Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 35 Hverskonar útflutningur verði óháður leyfurn, sagði Hreggviður Jónsson (B/Rn) Halldór Blöndal, alþingismaður: Frumvarp Hreggviðs Jónsson- ar og fleiri þingmanna Borgara- flokks um að „útflutningur hvers konar verði frjáls og óháður út- flutningsleyfum“ kom til fyrri umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anrikisráðherra, sagði að út- flutningsleyfakerfið væri í heildarendurskoðun. Ekki væri hægt að taka afstöðu til svo af- gerandi fráhvarfs frá þvi sem verið hafi og er i þessum málum fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni. Hreggviður Jónsson sagði m.a. að með frumvarpinu væri verið að ijúfa síðustu böndin, sem bundin vóru á dögum danskrar einokunar. Enn þurfi leyfi til að flytja út nokkr- ar vörutegundir. Ekki verði séð staðið í vegi fyrir hagkvæmni í greininni, sem og kvótinn, röng fjárfesting, niðurgreitt bankakerfi og óþarfa afskipti stjómmála- manna. Opinberum útflutningsleyf- um fylgi ýmsir gallar, sem relq'a rætur til kunningsskapar og hrossa- kaupa, jafnvel mútna. Þau einu afskipti af útflutningi, sem nauð- synleg eru, er gæðaeftirlit, sagði þingmaðurinn. Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, sagði útflutnings- leyfakerfið í endurskoðun. Ótíma- bært væri að hverfa svo afdráttar- laust frá því kerfi, sem notað væri, og hér er lagt til, fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni. Ráðherra sagði að það væri þó stefna sín og stjómarinnar að stuðla að meira fijálsræði í milliríkjaverzlun. Svipmynd frá Alþingi. Ráðherra sagði að við hefðum sérstöðu um sitt hvað á þessu sviði. Annarsvegar vegna útflutnings fískafurða til ríkja með „lokuð hag- kerfi", Sovétríkjanna og A-Evrópu. Hinsvegar vegna „bókunar 6“ í við- skiptum við V-Evrópuþjóðir, en þar hefðum við undirgengist skilyrði varðandi fisktegundir, er þar nytu fríðinda. Guðrún Helgadóttir (Abl/Rvk) sagðist ekki geta stutt fmmvarpið, m.a. vegna þess að það skorti á skilgreiningu þess, hvað frelsi í við- skiptum væri. Frelsið mætti ekki fela í sér heimild til þess að flytja út lélega eða ónýta vöm, sem skað- aði viðskiptahagsmuni okkar. Sama gilti reyndar um innflutning lélegr- ar vöm. Okkur vantar vemlega strangara gæðaeftirlit bæði í inn- og útflutningi, sagði Guðrún. Fyrr en það er til staðar er ótímabært að tala um frelsi í viðskiptum. Fmmvarpið var afgreitt til þing- nefndar. þörfín til að halda í þá fomeskju eða til þess að hefta framtak að þessu leyti. Verðmæti framleiðsl- unnar sé bezt tryggt með frelsi til athafna. Hreggviður sagði að stefna fríverzlunarmanna hafí, eftir síðari heimsstyijöld, fært hina mestu hag- sæld yfir hinn vestræna heim. Hér á landi hafi verið stefnt til réttrar áttar, hægt og sígandi. Útflutnings- leyfi í sjávarútvegi hafi hinsvegar AIÞMGI Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Útflutnmgsleyfekerf- ið er í endurskoðun STUTTAR ÞINGFRETTIR Stuttir fimdir vóru í báðum þingdeildum í gær. Fáeinar minútur í efri deild, hálftfmi í þeirri neðri. Þingflokkafimdir vóru síðdegis. Þjóðarbókhlaða og eignarskattur í efri deild var frumvarp Hall- dórs Blöndals (S/Ne) o.fl. um breytingu á lögum um Þjóðarbók- hlöðu afgreitt til nefndar. Það felur I sér að ekki skuli leggja sérstakan eignaskatt á eignir manna sem orðnir em 67 ára eða eldri né