Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 ÚRSLIT BANDARÍSKU KOSNINGANNA Viðbrögð stjórnvalda víðs vegar um heim: Sovétmenn vilja leið- togafiind sem fyrst Lundúnum, Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR margra ríkja lýstu yfir ánœgju sinni með úrslit forseta- kosninganna i Bandaríkjunum og Sovétmenn sögðust vona að Bush og Gorbatsjov efiidu til leiðtogafimdar sem fyrst. Bandamenn Banda- ríkjamanna i Vestur-Evrópu og Asiu spáðu þvi að sigur Bush yfir Michael Dukakis, frambjóðanda demókrata, tryggði að næsta Banda- ríkjastjóm héldi áfram á sömu braut og stjórn Reagans. Leiðtogar arabarikja sögðust vona að Bush myndi stuðla að friði á Mið-Austurlönd- um. Kínversk stjómvöld kváðust vona að George Bush beitti sér fyrir bætt- um samskiptum Bandaríkjamanna og Kínveija. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðu- neytisins, sagðist sammála Bush í því að efna ætti til leiðtogafundar sem fyrst. Þegar hann var spurður hvort möguleiki væri á leiðtogafundi fyrstu mánuðina eftir að Bush tæki við forsetaembættinu, 20. janúar, kvað hann já við. Talsmaðurinn ítrek- aði einnig andstöðu Sovétmanna við geimvamaáætlun Bandaríkjamanna, en Bush hefur heitið því að beita sér fyrir framkvæmd hennar. demókratar eru meirihluta, gæti þrýst á um að Suður-Afríkustjóm yrði beitt harðari refsiaðgerðum. Desmond Tutu, erkibiskup í Suður- Afríku, sagði að flestir blökkumenn í Suður-Afríku hefðu viljað að Duk- akis bæri sigur úr býtum. Daniel Ortega, leiðtogi Nicaragua, gagnrýndi Bush fyrir að hafa stutt kontra-liða á átta ára ferli sínum sem varaforseti, en bætti við: „Ég trúi því ekki að hann falli í þá gryfju að taka upp stefnu sem hefur verið reynd en ekki heppnast." Reuter George Bush og eiginkona hans, Barbara Bush, veifa til fagnandi stuðningsmanna í Houston í Texas er úrslitin voru kunn. Bandaiíska þingið gætí orðið George Bush þungt í skautí Demókratar juku meirihluta sinn í báðum deildum þingsins Washington. Reuter. Daily Telegraph. Egypsk stjómvöld sögðust vona að Bush hleypti nýju lífi í friðarum- leitanir t Mið-Austurlöndum. Nokkrir stjómmálaskýrendur í ísrael sögðust hafa áhyggjur af því að samskipti Bandaríkjamanna og ísraela yrðu ekki jafn góð og síðustu átta árin. „Afstaða Bandaríkjastjóm- ar til ísraela mun byggjast meira á hagsmunum en tilfínningum," sagði einn þeirra, Zvi Rafíah, fyrrum stjómarerindreki í Washington. Pik Botha, utanríkisráðherra Suð- ur-Afríku, fagnaði úrslitum forseta- kosninganna en sagði að hætta væri á því að Bandaríkjaþing, þar sem AUKINN meirihluti demókrata í báðum deildum Bandaríkja- þings gæti torveldað George Bush að koma nauðsynlegum tillögum sínum í gegnum þingið. Demókratar unnu að líkindum eitt eða tvö sæti af repúblikun- um í öldungadeildinni. í full- trúadeildinni benti allt til þess að demókratar bættu við sig 2-5 þingsætum. Miklu máli skiptir hvernig samvinnan verður milli Bush og Roberts Doles, leiðtoga repúblikana i öldungadeildinni. Dole barðist við Bush um útn- efningu Repúblikanaflokksins til forsetaframboðs en tapaði. Bush hélt sinn fyrsta blaða- mannafund eftir kosningamar í gær og sagði m.a. að hann ætti von á góðri samvinnu við Dole. „Ég held að engin nauðsyn sé á sérstök- um friðarfundi en ég mun vissu- lega eiga fund með Dole,“ sagði Bush. Dole lýsti því yfír í gær að hann myndi styðja Bush í viðleitni hans til að andæfa gegn nýjum sköttum. Á kjördag sagði Dole hins vegar að nauðsynlegt gæti orðið að hækka skatta ef áform Bush um „sveigjanlega frystingu ríkisút- gjalda" misheppnuðust. Einn af leiðtogum repúblikana á þingi sagði að Bush yrði að taka frum- kvæðið sem fyrst í samskiptum sínum við Bandaríkjaþing; hann yrði að grípa til róttækra aðgerða gegn fjárlagahallanum og öðrum vandamálum í ríkisrekstrinum. í þrem ríkjum unnu demókratar sæti í öldungadeildinni af repúblik- unum. Fyrrum ríkisstjóri í Virg- iníu, Charles Robb, sigraði í heima- ríki sínu lítt þekktan blökkumann, Maurice Dawkins. í Connecticut tapaði sá öldungardeildarþing- manna repúblikana, er iengst hefur þótt til vinstri, Lowell Weicker, fyrir demókratanum Joseph Lie- berman, dómsmálaráðherra ríkis- ins, en Lieberman er talinn mjög