Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 40

Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 40
 40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Hugleiðing um leiksýningu á Akureyri eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Það var fullt hús á sýningunni þetta kvöld — síðastliðinn laugar- dag ellefta þessa mánaðar — og gamla ieikhúsið á Akureyri, sem er byggt í krónborgarstíl, var gætt fyrri þokka og vakti upp minning- ar. Akureyri heldur fast í hefðir — alls konar hefðir — ekki hvað sízt gömlu siðalögmálin, sem virðast svo víða vera að hverfa með þjóðinni. Þar á Akureyri ríkir samfélag, gjör- ólfkt því fyrir sunnan — og víðar. Einhver var að tala um Little Ox- ford Theatre í þessu tilviki, en sum- ir hér áður fyrr voru stundum að líkja Akureyri við Öxnafurðu (alias Oxford) sakir þess hve hámenning stóð þar jafnan í blóma. Leiklist þar þótti á háu kröfustigi — og leik- húsið enginn eftirbátur gamla Iðnós nema síður væri. Sá, er þetta skrif- ar, minnist þess ekki, að í ungdæmi hans þar hafi nokkur lágmenning fengið að þrífast. Fýrrum mennta- málaráðherra Sverrir Hermannsson að vestan, sem er hnyttinn í orð- færi, talar stundum um lágkúruna í andlegu lífí samtímans. Sjálfur sækir Sverrir andlega næringu í íslendingasögumar, þessi klassisku verk, sem eru elztu skáldsögur í Evrópu. Það var ekkert lágt eða lítilmót- legt á ferðinni þetta umrædda kvöld í gamla Samkomuhúsinu á Akur- eyri, þegar verið var að sýna „Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eft- ir Ameríkanann Edward Albee. Þetta er stórbrotið verk, skrifað í þrívfddarstfl eins og góð bók- menntaverk. Síðan leikritið var fyrst fært upp 1962 á Broadway hafa gagnrýnendur keppzt við að brjóta það til mergjar — en slíkt gerir það einmitt athyglisvert. „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?" snertir flestar mannlegar hliðar. Ennfremur telja það sumir styrk verksins, hversu leikrænt það sé. Höfundurinn Albee er iðulega nefndur í sömu andrá og rithöfund- ar eins og Beckett, Brecht, O’Neill og Pinter — jafnvel sem eins konar arftaki þeirra — og stundum er tatað um, að verk hans séu nútíma- stæling á Strindberg. Og gagmýn- endur eru afar ósammála eins og fyrri daginn — ekkert nema gott eitt um það að segja. Var það ekki líka Oscar Wilde, sem sagði, að þegar gagnrýnendur væru ósam- mála — þegar þeim bæri ekki sam- an — þá fyrst væri listamaðurinn í sátt við sjálfan sig. En fyrst og fremst fjallar leikritið um óttann samanber titilinn. Og nú víkur sögunni að leiksýn- ingunni á Akureyri, sem gerist nú æ umtalsverðari — ekki hvað sízt eftir það, sem á undan hefur geng- ið. Mun hafa kveðið ramt að sundur- þykkju og missætti, sem flölmiðlar og aðrir aðiljar hafa tönnlazt á og gert sér mat úr. Hins vegar er háskalegt, ef íslenzkt leikhúsfólk fer að hnakkabítast og valda mis- skilningi. Sumt af þessu fólki virð- ist ekki gera greinarmun á réttu eða röngu. Aðalleikandinn Helgi Skúlason, sem eins og allir dómbær- ir vita, að er á heimsmælikvarða sem artisti og eftirsóttur leikandi í Evrópu, hefur þegar unnið sér inn fyrir sinni skoðun. Það sýnir listræn geta hans. Hvers vegna f ósköpun- um má Helgi ekki gagnrýna hæfni leikstjóra — maður eins og hann, sem hefur hvað eftir annað „brillér- að“ — slegið í gegn? Það er hart, ef leikstjóraklíku eða öllu heldur mannesiq'u, sem er þar í forsvari, lfðst að rangfæra ummæli Helga og kenna þau við persónuníð og beita þannig lygum ofan á lygar, sem er einkennandi fyrir margt fólk, sem kennir sig við listir og menningarlíf hér um slóðir. Af því leggur