Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 14
 14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 SIEMENS Kæliskápur á kostaverði! KS 2648 • 144x60x60 sm (hxbxd). • 189 I kælirými. • 67 I fjögurra stjörnu frystihólf. Verð: 39.900 kr. SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 (p$^|Il§pj§ sturtuklefi með rennihurðum Hentar vel ef þú vilt gjörnýta plássiö I bað- herberginu. Daufgrænt gler í álrömmum; hvítur botn. Traustur og þéttur klefi sem auðvelt er að setja upp. Tvær stærðir: 80x80 eða 70 x 90 sm. Hæð 2 m. Komdu við hjá okkur ef þú ætlar að breyta baðherberginu. ^ VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 BlllSll LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Dansarar íslenska dansflokksins. AÐ TAKAST Á VIÐ LÍFSHÁSKANN Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Akureyrar; Heim- sókn íslenska dansflokksins. Þrir dansar: Tangó; Tónlist eftir Astor Piaszola. Dansskáld og búningar: Hlíf Svavarsdótt- ir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Innsýn; Tónlist Erik Satie. Dansskáld og búningar: Hlíf Svavarsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Frumsýning á Akur- eyri. Af mönnum; Tónlist frumsamin af Þorkeli Sigurbjörnssyni. Dansskáld: Hlíf Svavarsdóttir. Búningar: Sigrún Úlfarsdóttir. Lýsing: Grétar Sveinbjörnsson. Sýning íslenska dansflokksins á vegum Leikfélags Akureyrar, þann 4. og 5. nóvember sl., var vekjandi. Hún kom í kjölfar vand- aðrar uppfærslu á leikriti Áma Ibsen, Skjaldbakan kemst þangað líka. Það var svo athyglisverð, vönduð og krefjandi leiksýning, að hún var lítið sem ekkert sótt og dagaði þvi uppi. Menn virðast helst hafa óttast, að hún væri annað og meira en dægrastytting. Og það er raunar rétt. Þessi er aldarandinn hér á landi nú, mörg- um nútímamanni er heimur listar og trúar framandi og þá verða þær vettvangur firringar og ein- angrunar. A það hefur Páll Skúla- son heimspekiprófessor við Há- skóla íslands bent í ritgerð, sem hann nefnir Hugleiðingu um list- ina, trúna og lífsháskann. Kemst hann m.a. svo að orði: „Listin tengir manninn... við lífið og sjálfan sig á verklægan hátt fyrst og fremst, með því að láta verkin tala — verkin þ.e.a.s. veruleika sem orðinn er verðmætur. Listin er fólgin í því að skapa sífellt verðmæti, gera veruleikann að verðmæti í sjálfu sér, ef svo má að orði komast, og þar með gera heiminn að eiginlegum heimkynn- um manna." Þetta viðhorf Páls til listanna á sér fyrst og fremst öflugan stuðning á meðal lista- manna hér á landi. Og því er mikil gróska í listum. En listir eru eigi að síður of einangraðar frá þeirri lífsbaráttu, sem hér er háð, verða fjarlægar og framandi, líkt og hægt er að segja um stöðu kristinnar trúar. Því hef ég þenn- an formála, að þessi staðreynd endurspeglast í dapurlegu fálæti, sem tvær gagnmerkar sýningar í leikhúsinu á Akureyri hafa hlotið í byrjun vetrar. Sýning íslenska dansflokksins markar eigi að síður tímamót í höfuðstað Norðurlands og leiðir í ljós, að þar eru ágæt skilyrði fyr- ir ballettsýningar af því umfangi, er hér um ræðir. Sviðið í Sam- komuhúsinu var notað til hins ýtrasta og þrengdi alls ekki um of að, en í fjölmennasta yerkinu, Af mönnum, voru átta dansarar á sviðinu. Þá kom vel í ljós, hversu ljósabúnaður hússins er vandaður og þá ekki síður hljómflutnings- tæki þess. Hér voru engin tjöld, er