Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 39
39 í*«h n> Tt>A.OTTTMWfí WQAJSVPJOHGW MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Lífseig lögga Ovenjuleg smábæjarklikkun Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Bíóborgín: Á tæpasta vadi - „Die Hard“ Leikstjóri John McTiernan. Handrit Jeb Stuart og Steven E. de Souza, byggt á skáldsögu Rodericks Thorps. Tónlist Michael Kamen. Kvikmynda- tökustjóri Jan de Bant. Aðal- leikendur Bruce Willis, Alan Rickman, Alexander Godunov, Bonnie Bedelia, Jerry Orbach, William Atherton, Reginald Veljohnson. Bandarísk. 20th Century Fox 1988. THX- Dolby-stereo. New York-lögreglumaðurinn Bruce Willis kemur þreyttur og slæptur til Los Angeies, þar sem hann hefur verk að vinna, en hyggst jafnframt eyða jólafríi með Bedeliu, fráskildri konu sinni, og bömum. Á flugvellinum bíður hans límósína sem flytur hann í nýbyggðan skýjakljúf Nakatomi, stórfýrirtækisins sem kona hans starfar hjá, þar stend- ur sem hæðst jólagleði starfs- manna. Willis kýs frekar að hvílast á skrifstofu Bedeliu en taka þátt í gleðskapnum, sem hann hefur ekki fyir yfírgefíð en hópur hryðjuverkamanna tek- ur yfír bygginguna. Ekki í því skyni að gera sér glaðan dag, heldur að ræna af Nakatomi 640 milljónum dala í handhafa- skuldabréfum. Nú hefst leikur kattarins að músinni. Willis leggur í stríð við innbrotsmennina, sem hafa ein- angrað stórhýsið frá umheimin- um, og er samvalinn hópur at- vinnuglæpamanna sem einskis svífast að ná ránsfengnum. Er þeir taka veislugesti sem gísla kemst hann undan og er eina von starfsfólksins. Átökin verða blóðug og ósvífín. Á tæpasta vaði er vitaskuld reyfari um harðjaxl, en þó fjarri óraunveruleika Rambó- og Schwarzeneggermynda um vöð- vafjöll sem á bíta engin vopn, fá í mesta lagi skinnsprettur og hið klassíska axlarskot. Það sem gerir Á tæpasta vaði æðri þess- um myndum er að áhorfandinn hefur á tilfínnunginni að heija hennar sé alls ekki ódauðleg, heldur harðsoðið hörkutól sem unnt er að yfírbuga. Og margt fleira kemur til. McTieman (Predator), sem með tveim, síðustu myndum sínum (af þrem alls) hefur skipað sér á stall með hugmyndaríkustu spennu- mjmdaleikstjórum samtímans, keyrir myndina áfram af þvílíkum djöfulmóð að hann skil- ur ekki eftir ónotað augnablik. Og undir lokakaflanum situr maður yst á sætisbrúninni, nag- andi á sér neglumar. Hann notar umhverfíð, ófullgerðan skýja- kljúf — aðeins efstu hæðir Naka- tomi-fyrirtækisins eru komnar i gagnið — út í ystu æsar, árang- urinn minnir á Das Boot Vestur- Þjóðveijans Petersons. í skæru- hemaðinum við drápsmas- kínumar berst leikurinn vítt og breytt um innyfli skýjakljúfsins; opin svið hálfkaraðra hæða, stigaganga, gínandi lyftuhús, níðþröng loftræstikerfí. Allt er þetta meðhöndlað af listfengi, minnir nokkuð á evrópskt raun- sæi, það er helst að þakka hinum hollenska myndatökustjóra og lýsingarmeistara, Jan de Bant. Hann og hinn ungi leikstjóri gefa slitnu, en sívinsælu myndformi ferskan blæ. Til að auka áhrif góðrar tónlistar og effekta hefur verið sett upp THX — fullkomn- asta hljóðflutningskerfí sem völ er á í dag og byggist á bestu, hugsaniegum hátölurum, nýrri magnaratækni frá Lucas-fílm og auknum styrk, 2.000 vöttum stað 600!, og árangurinn lætur ekki á sér standa. Willis hefur ekki verið í annan dag betri en í þessari endurkomumynd karl- mennskunnar og Rickman stelur næstum senunni 'sem höfuð- paurinn, fluggáfaður, hámennt- aður skúrkur. Aðrir leikarar eru ágætir og manngerðimar hár- réttar. Á tæpasta vaði er átakamynd sem skapar nokkur tímamót, svo hlaðin sem hún er hugvitsamleg- um hliðarþáttum, æsilegum brellum, en þó fyrst og fremst sakir óstöðvandi atburðarásar þar sem fymdnin glejrmist heldur ekki, en fær að njóta sín í mátu- legu jafnvægi við eggjandi spennuna. Hollywood í ham er ekki svo glatt slegið við. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Stundarhrjálæði („Impulse"). