Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 4

Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Mikil eftirpurn eftir þurrkuðum þorsk- hausum í Nígeríu „ÞAÐ ER mikil eftirpum eftir þurrkuðum þorskhausum í Níg-eríu," sagði Ólaíur Björasson, stjómarformaður Samlags skreiðarframleið- enda, í samtali við Morgunblaðið. „Við höfum selt yfir 20.000 pakka af þurrkuðum þorskhausum til Nígeríu á þessu ári og það hefur gengið vel að fá þá greidda. Ég tel að hægt sé að selja þangað að minnsta kosti 150 þúsund til 200 þúsund pakka á ári,“ sagði Ólafiir. „Nígeríumenn greiða viðunandi verð fyrir þurrkaða þorskhausa eða 60 til 70 Bandaríkjadali [um 2.800 til 3.200 krónur] fyrir pakkann en 30 kílógrömm eru í pakkanum," sagði Ólafur. „Við seljum þurrkaða þorskhausa eingöngu til Nígeríu og það hefur ekkert gengið að selja þá annað. Við byijuðum á að selja Nígeríumönnum þurrkaða þorsk- hausa í einhveijum mæli fyrir um tíu árum sfðan. Þegar mest var keyptu þeir 300 þúsund pakka af hausum af okkur á ári. Þurrkaðir þorskhausar eru veislumatur f Nfgeríu. Kaupmáttur hefur hins vegar minnkað þar mik- ið að undanfömu vegna lækkandi olíuverðs en Nígeríumenn afla aðal- lega gjaldeyris með olfusötu. Þorsk- hausar eru ódýrari í Nígeríu en skreið. Nígeríumenn leggja 50% toll á skreið en einungis 10% á hausa. Við verðum helst að senda út að minnsta kosti fimm gáma i einu til að þessi útflutningur borgi sig. Hausamir em bæði inni- og úti- þurrkaðir. Hins vegar hefur ekki heppnast að inniþurrka skreið," sagði Ólafur Bjömsson. INNLENT Miklatorg Miklabraut: Ný umferðarmannvirki við Miklatorg og Skógarhiíð ESKIHLIÐ SKÖGARHLIÐ Shell P Slökkvi ■ stööi stööm #-'1 Oskjuhlið Nytt framhald Bústaðavegar Bustaoavegur á brú yfir flutta Miklubraut 200 m Aó Lotrleióum MorguribtaAa' GOi Brúin reist fyrir 64 BORGARRAÐ hefur samþykkt að taka tilboði SH-verktaka um smíði brúar yfir Miklubraut. SH-verktakar áttu lægsta til- boð í verkið og eiga að ljúka við brúna haustið 1989. Fimm tilboð bárust í verkið, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 82 milljónir og 735 þúsund. Tilboð SH-verktaka var 64 milljónir og 416 þúsund, eða 77,9% af kostn- aðaráætlun. Önnur tilboð gerðu Istak, tæpar 68 milljónir eða 82,4% af kostnaðaráætlun, Hag- virki rúmar 71 milljónir eða 86,2% af kostnaðaráætlun, Ámi Jó- milljónir hannsson tæpar 73 milljónir eða 88,2% og hæsta tilboðið átti Byggðaverk, 80 milljónir, eða 96,7% af kostnaðaráætlun. Bústaðavegur verður fram- lengdur upp í Öskjuhlíð, bak við slökkvistöðina og þaðan að Mikl- atorgi, þar sem brúin verður reist. VEÐURHORFUR íDAG, 10. NÓVEMBER YFIRLIT í QÆR: Gert er ráð fyrir stromi á Vestfjarðamiðum og norðvesturmiðum og Norðurdjúpi. Á Grænfandshafi er 970 mb lægð sem þokast austur og um 400 km suður af landinu er önnur lægð 973 mb djúp og önnur álíka um 1100 km suður í hafi báðar á norðurleið. Heldur mun hlýna í veðri. SPÁ: Á Vestfjöröum verður hvöss norðaustan-átt, og allhvöss aust- an-átt á Noröurlandi í fyrramélið en lægir síðdegis. Um sunnan- vert landið verður suðvestlæg-átt, líkiega kaldi vföast hvar. Úrkoma verður um mestallt land, ýmist rigning eða skúraveður, en líklega slydda á Vestfjörðum og á hálendinu. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Breytileg átt og skúrir eða slydduél. Hiti 2—4 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðavestan-átt, hvass eða stinning- skaldi á Norðaustur-landi, en hægari á öðrum landshlutum. Norð- an- og norðaustanlands veröa ól en úrkomulaust annars staðar. Frost 2—3 stig. TÁKN: y, Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind- 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • Skúrir Heiðskirt vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. # A V Él Léttskýjað / / / / / / / Rigning = Þoka A / / / Þokumóða Hálfskýjað * / * •) Súld Skýjað / * / * Slydda / * / oo Mistur * * * -4- Skafrenningur p'J'ÍX Alskýjað * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma Akureyri Reykjavfk hW +0.6 6 veður skýjað skúr Bergen 10 rígning Helsinki +1.2 léttskýjað Kaupmannah. 