Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR / SJÓNVARP
Stöð 2 með einkaleyfi á 1. deildarkeppninni og bikarkeppninni:
Félögin í 1. deild fá 1,5
milliónir kr. til skiptanna
SAMTÖK1. deildarfélaga
gengu í gœr frá samningi við
Stöft 2 um aft sjónvarpsstööin
hafi einkaleyfi á aft sýna frá
leikjum í 1. deild og bikar-
keppni. „Þessi samningur eru
merk tímamót fyrir (þrótta-
hreyfinguna. Fólög fá pen-
ingaupphœðir sem hafa ekki
þekkst áður fyrir sýningarétt
frá (þróttaatburðum,“ sagði
Siguröur Tómasson, einn af
forráðamönnum samtaka 1.
deildarfélaga á fundi meft
fróttamönnum í gœr.
Sigurður sagði að samtökin
meti samninginn á 3.3 til 3.5
milljónir króna. „Inni í samningn-
um eru beinar peningagreiðslur
til félaganna tíu (1. deild, auglýs-
ingar á Stöð 2 og auglýsingar í
blöðum, sem Stöð 2 borgar," sagði
Sigurður, sem vildi ekki gefa upp
hvað há upphæðin í peningum,
sem félögin fengju, væri. „Það
var samkomulag við Stöð 2 að
gefa upphæðina ekki upp," sagði
Kristján Öm Ingimundarson hjá
samtökum 1. deildarfélaga.
Morgunblaðið veit að hvert 1.
deildarfélag fær 150 þús. kr., sem
er mun hærri upphæð en þau
fengu í sinn hlut sl. keppnistíma-
bil. Þá fengu félögin 30 þús. kr.
hvert. Þetta eru samtals 1.5 millj.
kr. Stöð 2 borgar einnig 500 þús.
fyrir réttinn á bikarkeppninni,
sem mun skiptast á milli þeirra
liða sem leika í 16-liða úrslitum.
„Við munum sýna þijá til sjö
leiki beint í ólæstri dagskrá,"
sagði Ólafur H. Jónsson, fjármála-
stjóri Stöðvar 2, en þess fyrir utan
verður sýnt frá leikjum á laugar-
dögum í læstri dagskrá. „Við
munum einnig bjóða upp á hand-
knattleiksþætti á miðvikudögum
og fímmtudögum," sagði Heimir
Karlsson, íþróttafréttamaður
Stöðvar 2.
Eurocard-deild?
Þegar fulltrúar Stöðvar 2 voru
spurðir, hvort að Kreditkort hf.
myndi fjármagna samninginn við
félag 1. deildarfélaga, sögðu þeir
að svo væri ekki, en þeir bentu
aftur á móti á að Kreditkort hf.
hafí styrkt Stöð 2 I sambandi við
vinnslu og sýningu á íþróttaefni.
Forráðamenn 1. deildarfélag-
anna sögðu á fundinum að þeir
væru ekkert á móti því að selja
1. deildarkeppnina, eins og væri
gert í knattspymu og körfuknatt-
leik, þannig að 1. deild yrði líklega
kölluð Eurocard-deildin. Engar
umræður hafa farið fram um
þessa breytingar, en hugmynd
hefur skotið upp kollinum.
Fulltrúar frá Ríkisútvarpinu,
sem voru á fundinum, voru ósatt-
ir við að Stöð 2 hafi fengið einka-
leyfí á sýningum frá 1. deildar-
keppninniogbikarkeppninni. „Við
erum algjörlega á móti því að
einkaleyfi sé gefíð á sýningum frá
Íslandsmóti," sagði Ingólfur
Hannesson, deildarstjóri íþrótta-
deildar RUV, sem sagði að RUV
hafi gert félagi 1. deildarfélag-
anna tilboð, um að greiða eina
milljón kr. fyrir útsendingar frá
leikjum í 1. deild og 100 þús. kr.
fyrir útsendingu á úrslitaleik Bik-
arkeppni HSÍ.
„Við vorum ekki yfír okkur
hrifnir að veita Stöð 2 einkaleyfi
á sýningum frá leikjum, en því
miður kom tilboðið frá RUV of
seint Það var búið að taka
ákvörðun um að taka boði Stöðvar
2," sagði einn af forráðamönnum
Samtaka 1. deildarfélaga í viðtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi.
KÓPAVOGSKAUPSTAÐUR
Hugmyndasamkeppni
um skipulag
í Fífuhvammslandi.
Kópavogskaupstaður efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag í Fífuhvamms-
landi. Um er að ræða almenna keppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafé-
lags íslands.
Keppnissvæðið.
Keppnissvæðið erdalur, Fífuhvammsland, sem afmarkastaf Reykjanesbraut, fyrir-
huguðum Amamesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkurog Kópavogs.
Keppnislýsin
Keppnislýsing erókeypis, en önnurgögn fást afhent hjátrúnaðarmanni dómnefndar
gegn 5.000 króna skilatryggingu. Skila skal tillögum tií trúnaðarmanns í síðasta lagi
þriðjudaginn 28. febrúar 1989 kl. 18:00 að íslenskum tíma.
