Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 23

Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 23 Sól og sandur á Broadway MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á veitingastaðnum Broad- way, sem i kvöld opnar undir slagorðinu „Sól og sandur". „Hér inni í Brodway hefur verið búinn til alveg nýr heimur út af fyrir sig, og er það í rauninni risastór leikmynd sem flytur gesti staðarins til baðstrandarlífs á suðrænum slóðum," segir Birgir Hrafnsson, mark- aðsstjóri Ólafs Laufdal. „Þegar gestirnir koma í húsið verða þeir staddir á einskonar brautarstöð þar sem skilti og veg- vísar gefa til kynna hvert hægt er að fara. Staðnum hefur í raun ver- ið breytt í baðströnd, en leikmynd- inni er skipt niður í 4-5 sjálfstæðar einingar. Þar má til dæmis nefna ítalskan veitingastað með öllu til- heyrandi, sem verður að hluta til eins og undir berum himni, og sér- staka sundlaugareiningu, en allt Eldur við Hverfisgötu: Fólki bjargað úr reykjarkófí með stígnm slökkvifíðs tengist þetta jú baðstrandarlífí.I Broadway verður gesturinn í raun- inni bæði úti og inni, og götur og vegvísar gefa til kynna hvar gestur- inn er staddur hveiju sinni og hvert hann getur farið. Bryddað verður upp á þeirri nýj- ung að í staðinn fyrir að vera með hefðbundin skemmtiatriði á sviði verður skemmtiatriðunum stýrt frá öllum börum hússins, en til liðs við okkur eru komnir um 25 krakkar sem vanir eru að fást við allskyns uppákomur. Þessir krakkar munu vinna á og í kringum barina í 4-6 manna hópum og halda uppi sjálf- stæðum skemmtiatriðum, sem geta til dæmis verið danssýningar, lát- bragðsleikur, söngur eða annar tón- listarflutningur. Þessi skemmtiat- riði verða í gangi allt kvöldið, og þau verða alveg óháð dansgólfínu. Reyndar verða nú tvö dansgólf í Broadway, en þar verður flutt allra- handa tónlist og að sjálfsögðu einn- ig suðræn tónlist. Þá verða líka ^ . Morgunblaðið/Emilía I vikunni var unnið dag og nótt við breytingar í Broadway. Á myndinni eru talið frá vinstri: Maguús Scheving, skemmtanastjóri, Guðný Richards, hönnuður innréttingar og Birgir Hrafhsson, markaðsstjóri. allskyns uppákomur á víð og dreif um húsið, og má þar til dæmis nefna rakara, skóburstara, pylsu- sala og farandsla, en sífellt verður bryddað upp á nýjungum í því sam- bandi, þannig að aldrei verður um það sama að ræða frá einni helgi til annarrar. Þá má geta þess að þeir sem mæta fyrir klukkan 22.30 og kaupa mat á ítalska staðnum þurfa ekki að greiða aðgangseyri, en kl. 23 breytist matsölustaðurinn í strandbar þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Við höfum kallað inn nýtt starfs- fólk í húsið vegna þessara breyt- inga, og verður það klætt í sam- ræmi við þennan suðræna sumar- anda sem hér mun ríkja. Klæðnaður gesta má að sama skapi vera mjög frjálslegur, svo framarlega sem hann er snyrtilegur og innan vel- sæmismarka, og fólk má jafnvel vera í sundfötum hér ef það vill,“ sagði Birgir Hrafnsson. Hönnuður leikmyndarinnar í Broadway er Guðný Richards, en Magnús Scheving hefur umsjón með öllum skemmtiatriðum sem boðið verður upp á. ELDUR kom upp á annrri hæð fjögurra hæða steinhúss, Hverf- isgötu 50, aðfaranótt fimmtu- dagsins. Slökkvilið þurfti að bjarga íbúum á efri hæðum húss- ins, sem sluppu óskaddaðir út úr reykjarkófi, með stiga- og körfúbflum. Líklegast er talið að kviknað hafi í út frá sígaretu- glóð. Eldurinn kom upp í félagsheimili Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta, en fyrr um kvöldið hafði þar verið gleðskapur til að fagna sigri félagsins í kosningum til Stúdenta- og Háskólaráðs. Miklar skemmdir urðu innan- stokks í húsnæði Vöku og einnig urðu reykskemmdir í íbúðum á efri hæðum hússins. RLR vinnur að rannsókn málsins. Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Veldu Kópal með gljáa við hæfi. B.H. líkamsþjálfunartæki eru sérstaklega ætluð til heimilisnota fyrir fólk almennt. Notkun þeirra stuðlar að betri heilsu og vellíðan. Hún styrkir hjartað og eykur þrekið og lífskraftinn, örvar blóðrásina, styrkir slappa vöðva (til dæmis maga- og bakvöðva), kemur í veg fyrir vöðva- bólgur, brennir burtu aukakílóum og þjálfar og styrkir allan líkamann. Öll B.H. þrektækin eru sérlega hentug til heimilisnotkunar. Þau eru örugg, sterk og einföld í notkun og taka litið pláss. Verðið er einstaklega gott miðað við gæði. 676 Electronlc - Þrekhjól með róðrastýri. • Nýtískuleg hönnun og rafeindamælar. • Sæti rennt upp og niður I einu handtaki. • Innilokaðdrifogkasthjól. Verð kr. 12.980.- stgr. 747 ERGOMETER - Þrekhjól með róðrarstýri • Hitaeiningamælar. • Þungt kasthjól m/reim. • Breitt og mjúkt sæti. Verð kr. 15.430.- stgr. 17 Home-Blke - Þrekhjól með róðrastýri. • Stillanleg átaksþyngd. • Innilokaðdrif og kasthjól. • Sérstaklega stöðugt. Verð kr. 12.320.- stgr. 7000 Electronlc- „High Tech" þrekhjól með róðrastýri. • Hátæknihönnun og rafeindamælar. • Þungt kasthjól með átaksreim gefur sérstaklega jafnt ástig. • Sérstakur þrekmælir sýnir hitaeiningarbrennslu. Verð kr. 16.320.- stgr. ^ páskaafsláttur (TAKMARKAÐAR BIRGÐIR) MJÖg svelgjanleg grelðslukjör Ekkert út, grelðlst á 12 mánuðúm Sendum I póstkröfu um lartd altt Reióhjólaverslunin ,-------- Spífalasfíg 8 símar: 14661.26888

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.