Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 23 mikils. Snögg gifting móður hans er honum ekki að skapi. Ekki má heldur gleyma því að Hamlet er ekki valinn til konungs að föður sínum látnum. Leikritið skýrir þetta ekki, en auðvitað veldur það Hamlet hugarangn. Sumir hafa gert því skóna að Ödipusarduld sé hluti skýr- ingarinnar. I því efni verður hver að giska fyrir sig. Hikið eða töfin hefur verið tilefni líflegra vangaveltna. Ljóst er að Hamlet er ekki viss um að vofan sé sönn. Það sýnir músagildran, leik- sýningin þegar hann hyggst ná til samvisku konungsins. Reyndar þyk- ir mér meiri áhersla hefði mátt vera í leikgerðinni á þessu atriði með því að sýna samráðin við Hóras. Eftir leiksýninguna verður að líta svo á, að Hamlet sé viss í sinni sök. En hefndin er erfið. Að drepa föðurbóður sinn, að drepa eiginmann móður sinnar, hefnd innan Qölskyld- unnar er erfið. Ekki má heldur gleyma því að Hamlet er kristinn, blóðhefnd sam- rýmist illa kristinni trú. Inn í þetta blandast lífsskoðun Hamlets, fræði- mennska hans í Wittenberg. Þegar hann drepur Pólóníus telur hann sig vera að drepa konunginn. „Is it the king?“ Hann hættir við að drepa Kládíus þegar hann kemur að honum við bænagjörð. Að drepa mann við bæ- nagjörð eða skriftir þýddi að hann hafði hlotið aflausn og fór til himna. Hann ákveður því að bíða og hikið veldur meiri erfiðleikum eftir því sem lengra líður. Hefndarþemað var alþekkt í leik- ritum á þessum tíma. Athyglisvert er að ungmennin í leikritihu, Hamlet, Laertes, Ófelía og Fortinbras hafa öll misst föður sinn voveiflega með morði. Öll eru þau á vissan hátt leiksoppar örlag- anna, eiga engan þátt í orsök eða atburðarás, berast með straumnum. Fortinbras er raunar sleppt í leik- gerðinni. Um hann hefur talsvert verið ritað. Eins og oft í leikritum Shakespeares verður „saklaus" ut- anaðkomandi að erfa krúnuna. Ein- hver sem ekki átti þátt í morðunum. Aðeins þannig var unnt að byggja framtíð lands og þjóðar. Þýðingin Það háir mér nokkuð, að ég hefi aðallega hlustað á Shakespeare á frummálinu. Ég hefi kosið að veija þeim stopulu stundum sem gefast til að njóta verka leikritaskáldsins mikla fremur til athugunar á verkun- um á frummálinu. Mér verður þó æ betur ljóst að Helgi Hálfdanarson hefur lagst djúpt í þýðingunum og margt er þar af- burðavel gert. Ég varð dálítið undrandi þegar ég las fyrsta „leikdóm" hans um leikgerð Hamlets hjá LR, en er meira sammála seinni greinum hans. En aðeins örfáar spumingar. „To be or not to be that is the question." Þetta þýðir Helgi: „Að vera eða ekki vera, þama er efínn." Ég er ekki alveg sáttur við þessa þýðingu. Ég veit þó að efí vekur alltaf spurningar. Einu sinni var sagt, að efinn væri vaktmaður rétt- lætisins. Spumingar þurfa hins veg- ar ekki allar að vekja efa. En Ham- let er persónugervingur efans og í ljósi þess skil ég þýðinguna. „Give me that man, that is not passions slave ...“ þýðir Helgi: „Gef mér þann sem ekki er þræll síns skaps ...“ í þessari þýðingu þykir mér „skap“ heldur vítt. „I hereby proclaim madness," þýðir Helgí: „ .. .hér skal það lýst æði.“ Enn er ég ekki alveg sáttur. „There is a method in it.“ „Sinna er í því sarnt." Óg í hinni frægu ræðu „to be or not to be“ segir: „Thus conscience does make cow- ards of us all.