Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 59 HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Eriingur tryggði KA sigur úr vrti þegar leiktíminn var úti EFTIR spennandi leik og miklar sviptingar tókst KA aS tryggja sér sigur á FH á síðustu sekún- dunni í leik liðanna í gœr. Stað- an var 24:24 og fjórar sekúndur til leiksloka er Haraldur Har- aldsson komst í gegnum vörn FH og fiskaði vrtakast. Erlingur Kristjánsson tók vítakastið og skoraði af öryggi. KA-menn fögnuðu innilega en FH-ingar hengdu haus enda fóru þeir illa að ráði sínu á lokamínútunum. Leikurinn var jafn framan af en undir lok fyrri hálfleiks náði KA fímm marka forkoti og hélt því fram í miðjan síðari hálfleik. Þá tóku FH-ingar við sér. Þeir gerðu sjö mörk, gegn aðeins tveimur mörkum KA, og jöfnuðu 17:17. KA náði tveggja marka for- skoti en FH-ingar unnu það upp og komust yfír í fyrsta skipti í leikn- um, 22:21, þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. En sviptingamar héldu áfram og KA komst yfír að nýju, 24:23. Þorgils Óttar jafnaði þegar 24 sekúndur voru eftir en slæm vöm FH-inga færði KA- mönnum vítakast og sigurinn. „Við vorum einfaldlega of bráðir og vomm óheppnir undir lokin. En í mínum huga var þetta ekki víti. Þeir komu ekki við hann [Harald] og hann fékk tækifæri til að skjóta," sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari FH. „En mér fannst dómar- amir þokkalegir þó þeir hefðu mátt dæma töf á KA fyrir langar sóknir. Annars er ég hættur að skipta mér af dómaramálum og ætla ekki að mæta á fleiri fundi," sagði Viggó. Vöm KA sterfc Vöm KA var mjög sterk, einkum í fyrri hálfleik en sóknarleikur liðs- ' i ins var frekar þreytulegur og lang- dreginn. Liðið lék þó í heild mjög vel og mikil barátta færði liðinu sigurinn. Erlingur Kristjánsson og Friðjón Jónsson léku vel og Haraldur Har- aldsson var dýrmætur á lokamínút- unum, skoraði þýðingarmikið mark og fískaði tvö vítaköst. FH-ingar byrjuðu illa en náðu sér á strik í síðari hálfleik. Vöm liðsins var þokkaleg en galopin á miðj- unni. Hraðaupphlaup liðsins vom að venju skemmtileg og vel útfærð, en mistök á lokamínútunum komu í veg fyrir sigur. Héðinn Gilsson og Guðjón Áma- son voru bestir i liði FH sem hefur þó oft leikið betur. LogiB. Eiðsson skrifar FH-KA 24 : 25 íþróttahúsið i Hafnarfírði, Islandsmótið í handknattleik, 9. október 1988. Gangur leiksins: 0:1, 2:4, 6:6, 7:8, 7:12, 8:12, 10:13, 10:15, 15:16, 16:17, 17:17, 18:18, 18:20, 20:20, 20:21, 22:21, 22:24, 24:24, 24:26. FH: Héðinn Gilsson 6, Guðjón Ámason 6, Óskar Ármannsson 4/3, Þorgils Óttar Mathiescn 3, Gunnar Beinteins- son 2, Óskar Helgason 2 og Knútur Sigurðsson 2. Einar Hjaltason, Hálfdán Þórðarson, Stefán Stephensen. Varin skot: Magnús Ámason 8 og Bergsveinn Bergsveinsson 4. Utan vallar: 2 mfnútur. KA: Erlingur Kristjánsson 8/2, Sigur- páll Ámi Aðalsteinsson 5/3, Friðjón Jónsson 4, Jakob Jónsson 3, Haraldur Haraldsson 2, Pétur Bjamason 2 og Guðmundur Guðmundsson 1. Þorleifur Ananlasson, Ólafur Hilmarsson og Svanur Valgeirsson. Varin skot: Axel Stefánsson 8 og Sigf- ús Karlsson 2. Utan vallar: Ekki neitt. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Kjartan Steinbach. Höfðu ekki nógu góð tök á leiknum. Ahorfendur: Um 600. Morgunblaðið/Einar Falur „Góð tilbreyt- ing að skora“ - sagði Erlingur Kristjánsson, vítaskytta KA „ÞAÐ var góö tilbreyting að skora svona f iokin en það hefur ekki gengið of vel hing- að til,“ sagði Eriingur Kristj- ánsson sem tryggði KA sigur gegn FH með þvf að skora út vitakasti þegar ieiktfmi var liðinn. „Þetta var vftakast — það var ekki spurning." Aður en leikurinn hófst hafði ég mikla trú á að við mynd- nm sigra en um tíma var mér hætt að lítast á blikuna. En það hafðist og þetta var mikilvægur sigur,“ sagði Eriingur. „Byijunin lofar góðu og nú er bara að fylgja henni eftir. Við eigum næsta leik gegn KR og erum ekki farnir að hugsa lengra," sagði Erlingur. Fyrstu stig Seltiminga KA-menn fagna sigri á FH í gær- kvöldi. Leikurinn var æsispennandi og gestimir tryggðu sér sigur- inn úr vítakasti þegar leiktlminn var liðinn. 