Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 48

Morgunblaðið - 19.11.1988, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Hafrannsókna- stofnun — Opið hús í tilefhi af Norrænu tækniári 1988 verður Hafrannsóknastofn- un með Opið hús í aðalstöðvum sínum á Skúlagötu 4; um borð í ’ rannsóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni í Reykjavíkurhöfh; í nýrri tilraunaeldisstöð á Stað í Grindavík og útibúum stofhunar- innar á ísafirði, Húsavík, Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Fólki er boðið að koma að skoða þessa vinnustaði og kynnast starfseminni, sunnudaginn 20. nóvember kl. 13—17. Fortíð Upphaf hafrannsókna við Island má rekja til ársins 1878 er Danir sendu eftirlitsskipið Fyllu til sjórann- sókna við vestur- og norðurströnd- ina. Þá var sýnt fram á að grein úr hinum hlýja Norðuratlantshafs- straumi leitar upp að suðurströnd íslands og þaðan vestur og norður fyrir land. Það er reyndar þessum hlýja straumi að þakka að landið er svo byggilegt sem raun ber vitni og innan áhrifasvæðis þessa straum- kerfis klekjast flestar tegundir Unnið við sjómælingar um borð í Bjarna Sæmundssyni. íslenskra nytjastofna og vaxa upp. Bjami Sæmundsson kom til lands- ins vorið 1894 að loknu náttúrufræð- inámi við Hafnarháskóla. Hann vann ótrúlega mikið starf á sviði haf- og fískirannsókna og er þar óumdeildur frumkvöðull meðal landsmanna. Árið 1931 hófust fiskirannsóknir á vegum Fiskifélags fslands undir stjóm Áma Friðrikssonar, og 6 ámm seinna tók Fiskideild atvinnudeilar Háskólans til starfa, einnig undir stjóm Áma. Hann varð víðfrægur af síldarrannsóknum sínum sem leiddu til þess að mönnum varð ljóst að Norðurlandssíldin hrygndi við vesturströnd Noregs en ekki hér við land. Árið 1947 hófust kerfísbundn- ar sjó- og áturannsóknir á fsland- smiðum og nálægum hafsvæðum og leitast var við að tengja niðurstöð- umar fískigöngum og ýmsum líffræðilegum atriðum svo sem fæðu, _vaxtarhraða, kynþroska, _ hrygningu og fleiru. Straumkerfí íslandshafs var sérstaklega rannsakað 1948— 1960. Að öðru leyti einkenndust íslensk- ar hafrannsóknir frá lokum seinni heimsstyijaldarinnar allt fram yfir miðjan áratuginn af þeirri miklu áherslu sem þá var lögð á leit að nýjum fískimiðum. Á árunum 1954—1962 vom famir margir leið- angrar til þess að leita að nýjum karfamiðum og fundust þá m.a. Jón- smið og Fylkismið við Austur- Grænland og karfamiðin við Ný- fundnaland. Þetta varð mikill bú- hnykkur fyrir togaraútgerðina. Síldarleitin átti mikinn þátt í ört vaxandi síldveiðum fram á miðjan sjöunda áratuginn. Sama má raunar segja um loðnuleitina. Nútíð Á áttunda áratugnum verða þáttaskil í íslenskum fiskirannsókn- um. Sívaxandi skipastóll og örar tækniframfarir við veiðarnar olli því að flestir nytjastofnar uðm brátt fullnýttir og sumir ofveiddir. Árið 1975 birti Hafrannsóknastofnunin skýrslu um ástand fiskistofna á ís- landsmiðum. Var þar dregin upp nokkuð dökk mynd af ástandinu. Þessi skýrsla olli miklum umræðum um stjóm fiskveiða og hagkvæmustu nýtingu fískstofna. Og til þess að renna styrkari stoðum undir ráðgjöf um nýtingu fískimiðanna sneri Ha- frannsóknastofnun sér