Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 49 Einar S. Bergþórs- son — Minningarorð Fæddur 4. mars 1920 Dáinn 2. nóvember 1988 Tengdafaðir minn, Einar Sigur- steinn Bergþórsson, var að kveðja þennan heim og þá streyma minn- ingamar fram eins og alltaf þegar fregnin berst um andlát náins vinar eða ættingja. Einar fæddist í Reykjavík hinn 4. mars 1920, sonur hjónanna Berg- þórs Vigfússonar trésmiðs og konu hans, Olafíu G. Einarsdóttur, en hún lést árið 1947. Einar fæddist í húsi við Frakka- stíginn, en fluttist 6 ára gamall í húsið Þingholtsstræti 12, þar sem hann síðan bjó til dauðadags. Hann lærði skipasmíði ungur að árum. Seinna lærði hann húsasmíði og vann við smíðar alla tíð á ýmsum stöðum hér í borg og úti á lands- byggðinni. Þegar ég kom til sög- unnar vann tengdafaðir minn við smíði nýbyggingar Fæðingadeildar Landspítalans. Oft rifjaði hann líka upp þegar hann var við smíðar í nýja Landsímahúsinu við Austur- völl en þaðan af þakinu sá hann í beinni sjónlínu heim í Þingholts- stræti 12. Fyrir 48 árum kynntist Einar yndislegri konu sem hann síðar kvæntist. Hún heitir Inga Guðrún Amadóttir og er ættuð frá bænum Holtsmúla í Landssveit. Hún er þriðja elst sjö bama foreldra sinna, þeirra Ama Jonssonar, sem var bóndi þar, og konu hans, Ingiríðar Oddsdóttur. Þeim Einari og Ingu varð fímm sona auðið. Þeir em: Ami kennari, kona hans var Auður Elimarsdóttir og eiga þau þijú böm og eitt bama- bam. Þá Bergþór húsasmiður, kona hans er Margrét Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur böm. Þá Ólafur Hafsteinn húsasmíðameistari, kona hans er Sólrún Maggý Jonsdóttir og eiga þau tvö böm. Sigursteinn Sævar kerfísfræðingur og kona hans Anna Björg Thorsteinsson eiga þijú böm. Yngsti sonur þeirra er Þórir Már sem nemur rafeinda- tæknifræði við tækniháskóla í Óð- insvéum. Sambýliskona hans er Susanna Schovsbo ættuð frá Jot- landi í Danmörku. Bamabömin em orðin tólf talsins og síðastliðið sum- ar fæddist fyrsta bamabamabamið. Einar var ákaflega söngelskur og unnandi góðrar tónlistar. Þá hafði hann mikinn áhuga á nýrri tækni og framþróun í samfélaginu. Hann hafði líka mikið yndi af ferða- lögum og fóm þau hjón víða um heim enda kunni Einar mörg tungu- mál. Einar minntist oft ferðalaga sinna og varð ekki síst tíðrætt um ferð sína til Rússlands. Oft hefur verið leikið og glaðst í þessari stóm ijölskyldu og ekki er að efa að það var mikið verk að fæða og klæða fimm syni og allir hafa þeir þurft sitt. En uppi á efri hæðinni í rauða húsinu, Þingholts- stræti 12, var Bergþór langafi, fað- ir Einars. Einar og kona hans vora honum ákaflega góð og hjálpleg alla tíð. Bergþór lést fýrir þremur ámm þá 102ja ára gamall. Að lokum vil ég biðja góðan Guð Játvarður Jökull Júlíusson Sá er hygginn, sem þekkir aðra, hinn er vitur sem þekkir sjálfan sig. Sá er sterkur, sem sigrar aðra, hinn er mikilmenni, sem sigrast á sjálfum sér. Sá er ríkur, sem ánægður er með hlutskipti sitt, þrekmikil starfsemi ber vott um vilja. Orð þessi sem skráð em í bók Lao-Tse um Veginn lýsa vel elskil- legum tengdaföður mfnum sem nú er látinn. Svo sannarlega vann hann hvem sigurinn af öðmm, í barátt- unni við þann