Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 19

Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR lí MARZ 1989 19 T-S» Víglundur Þorsteinsson verulega saman á yfírstandandi ári og verða um 17% af vergri lands- framleiðlsu. Fari svo verður fjárfest- ing á yfirstandandi ári aðeins 60% af því sem hún var að meðaltali árin 1970-1980. Staðreyndin er sú að á yfirstand- andi ári stefnir í það að fjárfesting á Islandi verði hlutfallslega minni en hún hefur verið í rúma hálfa öld og við þurfum að leita aftur til kreppuáranna til að finna sambæri- legar tölur um svo litlar fjárfesting- ar sem nú. Því hefur löngum verið haldið fram að árleg fjárfestingarþörf þjóð- félags sem vildi viðhalda nýsköpun og vexti þyrfti að vera 20-25% af landsframleiðslu. Að vísu eru þetta engin nákvæm vísindi, en þó er ljóst að þjóðfélag sem býr lengi við minni fjárfestingu en 20% af landsfram- leiðslu er ekki líklegt til að viðhalda nýsköpun og vexti. Hitt er miklu líklegra að slíkt þjóðfélag sé á sam- dráttar- og hnignunarskeiði. Eg sagði áðan að fjárfesting á yfirstand- andi ári stefndi í það að verða 17% af landsframleiðslunni. 1989 yrði þá Jjórða árið í röð þar sem fjárfesting yrði minni en 20% af landsfram-- leiðslu. Þessar tölur eru alvarleg hættu- merki. Þær sýna ótvírætt að yfirlýs- ingar um offjárfestinguna eiga ekki við rök að styðjast. Þær sýna þvert á móti að við stefnum í samdrátt með vaxandi atvinnuleysi og versn- andi lífskjörum. Þær segja líka að vandinn í dag er ekki íjárfestingarvandi. Sú full- yrðing er innistæðulaus. Þegar fjárfestingarnar eru metn- ar eftir því hvemig þær hafa skipst milli atvinnuvega, einstaklinga og opinberra aðila á þessum þremur áratugum kemur eftirfarandi skipt- ing í ljós: 1961-1970 Atvinnuvegir 46% íbúðarhúsnæði 22% Opinberir aðilar 33% 1971-1980 Atvinnuvegir 44% íbúðarhúsnæði • 22% Opinberir aðilar 34% 1981-1989 Atvinnuvegir 45% íbúðarhúsnæði 22% Opinberir aðilar 32% Þegar þróun fjárfestinga í heild sinni er metin yfir þessa þijá ára- tugi kemur í ljós að samdrátturinn gengur nokkuð jafnt yfir hjá at- vinnuvegum, einstaklingum og opin- berum aðilum. Skuldir aukast I janúarhefti Hagtalna mánaðar- ins sem hagdeild Seðlabankans gef- ur út er að finna töflu um útlána- flokkun lánakerfisins árið 1981 til 1987, þar sem fínna má yfírlit um þróun útlána til atvinnuvega, heim- ila, ríkis og sveitarfélaga þessi ár. Þegar athugað er, hvernig skuldir atvinnulífs, heimila og opinberra aðila hafa breyst innbyrðis á þessu tímabili kemur eftirfarandi í ljós: 1981 1987 Atvinnuvegir 48% 43% Heimili 21% 32% Ríkissjóður og ríkisstofnanir 24% 21% Bæjar- og sveit- arfélög 7% 4% Alls 100% 100% Þegar metin er breyting skulda þessara aðila á sama tímabili kemur í ljós að skuldir heimilanna hafa aukist að raungildi um 155%. Skuldir atvinnulífsins við lána- kerfíð hafa vaxið að raungildi um 53% á þessu tímabili og skuldir ríkis- sjóðs og ríkisstofnana hafa vaxið að raungildi um 42%, en bæjar- og sveitarfélög hafa á þessum tíma aðeins aukið skuldir sínar um 7% að raungildi og er skýringa þar á líklega fyrst og fremst að fínna í því hversu vel Reykjavíkurborg og fyrirtækjum borgarinnar hefur vegnað í því að greiða upp skuldir á þessum tíma. Þessar tölur samhliða þróun fjár- festingar síðustu árin unrdirstrika rækilega að vandamál níunda ára- tugarins eru ekki fjárfestingar. Vandamálin eru ótvírætt viðvar- andi taprekstur útflutnings- og sam- keppnisatvinnuveganna sem hefur leitt af sér skuldasöfnun og versn- andi eiginfjárstöðu og vandinn er jafnframt eyðsluvandi heimila og ríkis og margra sveitarfélaga. í heild sinni staðfesta allar þessar hagtölur frá níunda áratugnum um þróun þjóðartekna, fjárfestingar og gífurlega skuldaaukningu heimila, atvinnufyrirtækja og opinberra