Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
Anna R.
dóttir —
Fædd 23. janúar 1957
Dáin 4. nóvember 1988
í dag verður jarðsungin í Foss-
vogskirlqu Anna Ragnhildur Við-
arsdóttir. Ung kona, sem í blóma
Hfsins varð fyrir sjúkdómi sem að
lokum dró hana til dauða. Allir sem
til þekktu óttuðust að sjúkdómurinn
myndi reynast henni ofviða, eins
og nú hefur komið á daginn. Það
var í júní 1986 sem hún veiktist,
svo barátta hennar hefur staðið í
hátt á annað ár. Þessi sami sjúk-
dómur varð móður hennar, Katrínu
Karlsdóttur, einnig að aldurtila, í
febrúar á þessu ári. Hennar barátta
hafði þó staðið miklu lengur. Örlög
þeirra mæðgnanna hafa orðið öllum
sem til þekkja mikið umhugsunar-
og sorgarefni og raunar vandfund-
inn sá Islendingur sem ekki hrærist
til samúðar við tíðindi sem þessi,
hvort sem um er að ræða vini eða
vandalausa.
Svo vildi líka til að einmitt stuttu
eftir andlát Katrínar var efnt til
Qársöfnunar á vegum Bylgjunnar,
JC-hrejrfingarinnar og félags, sem
stofnað. hefur verið í Reykjavík og
nefnist Heilavernd. Markmið þess
félags hefur verið að styrkja rann-
Viðars-
Minning
sóknir á sjúkdómi þeim sem hér um
ræðir og nefndur hefur verið arf-
geng heilablæðing.
Söfnunin gekk ótrúlega vel og
sýndi að margir vildu leggja þessu
máli lið. Fjármunimir skyldu
styrkja rannsóknimar á þessum
erfiða sjúkdómi og einnig renna til
tækjakaupa. Hér er um að ræða
merka rannsókn, sem unnin er við
Blóðbankann og víðar og hefur
raunar vakið athygli vísindamanna
um allan heim. Þar hefur þegar
náðst umtalsverður árangur, sér-
staklega í sambandi við greiningu
áhættuþátta sjúkdómsins, og það
þegar í móðurkviði. Megi guðs
blessun fylgja því starfi og megi
þær vonir rætast sem við það eru
bundnar. Og þakkir eru færðar
hjúkrunarfólki og læknum á tauga-
deild Landspítalans, þar sem Anna
lá.
Þeim sem hafa verið í nálægð
við erfiða sjúkdóma fínnst ábyggi-
lega oft að þeir standi nokkuð ein-
angraðir, og aðeins fáir viti um þá
ógn sem þeir standa frammi fyrir.
Atburðir eins og þessi söfnun sýna
hins vegar áð þeir eru ekki eins
fáir og margur heldur.
Anna Ragnhildur Viðarsdóttir
var fædd í Reykjavík 23. janúar
1957, dóttir íijónanna Katrínar
Karlsdóttur og Viðars Jónssonar,
vélstjóra, sem þá bjuggu á Hverfis-
götu 73 hér í borg. Hún var eldri
tveggja bama þeirra, en Jón Viðar
bróðir hennar er fæddur 1961.
Anna litla var falleg stúlka, sannar-
lega velkomin í þennan heim og
augasteinn allra. Hún ólst upp við
ástríki og góða umönnun, fyrst á
Hverfísgötunni, en fljótlega fluttist
ijölskyldan í stærra húsnæði. Árið
1967 fluttu þau svo í Árbæ, þar
sem þau ætluðu sér framtíðarbú-
stað. Það var nokkur frumbýlings-
bragur á Árbæjarhverfinu fyrst í
stað, þessari fyrstu reykvísku
byggð austan Elliðaáa. En ég hygg
að það hafi verið Önnu heilladijúgt
að eyða þar sínum æsku- og ungl-
ingsárum. í Árbæ var mikið um
böm og unglinga, og þar var strax
unnið öflugt æskulýðsstarf, á veg-
um Árbæjarskóla, Árbæjarkirkju
og íþróttafélagsins Fylkis. Anna
var félagslynd og tók mikinn þátt
í þessu starfi. Hún eignaðist fljótt
marga góða vini í hverfinu auk
þess sem margt af frændfólki henn-
ar bjó þar.