austantjaldsfnyk eins og haft er eftir Helga Skúlasyni í fjöl- miðlum — heiður sé honum fyrir ummælin — þau hreinsa loftið! Því miður ber greinilega á austantjalds- fnyk (sumir líkja honum við hass- gufu) á ýmsum listasviðum hérlend- is — maður talar nú ekki um öfund- ina sem hæfíleikarýrt fólk elur á og á uppruna sinn að rekja til afla, sem austantjaldsódaun leggur af. Allir vita, hvemig í pottinn er búið austur þar í listrænni tjáningu. Þau hjón Helga Bachmann og Helgi Skúlason fóru með verk sín, Mörtu og Georg, af sannri innlifun og bæði beittu þau mjúkum leikstfl, hvort með sínum hætti. Einkum var Helgi sérstaklega afslappaður, ekki hvað sízt á sterkum stundum í verk- inu, þá er mest reyndi á að sýna blæbrigði. Hann missti aldrei tökin á hlutverkinu. Það er músík í leik hans og hann minnir á tónlistar- mann, sem kann nótumar og er auk þess gæddur melódískri hrynjandi. Helga stendur sig líka með glæsi- leik. Hún undirleikur á köflum, sem getur bæði verið kostur og galli — oft nauðsyn — en sækir í sig veðrið og skilar af sér persónulegum leikstfl. Og eins og Georg segir á einum stað: „Marta er alveg einstök kona, og ef þú værir giftur henni, þá vissirðu, hvað það þýðir." Marta er ein af þessum hættulegu mis- skildu konum, en hún er sjálfri sér samkvæm — og eins og eitt sinn var haft eftir Helgu heitinni Valtýs- dóttur leikkonu, sem fór með hlut- verk hennar fyrir mörgum árum, þá em viðbrögð Mörtu eðlileg í ein- víginu, sem hún heyr allan tímann. í spjalli, sem undirskráður átti við Helgu á sínum tíma fyrir dagblaðið Vísi, þá kvaðst leikkonan hafa skil- ið Mörtu á þann veg, að hún væri sjálfri sér samkvæm — og undir niðri óbrotnari manneskja en hún liti út fyrir að vera. Frá hennar sjón- armiði hefði aðdáun Mörtu á föður hennar — rektomum við háskólann í nýju Karþagó — mótað hana mik- ið — hún tilbæði hann — hún væri dæmigerð pabbastelpa (kannski gert hana óhæfa til hjónabands — hver veit). Helga Bachmann túlkar þennan karakter með skilningi og hún er sannfærandi, þegar hún segir: „Það var þá, sem ég gifti mig inn í há- skólann." Marta er sterkur persónu- leiki — og hún er gróf og barma- full af lífsorku og frek á nautnim- ar, en erfíð sjálfri sér eins og s|íkt fólk er í mörgum tilfellum. Öllu þessu þarf Helga Bachmann að skila, en hún gerir það lifandi og með öryggi og án tilgerðar — eink- um þegar fer að síga á sýninguna — og nær hún fram eðlilegum við- brögðum. Liz Taylor fór með þetta sama hlutverk á sínum tíma — það hefur átt við vinkonuna! Þetta er leikrænt leikhúsverk eins og áður segir, gætt sveiflum — svo ótrúlegum sveiflum, að það er lygilegt. Það gerist líka margt í lífí fólks, sem er að stíga inn í nýja veröld, sem er mótuð af tilkomu kjamorkusprengjunnar og breyttr- Morgunblaðið/RÞB Átaka-atriði í leiknum: Marta (Helga Bachmann) og Georg (Helgi Skúlason). ar sálfræði í innri og ytri hegðan. Ekki þarf annað en að líta í kring- um sig á þessu ástkæra litla ísa landi vom til þess að fá sýnishom sem sönnun fyrir sannferðugt inn- tak leikritsins, „Hver er hræddur við Virginiu Woolf?" Alls staðar — hvert sem augum er litið — ríkir ótti við að horfast í augu við raun- vemleikann og óttinn við að svipta blekkingarhulunni frá og þurfa fyrr eða síðar að horfast í augu við skrímslið — skrímsli vemleikans og skrímslið inni í manni sjálfum, smbr. titilinn Hver er hræddur o.s.frv. Hins vegar er því svo farið, að fólk er að verða samdauna þessum hroðalegu stökkbreytingum undan- farin 20-30 ár, en leiksýningin „Hver er hræddur við Virginiu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.