Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
nmnmn
HÖGNI HREKKVÍSI
Hvalveiðimálið:
Látum ekki undan hótun-
um öfgasinnaðra þrýstihópa
Kæri Velvakandi.
Sem kjósandi leyfi ég mér að
hvetja alla háttvirta þingmenn að
láta ekki undan hótunum öfgasinn-
aðra þrýstihópa, né annarra er reynt
hafa að beita okkur þvingunum til
að hætta hvalveiðum er fara fram á
hinu mikla hafsvæði sem liggur inn-
an fiskveiðilögsögu íslands.
Þegar liggur fyrir fastmótuð og
yfirlýst stefna stjórnvalda landsins
og ráðherrar þeirra ráðuneyta er með
þessi mál fara ber að virða fyrir
þann mánndóm að vilja framfylgja
henni og láta óréttmætar hótanir
lönd og leið.
Sá uppgjafatónn sem vart verður
við hjá sumum þingmönnum okkar
og öðrum er leitað hefur verið svara
hjá um þetta mál er lítt sæmandi og
ekki líkur þeim baráttuanda og sam-
takamætti er ríkti með þjóðinni við
útfærslu landhelginnar. Þá stóð þjóð-
in saman sem einn maður, ekki síst
vegna þess, og fyrir þann einstæða
hetjuskap og þrautseigju hinna vösku
sjómanna landhelgisgæslunnar,
vannst farsæll sigur að lokum, er
seint mun gleymast. Það hefur verið
deilt á okkur íslendinga fyrir að
vísindalegi þátturinn er tengist hval-
veiðum okkar sé aðeins yfirskin. Það
er alrangt því segja má með sönnu
að raunverulega fara allar veiðar
okkar íslendinga fram undir ströngu
vísindalegu eftirliti, hvort sem um
er að ræða fiskveiðar, hvalveiðar eða
veiðar og nytjar á öðru sjávarfangi.
Á öllum tímum er fylgst grannt með
ástandi og stærð okkar helstu nytja-
fiska og athugað í því sambandi
hvað líður hitastigi sjávar, klaki o.fl.
er fiskifræðingar og vísindamenn
okkar á þessu sviði annast. Þá er í
gangi allt árið friðunaraðgerðir á
ýmsum uppeldisstöðvum okkar
helstu nytjafiska á grunnslóð að
ógleymdum ákveðnum reglum um
aflakvóta til fískiskipa er allir þekkja.
í ágætri grein sem Grímur Karls-
son, skipstjóri í Njarðvík skrifar 3.
sept. sl. segir: „Bestu nýtingu og
jafnvægi reynum við að ná með þvf
að veiða sitt lítið af hveiju, og má
þá alls ekki undanskilja flökkufíska,
seli og hvali, sem háma í sig árs-
forðann á okkar miðum og á okkar
kostnað sumarlangt. Hvað þurfta-
frekustu dýrin, stórhvelin, varðar og
ef við hættum að veiða þau, þurfum
við ekki að hafa áhyggjur af sölu
fiskafurða í Bandaríkjunum eða ann-
ars staðar því fískaflinn mun óbeint
eða beint fara í fæðu risanna."
Af þessu verður séð að hinn
yísindalegi þáttur í fiskveiðum okkar
Islendinga er síst lítilvægur og
beinlínis bráðnauðsynlegur til að við-
halda og fylgjast með að hið mikil-
væga jafnvægi í lífkeðju og lífríki
sjávar raskist ekki, sem er algjör
forsenda þess að hægt verði fyrir
okkur íslendinga að stunda fiskveið-
ar og nýta þá auðlind er öll vor til-
vera byggist á.
Guðmundur J. Mikaelsson
Reykjanesbraut:
Villandi upplýsingar
I Morgunblaðinu 2. nóv. síðastlið-
inn skrifar Suðumesjamaður í Vel-
vakanda greinarkom þar sem hann
ræðir ástand Reykjanesbrautar.
Þar sem þessi skrif gefa lesendum
Morgunblaðsins villandi upplýsing-
ar óska ég eftir því að eftirfarandi
verð birt.
Reykjanesbraut frá Hafnarfirði
að Kúagerði var tekin í notkun
1963, en 1965 var kaflinn frá Kúa-
gerði í Njarðvík tekinn í notkun.