sjúkdóm er hann að lokum lést af. Hann var vitur og þekkti sjálfan sig. Og svo sannarlega var hann mikilmenni sem lét aldrei deigan síga. Þessi líkamlega lömun ágerðist ár frá ári sl. 30 ár. Eins og honum einum var lagið, aðlagaði hann sig og bjó með fotluninni og tileinkaði sér sífellt nýjar vinnuaðferðir. Ég kynntist tengdaforeldmm mínum fyrst árið 1970. Þá bjuggurn við Ámundi í risíbúð við Háagerði. Mer er minnisstætt þegar þau komu í fyrsta sinn í heimsókn þá um vor- ið. Játi gat þá farið nær hjálparlaust upp og niður stigann. Hendumar vom að vísu orðnar nokkuð máttlitl- ar, en nýttust honum þó enn á m.a. til skrifta. Þegar við fluttum 1974 var hann hættur að komast upp. Samt mátti hann til að koma þó hann gæti aðeins tyllt sér á stól niðri í anddyri. Játi hugsaði alltaf sterkt til bamanna sinna og Qölskyldna þeirra og hafði áhuga á því sem mannfólkið, bæði stórt og smátt, var að gera. Þegar hendur Játa hlýddu ekki lengur boði hans var ekkert fjær honum en að gefast bara upp. Hann tók pennann í munninn og notaði eftir það höfuðið til að skrifa með. Mér fannst alltaf merkilegt hvað rit- höndin hans var eins og þegar hann naut handanna. Það var svo ekki fyrr en vorið 1980 að fætumir vom orðnir það visnir að hjólastóllinn tók við. í mörg ár áður gat hann komist um með því að hafa sérstakar spelk- ur um leggina og niður undir iljam- ar. Með aðstoð og vinsemd starfs- fólksins á Reykjalundi og sínum óbilandi vilja tileinkaði hann sér að - Kveðja nota ritvél. Til þess notaði hann langt prik sem hannað var og smíðað á Reykjalundi. Á prikinu var munn- stykki til að bíta í og gúmmí framan á til að áslátturinn yrði mýkri. Seinna fékk hann svo tölvuna sem létti honum mikið fræðimennsku og skriftir. Játi lét ýmis mál til sín taka og hafði gegnt mörgum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum. Var hann meðal annars í hreppsnefnd Reykhóla- hrepps frá 1946-’62 og oddviti neftidarinnar frá 1954. Eftir hann liggur fjöldi blaða- greina og rita. Eftir að Játi hætti að geta stundað búskap sneri hann sér alveg að fræðimennsku og skrift- um. Bækumar hans em allar skrifaðar með höfðinu. Þær em: Umleikinn öldufoldum, 1979. Sagan af Sigríði stórráðu, 1985. Saga Torfa Bjama- sonar og Ólafsdalsskóla, 1986. Nem- endatal Ólafsdalsskóla 1880—1907, 1986. Hefur liðugt tungutak, 1987. Þegar hann lést hafði hann rétt lokið við skráningu markaskrár Austur-Barðastrandarsýslu og þann hluta byggðasögu Vestfjarða sem hann tók að sér, þ.e. um Reykhóla- sveit. Það má til sanns vegar færa að hann notaði síðustu krafta sína til þessara skrifta. Og í raun var hann í kappi við tímann síðustu ár- in. Hann var sístarfandi og hafði margt að segja. Játi fæddist á Miðjanesi 6. nóv. 1914, sonur Júlíusar Jóhanns Ólafs- sonar búfræðings og kennara og Helgu Jónsdóttur bónda á Miðja- nesi. Hann varð búfræðingur frá Hvanneyri 1938 og bóndi á Miðja- nesi 1939. Hann var kvæntur Rósu Hjörleifsdóttur frá Fagurhólsmýri, mikilli gæðakonu. Var hún honum stoð og stytta öll þessi ár. Þau eign- uðust 7 böm: Helgu, skrifstofu- mann, býr í Rvík. Halldóm, bónda, Miðjapesi, maki Vilhjálmur Sigurðs- son. Ámunda Jökul, vélfræðing, býr