Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÁL ÞÓRHALLSSON Fimmtíu ár liðin frá Kristalsnóttinni: ekki þátt í ofsóknunum en hluti borgaranna notaði tækifærið til að ræna verslanir, hefna meints ranglætis, fá útrás fyrir innbyrgt mikilmennskuæði og tilgangs- lausa ofbeldishneigð. Kristalsnóttin kom á hentugum tíma fyrir nasista. Nasistar voru staðráðnari en nokkru sinni í að leysa „gyðingavandann" því sú stefna að hrekja gyðinga úr landi með því að mismuna þeim hafði ekki borið tilætlaðan árangur. Útflytjendum af gyðingaættum hafði fækkað eftir að fjöldi þeirra náði hámarki árið 1933 og stjórn- völdum fannst nærvera þeirra mjög óþægileg því hið áformaða stríð var í nánd. Engu að síður var Kristalsnótt- in fyrst og fremst afsprengi illa skipulagðra staðbundinna að- gerða sem fyrirskipaðar voru með litlum fyrirvara. Sumstaðar kom ekki til neinna ofbeldisverka vegna þess að flokksleiðtogar héldu að sér höndum. Yfírvöld fóru ekki felur með það eftir Kristalsnóttina að þetta væri einungis upphafíð að hefnda- raðgerðum gegn gyðingum vegna morðsins á vom Rath. 12. nóvem- Kveikt var í bænahúsum gyðinga og þrjátíu þús- und teknir höndum Sýnagógan í Baden-Baden í Ijósum logum. Á innfelldu myndinni sést ungur maður sópa glerbrotum saman að morgni 10. nóvember. ber voru gyðingar skikkaðir til að kosta lagfæringu skemmda á opinberum mannvirkjum. Ríkið yfírtók hins vegar þær trygginga- bætur sem gyðingum áttu að falla í skaut vegna tjóns á verslunum þeirra og íbúðum. Ekki voru heim- ilaðar viðgerðir á bænahúsum heldur voru rústir þeirra jafnaðar við jörðu og lóðimar gengu til „arískra eigenda". Tilgangur ofsóknanna virðist fyrst og fremst hafa verið sá að hrekja gyðinga úr landi og uppr- æta ítök þeirra í efnahagslífinu fremur en hefndaraðgerð eins og yfírvarpið hljóðaði. Það voru nær eingöngu auðugir gyðingar sem voru handteknir. Tala þeirra var einhvers staðar á bilinu 26.000- 36.000. Fæstir voru lengi í haldi; nokkrum var sleppt samstundis veija verslanir annarra en gyð- inga og taka auðuga gyðinga höndum. Auðvelt var að virkja flokksmenn til ofbeldisverka vegna þess að flestir voru ölvaðir af drykkju og áróðri eftir hátí- ðahöld dagsins. Stærstur hluti almennings tók Litið hefur verið á aðfaranótt 10. nóvember 1938 sem vendipunkt í sögu ofsókna nasista á hendur gyðingum. Kristalsnóttin varð að því andartaki sem öllum Þjóðverjum mátti vera ljóst hvert stefndi. Nú þegar fimmtíu ár eru liðin er nóvemberofsóknanna minnst með ýmsum hætti í báðum þýsku ríkjunum. Aðfaranótt 10. nóvember 1938 og næstu daga var kveikt í flestum hinna Ijögu'r hundruð bænahúsa gyðinga í Þýskalandi eða þau vanvirt á ann- an hátt. Grafreitir gyðinga voru lagðir í rúst, verslanir og íbúðar- hús gyðinga urðu fyrir skemmdar- verkum. Tæplega hundrað gyð- ingar voru myrtir, fjölda kvenna var nauðgað og margir urðu fyrir pyndingum. Þrjátíu þúsund gyð- ingar voru handteknir og fluttir í vinnubúðir. Nasistar kölluðu at- burði þessa Judenaktion, „Fram- tak gegn gyðingum", en talið er að strax fyrir