Dökkan skugga bar á æsku Önnu
árið 1971, þegar Katrín móðir
hennar veiktist. Þrátt fyrir rólyndi
og jafnvægi á ytra borði var hún
það dul að erfítt var að vita hvem-
ig henni leið. Engum duldist samt
að veikindi móðurinnar fengu mikið
á hana, einkum þegar frá leið. En
lífíð hélt áfram og Anna lauk skóla-
göngu í Árbæjarskóla, og vann
síðan við ýmis störf hér í bænum.
Árið 1976 hóf hún svo sambúð
með ungum manni ættuðum af
Fljótsdalshéraði. Hann hét Jón
Kristmannsson, sonur Kristmanns
Jónssonar bónda á Eiðum og konu
hans Sigurlaugar Stefánsdóttur.
Þeim fæddist sonur 13. apríl 1977,
sem skírður var Viðar, og í nóvem-
ber 1978 gengu þau í hjónaband.
Heimili þeirra var ýmist hér í
Reykjavík eða austur á Fljótsdals-
héraði. En ekki varð þeim auðið
langrar sambúðar og þau skildu.
Viðar litli var fyrst með móður
sinni, en lengst af hefur hann verið
á Eiðum hjá afa sínum og ömmu
sem reynst hafa honum mjög vel.
1984 hóf Anna svo sambúð hér
í Reykjavík með Stefáni Guðmunds-
syni. Þau bjuggu í Hraunbæ 20 hér
í bænum allt til þess er Anna veikt-
ist 1986. Það hefur verið mikið
áfall hinum unga manni, en hitt er
víst að hann reyndist Önnu ákaflega
vel í veikindum hennar, með heim-
sóknum og þeirri hughreystingu
sem unnt er að láta í té við svo
erfíðar aðstæður.
Áður er getið þess árangurs sem
náðst hefur í baráttunni við sjúk-
dóm Önnu Ragnhildar og Kátrínar
móður hennar. Unnt er að greina
áhættuþætti. Jón Viðar bróðir Önnu
hefur gengist undir slíka rannsókn
og reyndist ekki vera í áhættuhópi
og nú berast þær gleðifréttir austan
af Héraði að Viðar sonur Önnu sé
heldur ekki í áhættuhópi. Því leyf-
ist okkur að vona að þessi vágestur
höggvi ekki oftar í sama knérunn.
Ég vil svo að lokum biðja Önnu
frænku allrar blessunar fyrir mína
hönd, konu minnar og bama, og
votta Viðari og Jóni Viðari samúð
okkar, svo og Viðari litla. Einnig
Önnu Ragnhildi ömmu hennar og
Skúla Amasjmi, Stefáni Guð-
mundssjmi svo og Gylfa Jónssyni
og fjölskyldu hans.
Sverrir Sveinsson
Þorbjörg Gunnlaugs-
dóttir — Minning
Hún Þorbjörg frá Gmnd er dáin.
Það kom nú ekki svo á óvart, enda
aldurinn orðinn hár. Samt hafði hún
verið svo hress fram undir það
síðasta, en þá birtist líka þræll
sláttumannsins slynga, sá geigvæn-
legasti, sem fáum þyrmir, og sýnt
var að hveiju fór.
En skiptir það annars nokkru í
dag þótt gömul sveitakona falli í
valinn? Kona sem hafði verið mann-
dómsár sín húsfreyja í afskekktri
byggð, norður við ysta haf. Á ekki
að ganga af bændum dauðum?
Þessum bagga á velferðarþjóðfélag-
inu. Það gleymist aðeins við gónið
á amerískt sjónvarpsefni og annað
slíkt að menning okkar hefur verið
bændamenning. Bændur komu
hingað frá Noregi, bændur voru
Skalla-Grímur, Egill og Snorri, Jón
Loftsson og fleiri slíkir, svo og niðj-
ar þeirra öld eftir öld, og hafí verið
hér keltneskt þjóðarbrot fyrir, voru
það bændur.
