Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988
25
Sala togara frá Suðurnesjum
Ólafur G. Einarsson:
Sambandið fer eftir
eigin hagsmunum einum
„Eftir þvi sem mér heyrist virðast ekki vera miklar likur til þess
að eigendur þessara fyrirtækja taki tillit til óska manna á þessu
svæði, eða þingmannanna,“ sagði Ólafur G. Einarsson þingmaður
Reyknesinga. Morgunblaðið spurði hann álits á þeim fyrirætlunum
að skipta á tveimur togurum Hraðfirystihúss Keflavíkur fyrir frysti-
togarann Drangey frá Sauðárkróki. Ólafúr hefúr beitt sér fyrir
því, ásamt öðrum þingmönnum Reyknesinga, að afgreiðslu láns-
beiðni Skagfírðinga vegna skipakaupanna í Byggðastofnun væri
á áframhaldandi rekst-
ilafúr segir að samvinnu-
frestað á meðan leitað væri leiða til að tryj
ur skipanna i Keflavík og afkomu HK.
hreyfingin, meirihlutaeigandi Hraðfrystihúss Keflavíkur og fyrir-
tælganna á Sauðárkróki sem hlut eiga að máli, taki eiginn hag fram
yfir hag byggðarlagsins á Suðurnesjum.
Þingmennimir leituðu til forsæt- virðist sem sagt ekki vera,“ sagði
isráðherra sem yfírmanns Byggða-
stofnunar og báðu hann að beita
sér fyrir því, að afgreiðslu málsins
yrði frestað, en það var á dagskrá
4. nóvember. Fallist var á frestun
til 8. nóvember. Ólafur var spurður
hvort hann kynni skýringar á því
að stjómendur HK vilji ekki taka
tillit til sjónarmiða heimamanna.
„Já, ég kann skýringar á því. Ég
skil í raun vel, að ef einn og sami
eigandi er að meirihluta hlutafjár í
tveimur fyrirtækjum, þá fer hann
eftir því einu sem kemur honum
best og lítur ekki til hagsmuna ein-
stakra landshluta. Þetta hefur að
vísu komið ýmsum á óvart varðandi
samvinnuhreyfínguna. Menn hafa,
kannski af misskilningi, talið að hún
tæki tillit til fleiri þátta, en það
Ólafur.
„Það sem mér fínnst vanta upp-
lýsingar um,“ heldur hann áfram,
„er hver hagur Hraðfrystihúss
Keflavíkur er af þessum skiptum.
Eftir því sem ég kemst næst hafa
engin gögn verið lögð fram um
það. Mönnum er bara ætlað að trúa
því, til dæmis bæjarfulltrúum í
Keflavík, sem eru fulltrúar fyrir
20% hlutafjár, að þetta sé af hinu
góða. Aðrir hluthafar en Samband-
ið hljóta að horfa á þetta frá svolí-
tið víðara sjónarhorni. Bærinn hlýt-
ur að horfa til þess hvað verður um
20 milljónir sem lagðar voru í fyrir-
tækið í fyrra til að halda togurunum
heima og tryggja vinnu.
Þetta heftir ekki aðeins áhrif á
fiskvinnsluna, heldur einnig á fisk-
markaðina á þessu svæði. Þetta
hefur atvinnuleg áhrif í Keflavík,
því við hljótum að álykta sem svo
að þetta sé fyrsta skrefið til þess
að loka frystihúsinu."
Ólafur sagði að til að bjarga
Hraðfrystihúsi Keflavíkur þurfi
tvennt að koma til, annars vegar
aukið hlutafé eigenda og hins vegar
nýir eigendur, til þess að auka eig-
ið fé fyrirtækisins. Þess vegna leysi
það engan vanda að til dæmis Eld-
ey hf kaupi Sambandið út, ef ekk-
ert annað kemur til. „Við teljum
það mjög gráan leik hjá Byggða-
stofnun að taka þátt í þessu. Okkur
sýnist að það hljóti að vera for-
senda kaupanna þeirra fyrir norðan
að þeir fái þetta lán hjá Byggða-
stoftiun. Það lánsloforð er fengið.
En það er ekki síður viðfangsefni
Byggðastofnunar að styrkja fyrir-
tækin til þess að halda skipunum í
sinni heimahöfn. Á meðan ég var
í stjóm Byggðastofnunar var
ákveðin fjárapphæð lögð til hliðar
í þeim tilgangi, en það virðist ekki
vera gert núna. Ég segi nú eins og
forsætisráðherra, að ef svona á að
reka trippin í Byggðastofnun hlýtur
maður að spyija sig hvort það sé
rétt að vera með þingmenn þar í
stjóm,“ sagði Ólafur G. Einarsson.
Óeðlilegt þegar stjórn-
málamenn gagnrýna
skynsamlegar ákvarðanir
segja forráðamenn Hraðfiystihúss Keflavíkur
„Stjómmálamenn bera höfúð-
ábyrgð á þeim erfíðleikum sem
atvinnurekstur, ekki síst físk-
vinnsla og útgerð, stendur
frammi fyrir. Það getur ekki
talist eðlilegt, að þeir aðilar sem
bera mesta ábyrgð á stöðu físk-
vinnslunnar i dag, skuli gagn-
rýna skynsamlegar ákvarðanir
sem teknar eru til að bregðast
við vandanum," segir í frétt frá
forráðamönnum Hraðfrystihúss
Keflavikur um þá gagnrýni, sem
fyrirtækið hefúr orðið fyrir
vegna fyrirhugaðrar sölu togar-
anna Aðalvíkur og Bergvíkur.
