Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
55
Ennum
Mmerkja-
beiðni
frá Noregi
Til Velvakanda.
Fyrir fáeinum dögum hringdi til
mín frú Eli Wemer, kennari við St.
Paul skole, Nygardsgaten 114a í
Bergen, Noregi. Frúin er einn af
Samverkamönnum móður Teresu
og tók þátt í leiðtogafundi samtak-
anna í París síðastliðið vor sem for-
ystumaður þeirra í Bergen.
Frú Wemer hringdi vegna þess
að skólanum hafði borist fyrirspurn
héðan, vegna athugasemdar þeirrar
sem gerð hafði verið við beiðni nem-
enda í 7. bekk skóla hennar um
frímerki og póstkort héðan, til
stuðnings við líknarstörf Móður
Teresu.
Beiðni þessi var send með sam-
þykki frú Wemer og hún fullvissaði
mig um að hver eyrir sem inn kæmi
fyrir sölu frímerkja þeirra sem
bömin söfnuðu, rynni til reglu Móð-
ur Teresu. Um það væri alls ekki
að ræða að börnin væm að þessu
til að afla sjálfum sér frímerkja.
Lofaði ég henni að koma þessum
upplýsingum á framfæri við Morg-
unblaðið.
Þess má geta að þótt Móðir Ter-
esa vilji ekki að beðið sé um aðstoð
við starfsemi sína, er jafnan farið
í kringum þá beiðni hennar, að sjálf-
sögðu í besta tilgangi.
Ég útskýrði fyrir frú Wemer að
okkur hefði þótt ástæða til að senda
frá okkur þessa aðvömn því þess
væm dæmi að óprúttið fólk tæki
upp á að safna fé fyrir sjálft sig,
undir fölsku yfirskyni, og ennfrem-
ur hefði slíkt fólk jafnvel hagnýtt
sér nafn Móður Teresu, eins og
komið hefur fyrir erlendis. Féllst
hún á að full ástæða hefði verið til
að grennslast fyrir um hver stæði
á bak við þessa beiðni bamanna.
Torfi Ólafsson
Spurning-
ar um ITC
Kæri Velvakandi.
Getur einhver greitt úr smá
vandamáli sem ég og vinkona mín
stóðum frammi fyrir á dögunum.
Þannig er mál með vexti að nýlega
birtist pistill í Morgunblaðinu um
ITC eða Málfreyjur og langar okkur
geysilega að vita meira um þennan
félagsskap. Við vitum ekki hvar
skal bera niður, þær á 03 hafa
ekkert símanúmer sem hægt er að
hringja í. Það brenna á okkur marg-
ar spumingar: Em einhver skilyrði
fyrir inngöngu í þennan félagsskap,
t.d. aldur eða menntun? Hvað er
starfað lengi á árinu og hvað oft í
mánuði? Em eingöngu konur í þess-
um félagsskap? Geta allir fengið
inngöngu í svona klúbb? Em nám-
skeið í ræðumennsku á vegum fé-
lagsins? Geta allir orðið góðir ræðu-
menn, er virkilega hægt að læra
slíkt, hvað tekur það langan tíma?
Taka atvinnurekendur til greina
þjálfun í félagsskap sem þessum,
gæti það þýtt betri vinnu eftir ein-
hvem tíma í svona samtökum?
Hvar em þessi samtök til húsa,
koma fleiri en einn staður til greina?
Hvað kostar að vera á námskeiðum
hjá ITC, er þetta dýrt? í von um
að einhver geti svarað þessu fyrir
okkur.
Tvær vinkonur
Melsolublaó á hwrjum degi!
Þessir hringdu ..
Viðbyggingin eyðileggur
Alþingishúsið
Jóna hringdi:
„Víkverji snýst öndverður gegn
því að konungsmerkið á þaki Al-
þingishússins verði tekið niður og
telur að svipur hússins muni skað-
ast við það. En er fyrirhuguð við-
bygging ekki miklu meiri eyðilegg-
ing en það að konungsmerkið verði
tekið niður? Nýbyggingin gereyði-
leggur svip Alþingishússins. Að lok-
um skora ég á Ama Gunnarsson
alþingismann að láta hugmyndir
sínar um konungsmerkið og fyrir-
hugaða viðbyggingu Alþingishúss-
ins sjást á prenti."
Aukum siðferði og siðgæði
9715-9076 hringdi:
„Ég tel skrif Alþýðublaðsins
um kynlíf hneykslanleg. Það er
ástæða til að minna á að hjóna-
bandið er heilagt og að fólk sem
lifir skírlífi er heilagt fólk. Boð-
skapur kristindómsins er sakleysi
og við eigum að virða sakleysið.
Jafnvel smáböm em ekki ömgg
í vöggum sínum nú á tímum.“
Silfurkross
FöStudaginn 4. október týndist
silfurkross í keðju með líkani af
frelsaranum annað hvort á snyrti-
stofunni að Starmýri 2 eða á leið-
inni frá snyrtistofunni að strætis-
vagnabiðskýli móti Hjartavemd
eða í strætisvagni, leið 11, er fór
inn Bústaðaveg að fyrstu stoppi-
stöð fyrir austan Grímsbæ. Skilvís
finnandi vinsamlegast hringi í
síma 39838 eða 83838.
Barnaskór
Hvítur bamaskór nr. 31 á
vinstri fót af tegundinni Us-top
tapaðist úr bíl fyrir skömmu.
Finnandi vinsamlegst hringi síma
79470.
Hvolpur
Fallegur hvolpur óskast gefins.
Hringið vinsamlegast í síma
75881 og spyijið um Þóm milli
kl. 19 og 20 fyrir sunnudaginn
13. nóvember.
NÝTT
ELDHÚS
*
FYRIR JOL
PANTA NUNA
VEITUM 15 % STA^GREIÐSLU-
AFSLATT
AF ÖLLUM INNRÉTTINGUM
TIL 20. NÓVEMBER
®BÚÐIN ÁRMÚLA 17a
BYOGIMOAWÓNUSTA SÍMAR 84585-84461
HAUST-
Nýjar vörur
beintaðutan
Kuldaúlpur,
kuldaskór, frakkar,
loðfóðruð stígvél,
leður, fþróttavörur,
sængur, koddar,
sængurverasett,
gallabuxur,
vinnubuxur, skyrtur
matar- og kaffistell,
gjafavara, glervara
og margt margt
fleira.
Fyrirtæki:
Vinnufatabúðin -
Sportbær - Axel Ó -
Bombay - Leikland -
Pældíði- Kári -
og margir fleiri.
Jólavörurnar eru
að koma og þú gerir
ekki betri kaup.
Kaffi og veitingar.
Opiðkl. 12-19 virka daga,
kl. 10-l 6 laugardaga.
Haustmarkaðurinn
Bíldshöfða 10.