Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Dauðar kanínur? eftir Ólafísleifsson í umræðumím um stefnuræðu forsætisráðherra sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, að fleyg hefði orðið sú líking formanns forstjóranefndar- innar svokölluðu að ég hefði stigið ofan úr fílabeinstumi til að draga dauðar kanínur upp úr krumpuðum pípuhatti þegar ég kynnti nefnd þessari tillögur mínar um stefnu- mörkun og aðgerðir í efnahagsmál- um. Ég veit ekki nema þessum ummælum formanns Alþýðuflokks- ins hafi verið ætlað að vera skrýtla á borð við þá sem hann sagði um fröken Mew West, fyrrum kyn- bombu. Hvað sem því líður felst í orðum formannsins hagræðing á staðreyndum sem ekki verður kom- ist hjá að leiðrétta. Dauðar kanínur og svikinn héri Hinn 16. águst sl. sendi ég for- ystumönnum ríkisstjómarflokk- anna tillögur um stefíiumörkun í efnahagsmálum. Sama dag kynnti ég nefndarmönnum svokallaðrar forsijóranefndar umræddar tillög- ur. Nafngiftina dauðar kanínur um þessar tillögur heyrði ég fyrst í máli forystumanns nokkurs í Al- þýðuflokknum. Nokkru síðar kynnti Jon Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hugmyndir, sem í ýmsum atriðum voru áþekkar mínum en fólu m.a. í sér verðjöfnunargreiðslu í stað gengisbreytingar. Gáfu þeir _al- þýðuflokksmenn tillögum Jóns nafnið svikinn héri. Það er óþarfi fyrir kratana að vilja ekki kannast við eigin gamansemi og eigna hana formanni forstjóranefndarinnar. En hér skal látið útrætt um spaugsemi þeirra grínara Alþýðuflokksins. Hvað fólst í tillögunum En hveijar voru þá þessar tillög- ur sem formaður Alþýðuflokksins kallar dauðar kanínur? í inngangi greinargerðar minnar með tillögun- um segir að við rílq'andi skilyrði í efnahagsmálum sé brýnast: — Að draga úr verðbólgu, — að bæta rekstrar- og greiðsluaf- komu fyrirtækja, — að lækka vexti, — að draga úr viðskiptahalla, — að veija hag lágtekjufólks. Tillögumar voru í meginatriðum þríþættar. í fyrsta lagi var fjallað um aðgerðir til að bæta rekstraraf- komu atvinnufyrirtækja og treysta atvinnuöryggi. í öðru lagi var fjall- að um nýskipan á Qármagnsmark- aði. Loks var fjallað um kerfís- breytingar í atvinnumálum. Aðgerðimar sem ég taldi brýn- astar í ágúst og formaður Alþýðu- flokksins kallar dauðar kanínur fól- ust í fyrsta lagi í allt að 6% lækkun á gengi krónunnar samhliða fryst- ingu launa fram til 10. apríl 1989. Hér var um að ræða takmarkaða gengisbreytingu, sem ekki hafði raskað í grundvallaratriðum þeirri hjöðnun verðbólgu sem þá þegar var fyrirsjáanleg en e.t.v. tafið hana nokkuð. Þessi aðgerð hefði bætt rekstrarstöðu útflutnings- og sam- keppnisgreina án þess að spilla vemlega fyrir þeirri vaxtalækkun sem talið var að gæti verið að hefj- ast og síðar kom fram. Lagt var til að bætur almannatrygginga yrðu hækkaðar og ákveðin yrði hækkun á bamabótaauka, sem fellur í skaut þeim foreldmm sem lægstar hafa tekjur. Lagt var til að hert yrði á eftirliti með verðlagsþróun, aukið við upplýsingastarf opinberra aðila um verðlagsmál, og að beitt yrði ýtrasta aðhaldi í verðlagningu opin- berrar þjónustu. Lagt var til að sköpuð yrðu skil- yrði fyrir lækkun raunvaxta með aðhaldi ogjafnvægi í ríkisbúskapn- um, bættu sölufyrirkomulagi á ríkisskuldabréfum og skipulags- breytingum á fjármagnsmarkaði. Bent var á að bætt rekstrarafkoma fyrirtækja samhliða minni lánsfjár- eftirspum stuðlaði að sama mark- miði. Áhersla var lögð á að beita þyrfti nauðsynlegu aðhaldi í fjár- laga- og lánsfjárfrumvörpum til að fylgja fram markaðrí steftiu ríkis- stjómarinnar í efnahagsmálum. Bent var á að ákvarðanir í þessum efnum réðu úrslitum um það hvaða