heldur eignir manna sem nutu örorkulífeyris, skv. II kafla og IV. kafla laga nr. 67/1971 um almannatryggingar á því tekjuári sem næst er á undan álagningar- ári. Fyrirspumir Fram hafa verið lagðar eftirfar- andi fyrirspumir þingmanna til einstakra ráðherra: 1) Guðmundur H. Garðarsson spyr félagsmálaráðherra, hvemig kaupum einstakra lífeyrissjóða á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins hafi verið háttað: 1986, 1987 og það sem af er þessu ári. 2) Danfríður Skarphéðinsdóttir spyr fjármálaráðherra um hve miklum flármunum söluskattur af námsbókum hafi skilað í ríkis- sjóð 1987 og 1988. 3) Málmfríður Sigurðardóttir spyr samgönguráðherra, hvaða forsendur hafi verið fyrir hækkun póstburðargjalda, þrátt fyrir íaunastöðvun samkvæmt lögum. 4) Karvel Pálmason og fleiri þingmenn Alþýðuflokks spyija heilbrigðis- og tryggingamájaráð- herra hvort á döfinni sé hjá ráðu- neytinu eða ríkisstjóminni að koma á fót tryggingasjóði til að- stoðar þeim sjúklingum sem orðið hafa fyrir áföllum vegna mistaka við læknismeðferð. 5) Guðmundur Ágústsson spyr landbúnaðarráðherra hversku mikið af landbúnaðarafurðum ís- lendingar hafi selt vamarliðinu, sundurgreint eftir tegundum, 1985, 1986 og 1987. Ennfremur hversu mikið af kjötvömm vamar- liðið hafí fengið að flytja inn á sama tíma. Samstaða með þjóðum sem virða mannréttindi „Við íslendingar eigum að beita okkur fyrir því eftir mætti, bæði hér innanlands og á erlendum vettvangi, að friður megi haldast í heiminum, að mannréttindi geti aukizt og séu virt, að hver og einn, hversu smár sem hann er, geti búið við það ör- yggi, sem við búum við sjálf hér á landi_Og með því að bind- ast varaarsamtökum við vestrænar lýðræðisþjóðir vorum við auð- vitað að reyna að tryggja okkur sjálf... Þessi vamarsamtök vestrænna þjóða hafa borið þann ávöxt að friður er nú tryggari fyrir vestan mörkin en nokkru sinni hefiir fyrr verið í sögu þess- arar þjóðar." Þannig komst Halldór Blöndal (S/Ne) m.a. að orði í umræðu um þingsályktunartillögu um endur- skoðun vamarsamningsins. Halldór vék m.a. að örlögum Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Látháens, sem fengu fullveldi 1918, eins og íslendingar, og raunar einnig Ukranía og Pól- land. Örlög þessara þjóða hafí hinsvegar orðið önnur og dapur- legri en okkar, bæði að því er varðar fullveldi þeirra og einstakl- ingsbundin mannréttindi, eins og bitur reynslan hafí fært heim sanninn um. Halldór sagði efnislega að mis- munurinn á Atlantshafsbandalag- inu annarsvegar og Varsjárbanda- laginu hinsvegar kæmi ekki sízt í ljós í mismunandi stöðu þessara þjóða í dag; fullveldi okkar en ófrelsi þeirra. Á bak við það sem við erum að gera í Atlantshafsbandalaginu, sagði Halldór, er ekki árásarhvöt, einungis krafan um að þjóðir þess fái að lifa í friði, krafan um að þær geti varið landamæri sín, tryggt öryggi sitt og varðveitt fullveldi sitt og almenn mannrétt- indi. „Ég var að heimsækja þýzka konu sem ég þekki vel á Akur- eyri,“ sagði þingmaðuririn. „Hún á ættingja bæði austan og vestan Berlínarmúrsins og foreldrar hennar fengu að reyna það, hvem- ig var að búa austan og vestan hans. Við' þurfum ekki að segja þessu fólki einhver ævintýri um það, að það sé eitt og hið sama að vera í Varsjárbandalaginu og Atlantshafsbandalaginu... Hinsvegar eigum við að vera óhrædd við að segja á þessu gamla og góða þingi okkar, íslenzka þjóð- þinginu: Við þorum að standa með þeim þjóðum sem virða mannrétt- indi eins og við. Við þorum að beijast fyrir því, líka innan [al- þjóðajþingmannasambandsins, að mannréttindi séu í heiðri höfð, þó að við vitum að meiri hlutinn í þingmannasambandinu kemur frá þjóðum þar sem mannréttindi eru einskis virði og fótum troðin ...