2. DEILD UMFA vann Leikmenn Aftureldingar gerðu góð ferð til Selfoss í gær- kvöldi. Þar unnu þeir sigur, 28:21, I á Selfyssingum I 2. deildarkeppn- inni í handknattleik. HANN var ekki áferðarfagur leikur UBK og Gróttu í gœr- kvöldí en engu að síður var hann spennandi mest allan tímann enda jafn. að voru víst fæstir sem áttu von á sigri Gróttu. „Ég átti alveg eins von á þessu. Við fengum ferlega útreið í Eyjum í fyrsta leikn- um og vomm SkútiUnnar ákveðnir í að gera Sveinsson okkar besta í þess- skrifar um " sagði Sig- tryggur Albertsson markvörður og fyrirliði Gróttunar eftir leikinn. Blikar léku ekki vel í gær. Þeir virtust ekki trúa því að þeir þyrftu að hafa fyrir því að leggja Gróttu að velli. Baráttan var lítil og sem dæmi um sóknarleikinn má nefna að aðeins tveir menn skomðu fyrstu 11 mörk þeirra. Guðmundur stóð fyrir sínu í markinu en Hans var þó bestur í annars daufu liði UBK. Mikil barátta einkenndi leik Gróttu. Sigtryggur varði mjög vel í síðari hálfleik og mest úr opnum fæmm sem Blikar fengu en misnot- uðu. Stefán og Sverrir léku vel og Páll er lunkinn línumaður. Willum lék vel í vöminni og batt hana vel saman. Grótta skoraði sex mörk úr hraðupphlaupum en Blikar ekk- ert og munar um minna. mm Jón Kristjánsson og Einar Þorvarðarson, Val. Ámi Frið- leifsson, Víkingi. m Sigurður Sveinsson, Valdimar Grimsson, Geir Sveinsson og Jakob Sigurðsson, Val. Her- mann Bjömsson, Fram. Sig- tryggur Albertsson, Stefán Amarson og Sverrir Sverris- son, Gróttu. Hans Guð- mundsson, UBK. Sigurður Jensson, Karl Þráinsson og Bjarki Sigurðsson, Víkingi. Sigurður Gunnarsson, ÍBV. Héðinn Gilsson og Guðjón Ámason, FH. Erlingur Kristj- ánsson, Friðjón Jónsson og Haraldur Haraldsson, KA. KONUR Allteftir bókinni ÍSLANDSMEISTARAR Fram hófu titilvörnina í 1. deild kvenna gegn Stjömunni og voru ekki sannfærandi f leik sínum þrátt fyrir sigur, 19:13. FH vann nauman sigur á Víkingi, 15:14. Leikur Fram og Stjömunnar fór rólega af stað. Fyrstu 15 mínú- tumar vom aðeins 4 mörk skomð. Þar af átti Fram þrjú. Stjaman náði að jafna, en H. Katrín Fram seig aftur Friðríksen fram úr og leiddi I sknlar leikhléi 8:5 og sigr- aði nokkuð öragg- lega. Framliðið var frekar jafnt að getu í leiknum. Hjá Stjömunni var Ragnheiður Stephensen frísk. Mörk Fram: Ama Steinsen 4, Björg Berg- steinsdóttir 4/1, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Halldórsdóttir 2, Ingunn Bemótus- dóttir 3, ósk Víðisdóttir, Guðrún Gunnars- dóttir, Margrét Blöndal. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Stephensen 5, Herdís Sigurbeigsdóttir 4, Drífa Gunnars- dóttir 2, Erla Rafnsdóttir 1/1, Ingibjörg Andr- ésdóttir 1. FH-Vfklngur 16:14 FH-stúlkumar byijuðu vel og náðu fljótlega yfirhöndinni í leiknum. Þær voru sex mörkum yfír í leik- hléi. Um miðjan síðari hálfleik var munirinn enn 6 mörk, en þá tóku Víkingsstúlkumar við sér og skor- uðu næstu fjögur mörk, en fjörkipp- urinn kom aðeins of seint. í liði FH er mikil breidd og getur þjálfarinn leyft sér þann munað að hvfla landsliðstúlkur sínar á bekkn- um langtlmum saman, án þess að það komi niður á leik liðsins. Hjá Víking byggist spilið að mestu á tveimur manneskjum, Svövu og Ingu Láru. Mörk FH:Rut Baldursdóttir 5/1, Eva Baldurs- dóttir 4/1, Kristln Pétursdóttir 2, Heiða Ein- arsdóttir 2, Amdis Aradóttir 1 og Helga Sig- urðardóttir 1. Mörk Víkings: lnga Lára Þórisdóttir 8/4, Svava Baldvinsdðttir 2, Valdls Birgisdóttir 2, Halla Helgadóttir 1 og Heiða Erlingsdóttir 1.. UBK-Grótta 17 : 20 íþróttahúsið Digranesi, íslandsmótið í handknattleik, miðvikudaginn 9. nóvember 1988. Gangur leiksins: 1:0, 4:4, 5:7, 6:9, 8:11, 10:11, 13:11, 14:14, 16:15, 17:17, 17:20. UBK: Hans Guðmundsson 8/3, Jón Þ. Jónsson 5/2, Andrés Magnússon 2, Kristján Halldórsson 1, Magnús Magnússon 1, Haukur Magnússon, ólafur Björnsson, Pétur Am- þoreson, Sveinn Bragason, Þórður Davíðsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/2, Þórir Sigurgeirsson. Grótta: Stefán Amarson 6, Sverrir Sverrisson 5, Willum Þór Þóreson 2, Páll Björgvins- son 2, Davíð B. Gislason 2. Halldór Ingólfsson 1, Gunnar Gíslason 1, Svafar Magnússon 1, Friðleifur Friðleifsson, ólafur Sveinsson. Varin skot* Sigtryggur Albertsson 13/2, Stefán öm Stefánsson. Utan vallar: UBK í 12 mínútur. Grótta í 10 mínútur. Ahorfendur: 176 Dómarar: Bjöm Jóhannesson og Sigurður Baldursson og dœmdu þeir ágætlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.