tiltrú mundi reynast unnt að skapa á efnahagsstefnu ríkisstjómarinn- ar. I þeim hluta tillagnanna sem laut að nýskipan á flármagnsmarkaði var m.a. vikið að nauðsyn þess að undirbúa afnám ríkisábyrgðar á ríkisbönkunum tveimur jafnframt því sem rekstur þeirra yrði gerður hliðstæður öðmm bönkum með því að gera þá að hlutafélögum. Þessar ráðstafanir era forsenda þess að dregið verði úr hlut ríkisins í banka- rekstri hér á landi sem er meiri en nokkurs staðar annars staðar í Vestur-Evrópu. Fjallað var um aðra starfsemi á Qármagnsmarkaði, fjár- festingarlánasjóði, húsnæðiskerfí, lífeyrissjóði, flárfestingu erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum, heimildir til kaupa á erlendum verð- bréfum og breytt fyrirkomulag á breytilegum vöxtum. Hér var því öðram þræði um að ræða eins kon- ar verkefnaskrá um nýsköpun á Ólafur ísleifsson „Kannski formanni Al- þýðuflokksins þyki þægilegra eins og mál- um er komið að bera á borð aulafyndni um dauðar kanínur en skýra fyrir kjósendum sínum hvers vegna hann er kominn á bás í framsóknarfjósinu?‘* §ármagnsmarkaði sem flestir við- urkenna að er knýjandi. Þetta kall- ar formaður Alþýðuflokksins dauð- ar kanínur. I þriðja hluta tillagnanna var fjallað um nokkur atriði sem miklu varða til frambúðar fyrir atvinnulíf- ið í landinu. Þessi atriði era: í fyrsta lagi breyttar skattareglur til að gera fyrirtækjum, einkum í sjávar- útvegi, kleift að mynda sveiflujöfn- unarsjóði innan fyrirtækjanna sjálfra. í öðra lagi endurskoðun á gildandi fyrirkomulagi við físk- verðsákvarðanir með það að mark- miði að tekjuskipting milli einstakra greina sjávarútvegs fari ffarn án atbeina fulltrúa ríkisvaldsins. í þriðja lagi starf sem miðar að því að framkvæmd búvörasamnings við bændur verði sem ódýrast og hag- kvæmust. í flórða lagi endurskoðun á gjaldeyrisreglum þannig að íslenskum atvinnufyrirtækjum verði heimilt að taka erlend lán til nota í rekstri enda séu slík lán tekin á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra. Loks var flallað um skattaívilnanir til að treysta eiginfjárstöðu fyrirtækja samhliða því sem spamaðarkostum almennings yrði Qölgað og fólki gefið færi á að eignast beinan hlut í atvinnurekstri fyrir tilstilli hluta- bréfamarkaðar. Dauðar kanínur segir Jón Baldvin Hannibalsson. Hver á sínum bás í kosningabaráttunni vorið 1987 boðaði formaður Alþýðuflokksins eindregna ftjálsræðisstefnu í efna- hagsmálum. Fijálslyndum kjósend- um geðjaðist vel að þessum boð- skap, og flokkurinn hlaut góða kosningu. Hálfu öðra ári síðar birt- ist Jon Baldvin sjónvarpsáhorfend- um til að biðjast afsökunar á að hafa snúið við blaðinu í efnahags- málum og vera kominn í hús- mennsku hjá Framsóknarflokknum. Fijálslyndisstefnan, sem flokkurinn boðaði fyrir kosningar, hefur vikið fyrir forneskju Framsóknarflokks- ins og Stefáns Valgeirssonar. Kannski formanni Alþýðuflokksins þyki þægilegra eins og málum er komið að bera á borð aulafyndni um dauðar kanínur en skýra fyrir kjósendum sínum hvers vegna hann er kominn á bás í ffamsóknarfjós- inu? Höfundur er hagíræðingur og var efhahagsráðunautur ríkisstjórn- arinnar 1987-1988. Höfundar og útgefendur: Kristján Jóhannsson, forstjóri AB, séra Gunnar Kristjánsson, Páll Stefánsson, ljósmyndari, og Haraldur H. Hamar, útgefandi. Bók umkirlgiir og kirkjulist Saga, tímarit Sögufélagsins: Ritgerðir eftir innlenda og erlenda fræðimenn Morgunblaðið/Júlíus Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson, ritstjórar Sögu, með nýút- komið eintak tímaritsins. ÚT ER komin bók um kirkjur og kirkjulist á íslandi og kemur hún út samtímis á ísiensku og ensku. íslenska útgáfan