“ Kaupmannahöfh: Fyrsta málverkasýn- ing Gunillu Möller Jónshúsi, Kaupmannahöfn. GUNILLA Möller hélt nýlega málverkasýningu í félagsheimil- inu í Húsi Jóns Sigurðssonar. Var það fyrsta sýning hennar. Lyng- by Kunstforening keypti eitt málverkanna, en alls seldust 9 listaverk á sýningunni. Gunilla hefur teiknað og fengist við liti frá bamæsku, en hún er fædd í Stokkhólmi 1940. í skólan- um fékk hún þá aukakennslu í teiknun vegna hæfileika sinna, sem reynst hefur dijúg undirstaða. Tvítug flutti Gunilla frá Svíþjóð, er hún giftist Birgi Möller sendifull- trúa. Bjuggu þau í París um 5 ára skeið og var Þorvaldur Skúlason listmálari oft gestur þeirra og hvatti ungu konuna til dáða í listasviðinu. Næst stóð heimilið í Kaupmanna- höfti, en síðan í 14 ár í Reykjavík, og þégar fjölskyldan fluttist aftur til Kaupmannahaftiar fyrir nokkr- um árum, hóf Gunilla listnám fyrir alvöru. Kennari hennar er Else Jen- sen listmálari, félagi Nínu Tryggva- dóttur á Listaakademíunni hér á sínum tíma. Málverkasýningin í Jónshúsi skiptist eiginlega í tvennt, þar sem eru norrænn og suðrænn menning- arheimur. Myndimar eru 28, málað- ar með fjölbreytilegum aðferðum, auk túss- og blýantsteikninga. Af íslenzku viðfangsefnunum má nefna pastelmyndir, sem bera nafn- ið Öxar við ána. Er það bæði vegna þess, hve heilluð listakonan er af Öxarárfossi og vegna lags Helga Helgasonar við hið þekkta kvæði. „Myndimar verða eins konar §öl- skylduhylling," segir Gunilla, „og svo em Þingvellir einhver fallegasti staður í heimi." Sumar myndanna bera arabísk nöfn, en aðrar tengjast einnig Mið- jarðarhafssvæðinu með bogadregn- um kúbískum línum bygginganna, sem eiga sér ekki tímamörk. En boginn, eins og t.d. í myndinni af Sigurboganum, er Gunillu tákn valdsins. „Colosseum hafði líka strax sterk áhrif á mig,“ segir lista- konan. „Ég dáist að fegurð þess og styrkleika, en ég skynjaði einnig grimmdina, sem þar hafði átt sér stað.“ Einstaklingurinn mótast af umhverfi sínu og ungu árin í París með fjölbreytt sjónarmið, fólk og listir settu mót á sænsku stúlkuna. „Hluti af mér er þar enn,“ heldur Gunilla áfram, „þar og við Miðjarð- arhaf." Gunilla Möller hefur vaxandi áhuga á arabísku menningarsviði og leggur stund á arabísku. „Okkur Gunilla Möller VÍð eitt verka SÍnna. MorEunblaðið/Guðnin L. Asgeirsdóttir hættir til að líta niður á þriðja heim- inn,“ segir hún hógværlega, „og gleymum oft, að þar stóð vagga menningar okkar og er ekki sízt Biblían til vitnis um það. Fyrir mér eru Miðausturlönd ríkur, gamall menningarheimur, sem áhugavert er að skyggnast inn í.“ Listakonan er einörð í skoðunum og málar meðal annars til að gera upp hug sinn og sýna viðleitni á breytingum til batnaðar. Og henni tekst það á hljóðlegan hátt með stílhreinum málverkum sínum. Sýningin er fal- leg og fjölbreytt og Gunilla sýnir bæði hæfni og vandvirkni f með- förum þessara ólíku viðfangsefna. - G.L.Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.