Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Mikil eftirpurn eftir þurrkuðum þorsk- hausum í Nígeríu „ÞAÐ ER mikil eftirpum eftir þurrkuðum þorskhausum í Níg-eríu," sagði Ólaíur Björasson, stjómarformaður Samlags skreiðarframleið- enda, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum selt yfir 20.000 pakka af þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu á þessu ári og það hefur gengið vel að fá þá greidda. Ég tel að hægt sé að selja þangað að minnsta kosti 150 þúsund til 200 þúsund pakka á ári,“ sagði Ólafiir. „Nígeríumenn greiða viðunandi verð fyrir þurrkaða þorskhausa eða 60 til 70 Bandaríkjadali [um 2.800 til 3.200 krónur] fyrir pakkann en 30 kílógrömm eru í pakkanum," sagði Ólafur. „Við seljum þurrkaða þorskhausa eingöngu til Nígeríu og það hefur ekkert gengið að selja þá annað. Við byijuðum á að selja Nígeríumönnum þurrkaða þorsk- hausa í einhveijum mæli fyrir um tíu árum sfðan. Þegar mest var keyptu þeir 300 þúsund pakka af hausum af okkur á ári. Þurrkaðir þorskhausar eru veislumatur f Nfgeríu. Kaupmáttur hefur hins vegar minnkað þar mik- ið að undanfömu vegna lækkandi olíuverðs en Nígeríumenn afla aðal- lega gjaldeyris með olfusötu. Þorsk- hausar eru ódýrari í Nígeríu en skreið. Nígeríumenn leggja 50% toll á skreið en einungis 10% á hausa. Við verðum helst að senda út að minnsta kosti fimm gáma i einu til að þessi útflutningur borgi sig. Hausamir em bæði inni- og úti- þurrkaðir. Hins vegar hefur ekki heppnast að inniþurrka skreið," sagði Ólafur Bjömsson. INNLENT Miklatorg Miklabraut: Ný umferðarmannvirki við Miklatorg og Skógarhiíð ESKIHLIÐ SKÖGARHLIÐ Shell P Slökkvi ■ stööi stööm #-'1 Oskjuhlið Nytt framhald Bústaðavegar Bustaoavegur á brú yfir flutta Miklubraut 200 m Aó Lotrleióum MorguribtaAa' GOi Brúin reist fyrir 64 BORGARRAÐ hefur samþykkt að taka tilboði SH-verktaka um smíði brúar yfir Miklubraut. SH-verktakar áttu lægsta til- boð í verkið og eiga að ljúka við brúna haustið 1989. Fimm tilboð bárust í verkið, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 82 milljónir og 735 þúsund. Tilboð SH-verktaka var 64 milljónir og 416 þúsund, eða 77,9% af kostn- aðaráætlun. Önnur tilboð gerðu Istak, tæpar 68 milljónir eða 82,4% af kostnaðaráætlun, Hag- virki rúmar 71 milljónir eða 86,2% af kostnaðaráætlun, Ámi Jó- milljónir hannsson tæpar 73 milljónir eða 88,2% og hæsta tilboðið átti Byggðaverk, 80 milljónir, eða 96,7% af kostnaðaráætlun. Bústaðavegur verður fram- lengdur upp í Öskjuhlíð, bak við slökkvistöðina og þaðan að Mikl- atorgi, þar sem brúin verður reist. VEÐURHORFUR íDAG, 10. NÓVEMBER YFIRLIT í QÆR: Gert er ráð fyrir stromi á Vestfjarðamiðum og norðvesturmiðum og Norðurdjúpi. Á Grænfandshafi er 970 mb lægð sem þokast austur og um 400 km suður af landinu er önnur lægð 973 mb djúp og önnur álíka um 1100 km suður í hafi báðar á norðurleið. Heldur mun hlýna í veðri. SPÁ: Á Vestfjöröum verður hvöss norðaustan-átt, og allhvöss aust- an-átt á Noröurlandi í fyrramélið en lægir síðdegis. Um sunnan- vert landið verður suðvestlæg-átt, líkiega kaldi vföast hvar. Úrkoma verður um mestallt land, ýmist rigning eða skúraveður, en líklega slydda á Vestfjörðum og á hálendinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt og skúrir eða slydduél. Hiti 2—4 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðavestan-átt, hvass eða stinning- skaldi á Norðaustur-landi, en hægari á öðrum landshlutum. Norð- an- og norðaustanlands veröa ól en úrkomulaust annars staðar. Frost 2—3 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. # A V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * •) Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -4- Skafrenningur p'J'ÍX Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hW +0.6 