heitir Gengið í Guðshús og er gefin út af Almenna bókafélaginu og á ensku ber bókin heitið Churches of Iceland og er í útgáfii Iceland Review. Höfundur textans er séra Gunnar Kristjánsson, myndimar tók Páll Stefánsson, hönnuður er Björgvin Leiðrétting Selfoflui. ° í frétt hér í blaðinu 8. nóvem- ber um málefiii Kaupfélags Vest- ur-Skaftfellinga var sagt að kaupfélagið hygðist leita nauða- samninga við skuldunauta sína. Þar er orðið skuldunautar rang- lega notað, í stað þess átti að standa að kaupfélagið hygðist semja við lánardrottna sína. Beð- ist er velvirðingar á þessari mis- notkun. Sig. Jóns. Ólafsson. Bókin er 112 blaðsíður í stóra broti, öll litprentuð, myndim- ar langt á annað hundrað. Gerð bókarinnar var í höndum Iceland Review, sem seldi íslensku útgáf- una í hendur Almenna bókafélag- inu. í fféttatilkjmningu frá AB segir m.a., að efni bókarinnar snerti flesta þætti kirlqunnar á íslandi: Sögu, húsagerð og list. Þama sé fellt saman gamalt og nýtt, hið litríka svið kirkjunnar i íslenskri menningu. Bókin skiptist í tvo meginkafla. Annars vegar ritgerð höfundar um kirkjuna að fomu og nýju í fslensku samfélagi. Hins vegar eru valdar 24 kirkjur og þeim gerð skil í mynd- um og texta. „Þær 24 kirkjur sem sérstaklega er um fjallað, eru valdar með það f huga að gefa sem besta yfírsýn yfír íslenskar kirkjur að fomu og nýju, í bæjum og sveitum, stórar og smáar, timburkirkjur, steinkirkj- ur, torfkirkjur," segir höfundur í eftirmála. SAGA, tímarit Sögufélags, XXVI árgangur, er komið út og flytur ritgerðir eftir innlenda og er- lenda fræðimenn. Á undanforn- um árum hafa ritgerðir um fé- lagssögu skipað vaxandi rúm í Sögu. Þær eru enn fyrirferðar- miklar. Fyrsta ritgerðin er sam- antekt Lofts Guttormssonar á rannsóknarniðurstöðum hans í uppeldis- og félagssögu upplýs- ingaaldar. Ónnur ritgerð er í heftinu af sama fræðasviði, greinargerð Guðmundar Jóns- sonar fyrir hugmyndum embætt- ismanna um stöðu, réttindi og skyldur leiguliða á fyrri hluta 19. aldar. Dregur hann þar fram heimildir sem fræðimenn hafa ekki notað fyrr. Ritstjóm fékk heimild tveggja norskra fyrirlesara á norræna sagn- fræðingaþinginu í Reykjavík sum- arið 1987 til að birta framlag þeirra þar. Jan Ragnar Hagland fjallar um rúnir á merkispjöldum kaup- manna sem heimildir um íslenska verslunarsögu á miðöldum, en spjöld þessi fundust við fomleifa- uppgröft í Björgvin og Þrándheimi. Olav Riste gerir grein fyrir hemað- aramsvifum Norðmanna hérlendis 1940—45 og víkur einnig að hug- myndum norskra og breskra valda- manna um stöðu íslands að styijöld- inni lokinni. Af öðra efni Sögu skal nefnd rit- gerð Einars Pálssonar, þar sem hann kynnir lesendum vinnuaðferð sína við þær rannsóknir, sem hann hefur gert grein fyrir í ritsafninu Rætur íslenskrar menningar, og grein Bjöms S. Stefánssonar, sem andmælir nokkram atriðum í riti Gísla Gunnarssonar, Upp er boðið ísland. Tveir höfundar taka til umfjöll- unar og endurmats torskýrða staði í íslenskum fomritum. Siguijón Páll ísaksson er ósammála Stefáni Karlssyni um leshátt og skilning á tiltekinni visu í Hávamálum og skýrir mál sitt með frásögn og myndum frá Orknevjum og víðar og Kristján Bersi Olafsson skýrir tvær vísur í Sturlungu með nýjum hætti. Saga flytur að þessu sinni 17 ritdóma eftir 16 höfunda og hafa aldrei verið fleiri eða ítarlegri, enda er það stefna ritstjómar að gera í hveiju hefti skil eins mörgum sagn- fræðiritum og unnt er. Ritstjórar Sögu era þeir Sigurður Ragnarssonar og Sölvi Sveinsson. Ný Saga, 2. árgangur, kom út í sumar, og hinn þriðji kemur út á vordögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.