“ Þetta þýðir Helgi: „Já, heilabrotin gera okkur alla að gungupi." Þama hefði ég endilega viljað nota samviskuna. Samviska er oft til umQöllunar hjá Shakespeare og var í raun persónugerð. Heilabrot finnst mér svolítið ann- að, þótt ég átti mig á samhenginu. Hið góða sakar ekki. Auðvitað gæti ég ritað langa hólgrein um meistaralegar þýðingar Helga, en geri ekki. Það er orðið lenska að finna að og láta þar staðar numið. Að lokum Sjálfsagt er þessi grein mín að verða með neikvæðara yfirbragði en ég ætlaði. Ég vil þakka LR og hæla því fyr- ir að ráðast í sýningu Hamlets. Mér fannst leikritið vel leikið. Þröstur leikur Hamlet vel, en einfoldun leik- gerðarinnar gerir ekki eins miklar kröfur til hans og ella. Þröstur fellur vel að hlutverkinu, dálítið dregur hann stundum áherslur síðustu at- kvæða, síðustu atkvæða, síðustu orða setninganna, en það gefur túlk- uninni bara persónulegra yfirbragð. Og þá dettur mér í hug að gaman hefði verið að sjá Arnar Jónsson leika Hamlet, en það er önnur saga. Leikaramir skila hlutverkum sínum allir vel. Steindór leikur Pól- óníus vel í þessari leikgerð, reyndar ekki þann Pólóníus sem ég þekki en rétt«er líka að benda á að Shake- speare gerir Pólóníus að undarlega samsettri persónu. Sigurður Karls- son og Guðrún Asmundsdóttir túlka hin svallsömu konungshjón leik- gerðarinnar vel. Ég er ekki sáttur við þá gagnrýni sem Guðrún hefur fengið. Hún á að túlka undarlega samsetta drottningu og ég er ekki búinn að sjá aðra gera það betur. Mér finnst rétt að geta þess að mér fannst Eggert Þorleifsson fara einstaklega vel með hlutverk Hóras- Ég var ekki sáttur við búningana. Stundum fannst mér í skímunni kon- ungurinn eins og róni úr Hafnar- stræti, sem hefði reynt að búa sig upp á og drottningin eins og heildsal- afrú úr Vesturbænum. En nóg um það. Mér fannst takast ótrúlega vel að ná fram kastalaumhverfinu. Ljósa- spil gerði leikinn áhrifaríkan. Það er auðvitað gaman að því að menn geri tilraun sem þessa. Þar verður auðvitað hver áhorfandi að svara fyrir sig hvort leikgerðar- höfundar hafi á frumlegan hátt túlk- að listaverkið Hamlet, gætt það nýju lífi, fært okkur á því nýjar hliðar, eða hvort þeir hafi alls ekki skilið verkið, lagt rangar áherslur og misst af Hamlet. Ég er nú svo hreinskilinn að ég játa strax að ég tel síðari skýringuna líklegri. Sennilega hefði ég átt að halda þeirri skýringuna fyrir mig en ég get sagt með Páli Ólafssyni: „Oft ég svona á kvöldin kveð kvæðin út í bláinn. Óðar gleymd af engum séð eru þau og dáin.“ Og í þetta skiptið fóru heilabrotin á blað og því fór sem fór. Innst inni játa ég líka með sjálfum mér, að ég dáist ofboðlítið að þeirri dirfsku og sjálfstrausti, sem þarf til þess að láta leikgerð sem þessa frá sér fara. Höfundur er verkfræðingur og sJþingismaður fyrir Framsóknar- Ookkinn i Reykja vík. Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir betri tíð. Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera Skyndibréf Fj árfestingarfélagsins. Skyndibréfin bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum. Skyndibréfin eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála- lausna. Ávöxtun þeirra er á bilinu 7-9% umfram verð- bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, - án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir. FJÁRFESnNCARFÉLAGÐ Haf narstræti - Kringlunni - Akureyri ■ œ. ■ >33$~ v V:.- ósaíístA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.