í vaxandi mæli að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að meta stærð og af- kastagetu nytjastofna. Aðalverkefni Hafrannsóknastofn- unar er rannsóknir á stærð og af- rakstursgetu helstu nytjastofna á Islandsmiðum. Við þessar rannsókn- ir em bæði notaðar beinar mælingar á stofnstærð og/eða óbeinar að- ferðir sem byggjast á aldursgrein- ingu í afla. í TILEFNI af Norrænu tækniári 1988 verður Rannsóknastofhun fiskiðnaðarins með Opið hús sunnudaginn 20. nóvember kl. 13 til 17. Opið verður í höfuð- stöðvum stofiiunarinnar á Skúla- götu 4 í Reykjavik og auk þess í útibúum Rf. á ísafirði, Akur- eyri, Neskaupstað og í Vest- mannaeyjum. Fólki er boðið að koma, skoða stofhanirnar og kynnast starfseminni. Hvað er að sjá? Sýndar verða rannsóknastofur með tækjum í gangi. Starfsmenn munu svara spumingum gesta og einnig verður upplýsingum komið á framfæri í myndum og rituðu máli. Tækifæri gefst til að kynnast því hvemig gerlar í matvælum em ræktaðir og taldir, hvemig hægt er að mæla hvort fískur sé ferskur, hvemig hin margumtalaða líftækni hefur verið nýtt við lausn verkefna, hvernig auka má nýtingu sjávarafl- ans og margt fleira. Gestir fá að smakka á ýmsum fágætum afurð- um og veitingar verða á boðstólum. Stofnmælingar botnfisktegunda með 5 togurum hafa orðið til þess að gera úttekt á þessum tegundum miklum mun ömggari og nákvæm- ari. Þá hefur úrvinnsla gagna verið tölvuvædd. Úrvinnsla gagna er því miklu ítarlegri og fljótvirkari en áður var. Af sama toga em umfangsmiklar hvalrannsóknir sem byijað var á 1986. Hér er á ferðinni rannsókna- áætlun til 4 ára og með framkvæmd hennar hefur Hafrannsóknastofnun- in tekið forystu í hvalrannsóknum á norðanverðu Atlantshafi. Ný rannsóknastöð í eldi sjávar- dýra var tekin í notkun fyrr í þessum mánuði. Þar verður aðstaða til margs konar rannsókna sem áður var ekki hægt að stunda hér á landi. Framtíð Aðalverkefni Hafrannsóknastofn- unar mun áfram verða rannsóknir á stærð og afrakstursgetu helstu nytjastofna á íslandsmiðum. Með vaxandi þekkingu á nytja- stofnum hefur komið sífellt betur í ljós hversu náin tengsl em milli þeirra og annarra lífvera hafsins svo og ólífrænna umhverfisþátta. Því munu rannsóknir beinast í vaxandi mæli að tengslum af þessu tagi svo að á þeim fáist aukinn skilningur. Lagt verður kapp á að tengja vist- fræði og fiskifræðileg gögn og vinna þannig að gerð líkana af vistkerfum íslenskra hafsvæða og afraksturs- getu þeirra. Fortíðin Stofnunin á rætur sínar að rekja til ársins 1934, þegar Fiskifélag Islands kom á fót rannsóknastofu og réð einn starfsmann. Var þetta fyrsti vísir að rannókna- og leið- beiningastarfi í þágu fískiðnaðarins hérlendis. Rannsóknastofan starfaði í 31 ár til ársins 1965 en þá var Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins (RF) stofnuð með lögum. Stofnanir þessar hafa skilið eftir sig djúp spor í atvinnusögu lands- manna. Markmið Aðalmarkmið er að leita leiða til að auka verðmætasköpun úr lífríki sjávar. Það er gert með því áð afla hagnýtrar þekkingar fyrir fiskiðnað og tengdar greinar matvælaiðnað- ar, bæði með rannsóknum og upp- lýsingaöflun. Jafnframt er það hlut- verk