stríðslok hafí verið byijað að tala um nóttina örlag- aríku sem Kristalsnóttina. Senni- lega er sú nafngift upprunnin í Berlín þar sem gler úr verslunum gyðinga lá dreift um götur að morgni 10. nóvember. Nú á dög- um tala Þjóðveijar í vaxandi mæli um Pogrom, gereyðingu, með tilvísan til gyðingaofsókna í Rússlandi, vegna þess að Kristals- nóttin er of snoturt orð yfír hina hræðilegu atburði. Nasistar skipulögðu nóvember- herförina árið 1938 til þess að sýna Þjóðveijum og umheiminum hvað þeir ætluðust fyrir. Beitt var samtímis í gervöllu Þýskalandi öllum tiltækum valdatækjum nas- ista. Tilefnið kom 7. nóvember þegar vom Rath, þýski sendiher- rann í París, varð fyrir skotárás. Tilræðismaðurinn, Herschel Griinspan, var pólskur gyðingur en í október 1938 höfðu nasistar hrakið 18.000 pólska gyðinga, þar með talda Grunspan-íjölskylduna, úr Þýskalandi með miklu offorsi. Josef Göbbels, áróðursmeistari, kom því í kring að tilræðið var túlkað sem samsæri alþjóðlegs glæpahrings gyðinga. Fréttir um morðtilræðið voru á öllum forsí- ðum þýskra dagblaða 8. og 9. nóvember. Síðdegis 9. nóvember lést vom nasistamir í Miinchen til að minn- ast 15 ára afmælis valdaránstil- raunar Hitlers. Göbbels hélt þrumandi ræðu fulla af gyðinga- hatri en hvatti samt ekki berum orðum til þeirra atburða sem á eftir fylgdu. Engu að síður skildu viðstaddir orð hans svo að flokk- urinn myndi ekkert aðhafast til að hindra „viðbrögð þjóðarinnar sem væru sprottin af sjálfu sér“. Þegar ræðunni lauk fóru háttsett- ir menn í nasistaflokknum og Stormsveitunum í símann og fyr- irskipuðu árásir á bænahús, versl- anir og íbúðir gyðinga. Flokkurinn hélt sér opinberlega fyrir utan ofsóknimar en lægri flokksdeildir og Stormsveitimar skipulögðu aðgerðir. Hlutverk lögreglunnar var í stórum dráttum að koma í veg fyrir gripdeildir, Rath af völdum áverka sinna. Um það leyti voru allir áhrifamestu ef þeir voru reiðubúnir að flytja úr landi eða hætta viðskiptum. Flestir voru fluttir í vinnubúðir í Sachsenhausen, Buchenwald og Dachau og þar var aðbúnaður hörmulegur — þó mun skárri en síðar þegar útrýming gyðinga hófst. Fæstum fómarlömbum Krist- alsnæturinnar duldist hvað í vændum var. Að því leyti náðu ofsóknimar tal 'arki sínu. Margir gyðingar frömn sjálfsmorð í ör- væntingu sinni og útflytjenda- straumurinn br yttist í fjölda- flótta. Frá hausí, 1938 til septem- ber 1939 yfírgái'u næstum jafn- margir gyðing; •’ Þýskaland og næstu fimm ár n á undan. Þeir sem ekki fóru v >ru mismunun og niðurlægingu oí urseldir — háðari gyðingasamféla jinu en nokkm sinni fyrr því stjómvöld veittu þeim enga vemu nema síður væri og meðborgara.' peirra vildu eða gátu enga aðstoð boðið. Af stjómara istöðuhópum var það að segja aðjmmúnistaflokk- urinn einn mótmælti atburðum Kristalsnæturinnar. Stofnanir kaþólsku og evangelísku kirkj- unnar þögðu stm þýðir ekki að einstakir trúmenn hafi ekki látið í sér heyra. Almennt séð vom við- brögð almennings ekki í samræmi við óskir yfirvalda og fullyrðingar áróðursvélarinnar. Svo virðist sem nóvemberof- sóknimar