Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 55 Ennum Mmerkja- beiðni frá Noregi Til Velvakanda. Fyrir fáeinum dögum hringdi til mín frú Eli Wemer, kennari við St. Paul skole, Nygardsgaten 114a í Bergen, Noregi. Frúin er einn af Samverkamönnum móður Teresu og tók þátt í leiðtogafundi samtak- anna í París síðastliðið vor sem for- ystumaður þeirra í Bergen. Frú Wemer hringdi vegna þess að skólanum hafði borist fyrirspurn héðan, vegna athugasemdar þeirrar sem gerð hafði verið við beiðni nem- enda í 7. bekk skóla hennar um frímerki og póstkort héðan, til stuðnings við líknarstörf Móður Teresu. Beiðni þessi var send með sam- þykki frú Wemer og hún fullvissaði mig um að hver eyrir sem inn kæmi fyrir sölu frímerkja þeirra sem bömin söfnuðu, rynni til reglu Móð- ur Teresu. Um það væri alls ekki að ræða að börnin væm að þessu til að afla sjálfum sér frímerkja. Lofaði ég henni að koma þessum upplýsingum á framfæri við Morg- unblaðið. Þess má geta að þótt Móðir Ter- esa vilji ekki að beðið sé um aðstoð við starfsemi sína, er jafnan farið í kringum þá beiðni hennar, að sjálf- sögðu í besta tilgangi. Ég útskýrði fyrir frú Wemer að okkur hefði þótt ástæða til að senda frá okkur þessa aðvömn því þess væm dæmi að óprúttið fólk tæki upp á að safna fé fyrir sjálft sig, undir fölsku yfirskyni, og ennfrem- ur hefði slíkt fólk jafnvel hagnýtt sér nafn Móður Teresu, eins og komið hefur fyrir erlendis. Féllst hún á að full ástæða hefði verið til að grennslast fyrir um hver stæði á bak við þessa beiðni bamanna. Torfi Ólafsson Spurning- ar um ITC Kæri Velvakandi. Getur einhver greitt úr smá vandamáli sem ég og vinkona mín stóðum frammi fyrir á dögunum. Þannig er mál með vexti að nýlega birtist pistill í Morgunblaðinu um ITC eða Málfreyjur og langar okkur geysilega að vita meira um þennan félagsskap. Við vitum ekki hvar skal bera niður, þær á 03 hafa ekkert símanúmer sem hægt er að hringja í. Það brenna á okkur marg- ar spumingar: Em einhver skilyrði fyrir inngöngu í þennan félagsskap, t.d. aldur eða menntun? Hvað er starfað lengi á árinu og hvað oft í mánuði? Em eingöngu konur í þess- um félagsskap? Geta allir fengið inngöngu í svona klúbb? Em nám- skeið í ræðumennsku á vegum fé- lagsins? Geta allir orðið góðir ræðu- menn, er virkilega hægt að læra slíkt, hvað tekur það langan tíma? Taka atvinnurekendur til greina þjálfun í félagsskap sem þessum, gæti það þýtt betri vinnu eftir ein- hvem tíma í svona samtökum? Hvar em þessi samtök til húsa, koma fleiri en einn staður til greina? Hvað kostar að vera á námskeiðum hjá ITC, er þetta dýrt? í von um að einhver geti svarað þessu fyrir okkur. Tvær vinkonur Melsolublaó á hwrjum degi! Þessir hringdu .. Viðbyggingin eyðileggur Alþingishúsið Jóna hringdi: „Víkverji snýst öndverður gegn því að konungsmerkið á þaki Al- þingishússins verði tekið niður og telur að svipur hússins muni skað- ast við það. En er fyrirhuguð við- bygging ekki miklu meiri eyðilegg- ing en það að konungsmerkið verði tekið niður? Nýbyggingin gereyði- leggur svip Alþingishússins. Að lok- um skora ég á Ama Gunnarsson alþingismann að láta hugmyndir sínar um konungsmerkið og fyrir- hugaða viðbyggingu Alþingishúss- ins sjást á prenti." Aukum siðferði og siðgæði 9715-9076 hringdi: „Ég tel skrif Alþýðublaðsins um kynlíf hneykslanleg. Það er ástæða til að minna á að hjóna- bandið er heilagt og að fólk sem lifir skírlífi er heilagt fólk. Boð- skapur kristindómsins er sakleysi og við eigum að virða sakleysið. Jafnvel smáböm em ekki ömgg í vöggum sínum nú á tímum.“ Silfurkross FöStudaginn 4. október týndist silfurkross í keðju með líkani af frelsaranum annað hvort á snyrti- stofunni að Starmýri 2 eða á leið- inni frá snyrtistofunni að strætis- vagnabiðskýli móti Hjartavemd eða í strætisvagni, leið 11, er fór inn Bústaðaveg að fyrstu stoppi- stöð fyrir austan Grímsbæ. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 39838 eða 83838. Barnaskór Hvítur bamaskór nr. 31 á vinstri fót af tegundinni Us-top tapaðist úr bíl fyrir skömmu. Finnandi vinsamlegst hringi síma 79470. Hvolpur Fallegur hvolpur óskast gefins. Hringið vinsamlegast í síma 75881 og spyijið um Þóm milli kl. 19 og 20 fyrir sunnudaginn 13. nóvember. NÝTT ELDHÚS * FYRIR JOL PANTA NUNA VEITUM 15 % STA^GREIÐSLU- AFSLATT AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM TIL 20. NÓVEMBER ®BÚÐIN ÁRMÚLA 17a BYOGIMOAWÓNUSTA SÍMAR 84585-84461 HAUST- Nýjar vörur beintaðutan Kuldaúlpur, kuldaskór, frakkar, loðfóðruð stígvél, leður, fþróttavörur, sængur, koddar, sængurverasett, gallabuxur, vinnubuxur, skyrtur matar- og kaffistell, gjafavara, glervara og margt margt fleira. Fyrirtæki: Vinnufatabúðin - Sportbær - Axel Ó - Bombay - Leikland - Pældíði- Kári - og margir fleiri. Jólavörurnar eru að koma og þú gerir ekki betri kaup. Kaffi og veitingar. Opiðkl. 12-19 virka daga, kl. 10-l 6 laugardaga. Haustmarkaðurinn Bíldshöfða 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.