Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 Almannavarnir: Eitt neyðarnúmer fyrir öll EB-ríkin Reuter Mótmæli við heimili Chun Doo Hwans Suður-kóreskir stúdentar gera hlé á mótmælaaðgerðum nálægt heimili fyrrum einræðisherra lands- ins, Chun Doo Hwans, á þriðjudag og koma blaðaljósmyndara til hjálpar. Eldur úr bensínsprengju læstist i föt ljósmyndarans og var hann fluttur á sjúkrahús í Seoul. Hann hlaut þriðja stigs bruna. ari og samstarf þar með auðveld- ara. Lögð var áhersla á að taka fullkomna tækni í þjónustu al- mannavama, m.a. gervihnetti. Talið er nauðsynlegt að gefa út bækling með upplýsingum um almannavam- ir innan bandalagsins á tungumál- um aðildarríkjanna til að auðvelda flutning þjálfaðs starfsfólks á milli landa. Með auknum tengslum yrðu forvamir auðveldari og að sama skapi væri mikilvægt að samræma yfirstjóm björgunaraðgerða. Ráðherramir samþykktu að beita sér fyrir upplýsingaherferð um al- mannavamir frá miðju ári 1990 til jafnlengdar næsta ár. Fram- kvæmdastjóm bandalagsins var jafnframt falið að gera úttekt á því sem stofnanir Evrópubandalagsins gætu gert í neyðartilvikum. Tillaga um sameiginlegt almannavama- tákn fyrir bandalagið var felld og sömuieiðis var frestað umræðu um tillögu um að koma á fót sveitum sjálfboðaliða sem kalla mætti út til björgunaraðgerða um bandalagið allt. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. RÁÐHERRAR almannavarna innan Evrópubandalagsins samþykktu á fúndi í síðustu viku að koma á sameiginlegu neyðarnúmeri fyrir öll aðildarriki EB fyrir 1993. Ráðherramir ákváðu jafiiframt að stefiia að samtengingu tölvukerfa almannavarna innan EB og standa fyrir upplýsingaherferð meðal almennings um almannavamir. Ráðherramir vom sammála um nauðsyn þess að samræma aðgerðir EB-landanna gegn hvers konar hamfömm hvort heldur væm af náttúmlegum eða mannavöldum. Með samtengingu upplýsingakerfa yrðu öll skipti á upplýsingum greið- Sri Lanka: Ferðamenn hafa sig ábrott Colombo. Reuter. RÚMLEGA eitt þúsund ferða- menn yfírgáfii Sri Lanka á mið- vikudag eftir að ríkisstjórn landsins gaf út þá yfírlýsingu að mótmælendur yrðu skotnir á götum úti. Ríkisstjórnin efldi öryggisgæslu í höfuðborginni, Colombo, og í borgum úti á landi, á þriðja degi verkfalla marxiskra uppreisnarmanna. Hin rótttæka Þjóðfrelsisfylking, sem að uppistöðu er skipuð ungum sinhalesum, stöðvaði samgöngur og viðskipti í höfuðborginni með mót- mælaverkföllum. Leiðtogi stjómar- andstöðunnar, Anura Bandarana- ike, sagði að alvarlegra ástand blasti við landinu en Sri Lanka-búar hefðu nokkm sinni upplifað frá því að Bretar veittu þeim sjálfstæði fyrir 40 ámm. Hann hvatti Junius Jayewardene, forseta landsins, til að leysa upp þingið samstundis og efna til fijálsra og heiðarlegra kosn- inga. „Hér sitja allir á tindi eld- Qalls og bíða þess að það gjósi,“ sagði Bandaranaike. Verkföllin í landinu hafa skaðað ferðmannaiðnað því að á mánudag neyddust þrjú hótel til að hætta starfsemi er starfsfólkið hafði geng- ið til liðs við Þjóðfrelsisfylkinguna. Ríkisstjómin ráðlagði ferðamála- frömuðum á þriðjudag að senda ferðamenn úr landi við fyrsta hent- ugleika vegna róstanna. Tyrkland: Eitursvepp- ir kosta 26 manns lífið Ankara. Reuter. AÐ minnsta kosti 