Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Breytingar á dag- skrá Stjörnunnar MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á dagskrá Stjörnunnar á virkum dögum. Að sögn Ólafs Haukssonar útvarpsstjóra Stjörn- unnar er þetta gert til að koma til móts við þær óskir sem bo- rist hafa beint til Stjömunnar frá hlustendum, og eins er tekið mið af þvi sem hlustendakannanir hafa leitt i ljós. Eftirleiðis verður lög aukin áhersla á talmál á morgnana og síðdegis, en óslitin tónlist verður á timabilinu frá kl. 9 til 5. Morgunþáttur Stjömunnar á milli kl. 7 og 9 hefur hlotið heitið „Egg og beikon" og í honum mun Þorgeir Ástvaldsson ásamt frétta- stofu Stjömunnar sjá um að flytja hlustendum fréttir og fróðleik í bland við tónlist. í þættinum „Níu til fímm“ verð- ur flutt tónlist, sem einungis verð- ur rofín af fréttum, auglýsingum og örstuttum kynningum. Stjóm- endur þáttarins em þau Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Bjami Haukur Þórsson. Klukkan 5 verða fluttar féttir og frásagnir af atburðum dags- ins. Þáttur þessi er klukkustundar langur og nefnist „ís og eldur.“ Þorgeir Astvaldsson, Gísli Kristj- ánsson og fréttastofa Stjömunnar hafa umsjón með þættinum. Á kvöldin verður framvegis lögð áhersla á að leika nýja og vinsæla tónlist í bland við þekkt lög. Umsjónarmenn kvöldtónlistar eru Gísli Kristjánsson og Sigurður Helgi Hlöðversson. Tveir af rejmdustu dagskrár- gerðarmönnum Stjcmunar sjá um að skemmta hlustendum laugar- daga og sunnudaga. Það em þeir Jón Axel Ólafsson, sem verður fyrri hlutann, og Gunnlaugur Helgason sem verður seinni hlu- tann, en þeir verða á dagskrá jafnt laugardaga sem sunnudaga. Starfsmönnum hefur fækkað um tvo vegna þessara breytinga á dagskrá Stjömunnar. Bjami Dagur Jónsson hefur nú tekið sér frí frá störfum um hríð, en hann er væntanlegur til starfa á ný eftir næstu áramót. Þá hefur Ámi Magnússon einnig hætt störfum á Stjömunni. Ólafur Hauksson segir að hlust- endur Stjömunnar hafi óskað eft- ir því að á tímanum á milli kl. 9 og 5 á daginn verði eingöngu leik- in tónlist. „Fólk virðist hlusta mikið á útvarp við vinnuna og greinilega vill það helst hlusta á tónlist, en vill ekki láta tmfla sig með miklu tali og uppákomum. Talmálsliðimir hjá útvarpsstöðv- unum virðast ekki vera eins hnit- miðaðir upp á síðkastið og áður og kannski hefur verið farið að bera á vissum hugmyndaskorti. Þeir áttu fullan rétt á sér áður, en ég tel að hlustendum sé orðið ljóst að þeir em fyrst og fremst að sækjast eftir tónlist á þessum tíma dagsins. Á morgnana og síðdegis þegar fólk kemur úr vinnu er þó greinilegt að mikill áhugi er fyrir fréttum og fróðleik um það sem er að gerast hveiju sinni. Þessum óskum hlustenda emm við að mæta með þessum breytingum á dagskrá Stjömunn- ar,“ segir Ólafur Hauksson. Sjónvarp: „Símon Pétur ftillu naftii“ í pokahominu STUTTMYNDIN „Símon Pétur fuilu nafiii" verður sýnd í þættin- um „í pokahominu" í Ríkissjón- varpinu kl. 20.30 í kvöld. Kvik- myndin er ein þriggja sem gerð- ar vora eftir verðlaunahandrit- um Listahátíðar og á Listahátíð í sumar hlaut hún flest atkvæði áhorfenda sem besta myndin af þessum þremur. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir og höf- undur handrits Erlingur Gísla- son. Með aðalhlutverkin fara Erlingur Gíslason, Freyr Ólafsson og Helga Fyrirlest- ur um sögu Syðriflóa 1 Mývatni DR. ÁRNI Einarsson heldur fyrirlestur á vegum Líffræðifé- lags íslands um sögu lífríkis í Syðriflóa í Mývatni fimmtudag- inn 10. nóvember. í fyrirlestrinum fjallar Ámi um rannsóknir sínar á borkjama, sem tekinn var í janúar 1985 úr botn- seti Mývatns. Höfuðmarkmið rannsóknanna var að fá yfírlit yfir lífríki Syðriflóa þegar hann var dýpri en nú. Með því móti er talið að vitneskja fáist um áhrif dýpk- unar af völdum kísilgúrtöku. