Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 33 Reykjanesbraut: Tveir bílar ultu í hálku TVEIR bílar ultu á Reykjanes- braut á þriðjudagsmorgun og eru óhöppin rakin til mikillar hálku. Meiðsli á fólki voru smá- vægileg. Báðar bflveltumar urðu um kl. 11, en þá gerði skyndilega mikla hálku á Reykjanesbraut, frá Fitj- um að Kúagerði. Bronco-jeppi á suðurleið valt við Kúagerði, en þrír menn í bílnum sluppu allir með minni háttar meiðsli. Um svipað leyti valt bíll við Grindaví- kurafleggjara, en ekki urðu slys á fólki. Ekið á konu við göngnljós EKIÐ var á 73 ára konu, sem var á leið gangandi yfir Hring- braut við Bræðraborgarstíg, um klukkan hálfátta á mánudags- kvöld. Konan slasaðist nokkuð en er ekki talin í lífshættu. Aðdragandi slyssins er frémur óljós. Myrkur var og götur blautar er slysið varð. Bílnum, sem ekið var á konuna, Porsche-sportbif- reið, var ekið vestur Hringbraut. Umferðarljós fyrir gangandi veg- farendur em við slysstaðinn en ekki er ljóst hvort konan hafði notfært sér þau og gengið yfir á móti grænu ljósi. Oskar lögreglan eftir að hafa tal af vitnum ef ein- hver eru. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 9. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verö verö verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 51,00 42,00 49,70 26,397 1.311.822 Undirmál 15,00 15,00 15,00 0,125 1.875 Þorskur(óst) 48,00 44,00 47,79 6,330 302.520 Ýsa 84,00 40,00 68,98 5,994 413.534 Undirmálsýsa 15,00 15,00 15,00 0,468 7.028 Ýsa(ósl.) 65,00 60,00 62,50 0,495 30.938 Karfi 13,00 13,00 13,00 0,484 6.299 Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,025 383 Lúöa 290,00 155,00 170,92 0,495 84,608 Koli 100,00 100,00 100,00 0,042 4.200 Langa 25,00 25,00 25,00 0,482 12.050 Keila 21,00 21,00 21,00 2,089 43.879 Samtals 51,10 43,428 2.219.136 Selt var aðallega úr Ljósfara HF, frá Kristjáni Guðmundssyni á Rifi og Hafbjörgu sf. I dag verða meðal annars seld 45 tonn af þorski og 4 tonn af ýsu úr Júlíusi Geirmundssyni ÍS, Stakkavik ÁR og fleiri skipum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 42,50 40,00 41,77 50,938 2.127.474 Þorskur(ósl.) 46,00 46,00 46,00 0,090 4.140 Ýsa 70,00 47,00 68,10 1,041 70.890 Ýsa(ósl.) 76,00 66,00 71,99 0,765 55.076 Undirmálsýsa 12,00 12,00 12,00 0,043 516 Karfi 29,00 27,00 28,41 38,950 1.106.524 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,690 10.350 Steinbítur 26,00 26,00 26,00 0,055 1.430 Hlýri 22,00 22,00 22,00 0,384 8.448 Hlýri+steinb. 23,00 23,00 23,00 0,220 5.060 Lúða 240,00 130,00 175,13 0,117 20.490 Samtals 36,56 93,294 3.410.398 Selt var aðallega úr Ásbirni RE, Gylli ÍS og bátum. i dag verða meðal annars seld 45 tonn af þorski, 10 tonn af ufsa, 1,5 tonn af undirmálsþorski, 1 tonn af hlýra og 1 tonn af blálöngu úr Páli Pálssyni ÍS, Höföavík AK og bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 49,00 36,00 46,09 60,000 2.304.720 Ýsa 73,00 40,00 60,55 12,040 729.010 Ufsi 15,00 5,00 14,75 0,461 6.808 Karfi 15,00 5,00 14,88 0,506 7.530 Steinbítur 21,00 6,00 16,85 0,840 13.963 Langa 30,00 18,00 29,30 0,545 15.975 Lúða 180,00 65,00 132,99 0,410 54.525 Keila 18,50 5,00 18,16 5,831 105.874 Samtals 45,85 70,634 3.238.405 Selt var aðallega úr Eldeyjar-Hjalta GK. I dag verða meöal ann- ars seldir 170 kassar af ufsa, 50 kassar af ýsu og 50 kassar af steinbít og hlýra úr Bergvík KE. Selt varður úr dagróðrabátum ef á sjó gefur. Grænmetisvarð á uppboðsmörkuðum 9. nóvember. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 111,00 0,170 18.825 Sveppir 450,00 0,291 130.950 Tómatar 112,00 4,650 521.364 Paprika(græn) 110,00 0,646 59.950 Paprika(rauð) 110,00 0,145 15.950 Gulrætur(ópk.) 96,00 1,070 102.430 Gulræturfpk.) 