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Gra- ham Baker. Framleiðandi: Tim Zimmermann. Helstu hlutverk: Meg Tilly og Tim Matheson. Stundarbijálæði („Impulse"), sem sýnd er í Stjömubíói, er um margt óvenjulegur og spennandi smábæjarþriller sem byggður er í kringum einhveijar hryllilegustu aukaverkanir nútíma iðnvæðingar, losun og geymslu banvæns efnaúr- gangs. Það er enginn umhverfís- vemdarlegur predikunartónn í myndinni eða merkingarfullur boð- skapur en hún fyllir mann ákveðn- um óhugnaði og fær mann vissu- lega ti) að hugsa málið, sem er talsvert vel af sér vikið af ekki meiri mjmd. Stundarbijálæði, sem er að vísu full langdregin og brokkgeng í frá- sögn, er metnaðarfyllri en svo að hún bjóði upp á afmjmduð efnaúr- gangsskrýmsli B-hrollvekjanna eins og við þekkjum þau skríðandi græn og slepjuleg uppúr þoku- kenndri mýrinni. Leikstjórinn, Gra- ham Baker (Alien Nation), gerir hana I hálfgerðum vfsindaskáld- skaparstíl og sýnir geðveikisleg áhrif sem það hefur á lítið og ein- angrað bæjarsamfélag þegar örlít- ill skammtur af eitureftium kemst í matvæli bæjarbúa og umbrejrtir þeim á þann hátt að öll siðferðisvit- und þeirra hverfur, þeir verða ofsa- fullir og fjandsamlegir og gera nákvæmlega það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist. Handritið er of lengi að setja okkur inni mjmdina, ef svo má segja. Mestan partinn erum við jafnhissa á hegðun bæjarbúanna og aðalpersónurnar, leiknar af Meg Tilly og Tim Matheson, sem komið hafa í smábæinn eftir að móðir Tilly, sem býr rétt utan við bæinn, hefur skotið sig í hausinn í æðis- kasti. Þau taka brátt eftir því að bæjarbúar eru ekki eins og fólk er flest; gamall maður mígur utan í bílinn þeirra, ungur maður fing- urbrýtur sig þegar Tilly neitar hon- um um dans, sjmir vinkonu hennar rejma að brenna hana inni. Lög- reglustjórinn skýtur ungan dreng til bana og engin viðbrögð sjást á fólki. Hér er engin venjuleg amerísk smábæjarklikkun á ferðinni en lengst af er engin leið að sjá hvers vegna smábærinn er eins og sögu- svið í ónotalegri martröð af því það er ekki sett í samhengi við orsak- imar fyrrr en undir lokin. Svarið við því um hvað þessi mjmd fjallar mætti koma miklu fyrr og mjmdin gæti verið meira spennandi ef Bak- er gerði bæjarbúana ógnvæniegri. En það eru margir góðir sprettir inná milli, hún er ágætlega leikin — þar fara fremst í fíokki Tilly, Matheson og sá gamli öðlingur Hume Cronjm — og kemur á endan- um svolftið á óvart. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Félag sjálfstæðismanna í Langholti Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember í Valhöll, Háaleitisbraut 1 kl. 20.30. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Almennar umræður. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn. Stjórnin. Vetrarfagnaður i Hlégarði I samvinnu við SUS stendur FUS Mosfellsbæ fyrir stórdansleik laugardaginn 12. nóvember i Hlégaröi i Mosfellsbæ. Sætaferöir verða frá Valhöll kl. 21.00. Boöið verður upp á Ijúffengan málsverö og síðan taka viö frábær skemmtiatriöi. Hin landsfræga eftirherma Jóhannes Kristjánsson skemmtir gestum, Árni Johnsen tekur lagið og margt fleira. Hljómsveitin Kátir pilter leikur fyrir dansi. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði og vinningar i formi utanlandsferða. Verö aðgöngumiða er kr. 1.500,- Sláöu til, því ekki veitir af að lyfta sér aðeins upp á þessum siöustu og verstu tímum vinstri stjómar. Allt sjálfstæðisfólk velkomiö. Miöasala og nánari upplýsingar í Valhöll, simi 82900. Fjölmennum! Akranes - aðalfundur fulltrúaráðs Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna é Akranesi verður hald- inn mánudaginn 14. nóvember nk. kl. 20.30 í Sjálfstæðishusinu við Heiðargerði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin Mætum öll vel og stundvislega. Sauðárkrókur - sjálfstæðiskonur Fundur i Sæborg fimmtudagskvöld 10. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1. Fréttir af kjördæmisþingi á Siglufirði 29.-30. okt. 2. Vetrarstarfiö. Kaffi á könnunni. Stjómin. < „Moon Boots“ Verð kr. 1.100,' Stærðir: 20-27. Litir: Hvítt, blátt, bleikt o.fl. Póstsendum samdægurs 5% staógreiðsluafsláttur (Moon Boots) s: 18519. KRINGMN KblMeNH S. 689212 TOPgj 21212 — SK0R Lftiíí VELTUSUNDI 1 § AFGASRULLUR fyrir bílaverkstæði Olíuffélagið hf 681100 NVTT # unic MULTI TÍMALIÐAR OG TAKTGJAFAR 0,6 SEC-60 MÍN 12-250V AC/DC Hagstætt verð vönduð vara = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SiMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.