26 manns hafa látið lífið i Tyrklandi á undanfornum dögum eftir að hafii neytt eitraðra sveppa. Stjómvöld hafa hvatt almenn- ing til að vera á varðbergi en í Tyrklandi vaxa fjölmargar teg- undir eitursveppa og sagði tyrk- neski heilbrigðisráðherrann að það væri á fárra færi að greina matarsveppi frá hinum eitmðu. Að sögn embættismanna hafa 26 manns látist í suðurhluta landsins en 50 til viðbótar vom fluttir fársjúkir í sjúkrahús. Nokkur dagblöð sögðu að rekja mætti dauðsföll þessi til fátæktar fómarlambanna. „Sveppimir líktust svo mjög kjöti að við töldum að loksins gætum við gefið bömum okkar almennilega máltíð," sagði faðir einn, sem missti tvö böm sín, í viðtali við eitt dagblaðið. Byltingarafinælið í Sovétríkjunum: Tugþúsundir Armena breyttu hátíðarhöldum í mótmælafund Þjóðfylkingin í Eistlandi gagnrýnir harðlega tillögur um breytta stjórnarskrá Moskvu. Reuter. TUGÞÚSUNDIR Armena höfðu uppi mótmæli í Jerevan, höfúðborg Sovét-Armeníu, á afinæli rússnesku byltingarinnar á mánudag, að sögn erlendra sjónarvotta. Tilraunir leiðtoga kommúnistaflokksins, er reyndu að fá fólkið til að fara á brott, mistókust með öllu. Fólk- ið sönglaði slagorð, bar borða með áletrunum þar sem krafíst var innlimunar héraðsins Nagorno-Karabaks i Armeníu og jafnframt að gerð yrði opinberlega grein fyrir Qöldamorðum á Armenum í borginni Sumgait í febrúar en þá er talið að 32 hafí týnt lífí. Sumga- it er í Azerbajdzhan sem ræður yfir Nagorno-Karabak þótt íbúarn- ir séu flestir Armenar. Erlendir ferðamenn í Jerevan sögðu að andófsmennimir hefðu komið inn á Lenín-torgið, þar sem aðalhátíðahöld dagsins fóru fram, í mörgum, skipulögðum hópum og virtist í fyrstu sem um hefðbundna skrúðgöngu væri að ræða á eftir sýningu á skriðdrekum og öðrum vígtólum. Hópunum tókst að teppa alla umferð um torgið í þijár klukkustundir og reyndi ijölmennur liðsafli lögreglumanna á staðnum ekki að bijóta mótmælin á bak aft- ur. Suren Arutunjan, leiðtogi komm- únistaflokks landsins, hvatti fólkið úr ræðustól sínum til að hætta að- gerðum en því var ekki sinnt og margir settust þess í stað niður. Skömmu síðar reyndi einn af leið- togum hinnar svonefndu „Kara- bak-nefndar“, sem er óopinber en Aukakosningar í Skotlandi: Flestir búast við sigri V erkamannaflokksins St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðarí Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Aukakosningar fara fram í Govan í Glasgow f dag. Kjörinn verður nýr þingmaður, og er búist við sigri frambjóðanda Verkamanna- flokksins. Govan er í vesturhluta Glasgow- borgar. Áratugalöng hnignun í skipasmíðaiðnaði hefur sett svip sinn á þennan borgarhluta lengi vel, þar sem enn má sjá niðumídd, auð verksmiðjuhús og fátækra- hverfí eins og þau gerast verst á Bretlandseyjum. En Glasgow hefur gerbreytt um svip á síðustu árum, hefur orðið hreinlegri og vinalegri, og atvinna í þjónustu hefur aukist að mun. Enn er þó um 20% atvinnuleysi í lq'ör- dæminu, og um 60% af öllu hús- næði er í eigu borgaryfírvalda. Helstu kennileiti í kjördæminu eru Garden-Festival-svæðið við Clyde- ána (þangað komu yfír þijár millj- ónir manna í sumar) og Ibrox, leik- vangur knattspymufélagsins Glas- gow Rangers, sem nú er efst í skosku úrvalsdeildinni. Aukakosningamar