í Mosfellsbæ, maki Lovísa Hall- grímsdóttir. Sigríði Hjörleifu, hún lést 8 ára. Jón Atla, búfræðing, býr á Miðjanesi, maki Dísa Sverrisdóttir. Þómnni, starfsmann Barmahlíðar, Revkhólum. maki Þórarinn Þor- að blessa og geyma minninguna um þennan góða mann, Einar Sig- urstein Bergþórsson, sem mér finnst hafa látist fyrir aldur fram og blessa konu hans og syni og aðra ættingja því við höfum öll mikið misst. Anna Björg Thorsteinson Það verður öðmvísi að koma í heimsókn niður í „Þingó", eins og við krakkamir köllum Þingholts- stræti 12, eftir að afí minn er fall- inn frá. Hann var miklu yngri heldur en „afí gamli" varð, en þegar langafí dó var hann yfír 100 ára. Það var svo gaman að hjóla niður í „Þingó" og spjalla við hann afa minn, sem sat oftast í hominu sínu í eldhúsinu á gamla stólnum og við litla borðið sitt. Hann afí vissi allt um flug og steinsson. Sigríði Maríu, félagsráð- gjafa, býr í Kópavogi, maki Hugo Rasmus. Bamabömin em orðin 16 að tölu og bamabamabömin 2. Systir Játa er Steinunn Júlíusdóttir, Gerði, Mos- fellsbæ. Maki hennar er Runólfur Jónsson. Hálfsystir þeirra, samfeðra, var Jóhanna Linnet, en hún lést árið 1968. Frá því í vor bjó Játi á dvalar- heimilinu Barmahlíð á Reykhólum og naut þar góðrar umönnunar og var sæll að vera aftur kominn heim í sveitina sína. Í gegnum tíðina eignaðist hann marga vini og var sýnd virðing, bæði í einkalífi og opinberlega. Hann kunni vel að meta þá tryggð, vinar- þel og hjálpsemi sem hann naut, bæði frá skyldum og óskyldum. Þó tengdafaðir minn hafí verið orðinn fatlaður þegar ég kynntist honum, þá var það svo, að aldrei skynjaði ég hann sem sjúkling. Miklu fremur sem þrekmikinn mann. Hann kunni þá list að taka hvem mann eins og hann er. Fyrir það verða menn betri og sáttari við sjálfa sig. Mér var hann ætíð einlægur og góð- ur. Ég mun sakna hans. Kenndu mér, líkt þér, bjarkar blað, að blikna glaður, er haustar að, bíður min sælla sumar; ódáins mitt á akri tré -aftur þá grær, þótt fólnað sé, og greinar grænka hrumar. (Oehlenschlæger, þýð. Grímur Thomsen) Við kveðjumst um sinn. Iflvisa Halltrrímsdóttir við skiptumst á myndum og frá- sögnum um flugvélar, þotur og geimflaugar. Afí hafði líka smíðað flugmódel og hafði áhuga á svif- flugi og ræddum við oft um það. Hann afí ætlaði nefnilega að verða flugmaður sjálfur þegar hann var bam og hafði enn til dauðadags áhuga á öllu nýju í sambandi við flug. En þó var hann lærður skipa- smiður og starfaði við smíðar, síðast vann hann í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann afi kunni mörg tungumál meira að segja Esperantó. Hann var einnig mjög fjölfróður. Og þess vegna var svo gaman að spjalla við hann afa. Þó missirinn sé mikill hjá okkur sem eftir lifum veit ég að mamma hans og pabbi taka á móti honum í dánarheiminum og besti vinur hans og félagi, „Alli“, sem hann minntist svo oft á og átti svo góðar minningar um. Fari elsku afi minn í friði. Eysteinn Harry Sigursteinsson Mig langar í fáum orðum að minnast tengdaföður míns, Einars Sigursteins Bergþórssonar, sem lést á Landspítalanum 2. nóvember sl. Einar var fæddur 4. mars 1920 og var sonur þeirra hjóna Bergþórs Vigfússonar