Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 2

Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Kvöldfundur ASÍ, VSÍ off VMS: Ahersla lögð á að niður- staða fáist hið fyrsta Aðilar ganga á fund ríkisstj ómarinnar í dag SAMNINGANEFNDIR vinnuveitenda og verkafólks funduðu í smærri hóp í húsnæði Alþýðusambandsins við Grensásveg I gærkveldi og freistuðu þess að ná saman um skammtímasamning til haustsins. Þá þegar hafði verið ákveðið að samningsaðilar gengju á fund rikisstjórn- arinnar eftir hádegi í dag hvor i sínu lagi og síðan að samninganefnd- irnar í heild myndu hittast á nýjan leik klukkan 16. Sambandsstjórnar- fundi Vinnuveitendasambands Islands, sem vera átti þá, hefur verið frestað af þessu tilefni, en mikil áhersla er lögð á að hraða viðræðum svo að botn fáist í þær hið fyrsta. „Við erum að leita að fótfestu og sú fótfesta hefur ekki fundist enn- þá,“ sagði Ásmundur Stefánsson for- seti ASÍ í samtali við Morgunblaðið Kröflusvæðið: Landris meira en var fyrir síðasta gos LAND hefur nú risið hærra við Kröfiu en áður en sfðustu eldsumbrot hófiist. Undan- farna tvo mánuði hefur mikið borið á lágtíðniskjálftum sem jafnan hafa þótt undanfari eldsumbrota. Almannavamanefnd Skútu- staðahrepps sat í gær fund með jarðfræðingi. Að sögn Hinriks Áma Bóassonar formanns al- mannavamanefndarinnar hefur ekki verið gripið til sérstakra ráðstafana vegna ástandsins en við slqálftamæla er búnaður sem gerir vart við hrinur eða snarpa skjálfta. um áttaleytið í gærkveldi er stutt matarhlé var gert. Þórarinn V. Þór- arinsson framkvæmdastjóri VSÍ sagði: „Mér finnst vera fyrir hendi skilningur á erfiðri stöðu atvinnu- rekstrarins, en það er enginn tónn kominn í þetta enn og því ekkert hægt að segja á þessu stigi.“ Auk launahækkana hefur Alþýðu- sambandið lagt fram atriði eins og fasta krónutölu í orlofsuppbót og að lægstu launaflokkamir verði færðir saman. Meðal atriða sem ræða á við ríkisvaldið má nefna hækkun skatt- leysismarka, tekjutengdan bama- bótaauka, að bótatími atvinnuleysis- trygginga verði lengdur, lífeyrismál og að settar verði á fót nefiidir til þess að ræða stöðuna og úrbætur í atvinnumálum og veikindarétt. Vinnuveitendur vilja svör frá ríkis- valdinu um hvað taki við í maí þegar fé til uppbóta á frystan fisk verður þrotið. Hugrún Linda fegurðar- drottning Reykjavíkur HUGRÚN Linda Guðmunds- dóttir, 19 ára nemandi í Menntaskólanum við Sund, var S gærkvöldi kjörin fegurð- ardrottning Reykjavíkur úr hópi fimm stúlkna. Hugrún Linda var einnig kjör- in vinsælasta stúlkan af hinum keppendunum. Hiidur Dungal var kjörin ljósmyndafyrirsæta Reykjavíkur. í keppninni tóku einnig þátt Anna Rún Atladóttir, Hulda Ingvarsdóttir og Theodóra Sæmundsdóttir. Fegurðardrottning Reykjavík- ur 1988, Guðný Elísabet Óladótt- ir, krýndi arftaka sinn en keppn- in fór að þessu sinni fram á Hótel Borg. Hugrún Linda Guðmundsdótt- ir, fegurðardrottning Reykja- víkur 1989. Morgunblaðið/Bjami Víglundur Þorsteinsson á ársþingi iðnrekenda: Opinbera verndun flármagns- markaðsins verður að aftiema Stefhir í minni flárfestingu en verið hefur í rúma hálfa öld ÓHJÁKVÆMILEGT er að opinberar vemdaraðgerðir til handa íslenska fjármagnsmarkaðnum verði afnumdar nú þegar og að hann verði látinn taka þátt í samskonar fríverslunarsamkeppni og út- flutnings- og samkeppnisatvinnuvegir þurfa að gera. Með samræmd- um aðgerðum í gengismálum og samkeppnisþrýstingi alþjóða Qár- magnsmarkaðarins er öruggt að íslenskir raunvextir verða svipaðir og í viðskiptalöndum okkar. Kom þetta fram i ræðu Víglundar Þor- steinssonar á ársþingi félagsins sem haldið var í gær. Séra Þórir Stephensen í ræðu sinni sagði Víglundur að íslenski fjármagnsmarkaðurinn ein- Þórir Stephensen festráð- inn staðarhaldari í Viðey Hefiir beðist lausnar frá Dómkirkjunni A FUNDI Reykjavíkur á Borgarráðs þriðjudag var Bjórsmygl: Gæsluvarð- haldskröfii hafnað SAKADÓMUR Reykjavíkur synjaði I gær kröfu RLR um gæsluvarðhald yfir starfsmanni Eimskipafélagsins, sem grunað- ur var um aðild að umfangs- miklu bjórsmygli. RLR dró til baka kröfu um gæsluvarðhald yfir öðrum starfmanni Eim- skips. Mennimir tveir hafa viðurkennt að hafa ásamt öðrum smyglað 300 bjórkössum til landsins í gámi um borð í Mánafossi í júnímánuði síðastliðnum. Maður, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Qórar vik- ur vegna gruns um smygl á 1.100 kössum af bjór með ms. Laxfossi, hefur nú verið látinn laus