hindrað gátu hliðarlýsingu, sem er best til þess fallin að lýsa allan leikflöt sviðsins frá tveim hliðum, þ.e. hægri og vinstri hluta þess. Ingv- ar Bjömsson ljósameistari var eini fulltrúi LA, sem átti þátt í mótun tveggja atriða af þrem, og fékk fæmi hans að njóta sín í beitingu ljósa og í vandasömu vali á ljós- skífum. Þegar jafn myndræn list er annars vegar og ballett, þá er þetta mjög mikilvægt og samstarf dansskáldsins, sem í þessu tilviki hefur jafnframt teiknað búninga, og ljósameistarans er hér með miklum ágætum. Þannig verða þessi þijú verk, sem dönsuð em, næsta ólík, en njóta sín mjög vel saman í þeirri röð, sem þau birt- ast. Tónlistin ræður hér miklu, en það gildir einnig um hana, að hún er úr þrem áttum. Fyrst hinn taktfasti tangó eftir Astor Pias- zola, þá ljúft og líðandi píanóverk Eriks Satie og loks margslungið verk Þorkels Sigurbjömssoanr, sem naut sín með afbrigðum vel í dansinum Af mönnum og ætti að glæða tilfínningu manna fyrir gildi nútímatónlistar. Raunarværi fávíslegt af mér að skrifa hér langt mál um listgrein, sem ég hef lítil kynni af, en þó vil ég láta í ljós ánægju yfír þessum dönsum Hlífar Svavarsdóttur. Frá mynd- rænu sjónarmiði voru þeir augna- yndi og þá ekki síst sá dansinn, sem fmmsýndur var í fyrsta sinn og nefnist Innsýn. Ég veit auðvit- að ekkí, hvort kveikjan að þessum dansi hefur einungis verið tónlist Eriks Satie, en einhvem veginn kom list Einars Jonssonar mynd- höggvara upp í huga minn þá. Mér fannst eins og hvítar tákn- rænar höggmyndir bera við svart- an flöt, vakna til lífs og hrífa hugsunina til þeirra átaka, sem em aðal sannrar listar og jafn- framt trúar, og stefna að því að maðurinn fínni sjálfan sig í heim- inum og leiða til þess að hann sigrast á hverskonar fírringu. Hér er sennilega eitt sjónarmið af mörgum, sem dansinn getur vak- ið, en það er einkenni þessarar sýningar, að hún ætlar njótendum að vakna og yrkja áfram, enda fær hann engan texta í hendur, sem skýrir verkin. Allt bendir til þess, að hver dansari leggi sig fram og víst gemm við leikmenn okkur takmarkaða grein fyrir þeirri ögun og þrotlausu vinnu, sem að baki býr. Höfundurinn, Hlíf Svavarsdóttir, er auðsæilega listamaður, sem hefur alla þræði í ömggum höndum, næmt auga myndlistarmannsins hlýtur hún að hafa og skáldlega dirfsku skortir hana ekki. List hennar snertir djúpa strengi í vitund áhorfenda um vemleikann. Og einhvem veginn fínnst mér, að í þessari listgrein sé einmitt að fínna farveg fyrir dýpstu sannindi kristinnar trúar, sem móta og skapa merkingu í þessum óstöð- uga heimi. Að því atriði víkur Páll Skúlason í áður nefndri hug- leiðingu sinni og kemst þá m.a. svo að orði: „Þessa sömu megin- hugsun fínnum við hvarvetna þar sem trú og list em á ferðinni: trú- in og listin em tveir mikilvægustu hættir manna á því að rísa upp gegn fjarstæðunni og takast á við lífsháskann. Mannkynið hefur aldrei verið í eins brýnni þörf.fyr- ir trú og fyrir list, því fírring mannsins frá náttúmnni, frá sjálf- um sér og öllu sem gefur lífinu gildi, hefur aldrei verið í líkingu við það sem 'nú er.“ Þetta ættum við að hafa í huga hér á Norðurlandi, að þótt tækni- þróun og iðnvæðing varði okkur miklu, þá skiptir ennþá meira máli fyrir velferð íbúa hinna stijálu byggða, að við vanrækjum hvorki listina né trúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.