Vegagerðinni er ekki kunnugt um
neina áætlun í þá vem að leggja
nýtt slitlag á veginn 10 ámm eftir
lagningu hans. Arið 1982 var stór
hluti vegarins fræstur enda vom
hjólför þá orðin 30 mm djúp. Mest-
ur hluti þess sem eftir var var svo
fræstur 1986. Það er rétt hjá Suður-
nesjamanni að það dróst allt of lengi
að fræsa veginn og skapaði það
mikla hættu fyrir umferðina af
völdum vatns sem safnaðist fyrir í
hjólfömnum. Ástæður þess að svo
seint var hafíst handa var skortur
á fjárveitingu til þessa verks.
Þykkt vegsteypunnar var upp-
haflega 22 sm, síðan vom fræstir
3 sm og er hún núna 19 sm þykk.
Á hluta vegarins em aftur komin
mikil hjólfor og þarf því bráðlega
að endumýja slitlagið. Að mínu
mati er Reykjanesbraut ekki ógreið-
fær vegna ástands steypta vegyfir-
borðsins heldur vegna þess að um-
ferðin hefur vaxið mikið á síðustu
ámm, en núna fara um 4.000-
5.000 bílar um veginn á hveijum
degi. Framúrakstur er því orðinn
erfiður og skapar það vissa hættu
fyrir umferðina.
Rögnvaldur Jónsson, umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðar-
innar í Reykjanesumdæmi
„ og Heæ Ee síbasta hneisan í"
Yíkveiji
Idálkum Víkveija hefur oft verið
vikið að íslenzkri tungu og því,
sem betur má fara í málfari þeirra,
er við fjölmiðla starfa. Svo var gert
á þessum stað 27. október síðastlið-
inn og þá m.a. vikið að skrifum í
Eystra-Homi, héraðsfréttablaði,
sem gefíð er út á Höfn í Homa-
firði. Víkveija barst fyrir nokkm
bréf frá „Eyveija" í Vestmannaeyj-
um, sem fannst Víkveiji hafa tekið
of djúpt í árinni, þegar hann talaði
um skemmdarverk í þessu sam-
bandi. Minnti Eyveiji Víkveija á,
að Morgunblaðið væri ekki frítt af
málvillum og því hefði áminning í
föðurlegum tón nægt. Reyndar
væri mikill munur á vitleysum í
staðbundnum smáblöðum og út-
breiddasta blaði þjóðarinnar.
Víkveiji kannast fúslega við, að
ekki sé allt til fyrirmyndar í Morg-
unblaðinu. En öll viðleitni beinist
að því marki, að Morgunblaðið sé
skrifar
skrifað á góðu máli. Og það vill
Víkveiji að gildi annars staðar líka.
Við verðum aliir að halda vöku
okkar og vemda tunguna, hvort
heldur er í ræðu eða riti og hvort
sem menn skrifa í héraðsblöð eða
stærsta dagblað þjóðarinnar. Á því
má ekki vera neinn munur, því eng-
in keðja er sterkari er veikasti
hlekkurinn og íslenzk tunga er okk-
ar Iíf. Án hennar eram við ekki
íslendingar og gilti þá einu með
blaðaútgáfu í Höfn, Vestmannaeyj-
um eða Reykjavík.
XXX
Isíðasta sunnudagsblaði Morgun-
blaðsins fjallaði Helgi Hálfdan-
arson um málfar og tengdi áminn-
ingu sína sögu af Linda Grímscy-
ingi, sem barðist gegn ofstopaveðri
þó skipveijum hans hefði daprast
þrek og kjarkur. í pistli sínum seg-
ir Helgi:
„Fyrir kemur, að manni sem ég
þekki, virðist öll barátta til vemdar
íslenzkri tungu koma fyrir lítið og
ef til vill er bjartsýnin í lágmarki
þann daginn. En þá kemur honum
einatt í hug Erlendur Grímseying-
ur, þar sem hann stendur í austrin-
um og lætur engan bilbug á sér
finna, þegar verst horfir. Þolgóð
staðfesta hans, sem varð þeim fé-
lögum til bjargar, mætti vera sífellt
fordæmi þeim sem horfa með ugg
á holskeflur útlenzkunnar dynja
með vaxandi þunga yfir móðurmál-
ið. En þá er þess að minnast að
hefði Erlendur nokkra stund látið
hlé á verða, var allt glatað. Dyggð
hans var engin haldlaus bjartsýni
heldur staðföst barátta til bjargar,
jafnvel þegar öll von virtist úti.“