Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.11.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 27 Ríkissljórn og samstarfsmenn Bush: Leggja meiri áherslu á hagsýni en hugsiónir Washinglon. Reuter. JAMES Baker, kosningastjóri George Bush, var í gær tilnefndur af sigurvegaranum í bandarfsku forsetaskosningunum til að gegna emb- ætti utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna. Tilnefiiingin kemur ekki á óvart og er i samræmi við þær hugmyndir sem menn gera sér um ríkisstjórn og ráðgjafa Bush er taka við forystu Banda- ríkjanna eftir 20. janúar næstkomandi. Er talið Ifklegt að Bush velji sér samstarfsmenn úr röðum reyndra embættismanna, sfjómmála- manna og forystumanna f atvinnulífinu, menn sem þekktir em fyrir að láta hagsýni ráða við úrlausn verkefiia. Þeir sem starfað hafa náið með George Bush um árabil telja að við skipan manna í ríkisstjóm og val á starfsmönnum Hvíta hússins muni Bush leggja áherslu á reynslu og hæfni. David Keene, sem var stjóm- málaráðgjafi Bush 1980, segir, að Bush muni halla sér að mönnum, sem starfi að stjómmálum án þess að stjómast um of af hugmyndafræði. Hann vilji ekki menn sem hafi fast- mótaðar skoðanir heldur þá sem taka á hveiju máli fyrir sig og reyna að leysa það. Bush hefur sjálfur forðast að láta nokkuð í ljós um það, hveija hann kunni að velja til samstarfs við sig. Ákvörðunin um að James Baker taki við utanríkisráðuneytinu af George Shultz kemur engan veginn á óvart. Baker, sem er 68 ára, hefur verið vinur Bush í meira en 30 ár. Hann var í fjögur ár hægri hönd Reagans í Hvíta húsinu og í rúm þijú ár fjár- málaráðherra í stjóm Reagans. Ba- ker stjómaði kosningabaráttu Bush. Þá er Nicholas Brady, núverandi fjármálaráðherra, sem einnig er 58 ára, talinn ömggur með sæti í stjóm Bush. Hann er og gamall vinur Bush. Brady var stjómandi fjármálafyrir- tækis í New York áður en hann tók við sem fjármálaráðherra af Baker. Talið er lfklegt að Brady haldi þeirri stöðu áfram. Nánustu ráðgjafar Bush í utanrík- ismálum em John Tower, fyrmrn öldungardeildarþingmaður frá Tex- as, sem margir telja að verði vamar- málaráðherra, og Bent Scowcroft, fyrrnrn flughershöfðingi, sem var öryggisráðgjafi Geralds Fords, for- seta. Scowcroft er ekki kenndur við neitt sérstakt embætti en talið er víst, að áhrif hans verði mikil. Þá veðja ýmsir á það, að James Lilley, sendiherra ( Suður-Kóreu og fyrrum starfsmaður CLA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði skipaður forstjóri þeirrar stofnunar og þar með í sama embætti og Bush gegndi eitt sinn. Richard Darman, sem hefur verið aðstoðarmaður Bakers, er nefndur sem hugsanlegur fjárlaga- stjóri eða nánasti samstarfsmaður forsetans í Hvíta húsinu. Þó telja flestir liklegast að Craig Fuller, sem hefur verið fyrirliði starfsliðs Bush í skrifstofu varaforsetans, taki við slíku starfi í Hvíta húsinu. John Sununu, ríkisstjóri í New Hampshire, sem Bush stendur í mik- illi þakkarskuld við vegna stuðnings á úrslitastundu í forkosningunum, fær líklega hátt embætti. Hann kann að verða orkumálaráðherra eða standa forsetanum nærri í Hvíta húsinu. Talið er líklegt að Richard Thomburgh haldi áfram sem dóms- málaráðherra. Frambjóðandi demókrata, Michael Dukakis ásamt eiginkonu sinni, Kitty Dukakis, sést hér eftir að hann hafði viðurkennt ósigur sinn fyrir George Bush. Kjör Bush: Dollar féll nokkuð í verði Áhyggjur vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna aðalástæður lækkunarinnar London, New York, Tókió. Reuter. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði nokkuð (verði á alþjóðlegum Qármála- mörkuðum fáeinum stundum eftir að sigur George Bush f bandarísku forsetakosningunum var orðinn ljós. Að nokkru leyti er álitið að fallið stafi af spákaupmennsku á kosningadeginum en sérfræðingar segja að fyrst og fremst sé þetta merki um vantrú á þvf að Bush takist að finna lausn á gífuriegum Qárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna. Fall dollarans er ekki talið merki einnar nefndar Alþjóðagjaldeyris- um vonbrigði vegna úrslita forseta- kosninganna. „Kjör Bush var mönn- um léttir vegna þess að nokkur vissa er fyrir því hvaða efnahagsstefnu hann muni almennt fylgja," sagði breskur flármálamaður. „Sigur Duk- akis hefði hins vegar valdið óvissu," bætti hann við. Onno Ruding, fjár- málaráðherra Hollands og formaður sjóðsins, sagðist vona að Bush myndi leggja til atlögu gegn viðskiptahal- lanum. Marlene Kanga, bandarískur markaðssérfræðingur við Societé Generale, stofnun nokkurra banka í París, sagði:„Áætlun Bush um lækk- un fjárlagahallans er afar óljós og alls ekki sannfærandi." Peter Praet, aðalhagfræðingur stærsta banka í Belgíu, sagðist telja að Bush væri bundinn í báða skó. „Hann hefur heitið því að hækka ekki skatta og vaxtahækkun mjmdi hafa ægilegar afleiðingar núna,“ sagði hann og vísaði til mikilla skulda fyrirtækja jafnt sem einstaklinga í Bandaríkjun- Útflutningsaðilar í Austur-Asíu fögnuðu kjöri Bush sem þeir töldu líklegan til að hamla gegn vemdar- tollastefnu í Bandaríkjunum. Reagan forseti hefur barist hart gegn slíkum tilhneigingum á bandaríska þinginu. Á hlutabréfamarkaði í Tókíó varð verðhækkun og dollar hélt sínum hlut betur en annars staðar í heimin- INNRITUN HAFIN! SUÐURVER S.83730 - HRAUIMBERG S.79988 SÍÐASTA NÁMSKEIÐ FYRIR JÓL! 14.11.-15.12. 5 VIKNA. ATH. JAZZBALLETTSKÓLINN Barnaskólinn er i Suðurveri uppi Börn frá 6—ll ára. Tímar frá 5 á daginn. Athugið samræmingu tfmal 10% fjölskylduafsláttur. JAZZBALLETTSKÓLINN BRIWHOLTI ÞOLAUKANDI OG K«F' VAXTAMÓTANDIÆFINGAR Byrjendur I og II og Framhald I. KERFI 2 FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðir flokkar KERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara varlega NÝTT-NÝTT 1 MEGRUNARKLUBBUR Þær sem vilja fá aðstoð undir sérstakri stjórn Báru og önnu. Ný|l Itúrlnn 78x7. Lokaðir fiokkar KERFI MEGRUNARFLOKKAR 1 x 2x og 3x í viku. Byrjendur og framhald. JAZZBALLETTSKÓUNN BOLHOLTI Nemendur frá 12 ára aldri. Tfmar 2x 3x og 5x r viku. Sfmi: 36645 Og nú spörum við!! Okkar tilboð svo að þú getir stundað Ifkamsrækt allan veturinn. Þú vinnur þér inn 5% afalátt með hverju námskeiði sem þú heldur áfram á. Tfmabilið sept.—aprfl. Demli Haustnámskeið fullt verð, vetrarnámskeið I 5% afslátt. Vetrarnámsk. II 10% afslátt. Vetrarnámsk. III 15% afslátt. Vetrarnámsk. VI 20% afslátt. Og þatta eru kennararnir okkar. Margir kennarar — meiri fjölbreytní. Tímabilið okt.—apríl Greitt f tvennu lagi KERFI 5 FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tfmar með Íéttri jazz-sveiftu kerfi L0W ,MPACK- STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar nfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing KERFI SKÓLAFÓLK Hörku púl og svitotímar M*grét Úbhd. dansm i iiltraki Jissballenll Anna NorðdahL la/zbdHettkennaa Irma Gunnarsdóttir,dansari i ls-ja«. Bira Magnúsdóttir, jaaballettkennan. Nadta Banne, dansari i Is-jazz. Auður Vaigetrsdóttx, kennan i Kkamsrskt J.S.B. í hvort sinn Nýtt! Nú einnig timar á laugardögum. Fjölbreyttir timar — vönduð kennsla. Lausir timar fyrir vaktavinnufólk. Ljós-gufa. Agusta Kolbemsdottir dansan i ISjMt 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.