Verðlaun.
Heildarupphæð verðlauna er 6 milljónir króna. Veitt verða þrenn verðlaun þar sem 1.
verðlaun eru að minnsta kosti 3 milljónir króna. Auk þess hefur dómnefnd heimild til
að kaupa tillögur til viðbótar fyrir samtals 1 milljón króna.
Þátttaka.
Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir ríkisborgarar.
Trúnaðarmaður.
Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingaþjón-
ustunnar, Hallveigarstíg 1, pósthólf 1191,121 Reykjavík, sími 29266. Heimasími
39036.
Dómnefnd.
Dómnefnd skipa: Tilnefnd af Kópavogsbæ: Kristinn Ó. Magnússon, verkfræðingur,
Ólöf Þorvaldsdóttir, skipulacjsnefndarmaður og Richard Björgvinsson, bæjarfulltrúi.
Tilnefnd af Arkitektafélagi Islands: Guðrún Jónsdóttir, arkitekt og Hróbjartur Hró-
bjartsson, arkitekt. Ritari dómnefndarer Birgir H. Sigurðsson, skipulagsfræðingur.
Bæjarstjóri.
ÍPRÖmR
FOLK
■ NOTTS County keypti í gær
hinn 24 ára miðvörð, Stewart Rim-
mer, frá Watford á 200 þús. pund.
Rimmer, sem Watford keypti í
_■■■■■■ mars sl. frá Chester
FráBob á 215 þús. pund, lék
Hennessey aðeins tíu leiki með
i Englandi Lundúnarfélag-
inu.
■ QPR sagði Nei, takk! - þegar
Tottenham bauð félaginu í gær
eina milljón sterlingspunda fyrir
markvörðinn David Seamann, sem
er í enska landsliðshópnum.
■ NORSKJ markvörðurinn Bo
Olson æfir nú með Southampton.
■ BRIAN Clough, fram-
kvæmdastjóri Nottingham Forest,
sagði í útvarpsviðtali í gærkvöldi,
að Peter Shilton, landsliðsmark-
vörður Englands, væri búinn að
leika sinn síðasta landsleik og hann
væri ekki inn í myndinni í HM-liði
Englands. Shilton, sem er 39 ára,
hefur leikið 102 landsleiki. Hann lék
á árum áður undir stjórn Clough
hjá Forest.
■ GARYMicklewhite, sem leik-
ur með Derby, óskaði eftir því í
gær að vera seldur frá félaginu.
Micklewhite, sem er talinn sprett-
harðasti leikmaður ensku knatt-
spymunnar, hefur misst sæti sitt
hjá Derby.
■ MILLWALL hefur boðið
Newcastle 200 þús. pund fyrir hinn
20 ára Paul Stephenson, sem hef-
ur misst sæti sitt í liðinu. Miklar
líkur eru á að Newcastle taki boð-
inu.
■ GARY Mabbutt, leikmaður
Tottenham, er sterklega orðaður
sem næstu formaður samtaka at-
vinnuknattsymumanna I Englandi.
Þá hefur Garth Crooks hefur einn-
ig verið nefndur. Brian Talbot var
formaður, en hann verður að láta
í kvöld
Handknattlelkur
1. deild karla:
KR-Stjaman...Laugardalshöll kl. 20.15
2. deild karla:
Ármann-ÍR.....laugardalshöll kl. 19
Körfuknattlelkur
islandsmót:
KR-UMFT..........Hagaskóla kl. 20
ÍBK-Haukar.........Keflavfkkl. 20
Peter Shllton
af embættinu eftir fimm ára for-
mennsku, þar sem hann er orðinn
framkvæmdastjóri WBA.
MGAVIN McGurire, leikmaður
QPR, þarf að borga Danny Thom-
as, leikmanni Tottenham, 200 þús.
pund í skaðabætur. Hann braut
mjög gróflega á Thomas fyrir
tveimur árum, þannig að Thomas
hefur þurft að gangast undir marg-
ar skurðaðgerðir. I gær var sagt
frá því að Thomas myndi ekki leika
knattspymu framar.
■ STEVE Perrymann, fram-
kvæmdastjóri Bradford, er nú á
Möltu til að ganga frá kaupum á
landsliðsmanninum John Wittata-
it, sem mun kosta Bradford 40
þús. pund.
SPÁNN
Barcelona vill
fá Hoddle
SPÖNSKU félögin
Barcelona og Atletico
Madrid eru bæði á eftir enska
landsiiðsmanninum Glenn
Hoddle, serh leikur með Mónakó
í Frakklandi. Bæði félögin eru
tilbúin að borga 82.5 miilj. krón-
ur fyrir Hoddle, sem á enn eftir
eitt ár af samningstímabili
sínum við Mónakó.
Hoddle hefur verið boðið 24.6
millj. kr. skattfrjálst ef hann
gengur til liðs við Barcelona.
Umboðsmaður Hoddle er nú
staddur í Frakklandi til að ræða
við forráðamenn Mónakó.