eftir að sakadómari synjaði um framleng- ingu á varðhaldi hans. Laxfoss- málið er enn óupplýst. séra Þórir Stephensen fastráð- inn sem staðarhaldari í Viðey. Séra Þórir hefur nú óskað eftir að verða veitt lausn frá emb- ætti dómkirkjuprests i Reykjavík frá 15. júní næstkom- andi. Því embætti hefiir hann gegnt síðastliðin 18 ár en var veitt ársleyfi vegna starfsins í Viðey síðasta sumar. í samtali við Morgunblaðið sagði séra Þórir að sú ákvörðun að Iáta af starfí dómkirkjuprests hefði verið erfið en hún væri tekin að mjög vel yfirveguðu ráði. Hann sagðist mundu sakna margs úr Dómkirkjunni, ekki síst ánægju- legs samstarfs við samstarfsfólk og sóknarböm, en verkahringur dómkirkjuprests væri orðinn stærri en heilsa sín leyfði. Þótt starf staðarhaldara í Viðey væri einnig mjög kreíjandi væri það annars eðlis og sér félli það vel. Séra Þórir Stephensen, sem er 57 ára gamall, hefur starfað sem sóknarprestur f 35 ár. Fyrst í Stað- arhólsþingum frá 1954-1960, þá á Sauðárkróki til 1971 er hann var ráðinn sem aðstoðarprestur séra Jóns Auðuns við Dómkirkj- una. 1973 lét séra Jón Auðuns af störfum og hlaut Þórir þá kosn- ingu safnaðarins í hans stað. kenndist af því að á markaðnum væru fáir stórir aðilar leiðandi og hann væri jafnframt vemdaður gagnvart umheiminum með umtals- verðum höftum og tolli í formi lán- tökuskatts. Mjög ófullkomin sam- keppni væri ríkjandi á fjármagns- markaðnum fyrst og fremst vegna vemdaraðgerða stjómvalda, sem stuðli að því að verð á peningum hér er óeðlilega hátt og er ein veiga- mesta ástæða þess að raunvextir hér á landi eru verulega hærri en í okkar viðskiptalöndum. Víglundur sagði að á yfirstand- andi ári stefni í það að fjárfesting á íslandi verði hlutfallslega minni en hún hefur verið í rúma hálfa öld, og þurfi að leita aftur til kreppuáranna til að finna sambæri- legar tölur um svo litlar fjárfesting- ar sem nú. Áætlanir bendi til að fjárfestingin verði um 17% af vergri þjóðarframleiðslu á þessu ári, og yrði það ijórða árið í röð þar sem fjárfesting yrði minni en 20% af landsframleiðslu. Ljóst væri að þjóðfélag sem lengi býr við minni fjárfestingu en 20% af landsfram- leiðslu sé ekki líklegt til að viðhalda nýsköpun og vexti, en miklu líklegra að það sé á samdráttar- og hnignunarskeiði. Sagði Víglund- ur að tölur þessar væru alvarleg hættumerki og sýndu ótvírætt að yfirlýsingar um offjárfestingu ættu ekki við rök að styðjast. Þær sýndu þvert á móti að stefnt væri í sam- drátt með vaxandi atvinnuleysi og versnandi lífskjörum, og vandinn í dag væri ekki fjárfestingarvandi. Sjá ræðu Víglundar Þorsteins- sonar formanns FÍI á bls. 18 og 19 og frekari umQöllun um fund- inn á bls 22. Fíkníefiiamál: Tveir í gæslu- varðhald TVEIR menn hafa verið úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 22. mars að kröfii fikniefna- deiidar lögreglunnar. Mennimir eru grunaðir um innflutning og hugsanlega dreifingu á hassefnum en lög- reglan verst frétta af rannsókn- Samtök um kvennalista: íhuga að fresta því að skípta út þingmönnum „Stjórnmálaástand mjög ótryggt nú,“ segir Guðrún Agnarsdóttir SAMTÖK um kvennalista íhuga nú að fresta framkvæmd þess að skipta út tveimur þingmönnum sínum fyrír varamenn. Það hefur legið fyrir að þær Guðrún Agnarsdóttir og Krístín Halldórsdóttir myndu hætta þingmennsku, er þessu þingi lýkur, samkvæmt reglu Kvennalistans um að þingmenn hans hverfi af Alþingi eftir 6 ára setu. Ástæða þessa, er að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur „ótryggt stjórnmálaástand". „Það er hreyfíngin, en ekki við sem er að velta þessu fyrir sér. Við erum ekkert að þessu fyrir okkur sjálfar. Það er ekki búið að ákveða þetta, en svo getur farið að við ákveðum að fresta því að skipta um þingmenn," sagði Guðrún. Guðrún var spurð hvort kvenna- listakonur væru ekki þar með að hverfa frá einni meginreglu sinni, um valddreifingu: „Við erum ekkert að hverfa frá neinu „prinsipi". Þetta verður gert, en það er bara spum- ing um það hvenær við teljum rétt að gera þetta." Guðrún var spurð hver væri r veruleg ástæða þessarar hugari breytingan „Margar okkar telj stjómmálaástandið sé mjög ótr núna og því gæti verið skyns legra að bíða með þetta." — Er stjómmálaástand ekki af ótryggt? „Jú, það er þac mörgum okkar finnst sem þa enn ótryggara nú en oft áður. Guðrún kvaðst telja að það að líða að því að endanleg ákvö: yrði tekin í málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.