Morgunblaðið - 17.03.1989, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 17.03.1989, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Tvenns konar öngstræti eftir Tómas Inga Olrich Það er að verða æ ljósara að meiri hluti þeirra, sem á annað borð taka afstöðu til hvalveiðistefnu íslenskra stjómvalda, skipa sér í tvær fylking- ar. Annars vegar eru þeir, sem vilja fylgja fram stefnu Halldórs Ás- grímssonar og ríkisstjórnarinnar, sem þeir kalla gjarnan ranglega stefnu Alþingis (þing þjóðarinnar hefur, svo mér sé kunnugt, aldrei tekið afstöðu til vísindaveiðanna sem slíkra). Sú stefna virðist vera fólgin í því að gera tilka.ll til að haga nýt- ingu og rannsóknum á hvölum eftir eigin höfði, í krafti sjálfsákvörðunar- réttar þjóðarinnar. Hins vegar eru þeir, sem vegna viðskiptahagsmuna vilja hætta hvalveiðum, þótt þeir telji að við framkvæmum vísinda- veiðar í fullu samræmi við allar al- þjóðlegar skuldbindingar okkar. Virðist mér Ámi Gunnarsson al- þingismaður vera talsmaður þessa hóps innan Alþingis. Hvomg þessi leið sýnist mér vænleg til að tryggja hagsmuni íslendinga, hvorki þegar litið er til skemmri eða lengri tíma. Á ráðstefnu, sem Samband ungra Sjálfstæðismanna gekkst fyrir ný- lega, deildum við sjávarútvegsráð- herra um það hvort hvalveiðistefna íslenskra stjórnvalda væri brot á Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Meginröksemd ráðherrans var sú, að Hafréttarsáttmálinn væri ekki í gildi, þar sem aðeins 38 þjóðir hefðu undirritað hann „en 60 þarf til að hann teljist gildur" (Mbl. 17. 2. ’89). Ég hélt því hins vegar fram í erindi mínu að 159 þjóðir og al- þjóðasamtök hefðu undirritað sátt- málann. Tók ég það skýrt fram, þótt það virðist hafa farið fram hjá fréttamanni sjónvarpsins, að sátt- málinn yrði virkur einu ári eftir að 60 þjóðir hefðu staðfest hann, en að á meðan beðið væri eftir því hefði Hafréttarsáttmálinn réttarfarslegt gildi fyrir þær þjóðir, sem hefðu staðfest hann. Ágreiningur okkar Halldórs um það hvort 38 ríki eða 159 ríki hafi Tómas Ingi Olrich undirritað sáttmálann hlýtur að vera byggður á mismæli ráðherrans. Hann ruglar saman undirritun og staðfestingu. Samkvæmt upplýsing- um utanríkisráðuneytisins hafa 159 ríki undirritað sáttmálann (Frestur til undirritunar er runninn út). Hins vegar hafa ekki nema 38 ríki stað- fest hann. Munurinn á staðfestingu og undir- ritun er sá, eftir því sem mér skilst, að í undirritun sáttmálans er fólgið samþykki með þeim fyrirvara að þjóðþing hlutaðeigandi lands stað- festi hann síðar. Staðfesting fer síðan þannig fram að sáttmálinn er ýmist felldur inn í landslög með sam- þykkt lagafrumvarps ellegar tekin afstaða til hans með samþykkt þingsályktunartillögu. Hitt skiptir að sjálfsögðu meira máli, hvort sú fullyrðing ráðherrans sé rétt, að sáttmálinn sé ekki í gildi. Einu ári eftir að Hafréttarsáttmálinn hefur verið staðfestur af 60 ríkjum er hann fullgildur, hann tekur gildi „de jure“, það er að segja að hann verður þá virkur lagabálkur, ákvæð- um hans er hægt að beita sem lagaá- kvæðum fyrir alþjóðlegum dómstól. Á meðan hann hefur ekki enn öðlast þann sess að vera í gildi „de jure“, er hann bindandi viljayfirlýsing þeirra þjóða, sem hafa staðfest hann. Hann er „in faeto“ grundvöllur al- þjóðlegra samskipta um málefni sem varða hafrétt. Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna er því í gildi í raun, enda hefur hann verið um ára- bil grundvöllur utanríkisstefnu Is- lendinga að því er varðar landhelgi, efnahagslögsögu, veiðar á laxi, losun úrgangsefna í sjó og fleira. Um þessa skoðun hélt ég að ekki væri ágreiningur á íslandi og leyfi mér í því sambandi að vitna í orð Eyjólfs Konráðs Jónssonar í Morgunblaðinu þann 24. febrúar sl., þar sem hann segir að Hafréttarsáttmálinn sé „orðinn að lögum de facto“, og mælir með því að laxveiðar Færey- inga í sjó verði stöðvaðar á grund- velli sáttmálans. Samkvæmt Hafréttarsáttmálan- um eigum við ekki sjálfsákvörðunar- rétt í hvalamálum. Okkur ber skylda til að starfa með öðrum þjóðum að vemdun sjávarspendýra og hvað hvali snertir höfum við skuldbundið okkur til að starfa á vettvagni viðeig- andi alþjóðastofnana. Á meðan ekki er til nein alþjóðleg stofnun önnur en Alþjóðahvalveiðiráðið, verðum við að fara að tilmælum þess. Við getum ekki sagt okkur úr ráðinu og stofnað ásamt nokkmm öðrum þjóðum nýtt hvalveiðiráð. Við gætum hins vegar gengist fyrir því að allar strand- þjóðir við Atlantshafið norðanvert stofnuðu með sér samtök, sem fjöl- luðu um málefni þessa hafsvæðis í samræmi við ákvæði Hafréttarsátt- málans. Islendingar gætu gengist fyrir þvi innan Sameinuðu þjóðanna að þar yrði fjallað innan sérstakrar stofnunar um málefni hafsins. Við getum hins vegar ekki leikið neinn einleik ásamt nokkmm hvalveiði- þjóðum. Stríð er yfirleitt síðasta úrræði friðsamrar þjóðar. Stríðsyfirlýsingar verða því að vera vel gmndaðar. Ef Halldór Ásgrímsson vill fara í stríð við alþjóðleg umhverfísverndarsam- tök, verður að vera Ijóst að íslensk stjórnvöld hafi góðan málstað og hafi í einu og öllu haldið alþjóðlegar skuldbindingar sínar. En það er ein- mitt það, sem ég dreg í efa. Það viðhorf, að við eigum að hætta hvalveiðum í vísindaskyni vegna viðskiptahagsmuna og hótana um viðskiptaþvinganir, er að mínu mati ekki síður viðsjárvert en túlkun sjávarútvegsráðherra á Hafréttar- sáttmálanum. Það er mjög mikil- vægt að Islendingar geri kröfu til þess að fá að nýta auðlindir sjávar- ins, bæði þær, sem þeir einir eiga tilkall til og eins hinar sem þeir eiga rétt á að nýta og rannsaka í sam- starfí við aðrar þjóðir. Þennan rétt smsrwmM í TAKT VIÐ TÍMANN Viltu skara fram úr á hörðum vinnumarkaði? Við bjóðum þér upp á hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvu- greinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Þú getur valið um morgun- eftir- miðdags- eðajkvöld tíma, eftir því sem þér hentar. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofiitækiiir. Innritun og allar nánari upp- lýsingar færðu í símum 68 75 90 og 68 67 90. Vif> erum viö símann til , kl. 22 í kvöld. Steinvör Gisladóttir, skrifstofumaður, Mjólkursamsölunni: „Námið er yfirgripsmikið og hagnýtt og reyndist mér vel. Það hefur styrkt mig í sessi og umfram allt var þetta skemmtilegur tími í góðum og samhentum hóp.“ Tölvufræðslan Borgartúni 28 31 á þjóðin óumdeilanlega samkvæmt Hafréttarsáttmálanum, ogþeim rétti á hún ekki að afsala sér vegna við- skiptahótana. í raun er það versta hugsanleg niðurstaða hvalamálsins, ef Islendingar neyðast til að gefa upp gegn þvingunum þann rétt, sem þeir eiga samkvæmt alþjóðalögum. Íslendingar eiga öllum öðrum þjóðum fremur að vera umhverfis- og náttúruverndarþjóð. Með um- hverfísvemd er þó alls ekki átt við að banna manninum að nýta gjafir náttúrunnar. Þvert á móti felst það í hugtakinu náttúruvemd, eins og ég kýs að skilja það, að náttúran sé nýtt skynsamlega, þannig að ekki sé valdið spjöllum á því sem við emm hluti af og eigum allt okkar undir.' Höfimdur er menntaskólakennari á Akureyri. TVOFALDUR 1. VESMNGUR álaugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! ? Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.