í sveitum landsins er ijöregg
þjóðarinnar enn varðveitt — menn-
ingin.
Þorbjörg Gunnlaugsdóttir var
fædd að Eiði á Langanesi 29. sept-
ember 1902, dóttir Gunnlaugs Jón-
assonar, bónda þar, og Þorbjargar
Daníelsdóttur, konu hans. Böm
þeirra voru mörg, ellefu fædd og
níu sem upp komust og tvö fóstur-
böm. Af þeim Eiðishjónum er mik-
ill ættbogi kominn. Já, þá var margt
um manninn þar, ekki aðeins hús-
bændur, hjú og heimaböm, líka
skólaböm og unglingar, því að þar
var lengi farskóli sveitarinnar til
húsa eða á fimmta áratug.
Heimilið stóð á gömlum merg.
Daníel Jónsson, afí Þorbjargar, sem
einnig bjó þar, hafði verið stór-
bóndi, búmaður, forsjáll og fram-
sækinn. Þar var mikill mjmdarbrag-
ur og verkmennt öll og dugnaður
í heiðri höfð.
Þorbjörg giftist 9. nóvember
1935 frænda sínum, Sigvalda Sig-
urðssjmi á Gmnd. Þau vom systk-
inaböm. Hófu þau búskap þar og
famaðist vel, sambúð góð og virð-
ing_ á báða bóga.
Ég kom oft á heimili þeirra, allt
frá því ég fyrst man og aldrei heyrð-
ist þar styggðaryrði. Það var gaman
að koma að Gmnd. Þorbjörg heitin
var ein af þeim hljóðlátu í landinu.
Hún var mikil húsmóðir. Heimilið,
bömin og eiginmaðurinn vom henni
allt. Það var gott að koma til henn-
ar. Gestrisnin var mikil og góðvild-
ina og hlýjuna lagði frá henni. Hún
gerði gott úr öllu og var mannas-
ættir. Konur sem hún em homstein-
ar hvers þjóðfélags.
Gmnd var ekkert stórbýli en þar
var vel búið. Það hallaðist ekki á
með þeim hjónum, Sigvalda og
t
Faöir okkar,
HALLDÓR BJARNASON
áður bóndl í Krókl
f Gaulverjahreppi,
sem lóst 1. nóvember, verður jarðsunginn í Villingaholti laugardag-
inn 12. nóvember. Athöfnin hefst kl. 14.00.
Börn hlns látna.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HANNIBALG. EINARSSON
frá ísafirðl,
Einlgrund 34,
Akranesl,
lést 8. nóvember.
Gróa Egllsdóttir
og börn.
t
Útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu,
BORGHILDAR TÓMASDÓTTUR,
Brekku, Þykkvabaa,
fer fram fró Hábæjarkirkju laugardaginn 12. nóvember kl. 13.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hábaejarkirkju.
Runólfur Þorsteinsson,
Sverrir Runólfsson, Björg Sveinsdóttir,
Þóra Kristfn Runóffsdóttir, Agúst Heigason,
Fjófa Runólfsdóttlr, Krfstlnn Guönason
ogbarnaböm.
t
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS NORÐFJÖRÐ KÁRDAL,
Rauðagerðl 12,
fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30
(ekki kl. 15.00 eins og áður var auglýst).
Helga Stefánsdóttir Kárdal,
Jónfna Ó. Kárdal, Anna Marfa Kárdal,
Sylvia May Pelluck, Anthony Pelluck
og barnabörn.
t
Dóttir okkar, systir, mágkona og frænka,
ODDNÝ JÓN ASDÓTTIR,
Þrúðvangl 10,
Hellu,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 11. nóvember
kl. 15.00.