106,00 5,760 610.560 Salat 63,00 0,525 32.865 Steinselja 31,00 930 búnt 28.830 Rauðkál 85,00 0.200 17.000 Grænkál 30,00 40 búnt 1.200 Hvítkál 67,00 10,300 685.800 Kínakál 117,00 5,464 637.698 Samtals 2.878.242 Næsta uppboð verður næstkomandi miðvikudag og hefst klukk- an 16.30. Fjögur hundruð ný bifreiða- stæði í notkun í Kringlunni LOKIÐ er byggingu 400 nýrra bilastæða við Kringluna en fi-am- kvæmdir við þau hófust í byijun þessa árs. Viðbótarstæðin, sem eru á þremur hæðum, hafa nú verið tekin í notkun. Við Kringl- una eru nú alls um 1.600 ókeypis bílastæði. I frétt frá Kringlunni segir m.a.: „Verslunarmiðstöðin Kringlan tók til starfa í ágúst á síðastliðnu ári. Nýtt fyrirkomulag í verslun var þá innleitt hér á landi og má segja að kaflaskipti hafi orðið í íslenskum verslunarháttum. Áhersla er lögð á að viðskiptavinirnir geti á sama stað gert innkaup og fengið þjón- ustu þá sem þeir þurfa á að halda, eins og póstþjónustu, banka- og fatahreinsun. Áuk þess er í húsinu tryggingaumboð, ferðaþjónusta og verðbréfasali. Nú eru 76 aðilar með starfsemi í Kringlunni en um næstu mánaðamót eykst þjónustan enn því þá verður tekið í notkun hús- næði á þriðju hæð. Þegar í upphafi var aðsókn að Kringlunni góð og viðskiptavinir hafa kunnað vel að meta þá víðtæku þjónustu sem veitt er undir einu þaki í notalegu umhverfi og í skjóli fyrir hinu síbreytilega veðurfari sem við búum við. Talið er að um þijár og hálf milljón manns hafi komið í húsið á fyrsta starfsári þess. Verslun í Kringlunni hefur reynst meiri en áætlað var í upphafi. Vegna góðrar aðsóknar hefur stundum komið til þess á annatím- um að viðskiptavinir hafa þurft að bíða nokkuð eftir bflastæðum. Til að bæta úr þessu var ákveðið að byggja 2. áfanga bflageymslu húss- ins fyrr en áætlað hafði verið. Framkvæmdir við byggingu við- bótarbflastæðanna hófust á fyrri hluta þessa árs og er þeim nú lokið og 400 ný bílastæði hafa verið tek- . in í notkun. Stæði þessi eru nú á þremur hæðum. Eftir þessa viðbót eru bflastæði við Kringluna alls um 1.600 og eru þau alls um 38.000 fermetrar að stærð. Meirihluti stæða fyrir við- skiptavini eru undir þaki. Engin gjaldtaka er á bflastæðum Kringl- Slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að nokkrum umferðaró- höppum. Klukkan rúmlega 8 að morgni laugardagsins 5. þ.m. lentu tveir fólksbílar í árekstri á mótum Kleppsvegar og Dal- brautar. Aðila greinir á og vant- ar vitni að aðdragandanum. Um klukkan 13 sama dag var ekið á rauðgulan, kyrrstæðan Scania-vörubíl við Kaupstað í Mjódd, og síðdegis var ekið á rauð- an Mazda-bíl við bflastæði Há- skólabíós. Milli klukkan 20 að kvöldi mið- unnar. Kringlan hefur þá sérstöðu að húsfélagið kostar ýmsa þjónustu sem annars staðar er á vegum opin- berra aðila. Eigendur hússins kosta gerð allra bflastæða á lóðinni og bflageymslur fyrir viðsiptavini. Að- alverktaki við byggingu nýju stæð- anna var SH verktakar hf. í Hafnar- firði. Yfir vetrartímann eru verslanir í Kringlunni opnar mánudaga til föstudaga frá kl. 10 til kl. 19, en til kl. 16 á laugardögum. Flestir veitingastaðanna eru ennfremur opnir á kvöldin og um helgar.“ vikudagsins 2. nóvember og klukkan 3 að morgni hins 3. var ekið á rauðan Daihatsu við Nes- bala 27 á Seltjamamesi. Frá klukkan 9 til 13 sama dag var ekið á sams konar bfl við Rauðar- árstíg 27. Frá klukkan 9.30 til 16.30 sama dag var ekið á gulls- anseraðan Honda-bíl á Bakka- stæði við Tryggvagötu. Að fyrsttalda árekstrinum und- anskildum var þama ekið á kynn- stæða bíla á bflastæðum og er ókunnugt um tjónvalda. Hver sem gæti gefið upplýsingar um málin er beðinn að hafa sambánd við slysarannsóknadeild lögreglunnar. Lögreglu vantar vitni „Mínni Steinþórs“ í Tunglinu TÓNLEIKAR í minningu Stein- þór Stefánssonar