að- ila, að mikil umskipti hafa átt sér stað i íslenskum þjóðarbúskap. Hin miklu hagvaxtarskeið áranna 1961—1980 þar sem þjóðartekjumar þrefölduðust eru að baki. Nú stefnir í það þegar níundi ára- tugurinn verður allur, að hagvöxtur- inn á því 10 ára tímabili verði aðeins rúmlega 20% sem þýðir tæplega 2% árlegan vöxt, og þar sem þjóðartekj- ur minnka hratt síðustu þrjú árin. Allar líkur benda jafnframt til þess að án verulegra breytinga í hagstjóm hér á landi', samhliða skipuiegri uppbyggingu atvinnu- mála, sé einskis annars að vænta á komandi ámm en stöðnunar eða jafnvel áframhaldandi samdráttar og atvinnuleysis, nema að því marki sem guðsgjafir falla okkur í skaut í tilviljunarkenndum vexti sjávarafla og verðhækkunum afurða á erlend- um mörkuðum. I íslenskri hagsögu verður níundi áratugurinn líklega skilgreindur sem áratugur stöðnunar samanborið við áratugina tvo frá 1961 til 1980. Það þarf djarfar ákvarðanir í atvinnumálum Það sem öllu máli skiptir nú er að við áttum okkur á því að djarfar ákvarðanir em nauðsynlegar í íslenskum efnahags- og atvinnumál- um ef ekki á illa að fara á tíunda áratugnum. Við þurfum nú þegar kröftugar aðgerðir í efnahags- og atvinnumál- um til að nokkur von megi verða til þess að hleypa í gang nýju hagvaxt- arskeiði. An slíkra aðgerða mun kaupmáttur og þar með lífskjör þjóð- arinnar fara versnandi ár frá ári með þeim afleiðingum að átök og árekstrar innanlands munu fara harðnandi. En hvað getum við gert? Hvemig snúum við þróuninni við? Ég ætla að freista þess að varpa fram nokkr- um hugmyndum um aðgerðir. 1. Tafarlausar aðgerðir til að stöðva taprekstur útflutnings- og sam- keppnisatvinnuvega og til að lækka fjármagnskostnað í landinu. 2. Aðgerðir til að stórauka nýtingu orkuauðlinda okkar. 3. Aðgerðir til aðlögunar íslenska þjóðfélagsins að hinum nýja Evr- ópumarkaði. Ég ætla þá fyrst að víkja að að- gerðum til að stöðva tap framleiðslu- atvinnuveganna og lækka fjár- magnskostnað. Þessar vikumar eru framleiðslu- fyrirtækin í landinu að leggja síðustu hönd á rekstraruppgjör ársins 1988. Þó enn liggi ekki fyrir heildaryfírlit um rekstrarafkomu fyrirtækjanna á síðasta ári er ljóst að mikil breyting hefur átt sér stað frá árinu 1987. Samkvæmt lauslegu mati FÍI má ætla að afkoma framleiðslufyrir- tækja hafi versnað um 10-15% mið- að við veltu og að flest framleiðslu- fyrirtæki hafí verið rekin með tilfinn- anlegu tapi á árinu. Varlega áætlað má gera ráð fyrir því að tap fyrir- tækjanna á síðastliðnu ári sé á bilinu 3—8% miðað við veltu, misjafnt eftir fyrirtækjum og greinum, eins og jafnan og í mörgum tilvikum er tap- ið yfír 10%. Enginn vafí leikur á því að árið 1988 er eitt af verstu árunum hjá íslenskum framleiðsluatvinnu- vegum í langan tíma. Þessi þróun hefur leitt það af sér að íslenskir framleiðsluatvinnuvegir eru nú veik- ari en þeir hafa verið lengi og þola ekki frekari taprekstur á þessu ári. Þó er ljóst að fyrirtækin eru enn að tapa og munu halda áfram að tapa að óbreyttum skilyrðum. Megin ástæður tapsins á síðasta ári eru tvær. Minnkandi tekjur vegna fallandi verðs og/eða minnkandi sölu og hins vegar gífurleg hækkun fjár- majpiskostnaðar. I uppgjörum fyrirtækja nú er að koma í ljós að fjármagnskostnaður hefur hækkað um og yfir 20% að raungildi frá árinu 1987, og er ótví- rætt sá kostnaðarþáttur sem hefur hækkað langt umfram aðra þætti í rekstri fyrirtækjanna. Gengið er falsað I dag búum við enn á ný við það að innleitt hefur verið uppbótar- og styrkjakerfi í fiskvinnslu til að falsa gengi íslensku krónunnar. Hér er í raun verið að innleiða styrkjakerfí í sjávarútvegi á nýjan leik 30 árum eftir að viðreisnarstjómin afnam styrkjakerfíð. Þó enn sé þetta nýja styrkjakerfi lítið að vöxtum miðað við þann óskapnað sem afnuminn var 1960, er aðferðin