
sjúkdóma, samanborið við reyk-
lausa. Loks má nefna að enn aðrir
lungnasjúkdómar geta tengst
reykingum. Þannig sýndi íslensk
rannsókn að hlutfallslega fleiri
reykingamenn fengu lungnabólgu
en við var að búast.
Þessir útreikningar benda því til
að reykingar valdi um 250 dauðs-
föllum að meðaltali á ári (150 karl-
ar, 100 konur). Eru þá ekki talin
með dauðsföll úr öðrum hjarta- og
æðasjúkdómum en kransæðasjúk-
dómum né heldur úr lungnasjúk-
dómum og slysum (t.d. við elds-
voða). Væri þetta allt talið með
yrði flöldi ótímabærra dauðsfalla
af völdum reykinga að minnsta
kosti um 300 á ári.
Á alþjóðaráðstefnu um reykingar
sem haldin var í Japan í nóvember
1987 voru birtar niðurstöður banda-
rískra rannsókna sem benda til að
nauðugar reykingar (óbeinar
reykingar) ættu þátt í 47.400
dauðsfollum á ári þar í landi úr
ýmsum sjúkdómum. Það gæti
jafngilt 40-50 dauðsföllum hér, en
taka verður þær tölur með fyrirvara
þar til frekari niðurstöður liggja
fyrir. Þó benda rannsóknir nú þegar
eindregið til að nauðugar reykingar
valdi lungnakrabbameini.
Þrátt fyrir að dregið hafi úr
reykingum síðustu tvo áratugi
reykir nú um þriðjungur fullorðinna
íslendinga. Ef þeir hættu allir hefði
það veruleg áhrif til að bæta heilsu
landsmanna og lengja meðalævina,
því að hver reykt sígaretta styttir
hana eins og áður segir. Engin ein
aðgerð myndi bæta heilsu þjóðar-
innar meira og draga meira úr
kostnaði við heilbrigðisþjónustuna.
Slíkt væri í anda hinnar nýju heil-
brigðisáætlunar en þar segir að
stefnt skuli að því að draga úr og
síðar útrýma neyslu tóbaks.
Höfúndar:
Jónas Ragnarsson hefur starfað
hjá Krabbameinsfélaginu síðan
1976 og er ritsijóri „Heilbrigðis-
mála".
Guðjón Magnússon, dr. med., er
aðstoðarlandlæknir og dósent við
læknadeild Háskóla tslands.
Ekkert gert vegna
sölu umfram leyfi
„ÞAÐ VAR flutt út mun minna
magn af óunnum þorski og ýsu
til Bretlands i síðustu viku en gef-
ið var í skyn og þetta verður ekk-
ert mál,“ sagði Steán Gunnlaugs-
son, deildarstjóri i utanríkisráðu-
neytinu, i samtali við Morgun-
blaðið.
„Það hefur ekki komið til tals að
við gerum eitthvað í þessu máli,"
sagði Stefán. „Ég vil ekkert fullyrða
um hvort menn hafa gert þetta vísvit-
andi eða sett svolítið fijálslega í gám-
ana. Það verður maður frá sjávarút-
vegsráðuneytinu úti í Bretlandi til
að fylgjast með þessum útflutningi
og við hjálpum honum með upplýs-
ingar," sagði Stefán Gunnlaugsson.
I siðustu viku voru seld 1.074 tonn
af óunnum þorski og ýsu úr gámum
í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum
frá Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, en leyft hafði verið að selja
um 870 tonn af óunnum þorski og
ýsu úr gámunum.
Rækja frá
Kanada til
Siglufjarðar
Siglufirði.
NORSKT vöruflutningaskip var
á þriðjudag að losa 200 tonn af
rækju frá Danmörku sem veidd
var við Kanada. Rækjan verður
unnin hjá Siglósíld.
Þetta er annar danski farmurinn
sem Sigósíld fær á stuttum tíma.
Áður var hún búin að fá til vinnslu
160 tonn. Matthías