eru tilkomnar vegna þess, að þingmaðurinn, Bruce Millan, hefur verið skipaður í stöðu annars bresku fulltrúanna í framkvæmdastjóm Evrópubanda- lagsins. Govan er eitt af tryggustu kjör- dæmum Verkamannaflokksins á öllum Bretlandseyjum. Harka hefur þó verið í kosningabaráttunni, vegna þess að Skoski þjóðemis- sinnaflokkurinn hefur sótt hart að Verkamannaflokknum. Frambjóð- andi hans, Jim Sillars, þykir í hópi snjöllustu stjómmálamanna í Skot- landi. Bob Gillespie, frambjóðandi Verkamannaflokksins, er vel þekkt- ur í kjördæminu, en kann lítt að fara með röksemdir um þjóðmál almennt. Það hefur þó ekki komið að sök, þvf að flokkurinn hefur skipulagt kosningabaráttuna vand- lega og frambjóðandinn haldið sig við rulluna, sem honum var ætluð. Talið er, að frambjóðandi íhalds- flokksins verði í þriðja sæti, en frambjóðandi Lýðræðissinnaða jafnaðarmannaflokksins í því Ijórða, hvorugur eigi möguleika á sigri. Ágreiningurinn hefur staðið um hið nýja sveitarsjóðsgjald, sem Thatcher-stjómin setti á og kemur til framkvæmda á næsta ári í Skot- landi. Skoskir þjóðemissinnar hafa rekið áróður fyrir því, að almenn- ingur óhlýðnist lögunum, og segja, að Verkamannaflokkurinn sé allt of linur í andstöðunni. Verka- mannaflokkurinn hefur lagt til, að almenningur greiði gjaldið, en geri allt, sem er heimilt innan ramma laganna, til að reyna að koma í veg fyrir framkvæmd þeirra. Einnig hefur verið deiit um atvinnuleysi, eiturlyfjavandamál og glæpastarf- semi, sem er umtalsverð á þessum slóðum. hefur stjómað aðgerðum til að sam- eina Nagomo-Karabak Armeníu, að fá mannfjöldann til að hverfa á brott en ekki var farið að orðum hans. Smám saman fækkaði þó fólkinu en minni hópar söfnuðust saman á Óperutorginu, þar sem oft hafa farið fram fjölmennir mót- mælafundir síðustu mánuði. Mótmæli Eistlendinga Nýstofnuð Þjóðfylking Eistlands hefur mótmælt harðlega þeim til- lögum til stjómarskrárbreytinga sem settar hafa verið fram og Gorb- atsjov Sovétleiðtogi hefur hvatt til að verði samþykktar. Segir Þjóð- fylkingin breytingamar leiða til enn meiri miðstýringar en áður og enn fremur hverfí það litla sjálfstæði sem hvert einstakt lýðveldi hefur notið að nafninu til þótt völdin hafí í reynd safnast á fárra hendur í Kreml. Gagnrýnin kemur fram í bréfí sem Þjóðfylkingin og hlið- stæðar stjómmálahreyfingar í hin- um Eystrasaltslöndunum tveim, Lettlandi og Litháen, hafa sent þjóðþingum allra sovétlýðveldanna. Einnig er fundið að því að fyrir- huguðu þjóðþingi Sovétríkjanna verði ekki falið raunverulegt vald þar sem hver fulltrúi hafí eitt at- kvæði. Meira en 100 þúsund Eistlend- ingar hafa þegar skrifað undir skjal þar sem breytingatillögunum er andmælt en fyrirhugað er að Æðsta ráð Sovétríkjanna samþykki þær á fundi sínum 29 nóvember. Komm- únistaflokkur Eistlands hefur einn- ig lýst óánægju með breytingatil- lögumar. Gert er ráð fyrir að þing Eystrasaltsríkjanna ræði tillögum- ar fyrir fund Æðsta ráðsins í Moskvu og hefur eistneska þingið þegar verið kallað saman til skyndi- fundar 16. nóvember. Dómsmála- ráðherra Lettlands lét hafa eftir sér að í tillögunum sé ekki tekið nægi- legt tillit til ólíkra aðstæðna í lýð- veldunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.