hliðstæð og stórhættu- leg. í dag er greiddur 6% styrkur úr ríkissjóði til fiskvinnslu en það jafngildir 9—10% fölsun á gengi krónunnar. Samt sem áður er fisk- vinnslan rekin með 2—4% tapi. Þannig vantar í reynd um 12% breyt- ingu á gengi til að stöðva taprekstur framleiðslufyrirtækjanna. Slík gengisbreyting er jafnframt þýðingarmesta aðgerðin til þess að stuðla að lækkun raunvaxta hér á landi sem eru og hafa verið allt of háir. Það hefur mikið verið rifíst um raunvextina undanfarna mánuði. Þar hafa menn deild um það hvort frjáls samkeppni eigi að ráða ríkjum á fjármagnsmarkaðnum eða hvort stjóma eigi vöxtum með handafli. Fyrst þyrfti ef til vill að spyija hvort fijáls samkeppni ríki á flár- magnsmarkaðnum? Islenski fjármagnsmarkaðurinn einkennist af því að á markaðnum eru fáir stórir aðilar leiðandi og jafn- framt er íslenski íjármagnsmarkað- urinn vemdaður gagnvart umheim- inum með umtalsverðum höftum og reyndar einnig með 6% tolli í formi lántökuskatts. Höftin byggjast á flóknu, úreltu leyfakerfi stjómvalda hvað varðar aðgang að erlendu lánsfé sem og úreltum reglum sem í aðalatriðum meina íslenskum fyrirtækjum að byg'gja upp bankaviðskipti við er- lenda banka og lánastofnanir. Það er skoðun mín að þegar allt þetta er metið ríki mjög ófullkomin samkeppni á fjármagnsmarkaðnum fyrst og fremst vegna vemdarað- gerða stjómvalda þó fleiri atriði komi hér til. Þessar vemdaraðgerðir stuðla að því að verð á peningum hér er óeðlilega hátt og er ein veiga- mesta ástæða þess að raunvextir hér á landi eru verulega hærri en í okk- ar viðskiptalöndum. Það er óhjákvæmilegt að opin- berar vemdaraðgerðir til handa íslenska fjármagnsmarkaðnum verði afnumdar nú þegar og hann verði látinn taka þátt í samskonar fríversl- unarsamkeppni og útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegir þurfa að gera. Með samræmdum aðgerðum í gengismálum og samkeppnisþrýst- ingi alþjóða ijármagnsmarkaðarins er ömggt að íslenskir raunvextir verða svipaðir og í okkar viðskipta- löndum. Aukin nýting’ náttúruauðlinda Eins og ég gat um hér áðan höfum við íslendingar nú um nokkurra ára skeið fullnýtt fiskimið okkar. Aukinn sjávarafli mun því ekki færa okkur sérstakan hagvöxt á komandi ámm eins og gerðist milli 1960 og 1980. Að sjálfsögðu mun sjávarútvegur og iðnaður geta fært okkur nokkum hagvöxt á komandi áratugum með stöðugri vömþróun og markaðssókn ef þessum greinum verða búin eðli- leg og ömgg starfsskilyrði, en ör- uggt má telja að hin öflugu hagvaxt- arskeið áranna 1960—1980 endur- taki sig ekki af þeim sökum. Auðlindin sem við eigum lítið nýtta í dag er orkan. Við þurfum að móta öfluga orkuiðnaðarstefnu á nýjan leik til þess að hleypa í gang þeim sérstöku hagvaxtaráhrifum sem gjarnan fylgja því að auka nýt- ingu vannýttra auðlinda. Einn meginþáttur slíkrar orkuiðn- aðarstefnu er samstarf við erlend stórfyrirtæki til þess að hraða upp- byggingu á þessu sviði. í mótun nýrrar orkuiðnaðarstefnu þurfum við að gefa jafnan gaum að uppbyggingu iðnaðar sem nýtir jarð- gufu. íslenskur orkuiðnaður í dag er nær eingöngu á sviði raforkunýting- ar og reyndar er hér aðeins eitt orku- iðnaðarfyrirtæki, Kísiliðjan hf., sem nýtir jarðgufu að nokkru marki. Þessu þurfum við að gefa sérstakan gaum einkum þar sem stærstur hluti vannýttra orkulinda okkar er hin mikla jarðgufa. Það er því mjög æskilegt að þeim orkuiðnaði sem nýtir gufu vaxi hér fískur um hrygg í framtíðinni sam- hliða því sem við eflum orkuiðnaðinn sem styðs við raforku. Það er mjög þýðingarmikið að á þessu sviði takist víðtæk pólitísk samstaða um samstarf við erlenda aðila þannig að skapa megi traust á slíkri stefnu. Jafnframt sem nauð- synlegt er jafnt fyrir erlend fyrir- tæki sem innlend að hér ríki starfs- skilyrði sem séu vinsamleg fram- leislustarfsemi