Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Larsen Bellami - LOKSJÍSLANDI - því allir þurftu að fá að tala við hetjuna si'na, spurði hann mig hvort ég nennti ekki að koma eitthvað annað með sér. Það var auðsótt mál frá minni hendi. Ég sá mér þarna leik á borði að geta kreist út úr honum einhver svör við háal- varlegum spurningum sem ég hafði á hraðbergi inni í hugskotinu. Við komum út úr „sardínudós- inni“ og fórum ásamt nokkrum úr „hirðinni" á nærliggjandi diskótek. Það var talsvert stærri staður en sá fyrri og troðfullur af fólki, svo þetta var nú eiginlega að fara úr öskunni í eldinn. Hafi Musie Caféen verið „sardínudós" þá var diskótek- ið „síldartunna", en inn komumst við og Kim fékk að setja bláa reið- hjólið sitt, sem hann skilur aldrei við sig, í fatahengið. Það tók okkur hálftíma að komast tuttugu metra leið að barnum. Ég var mest undr- andi á því að hann skyldi halda andlitinu alla leið, en það gerði hann þrátt fyrir að æstir aðdáendur næstum rifu utan af honum fötin. Við dvöldum ekki lengi þama inni. Skoluðum niður bjórnum okkar, svo aðþrengd að ekki var hægt að setja frá sér glösin á borðið án þess að hella úr þeim. Kim var við það að kafna þegar hann stundi upp: „Getum við ekki bara farið heim til þín, þetta er ein- um of mikið.“ Eftir ámóta erfíða „útför og innför" gátum við náð hjólinu og dyravörður hleypti okkur út um einhveijar leynidyr. Við önd- uðum léttar þegar við komumst út undir bert loft, það var logn og rign- ing og við nutum þess að ganga í rólegheitum heim til mína. En það var lítið um spurningar og svör. Kim nennir ekki að vera í „pressu- leik“. Hann vill miklu fremur fá gítar í hendurnar og syngja og skemmta sér. Ég hef reyndar tekið eftir því að mjög fá ítarleg viðtöl við hann hafa komið í dönskum blöðum og tímaritum þrátt fyrir að fáir listamenn hérlendir hljóti jafn- Það mætti halda að Larsen vildi P. Rasmussen út af sviðinu. Hann (P.R.) fékk þó að vera áfram. TEXTI: Bergþóra Arnadóttir Ef kosið væri um vinsælasta landsmann Danmerkur um þessar mundir yrði það án efa krón- prins danskrar dægurtónlistar, Kim Larsen. Reyndar mætti gjarnan taka ofurlítið dýpra í árinni því hann er öllu fremur ókrýndur kóng- ur en krónprins og það hefur hann verið árum saman. En hvers vegna er maðurinn svona dáður af löndum sínum? Jú, hann er hinn eini sanni vinur „litla mannsins". Hann hefur aldrei mikl- ast af frama sínum eða gleymt upprunanum. Hann er sem sagt maður fjöldans. Sennilega hefur hann aldrei verið vinsælli en ein- mitt nú í sumar og það skiptir engu máli hvort hann syngur fyrir afa og ömmu, pabba og mömmu, ungl- ingana eða litlu bömin. Allir elska hann þrátt fyrir að hann sé kominn á viðurkenndan skallapopparaaldur, orðinn 42 ára. Lögin hans eru að- gengileg og auðmelt og textamir eins og talaðir út úr munni hins almenna borgara. Reyndar em margir textamir svo góðir að það mætti öllu fremur kalla þá ljóð en dægurtexta. Fyrir tveimur árum Það eru ríflega tvö ár síðan ég hitti þennan makalausa danska háðfugl fyrst og það var svo sannar- lega upplifun svo ekki sé meira sagt. Þá áttum við samtal og hann sagði mér að það væri hans hjart- ans mál að svíkja aldrei sitt eigið fólk. Það er greinilega dagsatt. Eg hef fylgst með honum síðan ég flutti hingað í júní sl. og ég held ég hafí enn ekki fyrirfundið þá manneskju hér í landi sem ekki beinlínis dýrkar hann. Hann hefur þessa útgeislun sem er svo nauðsyn- leg þeim sem standa í sviðsljósinu. Ég leyfí mér líka að halda því fram að hann sé heiðarlegastur allra sem ég þekki til í „þessum bransa" og það er því miður allt of sjaldgæfur kostur nú á tímum. Alltaf á toppnum Fyrir tveimur árum átti hann tvær breiðskífur efst á vinsældar- listanum og í ár gaf hann út plöt- una Yummi Yummi sem hefur trónað á toppnum svo að segja í allt sumar og er þar enn. Plötumar hans eru komnar til að „vera“ það er greinilegt. Þær dunda sér í efstu sætunum mánuðum saman. Eflaust hefur það mikið að segja hvað hann er ólatur við að fylgja þeim eftir, en hann hefúr haft það fyrir ófrávíkjanlega reglu að ferðast um landið