hægrisinnaður. Svo mjótt var á mununum að atkvæði verða talin aftur. Demókratinn Robert Kerry, sem áður var ríkisstjóri í Ne- braska, keppti við öldungardeildar- þingmann repúblikana, David Kar- nes, og sigraði. Fulltrúadeildarþingmaður repú- blikana í Mississippi, Trent Lott, vann demókratann Wayne Dowdy í baráttu um sæti I öldungadeiid- inni. Enn var óljóst hvor hefði bet- ur í Florida, demókratinn Buddy MacKay eða repúblikaninn Connie Mack. Lloyd Bentsen, varaforseta- efni Dukakis, hélt auðveldlega sæti sínu í öldungadeildinni fyrir Texas en hann var í framboði til beggja embætta þar sem lög Texas gerðu slíkt mögulegt. Nokkrar líkur voru á því að Bemard Sanders, borgarstjóri í borginni Burlington í Vermont, yrði fyrsti sósíalistinn til að vinna sæti í fulltrúadeildinni í 62 ár. Hann bauð sig fram sem óháður. Demókratar unnu tvö ríkis- stjóraembætti af repúblikunum. í Indiana sigraði Evan Bayeh, sonur Birch Bayehs er lengi var öldunga- deildarþingamður fyrir ríkið en tapaði sætinu 1980 fyrir Dan Qua- yle, væntanlegum varaforseta. Einnig unnu demókratar ríkis- stjórakosningamar í Vestur-Virg- iníu. Kosið um skammbyssu- eign og eyðniprófanir Washington. Reuter. ÞAÐ var kosið um mörg önnur mál samtímis bandarísku forseta- kosningunum á þriðjudag. í Maryland var tillaga um takmarkan- ir á byssueign almennings felld og Kalífomíubúar höfiiuðu um- deildum eyðniprófunum. í Maryland voru 58% kjósenda hlynntir takmörkunum á byssu- eign þrátt fyrir að Samtök byssu- eigenda (National Rifle Associati- on) hefðu eytt um 6 milljónum dala (andvirði 276 milljóna ísl. króna) í auglýsingaherferð gegn tillögunni. Kalifomíubúar felldu tillögur þar sem gert var ráð fyrir að skrár um eyðnismitaða einstaklinga yrðu sendar heilbrigðisyfírvöldum { ríkinu. Hefðu tillögumar verið samþykktar hefðu einstaklingar, sem gangast undir eyðnipróf, ver- ið sviptir rétti sínum til nafnleynd- ar. Læknasamtökin f Kalifomíu og aðrar heilbrigðisstofnanir voru andvígar tillögunni en ríkisstjóri Kalifomfu, George Deukmejian var hlynntur henni. Læknar höfðu hótað að eyðileggja skýrslur eyðn- ismitaðra einstaklinga yrði tillag- an samþykkt. Kalifomíubúar samþykktu hins vegar að glæpamenn, einkum þeir sem eru viðriðnir lfkamsárásir á lögreglumenn og kynferðisglæpi, gangist undir eyðnipróf. í Flórída, þar sem 12% kjósenda eru af spænskum uppmna, var yfírgnæfandi meirihluti hlynntur því að enska yrði notuð í stjóm- sýslukerfínu. Samskonar tillögur vom samþykktar í Arizona og Colorado. Michiganbúar vom hlynntir því að ríkið hætti að standa straum af kostnaði vegna fóstureyðinga. Embættíslaun Michaels Dukakis skorin niður Boston. Reuter. MICHAEL Dukakis varð undir tvennum skilningi. Hann tapaði i kosningunum á þriðjudag í í forsetakosningunum og árs- Atkvæöi ýmissa hópa Hór eru niöurstööur skoöanakönnunar ABC-sjónvarpsins. Hún fór þannig fram aö kjósendur voru spurölr eftir aö þelr höföu greltt atkvæöi. para Kvnbættir -J1 Kvn n Bush Dukakls [ Bush Dukakis Hvftir 55% 44% Karfar 54% 44% Svartir 9% 89% Konur 47% 52% Spænskumæl.30% 69% I Aldur Svæbi (StiSEI | Bush Dukakis r"' m Bush Dukakis 18-24 49% 50% Noröaustur 46% 53% 25-29 54% 45% Suöur 57% 42% 30-39 50% 49% Vestur 46% 52% 40-49 50% 49% Miövestur 50% 49% 50-59 52% 47% 604- 48% 51% REAGAN -DEMOKRATAR Bush Dukakis Demókratar sem kusu Reagan áriö 1984 45% 54% Skekkjumöík; 2% Urslitin í hverj krsníngarnar Dukakis Wyomlng Georgla Kjörmenn alls Bush: 426 Dukakis: 112 / Utah / Colorado Kansas \ / Nýja j | Oklahoma Arfzona / Maxlkó laun hans lækkuðu um 10.000 dali, 460.000 isl. kr., því að í Massachusetts-ríki var jafn- framt kosið um hvort lækka ætti laun ríkisstjórans. Þótt Dukakis hafí unnið í heim- aríki sínu í forsetakosningunum vildi meirihluti kjósenda láta ógilda lög um launahækkun ríkis- stjórans sem löggjafarvaldið sam- þykkti í fyrra og Dukakis skrifaði undir. Launalækkunin tekur gildi 8. desember næstkomandi og lækka árslaun ríkisstjórans úr 85.000 dölum, rúmum 3,9 milljónum ísl. kr., í 75.000 dali, rúmar 3,4 millj- ónir ísl. kr. ERLENT Hoimlld: AÐC News Knlght-Rldder Trlbuno News Knlght-RldderTrlbune News
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.