stofnunarinnar að sinna þjón- ustumælingum og ráðgjöf fyrir fyr- irtæki og miðla upplýsingum um niðurstöður rannsókna og nýjungar í fískiðnaði til fyrirtækja og almenn- ings. Á Rannsóknastofiiun fiskiðnaðarins á Skúlagötu 4, verður m.a. kynnt: — Mælingar á mengunarefnum. — Mælingar á próteinum og fitu. — Lagmetiseftirlit. — Laxafóðurgerð. — Matargerð úr sjaldséðum fiskum. — Seigjumælingar. — Skynmat. — Smásjárrannsóknir. — Skrápfletting skötu með ensímum. — Tilraunaverksmiðja í gangi. — Vinnsla ensíma úr fiski. — Vinnsla fitusýra úr lýsi. — Orverurannsóknir. Rannsóknastofii- un fiskiðnaðarins SIGURÐUR H. RICHTER Á Rannsóknastofiiun fiskiðnaðarins er nú verið að rannsaka fitusýr- ur í íslensku sjávarfangi, með tilliti til veiðistaða, árstíma, tegunda og líffærahluta. Hér er verið að taka sýni til fitusýrumælinganna. Starfsemin Höfuðstöðvar Hafrannsókna- stofnunar eru á Skúlagötu 4 á 3. og 4. hæð. Starfsmenn þar eru um 70, þar af um 40 háskólamenntaðir sérfræðingar í hinum ýmsu greinum fiski- og haffræði. Þá rekur stofnun- in 5 útibú, á ísafirði, Húsavík, Homafirði, Ólafsvík og í Vest- mannaeyjum, aðeins einn starfsmað- ur starfar í hveiju útibúi. Ný til- raunaeldisstöð hefur tekið til starfa á Stað á Reykjanesi. Gert er ráð fyrir að þar vinni íjórir menn við tilraunir í eldi sjávardýra. Að lokum skal þess getið að rannsóknaskipin eru þijú: Bjami Sæmundsson 777 rúmlestir, smíðaður 1970, Árni Frið- riksson 449 rúmlestir, smíðaður 1967 ogDröfn 150 rúmlestir, smíðuð 1982. Skipveijar eru alls um 30 og á rannsóknaskipunum er einnig starfsaðstaða fyrir 20-25 vísinda- menn. Sjávarútvegshúsið, Skúlagötu 4. í því er Rannsóknastofiiun fiskiðnað- arins (1.—3. hæð), Hafrannsóknastofnun (3.-4. hæð) og Sjávarútvegs- ráðuneytið (6. hæð). r meti þ. á m. mengunarefna og rot- vamarefna. Vinnslu- og vömþróun- ardeild, þar er m.a. unnið að þróun vinnslu- og geymsluaðferða, vöm- þróun og gæðamati þ. á m. skyn- mati. Tæknideild sér m.a. um vinnslutækni, þróun vinnsluferla og tækjabúnaðar. Örvemdeild hefur með höndum úttekt á örvemgróðri í fískafurðum, geymsluþolsprófanir, mat á hreinlæti og rotvarnaraðferð- ir. RF starfrækir útibú í hvetjum landsíjórðungi og tóku þau til starfa á ámnum 1972-’79. Verkefiiaval Það hefur einmitt einkennt verk- efnaval á stofnuninni að verkefnin em fyrst og fremst hagnýt og unn- in í samvinnu við fyrirtæki og sam- tök þeirra. Fróðlegt er að flokka rannsókna- verkefni sem nú em í gangi eftir sviðum: Nýjarafurðirogtækni 9 Líftækni 9 Úrvinnsla og verkun 7 Mengun, heilnærhi o.fl. 5 Fóður og fóðurgerð 3 Nýting hráefnis 2 Alls 35 Niðurstöður rannsókna Rann- sóknastofiiunarinnar eru settar fram I skýrslum og ritum RF. Þær eru einnig kynntar í RF- tíðindum sem koma út 3—4 sinn- um á ári. Þar að auki er handbók fiskvinnslunnar gefin út á stofii- uninni. Skipulag Á Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins í Reykjavík em fimm deildir: Almenn efnafræðideild, þar sem starfsemin snýst einkum um efna- samsetningu fisks og fiskafurða. Snefilefnadeild, en á henni fer fram greining ýmissa snefilefna í fisk-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.