Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 27 Ríkissljórn og samstarfsmenn Bush: Leggja meiri áherslu á hagsýni en hugsiónir Washinglon. Reuter. JAMES Baker, kosningastjóri George Bush, var í gær tilnefndur af sigurvegaranum í bandarfsku forsetaskosningunum til að gegna emb- ætti utanríkisráðherra í næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna. Tilnefiiingin kemur ekki á óvart og er i samræmi við þær hugmyndir sem menn gera sér um ríkisstjórn og ráðgjafa Bush er taka við forystu Banda- ríkjanna eftir 20. janúar næstkomandi. Er talið Ifklegt að Bush velji sér samstarfsmenn úr röðum reyndra embættismanna, sfjómmála- manna og forystumanna f atvinnulífinu, menn sem þekktir em fyrir að láta hagsýni ráða við úrlausn verkefiia. Þeir sem starfað hafa náið með George Bush um árabil telja að við skipan manna í ríkisstjóm og val á starfsmönnum Hvíta hússins muni Bush leggja áherslu á reynslu og hæfni. David Keene, sem var stjóm- málaráðgjafi Bush 1980, segir, að Bush muni halla sér að mönnum, sem starfi að stjómmálum án þess að stjómast um of af hugmyndafræði. Hann vilji ekki menn sem hafi fast- mótaðar skoðanir heldur þá sem taka á hveiju máli fyrir sig og reyna að leysa það. Bush hefur sjálfur forðast að láta nokkuð í ljós um það, hveija hann kunni að velja til samstarfs við sig. Ákvörðunin um að James Baker taki við utanríkisráðuneytinu af George Shultz kemur engan veginn á óvart. Baker, sem er 68 ára, hefur verið vinur Bush í meira en 30 ár. Hann var í fjögur ár hægri hönd Reagans í Hvíta húsinu og í rúm þijú ár fjár- málaráðherra í stjóm Reagans. Ba- ker stjómaði kosningabaráttu Bush. Þá er Nicholas Brady, núverandi fjármálaráðherra, sem einnig er 58 ára, talinn ömggur með sæti í stjóm Bush. Hann er og gamall vinur Bush. Brady var stjómandi fjármálafyrir- tækis í New York áður en hann tók við sem fjármálaráðherra af Baker. Talið er lfklegt að Brady haldi þeirri stöðu áfram. Nánustu ráðgjafar Bush í utanrík- ismálum em John Tower, fyrmrn öldungardeildarþingmaður frá Tex- as, sem margir telja að verði vamar- málaráðherra, og Bent Scowcroft, fyrrnrn flughershöfðingi, sem var öryggisráðgjafi Geralds Fords, for- seta. Scowcroft er ekki kenndur við neitt sérstakt embætti en talið er víst, að áhrif hans verði mikil. Þá veðja ýmsir á það, að James Lilley, sendiherra ( Suður-Kóreu og fyrrum starfsmaður CLA, bandarísku leyniþjónustunnar, verði skipaður forstjóri þeirrar stofnunar og þar með í sama embætti og Bush gegndi eitt sinn. Richard Darman, sem hefur verið aðstoðarmaður Bakers, er nefndur sem hugsanlegur fjárlaga- stjóri eða nánasti samstarfsmaður forsetans í Hvíta húsinu. Þó telja flestir liklegast að Craig Fuller, sem hefur verið fyrirliði starfsliðs Bush í skrifstofu varaforsetans, taki við slíku starfi í Hvíta húsinu. John Sununu, ríkisstjóri í New Hampshire, sem Bush stendur í mik- illi þakkarskuld við vegna stuðnings á úrslitastundu í forkosningunum, fær líklega hátt embætti. Hann kann að verða orkumálaráðherra eða standa forsetanum nærri í Hvíta húsinu. Talið er líklegt að Richard Thomburgh haldi áfram sem dóms- málaráðherra. Frambjóðandi demókrata, Michael Dukakis ásamt eiginkonu sinni, Kitty Dukakis, sést hér eftir að hann hafði viðurkennt ósigur sinn fyrir George Bush. Kjör Bush: Dollar féll nokkuð í verði Áhyggjur vegna fjárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna aðalástæður lækkunarinnar London, New York, Tókió. Reuter. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði nokkuð (verði á alþjóðlegum Qármála- mörkuðum fáeinum stundum eftir að sigur George Bush f bandarísku forsetakosningunum var orðinn ljós. Að nokkru leyti er álitið að fallið stafi af spákaupmennsku á kosningadeginum en sérfræðingar segja að fyrst og fremst sé þetta merki um vantrú á þvf að Bush takist að finna lausn á gífuriegum Qárlaga- og viðskiptahalla Bandaríkjanna. Fall dollarans er ekki talið merki einnar nefndar Alþjóðagjaldeyris- um vonbrigði vegna úrslita forseta- kosninganna. „Kjör Bush var mönn- um léttir vegna þess að nokkur vissa er fyrir því hvaða efnahagsstefnu hann muni almennt fylgja," sagði breskur flármálamaður. „Sigur Duk- akis hefði hins vegar valdið óvissu," bætti hann við. Onno Ruding, fjár- málaráðherra Hollands og formaður sjóðsins, sagðist vona að Bush myndi leggja til atlögu gegn viðskiptahal- lanum. Marlene Kanga, bandarískur markaðssérfræðingur við Societé Generale, stofnun nokkurra banka í París, sagði:„Áætlun Bush um lækk- un fjárlagahallans er afar óljós og alls ekki sannfærandi." Peter Praet, aðalhagfræðingur stærsta banka í Belgíu, sagðist telja að Bush væri bundinn í báða skó. „Hann hefur heitið því að hækka ekki skatta og vaxtahækkun mjmdi hafa ægilegar afleiðingar núna,“ sagði hann og vísaði til mikilla skulda fyrirtækja jafnt sem einstaklinga í Bandaríkjun- Útflutningsaðilar í Austur-Asíu fögnuðu kjöri Bush sem þeir töldu líklegan til að hamla gegn vemdar- tollastefnu í Bandaríkjunum. Reagan forseti hefur barist hart gegn slíkum tilhneigingum á bandaríska þinginu. Á hlutabréfamarkaði í Tókíó varð verðhækkun og dollar hélt sínum hlut betur en annars staðar í heimin- INNRITUN HAFIN! SUÐURVER S.83730 - HRAUIMBERG S.79988 SÍÐASTA NÁMSKEIÐ FYRIR JÓL! 14.11.-15.12. 5 VIKNA. ATH. JAZZBALLETTSKÓLINN Barnaskólinn er i Suðurveri uppi Börn frá 6—ll ára. Tímar frá 5 á daginn. Athugið samræmingu tfmal 10% fjölskylduafsláttur. JAZZBALLETTSKÓLINN BRIWHOLTI ÞOLAUKANDI OG K«F' VAXTAMÓTANDIÆFINGAR Byrjendur I og II og Framhald I. KERFI 2 FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðir flokkar KERFI RÓLEGIR TÍMAR Fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara varlega NÝTT-NÝTT 1 MEGRUNARKLUBBUR Þær sem vilja fá aðstoð undir sérstakri stjórn Báru og önnu. Ný|l Itúrlnn 78x7. Lokaðir fiokkar KERFI MEGRUNARFLOKKAR 1 x 2x og 3x í viku. Byrjendur og framhald. JAZZBALLETTSKÓUNN BOLHOLTI Nemendur frá 12 ára aldri. Tfmar 2x 3x og 5x r viku. Sfmi: 36645 Og nú spörum við!! Okkar tilboð svo að þú getir stundað Ifkamsrækt allan veturinn. Þú vinnur þér inn 5% afalátt með hverju námskeiði sem þú heldur áfram á. Tfmabilið sept.—aprfl. Demli Haustnámskeið fullt verð, vetrarnámskeið I 5% afslátt. Vetrarnámsk. II 10% afslátt. Vetrarnámsk. III 15% afslátt. Vetrarnámsk. VI 20% afslátt. Og þatta eru kennararnir okkar. Margir kennarar — meiri fjölbreytní. Tímabilið okt.—apríl Greitt f tvennu lagi KERFI 5 FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tfmar með Íéttri jazz-sveiftu kerfi L0W ,MPACK- STRANGIR TÍMAR Hægar en erfiðar nfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing KERFI SKÓLAFÓLK Hörku púl og svitotímar M*grét Úbhd. dansm i iiltraki Jissballenll Anna NorðdahL la/zbdHettkennaa Irma Gunnarsdóttir,dansari i ls-ja«. Bira Magnúsdóttir, jaaballettkennan. Nadta Banne, dansari i Is-jazz. Auður Vaigetrsdóttx, kennan i Kkamsrskt J.S.B. í hvort sinn Nýtt! Nú einnig timar á laugardögum. Fjölbreyttir timar — vönduð kennsla. Lausir timar fyrir vaktavinnufólk. Ljós-gufa. Agusta Kolbemsdottir dansan i ISjMt 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.