6 veður skýjað skúr Bergen 10 rígning Helsinki +1.2 léttskýjað Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +12 lóttskýjað Nuuk +9 léttskýjaó Osló +0.6 komsnjór Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 skyjað Amsterdam 10 mfstur Barcelona 17 þokumóða Chlcago 6 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 6 mistur Glasgow 10 skýjsð Hamborg 2 mistur Las Þalmas vantar London 16 skúr Los Angeles 13 lóttskýjsð Luxemborg 7 mistur Madnd 16 skýjað Malaga vantar Mallorca 21 urkoma Montraal 5 rigning New Vork vantar París vantar Róm 16 þokumóða San Diego 16 hálfskýjað Winnipog +6 skýjað Starfsemi símsmiða með eðlilegum hætti Viðræður um launamál þeirra í gangi STARFSEMI símsmiða hjá Pósti og sfma verður með eðlilegum hætti í dag. Undanfarna daga hefur starf þeirra legið meir og minna niðri þar sem þeir hafa flestir tilkynnt veikindaforföil. Símsmiðir hafa ,4tt i launadeUu við yfirmenn sína síðan í apríl og voru veikindaforföllin til- kynnt tíl að ýta á eftir málinu. Fundur var með simsmiðum i gærdag og annar er boðaður næsta mánudag. • Alexander Guðmundsson síma- verkstjóri segir að deilu þessa megi rekja aftur til síðustu kjarasamn- inga. Opinberir starfsmenn sömdu um kjör sín á undan verkalýðsfélög- unum. Þetta kom þannig út fyrir sfmsmiði að þeir voru með tæplega 5000 krónum minna í mánaðarlaun en verkamenn þeir sem unnu undir stjóm þeirra. Þetta vildu símsmiðir fá leiðrétt og hófust viðræður um málið í vor. Ekkert hefur gengið né rekið í þeim viðræðum síðan og því gripu smísmiðir til fyrrgreindra aðgerða. Försetar samemaðs þings erlendis: Kemur ekki að sök - segir Guðrún Helgadóttir GUÐRÚN Helgadóttir forseti sameinaðs þings segir að ekki komi að sök að allir forsetar sam- einaðs þings verða erlendis í næstu viku. Slikt hafi oft komið fyrir í kringum þing Norður- landaráðs en aukaþing þess er í næstu viku. Fór 78 sjó- mílur út af flugleið FLUGVÉL frá Flugfélagi Aust- urlands fór 78 sjómílur suður af heimilaðri flugleið milli Norð- fjarðar og Stykkishóims sl. föstu- dag. Ekki er ljóst hvernig þetta vildi til en álitið er að flugmaður- inn hafi slegið rangar tölur inn í leiðsögutölvuna. Málið er í rann- sókn hjá Loftferðaeftirlitinu. Að sögn Guðmundar Matthías- sonar, varaflugmálastjóra, kom í ljós um leið og flugvélin kom inn á ratsjá í Reykjavík að hún var langt frá réttri stefnu og var þá þegar haft samband við flugmanninn og honum bent á að breyta stefnunni. Guðmundur sagði ekki unnt á þessu stigi að fullyrða neitt um tildrög málsins, en líklegast væri talið að flugmaðurinn hefði matað tölvuna á röngum upplýsingum og hún síðan reiknað út steftiuna eftir þeim. Flugmaðurinn var einn í vél- inni. Vegna fjarveru forsetanna og nokkurra ráðherra mun þinghald í næstu viku liggja niðri. Fundur sem átti að vera á mánudag var færður til föstudagsins í þessari viku og fundi á fimmtudag í næstu viku var frestað. Hvað varðar það atriði að forsetar Sameinaðs þings eru einir af handhöfum forsetavalds segir Guðrún að bæði forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar muni verða á landinu þannig að það ætti heldur ekki að koma að sök. Október í meðallagi Meðalhitastig i Reykjavík í október var 4,5 gráður, með- alúrkoma var 1,8 millimetrar og sólskin mældist I 83 klukkustundir sem er 5 stund- um meira en i meðalári og meira sólskin en mældist i júní. Á Akureyri var meðalhiti í október 3 gráður og á Hveravöll- um mínu8 1,1 gráða. Hitastig á landinu öllu var um 1/2 gráðu undir meðallagi. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings var óvenju kalt fyrri hluta október, en óvenju hlýtt seinni hlutann. Hann sagði að fyrstu dagar nóvember í fyrra hefðu verið hlýrri en í ár. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.