4 skýjað Narssarssuaq +12 lóttskýjað Nuuk +9 léttskýjaó Osló +0.6 komsnjór Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Algarve 21 skyjað Amsterdam 10 mfstur Barcelona 17 þokumóða Chlcago 6 alskýjað Feneyjar 10 þokumóða Frankfurt 6 mistur Glasgow 10 skýjsð Hamborg 2 mistur Las Þalmas vantar London 16 skúr Los Angeles 13 lóttskýjsð Luxemborg 7 mistur Madnd 16 skýjað Malaga vantar Mallorca 21 urkoma Montraal 5 rigning New Vork vantar París vantar Róm 16 þokumóða San Diego 16 hálfskýjað Winnipog +6 skýjað Starfsemi símsmiða með eðlilegum hætti Viðræður um launamál þeirra í gangi STARFSEMI símsmiða hjá Pósti og sfma verður með eðlilegum hætti í dag. Undanfarna daga hefur starf þeirra legið meir og minna niðri þar sem þeir hafa flestir tilkynnt veikindaforföil. Símsmiðir hafa ,4tt i launadeUu við yfirmenn sína síðan í apríl og voru veikindaforföllin til- kynnt tíl að ýta á eftir málinu. Fundur var með simsmiðum i gærdag og annar er boðaður næsta mánudag. • Alexander Guðmundsson síma- verkstjóri segir að deilu þessa megi rekja aftur til síðustu kjarasamn- inga. Opinberir starfsmenn sömdu um kjör sín á undan verkalýðsfélög- unum. Þetta kom þannig út fyrir sfmsmiði að þeir voru með tæplega 5000 krónum minna í mánaðarlaun en verkamenn þeir sem unnu undir stjóm þeirra. Þetta vildu símsmiðir fá leiðrétt og hófust viðræður um málið í vor. Ekkert hefur gengið né rekið í þeim viðræðum síðan og því gripu smísmiðir til fyrrgreindra aðgerða. Försetar samemaðs þings erlendis: Kemur ekki að sök - segir Guðrún Helgadóttir GUÐRÚN Helgadóttir forseti sameinaðs þings segir að ekki komi að sök að allir forsetar sam- einaðs þings verða erlendis í næstu viku. Slikt hafi oft komið fyrir í kringum þing Norður- landaráðs en aukaþing þess er í næstu viku. Fór 78 sjó- mílur út af flugleið FLUGVÉL frá Flugfélagi Aust- urlands fór 78 sjómílur suður af heimilaðri flugleið milli Norð- fjarðar og Stykkishóims sl. föstu- dag. Ekki er ljóst hvernig þetta vildi til en álitið er að flugmaður- inn hafi slegið rangar tölur inn í leiðsögutölvuna. Málið er í rann- sókn hjá Loftferðaeftirlitinu. Að sögn Guðmundar Matthías- sonar, varaflugmálastjóra, kom í ljós um leið og flugvélin kom inn á ratsjá í Reykjavík að hún var langt frá réttri stefnu og var þá þegar haft samband við flugmanninn og honum bent á að breyta stefnunni. Guðmundur sagði ekki unnt á þessu stigi að fullyrða neitt um tildrög málsins, en líklegast væri talið að flugmaðurinn hefði matað tölvuna á röngum upplýsingum og hún síðan reiknað út steftiuna eftir þeim. Flugmaðurinn var einn í vél- inni. Vegna fjarveru forsetanna og nokkurra ráðherra mun þinghald í næstu viku liggja niðri. Fundur sem átti að vera á mánudag var færður til föstudagsins í þessari viku og fundi á fimmtudag í næstu viku var frestað. Hvað varðar það atriði að forsetar Sameinaðs þings eru einir af handhöfum forsetavalds segir Guðrún að bæði forsætisráðherra og forseti Hæstaréttar muni verða á landinu þannig að það ætti heldur ekki að koma að sök. Október í meðallagi Meðalhitastig i Reykjavík í október var 4,5 gráður, með- alúrkoma var 1,8 millimetrar og sólskin mældist I 83 klukkustundir sem er 5 stund- um meira en i meðalári og meira sólskin en mældist i júní. Á Akureyri var meðalhiti í október 3 gráður og á Hveravöll- um mínu8 1,1 gráða. Hitastig á landinu öllu var um 1/2 gráðu undir meðallagi. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings var óvenju kalt fyrri hluta október, en óvenju hlýtt seinni hlutann. Hann sagði að fyrstu dagar nóvember í fyrra hefðu verið hlýrri en í ár. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.