Ólafúr Jónsson varaformaður
stjómar HK sagði i samtali við
Morgunblaðið, að málið snerist
ekki um að selja togarana, þá
hefðu þeir verið auglýstir til sölu,
heldur um endurskipulagningu
fyrirtækisins til að tryggja rekst-
ur þess til frambúðar.
í fréttinni er rakinn aðdragandi
málsins. Þar segir að 1986 hafí
hlutafé verið aukið um 85 milljónir
króna. Sambandið lagði fram 60,
Keflavíkurbær 20, Kaupfélag Suð-
umesja 5 milljónir auk þess sem
verkalýðsfélagið á staðnum lagði
fram 800 þúsund krónur. Þar segir
siðan: „Eins og alkunna er hefur
fískvinnsla í landinu ekki haft
rekstrargrundvöll og fyrir Hrað-
frystihús Keflavíkur munu áhrifin
verða þau að þetta hlutafé mun
tapast verði ekkert að gert.“ Þá
segir að stjóm HK hafí talið að
ekki yrði hjá því komist að gera
verulegar skipulagsbreytingar á
rekstri fyrirtækisins, ætti það að
geta haldið áfram rekstri. í því
skyni hafí verið ákveðið að kaupa
frystitogara og selja tvo ísfisktog-
ara og gera hlé á rekstri frystihúss-
ins þar til skynsamlegt verði talið
að hefja þar rekstur á nýjan leik.
Ólafur Jónsson sagði í gær, að
tómt mál væri að tala um að það
leysti einhvem vanda að auka við
eigið fé HK. Það væri tapað fé á
meðan ekki er búið betur að rekstri
sjávarútvegsfyrirtækja í landinu.
„Við eram að gera breytingar á
rekstrinum til þess að geta haldið
áfram. Sala togaranna ein leysir
ekki okkar vandamál. Menn era líka
að gagnrýna það að kvóti fari héð-
an af svæðinu, á sama tíma sigla
fjölmörg skip frá Suðumesjum með
aflann og selja erlendis. Einnig að
upplýsingar liggi ekki á lausu um
„SAUTJÁN þúsund tonna kvóti
hefúr flust firá Suðurnesjum til
annarra landshluta síðan 1984,
að teknu tilliti til þess sem skilað
hefúr sér til baka,“ segir Halldór
Ibsen framkvæmdastjóri Útvegs-
mannafélags Suðurnesja. Hann
er þungorður i garð forráða-
manna HK fyrir að veita ekki
upplýsingar um stöðu fyrirtækis-
ins og að vilja ekki selja skip sín
innan svæðisins.
Halldór segir skipastól Suður-
nesjamanna hafa minnkað um tæp
2.800 tonn á síðustu fjórum árum.
Hann bendir á að á Norðurlandi
hafi á þessum tíma, reyndar frá
1985, skipastóllinn aukist um ná-
lægt 11.000 rúmlestum.
rekstur og stöðu HK. Menn hafa
fengið ákveðnar upplýsingar en
einnig hafa sumir menn verið með
hreinan dónaskap og vaðið inn án
þess að geta bent á neina lausn
fyrir HK. Sambandið lagði fyrir
tveimur áram 60 milljónir í HK.
Sú aukning eigin fjár er upp étin.
Við viljum ekki endurtaka það. Að
auka eigið fé í fyrirtækinu við nú-
verandi aðstæður jafngildir því að
pissa í skóinn sinn. Staðan sem sjáv-
arútvegsfyrirtæki era í er þvílík,
að menn ættu nú að fara að taka
sig á og hugsa málið alvarlega áður
en verr fer,“ sagði Ólafur Jónsson.
Halldór gagnrýnir forráðamenn
HK fyrir að veita ekki umbeðnar
upplýsingar um stöðu fyrirtækisins,
til dæmis til forráðamanna Eldeyjar
hf sem vilja kaupa skipin, eða ganga
inn í rekstur HK með auknu hluta-
fé, og fyrir að vilja ekki selja skip-
in innan svæðisins. „Það var ein
af hugmyndum Eldeyjarmanna,
sem komu fram í viðræðum við
formann og varaformann stjómar
HK núna í vikunni, að Eldey kæmi
með nýtt hlutafé inn í fyrirtækið.
Því var hreinlega hafnað. Hins veg-
ar óskuðu þeir eftir fresti til að
skoða þá hugmynd að Eldey keypti
hlut Sambandsins. Ég veit ekki til
að komið hafí neitt svar ennþá.“
Halldór Ibsen íramkvæmdastj óri
Utvegsmannafélags Suðurnesja:
17.000 tonna kvóti
farinn á flórum árum
JHsir0unl>lní>it>
atvinnu/rað-
OG SMÁAUGLYSINGAR
Allirbát-
ar áfýó I
~=EÍv~zk-Sr jjúist við 2-3% at-
vinnuleysi í ársiok
LYQILEGA
ÓDÝRT
4ra skúffu 6 skúffu 8 skúffu
kr. 3.490,- stgr. kr. 4.680,- stgr. kr. S.2SS,- stgr.
SVEFNBEKKIR MEÐ DÝNU OG RÚMFATASKÚFFU
kr. 8.500,- stgr.
FATASKÁPAR
kr. 8.230,- stgr.
BÓKASKÁPAR
Stærð: 74x180 cm
Litir: Hvítt - svart - furulitur
Verð kr. 3.665,- stgr.
SMIOJUVEGI S, KÓPAVOGI, S: 4S670 - 44S44