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi stofu 101 þann 10. nóvember og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn. Jónsdóttir, kvikmyndataka var í höndum Baldurs Hrafnkels Jóns- sonar, leikmynd gerði Gunnar Bald- ursson, búninga Andrea Oddsteins-. dóttir, um hljóðupptöku sá Böðvar Guðmundsson, tónlistin er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og meðal leikara eru: Valdemar Helgason, Hákon Waage, Aðalsteinn Bergdal, Amór Benónýsson og Bjöm Karls- son. Framleiðandi og dreifandi er Kerúb h/f og sýningartími er 23 mínútur. Hljóðið í myndinni var endurunnið fyrir sjónvarpsútgáf- una. í kynningu á myndinni segir: „Kvikmyndin segir frá litlum dreng í Þingholtunum í Reykjavík á fyrstu árum annarrar heimstyijaldar. Fá- tækt er enn greinileg en þó örlar á vaxandi stríðsgróða. Þótt með óbeinum hætti sé ná hörmungar stríðsins einnig til drengsins litla. Mumma hefur verið gefinn glæsi- legur vörubfll. Það gerði leigjandinn á sömu hæð og fjölskylda Mumma á heima. Hann heitir Elías og er leikfangasmiður. Þeir eru vinir. En Elíasi hefur sést yfír að bfllinn þarf að vera með lausum palli svo hann sturti eins og alvörubfll og Mummi veit ekki að Elías á fleiri áhugamál en lítinn dreng getur grunað." Morgunblaðið/Emilía Dómnefnd um skipulag í Fífuhvammslandi, frá vinstri Richard Björgvinsson bæjarfulltrúi, Guðrún Jóns- dóttir arkitekt, Ólöf Þorvaldsdóttir, sem jafiiframt er formaður nefiidarinnar, Kristinn Ó. Magnússon verkfræðingur, Hróbjartur Hróbjartsson arkitekt, Ólafúr Jensson trúnaðarmaður nefiidarinnar og Birg- ir Sigurðsson skipulagsfræðingur, ritari hennar. Hugmyndasamkeppni um skipulag: Um 7.000 til 8.000 manna byggð í Fífuhvammslandi BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefúr ákveðið að efiia til hugmyndasam- keppni um skipulag á 184 ha í Fífúhvammslandi. Landið afinarkast af Reykjanesbraut, fyrirhuguðum Araarnesvegi og bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Að sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjar- stjóra, er þaraa gert ráð fyrir unt 7.000 til 8.000 manna byggði í framtíðinni. Heimild til þátttöku i samkeppninni hafa allir íslenskir rikisborgarar. „Hér er um viss þáttaskil að ræða, þar sem gamla bæjarstæðið er fullbyggt og því ekki úr vegi að segja að við séum að nema nýtt land, land sem er jafn stórt og Grafarvogshverfíð allt og verður fullbyggt fjölmennara en Garða- bær,“ sagði Kristján. „Það er því mikilvægt að fá fram góðar hug- myndir og gott skipulag." Ólöf Þorvaldsdóttir er formaður dómnefndar og sagði hún að Fífu- hvammsland væri stærsta land- svæði í þéttbýli, sem efnt hefur verið til skipulagssamkeppni um til þessa. „Þama er gott byggingar- land, í dal sem er 60 m yfír yó en hæst er landið í 100 m,“ sagði Olöf. í úrlausnum skal gera grein fyr- ir heildarskipulagi svæðisins en að auki skal gera nánari grein fyrir hugmyndum höfunda að deiliskipu- lagi á 10 ha með blandaðri íbúðar- byggð og 180 til 200 íbúðum. Samkvæmt keppnislýsingu er gert ráð fyrir að 110 til 115 ha af heildarsvæðinu fari undir íbúðar- byggð með tilheyrandi þjónustu, tveimur skólahverfum, einum fram- haldsskóla, tveimur skóladagheim- ilum, sex dagvistarheimilum og tveimur til fjórum gæsluvöllum. íþróttasvæði, heilsugæslu, safnað- arheimilum og kirkju, en bæjar- stjóm Kópavogs hefur samþykkt að í Fífuhvammslandi verði gert ráð fyrir allt að 20 ha undir kirkjugarð. Þá hefur Kron fengið vilyrði fyrir 5 til 6 ha lóð undir stórmarkað í 20 ha miðhverfí við Reykjanes- braut. Tillögum skal skila til trúnaðar- manns dómnefndar Ólafs Jenssonar framkvæmdastóra Byggingarþjón- ustunnar, í síðasta lagi 28. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að dómnefnd ljúki störfum fyrir 11. maí 1989. Verður þá haldin sýning á þeim tillögum sem berast. Heild- ampphæð verðlauna eru 6 milljónir og verða veitt þrenn verðlaun. Fyrstu verðlaun verða minnst 3 milljónir. Smárahvammur 'atnsendahvarf Hugmyndasamkeppni að 7-8000 manna byggð á 184 hektörum í landi Fífuhvamms Kjóavellir Jónas Araason Jónas Arnason á söng- kvöldi í Vestmannaejrjum V estmannaeyj um. Jónas Árnason rithöfundur mun koma fram á söngkvöldi í Vestmannaeyjum annað kvöld, föstudagskvöldið 11. nóvember, á veitingastaðnum Muninn. Þar syngur Jónas meðal annars lög úr nýútkominni bók sinni „Meira til söngs". í þeirri bók er að finna mörg kvæði við lög eftir Jón Múla Ámason og við stríðsára- lög, bamalög og ýmis önnur lög. Jónasi til aðstoðar verður söng- hópur úr Eyjum. Veitingastaðurinn Muninn býð- ur af þessu tilefni upp á sérstakan matseðil í stíl við hinn hressilega Jónas Ámason, kveðskap og söng kvöldsins. r- Grímur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.