sitt og halda tónleika í hveiju „kmmmaskuði". Vissulega er Iandið í minna lagi, en staðimir em margir og íbúarnir líka svo það getur tekið langan tíma að hitta á alla. Tvístirnið Larsen/Clausen Það em eflaust margir sem minn- ast kvikmyndarinnar „Midt om natten" þar sem Erik Clausen og Kim Larsen fóm með aðalhlutverk- in. Mynd þessi varð geysivinsæl hér í Danmörku og reyndar víða um lönd og ef ég man rétt þá var hún sýnd um alllangt skeið í Regn- boganum fyrir fullu húsi. Það væri skemmtilegt ef hún yrði endursýnd um þær mundir sem kappinn kemur til íslands, það em örugglega marg- ir sem vildu rifja upp kynni sín af húsbrotsmönnunum skemmtilegu á hvíta tjaldinu. Þeir Larsen og Clau- sen starfa mikið saman og Clausen var með á öllum tónleikum Kims og Bellami í sumar. Satt að segja eru þeir óborganlegir á sviði og það verður að segjast eins og er að það er næstum synd að Erik Clausen skuli ekki vera með þeim á íslandi. Hann langaði mikið að koma, sagði hann mér í sumar. Hann á vini og ættingja á Islandi sem hann hefði gjaman viljað hitta, en það verður að bíða betri tíma. Kim Larsen, Erik Clausen og Bellami voru væntanlegir seint í júlí hingað til Skagen. Nokkrum vikum fyrir tónleikana mátti greini- lega merkja eftirvæntingu íbúanna hér. Það var eins og það gripi um sig eitthvað „Larsen/Yummi Yummi“ æði. Það var varla hægt að ganga um aðal verslunargötuna hér. Yummi Yummi var bókstaflega „tekin í nefið“ í öllum verslunum. Hvergi var þverfótað fyrir þeim Larsen og félögum. Þetta var eins og hver annar heilaþvottur. Maður stóð sjálfan sig að því, svona við háttatíma að hafa eitthvað af lög- unum límd fyrir innan höfuðskelina! Ekki svo að skilja að ég sé neitt að kvarta, þvert á móti, þetta var einkar ljúfur heilaþvottur. Ég hef a.m.k. ekki enn fengið leið á plöt- unni. Skagen er ekki stór bær á danskan mælikvarða. Hér búa um 13—14 þúsund manns árið um kring. En yfir sumarið er bærinn fullur af túristum, bæði dönskum og annarra þjóða. Mér virtist sem ég sæi og heyrði flestar þjóðir heims hér, nema auðvitað íslendinga sem ekki hafa uppgötvað þessa sumar- leyfisparadís ennþá. Það er ekki óalgengt að hér séu að jafnaði í kringum 30 þúsund manns yfir háannatímann í túristabransanum, svo ég átti von á að sjá marga á tónleikum Larsens og Bellami. Sú varð þó ekki raunin og vík ég að því síðar. Tekið hús á íslendingi Kvöldið fyrir tónleikana, en þeir voru á sunnudegi, var ég stödd á veitingahúsi sem heitir Music Café- en ásamt norskri kunningjakonu og vini hennar. Við sátum þarna í ró- legheitunum og sötruðum okkar bjór þegar ég heyrði undarlegan klið fara um salinn. Þegar mér varð litið upp, sá ég beint framan í skæl- brosandi andlitið á Kimma kallinum sem hafði tyllt sér á millivegg við borðið mitt, Hann var fljótur að þekkja forvitna Islendinginn aftur, sem hann hafði spjallað við í Tívolí fyrir tveimur árum og á svipstundu varð ég öfundaðasta manneskjan þarna inni! Ég varð auðvitað harla glöð að hitta hann svona óvænt, hafði satt að segja átt von á því að þurfa að elta hann uppi eftir tónleikana. En eftir nokkurt japl og jaml og fuður, mikla og jákvæða umfjöllun og hann. Til að gera langa sögu stutta, þá sat Kim alla nóttina og spilaði fyrir okkur og söng allt sem hann langaði að syngja. Norðmennirnir sem voru með okkur máttu vart vatni halda af hrifningu. Það var ýmislegt skrafað og þó ég fengi ekki þau svör sem ég ætlaði að fá, var það vissulega ógleymanlegt að fá svona einkatónleika heim á Berg- þórshvolinn minn. Ég er líka viss um að það hefðu verið hundleiðinleg svör sem ég hefði fengið, hefði ég spurt! (Þau voru súr sagði refur- inn!) Klukkan var víst orðin hálf níu að morgni sunnudags þegar hann hjólaði heim á hótelið sitt og ég verð að viðurkenna að ég hafði dálítið samviskubit, tónleikamir áttu að byija kl. átta um kvöldið og ég var viss að sökin væri mín, ef þeir tækjust ekki sem skyldi. Tónleikarnir „i det grönne“ Þeir vom haldnir á útileikvangi. Engin rigning og veðrið skartaði sínu fegursta. Logn og hiti. Fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.