Guðrún Árnadóttlr,
Særún Jónasdóttir,
Helgi Jónasson,
Jónas Helgason
Kjartan Sigurðsson,
Bodll Mogensen,
og frændsystkini.
t
Móðir okkar og tengdamóöir, amma og langamma,
INGIGERÐUR GUÐNADÓTTIR,
Álfaskeiði 34,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin föstudaginn 11. nóvember kl. 13.30.
Ásta Vilmundsdóttlr,
Guðni Vllmundason,
Krlstján Vihnundsson,
Guðný Baldursdóttir,
bamabörn og barnabarnabörn.
Guðmundur Guðmundsson,
Svava Gfsladóttir,
Erla Jósepsdóttir,
Þorbjörgu. Hann var hið mikla
snyrtimenni. Hjá honum var allt í
röð og reglu með listrænu hand-
bragði góðbóndans, æmar hom-
skelltar, stálið í stabbanum slétt og
annað eftir því. Hjá Þorbjörgu var
sama snyrtimennskan. Þar var ekki
óreiða á hlutunum eða sofíð á verð-
inum, gólfin hvítþvegin og bömin
vel til höfð. Það var tápmikill mynd-
arhópur, Grundarbömin, en þau
voru sex.
Elst þeirra var Þorbjörg, þá Sig-
urður, Gunnlaugur, Aðalbjörg, Ein-
ar og Þorbjöm. Tvö þeirra létust
ung, Þorbjörg og Einar, bæði 8
ára. Þau þekkti ég best, vom á
heimili foreldra minna um tíma. Það
vom mikil efnisböm, bráðmjmdar-
og mannvænleg. Að þeim var mikil
eftirsjá.
Missinum tóku Sigvaldi og Þor-
björg eins og við mátti búast af
þeim — með æðruleysi. Þorbjörg
heitin var ekki þeirrar gerðar að
hún bæri harm sinn á torg. Hún
var mikil geðprýðiskona.
Böm Sigvalda og Þorbjargar er
upp komust em þessi: Sigurður,
húsasmíðameistari, búsettur í
Kópavogi, maki Rósa Oddsdóttir.
Gunnlaugur, skrifstofumaður í
Reykjavík. Aðalbjörg, húsfreyja á
Akureyri, eiginmaður Sverrir ISð-
valdsson, skipsijóri. Þau eiga 4
böm. Þorbjöm, húsasmíðameistari
á Húsavík, kvæntur Magneu Ingi-
björgu Magnúsdóttur og eiga þau
tvö böm.
Þorbjörg og Sigvaldi brugðu búi
og fluttu til Reykjavíkur haustið
1965 og bjuggu að Hraunbæ 22.
Starfaði Sigvaldi hjá Sambandinu
meðan kraftar og heilsa lejrfðu en
Þorbjörg hélt heimili fyrir hann og
sjmina, Sigurð og Gunnlaug, uns
Sigurður stofnaði sitt eigið. Gunn-
laugur kejrpti síðar íbúð í grennd
við foreldra sína, en var hjá þeim
í fæði og þjónustu og jafnframt
stoð þeirra og stjrtta í ellinni.
Rúm tuttugu ár _bjó Þorbjörg
heitin í Reykjavík. Ég hygg hún
hafí unað hag sínum vel. Þar átti
hún margt frændfólk og vini —
óvini átti hún aldrei.
Það var gott til hennar að koma
sem forðum að Gmnd, gestrisnin
sú sama og heimilið vistlegt. Þang-
að lagði margur Langnesingur leið
sína.
Þegar kraftamir þurru naut hún
aðstoðar eiginmanns og sona og
ekki má gleyma Rósu Oddsdóttur
sem reyndist henni vel.
Ég kveð Þorbjörgu Gunnlaugs-
dóttir með þakklæti og söknuði,
óska öllum hennar blessunar og
huggunar.
Góð kona og grandvör er gengin.
Hjörtur Jónasson
J
TOlMftllTQURh
nnrtftiö*
.ríiuu>n>ivt>Ji
(jí, iéá rifiBíí iÖ4vínísííi ai.Iiv ibrifilidö