þannig að trú inn- lendra sem erlendra fyrirtækja á rekstaraðstöðu hér á landi megi styrkjast verulega. Evrópubandalagið Mikil umræða er nú hlaupin í gang hér á landi um Evrópubanda- lagið og þann nýja innri markað bandalagsins sem koma á á fót fyr- ir árslok 1992. Hér á landi hefur umræðan enn sem komið er að mestu einskorðast við það atriði að okkur sé nauðsyn á nýjum samningum um tolla á sjáv- araftirðum. Það er satt og rétt að við þurfum fljótt úrlausnar þeirra mála. En það eru mun fleiri atriði sem við þurfum að taka á í þessu sam- hengi. Óháð því hvort við viljum gerast aðilar að Evrópubandalaginu í framtíðinni eða ekki er óhjákvæmi- legt fyrir okkur íslendinga að hefja nú þegar skipulega aðlögun okkar að þeirri þróun sem nú er hafín í Evrópu. Sú aðlögun þarf að byggjast á eftirfarandi meginsjónarmiðum. 1. Taka öll lög og reglugerðir sem á einhvem hátt geta haft áhrif á stöðu íslensks atvinnulífs gagnvart atvinnulífí í Evrópu til skipulegrar endurskoðunar. 2. Ekki verði lagt neitt fmmvarp fram á Alþingi án þess að því fylgi greinargerð um áhrif á stöðu íslensks atvinnulífs gagnvart atvinn- ulífí í Evrópu, ef einhver em, þar sem þess sé gætt í hvívetna að staða íslenskra fyrirtækja veikist ekki. 3. Nauðsynlegt er að endurskoða fjármálaþjónustu hér á landi. Við þurfum að tengja íslenska fjár- magnsmarkaðinn alþjóða ijár- magnsmarkaði með því að afnema gjaldeyrishöft og setja reglur um starfsemi erlendra fjármálafyrir- tækja á íslandi. Hér er ekki aðeins um að ræða hagsmuni íslensks iðnaðar, heldur alls atvinnulífs á íslandi. Samkeppnin mun harðna og íslensk fyrirtæki verða að geta mætt henni á sömu kjömm og er- lendir keppinautar. Hér skipta því skattakjör atvinnu- lífsins vemlegu máli. Hér á landi er í gangi umfangsmikil skattheimta af • framleiðslukostnaði og fjárfest- ingum atvinnulífsins. Þessu þurfum við að breyta til samræmis við aðrar Evrópuþjóðir nú á næstu misserum. Öll þessi vinna þarf að hefjast nú þegar og henni þarf að vera lokið og breytingarnar komnar til fram- kvæmda fyrir 1992, svo íslenskt atvinnulíf missti ekki af lestinni í þeirri hörðu samkeppni sem fram- undan er í alþjóðaviðskiptum. Góðir ársþingsgestir. Ég hefí verið að reyna hér i máli mínu að draga fram þær breyttu aðstæður sem orðnar em hér á landi á síðasta áratug og þann litla hag- vöxt sem stefnir í hér á landi nú samanborið við hin öflugu hagvaxt- arskeið áranna 1960—1980. Ég tel að við stöndum nú frammi fyrir þeim vandamálum að án nýrrar langtímastefnumótunar á þeim meg- insviðum sem ég hefí nefnt hér, sam- hliða nauðsynlegum upphafsaðgerð- um til að stöðva taprekstur atvinnu- veganna muni kreppa alvarlega að í íslenskum þjóðarbúskap. Gangi það eftir mun sá samdráttur leiða af sér mjög alvarlega röskun í byggða- og atvinnuþróun hér á landi á komandi ámm. Það má ekki verða. Slíkt þurfum við að hindra með því að hefjast nú þegar handa um markvissa uppbyggingu í íslenskum efnahags- og atvinnumálum sem hleypa hér í gang nýju vaxtarskeiði og treysta varanlega lífskjör okkar á komandi áratugum. Við eigum öll tækifæri til þess, nú þurfum við fyrst og fremst víðtæka samstöðu á öllum sviðum til að hefja verkið. Húsvemdarsjóður Reykjavfkur Á þessu vori verða í þriðja sinn veitt lán úr Húsverndarsjóði Reykjavík- ur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerðar og endurgerðar á hús- næði í Reykjavík sem sérstakt varðveislugildi hefur af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja greinargóðar lýsingar á fyrir- huguðum framkvæmdum, verklýsingar og teikningar eftir því sem þurfa þykir. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1989 og skal umsóknum, stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlat- úni 2, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.