hafí eflt andstæðumar í Þriðja ríkinu, kynt undir hatur öfgamanna og fjölgað andstæð- ingpim gyðinga, en fært öðmm heim sanninn um hvert stefndi og fengið fleiri hlutlausa til að leggjast gegn kúgun gyðinga. Flestir höfðu þó áhyggjur af öðm en örlögum gyðmga auk þess sem aðstoð við þá gat haft mikla erfið- leika í för með t ár. Ekki má held- ur gleyma því að 90% þýskra gyðinga bjuggu um þetta leyti í einungis 200 gyðingasamfélög- um. Þar af leiðandi var Kristals- nóttin með sínum hörmungum fyrst og fremst fjölmiðlaviðburður í þúsundum þorpa og smærri byggðarlaga. Þar sem kom til skemmdarverka og ofsókna gengu þær fljótt yfír og borgar- amir gleymdu þeim og snem sér að hversdagslegri vandamálum eins og kartöfluskortinum og lengingu vinnutímans. Kristalsnóttina náðu ofbeldis- verk gegn gyðingum hámarki á tímabilinu fyrir stríð. Þaðan ligg- ur samt enginn óslitinn þráður í átt til útrýmingarbúðanna í Aust- ur-Evrópu. Þótt gyðingahatrið væri þungamiðjan í nasismanum var framkvæmd þess oft tilvilj- anakennd. Stefnu Þriðja ríkisins gagnvart gyðingum má skipta í tvö tímabil: Frá árinu 1933-41 var gyðingum smám saman úthýst úr þýsku réttarkerfi og þjóðfélagi en árið 1941 var útflutningur þeirra ekki lengur tækið í átt til „lokalausnar" heldur helförin sem kostaði 5,7 milljónir gyðinga lífið. Heimild: Aus Politik und Zeitgeschich te. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Pípulagningarvinna s: 675421. Vélrrtunarkennsfa Vélritunarskólinn, sími 28040. I.O.O.F. 5= 1701110872= Br I.O.O.F. 11 = 1701110872 = □ St.: St.: 598811107 X Hvítasunnukirkjan Völvufelli Almenn samkoma i kvöld kl. 20.30. Ræðum.: Mike Fitzger- ald. Allir hjartanlega velkomnir. l^jl Útivist, Fimmtudagur 10. nóvember kl. 20.30 Hornstrandamyndakvöld Myndakvöld veröur í Fóst- bræöraheimilinu Langholtsvegi 109 og hefst kl. 20.30. Mætiö stundvíslega. Myndefni: Sýnt veröur frá Hornstrandaferöum í sumar. 1. Hornstrandlr - Homvík 7. - 12. og 16. júlf. 2. Gönguferðin frá Hesteyri um Aöalvík ( Hornvík 7.-16. |úl(. Lovisa Christiansen og Þráinn Þórisson skýra myndirnar og segja frá feröunum. Gott taeki- færi til að kynnast feröum Úti- vistar á Hornstrandir. Frábærar kaffiveitingar kvennanefndar i hléi. Allir velkomnir meðan hús- rými leyfir. Munið aöventuferð Útivistar f Þórsmörk 26.-27. nóvember. Sjáumstl Útivist, ferðafélag. í kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúöum, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitnis- buröir Samhjálparvina. Kórinn tekur lagiö. Orð hefur Ágúst Ólason. Allir velkomnir. Samhjálp. Ungt fólk með hlutverk CÍSÍI YWAM - Ísland Almenn samkoma Almenn samkoma verður i Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræöumaður: Hafsteinn Engil- bertsson. Allir velkomnir. fr.inrw;ii AD - KFUM Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amtmannsstig 2b. AÐ GÆTA BRÓÐUR MlNS? II. Biblíulestur í umsjá séra Lárusar Halldórssonar. Kaffi eftir fund. Allir karlar velkomnir. Skipholt 50 b 2.h. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.