Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 : ffclk f fréttum SARA FERGUSON Bretar hneykslaðir áSöru að gustar umhverfís Söru Ferguson um þessar mundir. Hún fór sem kunnugt er til Astralíu til samfundar við eiginmann sinn, Andrés Bretaprins og voru hjónin þar í opinberri heimsókn í tvær vikur. Sara frestaði heimkomu í tvígang og eyddi fjórum vikum til viðbótar í fríi með ættingjum. Á meðan var litla dóttirin, Beatrice, í umsjá bamfóstrunnar, en „Bea“ er nú orðin þriggja mánaðagömul. Fjarvist Söru frá dóttur hennar hefur vakið mikið umtal bæði á Bretlandseyjum og víða um lönd og velta menn vöngum yfír því hvað móðurinni gekk til með því að dvelja íjórum vikum lengur en áætlað var. Beatrice var aðeins sex vikna gömul er Sara fór til Ástralíu og dvaldi þar í aðrar sex vikur af hennar stuttu ævi. Margir Bretar höfðu álasað henni fyrir að taka ekki þá litlu með til Ástralíu, en eftir að hún hafði frestað heimför sinni um ijórar vikur tók úr steininn. Velferð dótturinnar var orðið hitamál. í ýmsum erlendum vikublöðum hafa verið birt hjartnæm viðtöl við ungar mæður sem ekki segjast skilja hvemig konan geti yfírgefíð litla bamið sitt og meðal annars neitað því um móðurmjólkina. Flestar segjast þær sjálfar vera þjakaðar af áhyggjum og þrá eftir svo ungum bömum sínum þó þær þurfí aðeins að skilja böm sín eftir stutta stund hjá bamfóstmm. Viðhorf Söru og hegðan að þessu leyti sé þeim algerlega framandi. Sálfræðingar hafa einnig sitt til málanna að leggja og segja fjarvistir móður við svo lítið bam geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir ungabamið. Almannarómur er að hæfileiki til tengslamyndunar hjá Bea litlu í framtíðinni hafí á einhvem hátt skaðast og það muni taka tíma fyrir hana að venjast móður sinni á ný. Aðrir sálfræðingar telja að hættan á varanlegum skaða sé hverfandi, einmitt vegna þess hve bamið sé ungt enn. Tilfínningalíf bamsins gæti skaðast ef það væri orðið nokkurra mánaða þegar móðirin skilur það lengi eftir í umsjá annarra. Díana prinsessa sem löngum hefur verið hjá Bea litlu meðan móðirin er fjarverandi er sögð æfareið út í Söru fyrir að dvelja lengur erlendis en áætlað var og segja heimildir að aldrei grói um heilt á milli þeirra eftir þetta. Nýlega hélt Díana ræðu um gildi þess að íjölskyldur héldu saman, jafnt á erfíðum stundum sem öðrum og sagði þar ennfremur að ábyrgð foreldra væri mikil gagnvart bömum sínum, móðurhlutverkið væri heilög skylda. Rifjað hefur verið upp að sjálf hafí hún þurft að fara í opinbera heimsókn þegar eldri sonurinn var níu mánaða gamall, þá hættur á bijósti. Sagði Díana í þann tíð ekki annað koma til greina en að hann fylgdi foreldrum sínum. Það er nú haft í huga og túlka Bretar orð hennar á þann veg að hún sé afar ósátt við gerðir svilkonu sinnar og fyrirgefí henni ekki. Það er og Díana sem talað hefur við fjölmiðla um líðan litlu hnátunnar og það er hún sem lýst hefur því yfír hve bamið brosi fallega. Ekki er annað vitað en að Sara Ferguson sé komin á breska grund. Dóttirin iitla fær því notið hennar á ný og móðirin getur reynt að vinna upp þann tapaða tíma sem vikublöð Vesturlanda hafa verið að býsnast yfír. Það yrðu ekki allir ljósmyndarar jafn hrifnir ef hún færi að festa blý undir pilsfaldana. Það gustar um Söru Ferguson í orðsins fyllstu merkingu. Heyrst hefur að eiginmaður hennar, Andrés Bretaprins, hafi margoft beðið hana að hlýða ráðleggingum móður sinnar, Elísabetu drottningu, um að sauma blýkubba neðan í pilsfaldana svo að læri hennar' séu ekki svo oft í sviðsljósinu sem raun ber vitni. Það blés talsvert í Ástralíu og hafa margar myndir birst af efri hluta leggjahennar. NUDDNAMSKEIÐ fyrir almenning LAUGARDAGINN 12. NÓ\ Gildi Mýkirv Örvar blóðrás Slakarátaugum Eykur vellídan „Nudd er bein framlenging af eð/ilegrí snertingu sett íákveðið: Kennarí er Rafn Geirdal, nuddfræðii NUDD wiðstödin Skráning daglega kl. 18-20. Staðsetning: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjaíeigi 1, Rvk. Þátttökugjald: 3.000 kr. (500 kr. afsl. fyrir pör). KL 10 17 for
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.