tónlistar- manns, sem lést af slysförum fyrr á þessu ári, verða haldnir í Tunglinu fimmtudaginn 10. nóv- ember kl. 21.30. Þetta kvöld munu meðal annarra koma fram hljómsveitimar Snigla- bandið, Október, Langi Seli og skuggamir, Q4U, Fræbbblamir, Kamarorghestamir, Lost og Da- prinsip. (Fréttatílkynning) JNNLEN'T Myndasýning frá Nicaragua Steinþór spilaði með ýmsum ný- bylgjurokksveitum á árunum 1978-1988. Tónleikarnir bera , yfirskriftina „Minni Steinþórs" og á þeim koma fram ýmsir samstarfsmenn og vinir hans í tónlistinni. Léleg loðnuveiði Loðnuveiðin er enn léleg og hefiir svo verið í nokkra daga. Lítið finnst af kykvendinu og veður eru leiðinleg. Á þriðjudagskvöld fór Helga II RE til Siglufjarðar með 600 tonn. Síðdegis í gær hafði Börkur NK tilkynnt um 450 tonn til Neskaup- staðar, Sighvatur Bjamason VE 50 og Sigurður RE 750 til Vest- mannaeyja og Huginn VE 130 til Siglufjarðar. Heildaraflinn á vert- íðinni er nú nálægt 80.000 tonn- um. HÖGNI Eyjólfeson sýnir lit- skyggnur frá Nicaragua i Sókn- arsalnum í Skipholti 50a fimmtu- daginn 10. nóvember kl. 20.30. Högni er nýkominn úr 3ja mán- aða ferð til Nicaragua. Þar var hann ásamt tveimur öðrum Islend- ingum i alþjóðlegum vinnuhóp sem tók þátt í byggingu bamaheimilis og skóla í litlu þorpi í norðurhéruð- um landsins, en þau héruð hafa orðið einna verst úti í þeirri styijöld sem geisað hefur í landinu undan- farin sex ár. Högni ferðaðist einnig um Atlantshafsströnd Nicaragua og var staddur í höfuðborginni, Managua, þegar fellibylurinn Jó- hanna gekk yfir landið. Að sýningunni lokinni verður kynnt hugmynd um hópferð íslend- inga til Nicaragua á 10 ára bylting- arafmælið á næsta ári. Einnig verð- ur kynnt fjársöfnun sem hafin er vegna þeirra 300.000 íbúa sem heimilislausir eru vegna þeirrar eyðileggingar sem fylgdi í kjölfar fellibylsins. Fjárframlög í þessa söfnun má leggja inn á reikning 0801-05- 801657 í Alþýðubankanum. Greiða má með gíróseðli í öllum bönkum og sparisjóðum. (Fréttatílkynning) Bílveltur áMýrum ÖKUMAÐUR missti stjórn á jeppa í glerhálku rétt sunnan við Amarstapa á Mýrum um helgina. Maðurinn var einn í bilnum og slapp ómeiddur en nokkrar skemmdir urðu á bílnum. Önnur bflvelta varð skammt frá Tungulæk á Mýrum á laugardag. Lögreglumenn sem rætt var við töldu að nagladekk hefðu veitt betra grip á glerhálum veginum í báðum tilfellunum. Búið að salta í um 126.000 síldartunnur SALTAÐ hafði verið í 118.289 síldartunnur í fyrrakvöld. Reikn- að var með að búið yrði að salta í um 126.000 tunnur í gærkvöldi en á sama tíma í fyrra hafði verið saltað í um 173.000 tunnur, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltunarstjóra síldar- útvegsnefndar. í fyrrakvöld var búið að salta í 22.018 tunnur á Eskifirði, 18.836 tunnur á Homafírði og 16.820 tunnur á Seyðisfirði. Þá var búið að salta í 10.984 tunnur í Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar, 9.497 tunnur í Strandarsíld á Seyð- isfirði og 9.381 tunnu í Pólarsfld á Fáskrúðsfirði. í gær var saltað frá Seyðisfirði til Reykjavíkur.. Ágætis veiði var í Reyðárfirði í gærmorgun. Einnig hefur föngist reitingsafli í Mjóafirði undanfamar nætur og einn bátur fyllti sig Við Ingólfshöfða í gærmorgun, að sögn Kristjáns Jóhannessonar. Ekið á konu EKIÐ var á sextuga konu, sem Yar á gangí yfir Miklu- braut, klukkan tæplega níu í gærmorgfun. Hún meiddist á fæti en var ekki talin mjög alvarlega slösuð. Konan var á leið norðuiyfir götuna í grennd við strætis- vagnaskýli móts við Engihlíð. Ökumaður fólksbfls á austur- leið eftir vinstri akrein varð ferða konunnar ekki var fyrr en hún var komin út á miðja akbrautina og tókst honum ekki að stöðva í tæka tíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.