og Ólafíu Guðrúnar Einarsdóttur og bjuggu þau lengst af í Þingholtsstræti 12. Þau eignuð- ust einnig dóttur, Lovísu. Eftirlif- andi kona hans er Inga G. Ámadótt- ir, f. 3. september 1923 í Holtsm- úla í Landsveit og eignuðust þau 5 syni; Ama, sem er elstur, Bergþór, Olaf, eiginmann minn, Sigurstein Sævar og Þóri Má. Á páskum fyrir 16 ámm kom ég fyrst í Þingholts- strætið að hitta tilvonandi tengda- foreldra mína. Ég minnist þess hve hægur og yfirvegaður Einar var. Það var alltaf gott að koma í Þingó eins og það er kallað í okkar hópi og ekki var hægt að hugsa sér jól án þess að við hittumst þar. Þá var þar jafnan saman kominn fríður hópur og afi í hominu á sínum stað og oft kátt á hjalla þegar afkomend- urnir vom saman komnir. Eins hitt- umst við gjaman þar á 17. júní er nálægðin við miðbæinn gerði Þing- holtsstrætið að naflamiðju. Við átt- um góðar stundir saman eins og t.d. í Ölfusborgum og Hraunborg- um, orlofsdvalarbúðum, þar sem við slógum á létta strengi. Seinni árin komu tengdaforeldramir í heim- sókn á jóladag og fóm þá til messu að Mosfelli, en þegar Einar var tek- inn að lýjast sat hann heima hjá mér meðan hin fóm til messu. Fyr- ir fjóram ámm veiktist eiginmáður minn af alvarlegum sjúkdómi og dvaldi hann á spítala af þeim sök- um. Þá fann ég hversu heilsteyptan og góðan tengdaföður ég átti. Á þessum erfíðu tímum stóð hann með mér, hringdi eða hitti mig á hvetjum degi og stappaði í mig stál- inu. Hann hjálpaði mér að halda i trúna á að allt myndi ganga vel að lokum. Fyrir þetta er ég ævarandi þakklát en þá kynntist ég vel tengdaföður mínum þó dags dag- lega virtist hann vera frekar ein- rænn og útaf fyrir sig. Einar átti skamma sjúkdómslegu á Landspíta- lanum og barðist hetjulega við manninn með ljáinn en varð að láta í minni pokann. Þú blessaða ljós, ó lýs þú oss í líknarskjóli, undir Jesú kross. Veit oss hjálp að hlýða hirði vorum góða, lausnaranum lýða, lífgjafanum þjóða. Streym þú, líknarlind. (H. Hálfd.) Tengdamóður minni votta ég dýpstu samúð mína og afkomend- um. Sólrún Maggý Jónsdóttir t Maðurinn minn, faðir okkar, afi og langafi, ARTHUR EMIL AANES vólstjóri, Efstasundi 12, verður jarðsunginn föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju. Þeir sem vilja minnast hans eru vinsamlegast beðnir að láta Slysa- varnafélag Islands njóta þess. Katrfn Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t ANDRÉSÁRNASON húsasmíðameistari, Kirkjugerði 14, Vogum, frá Vfk f Mýrdal, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Halldóra Davfðsdóttir, Arnbjörg Andrésdóttir, Davíð K. Andrésson, Elínborg H. Andrésdóttir, Árni Jóhannsson, Hannes B. Andrésson, Ingibjörg Jóna Baldursdóttir, Guðmundur Andrésson, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar, SIGRÍÐAR GUÐBJÖRNSDÓTTUR frá Hólmavfk, Langholtsvegi 28. Anna Guðbjörnsdóttir, Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Elfn Guðbjörnsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Þorstelnn Guðbjörnsson, Margrét Guðbjörnsdóttir, Torfi Guðbjörnsson. Morgnnblaðið tekur aftnælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafharstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.