Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 41

Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 41
68« SflAM .rt HUOAaUTSÖ'í qigAJaVltJOflOM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 0* 41 Woolf?“ ýtir við manni og kennir I að horfa á sannleikann. Ungir leikendur fara með hlut- verkin Honey og Nick — þau Ragn- heiður Tryggvadóttir og Ellert Ingimundarson. Bæði leyna þau á sér, en stundum mættu þau vera afslappaðri í framsögn og fram- göngu og beita öðrum og eðlilegri snúningshraða á köflum. Þó standa þau sig síður en svo klaufalega. Ragnheiður lofar góðu, en hún er fínleg kvengerð. Ellert mætti hins vegar gera Nick meira „gegnum- amerískan" (All American) — þenn- an dæmigerða sjálfumglaða ameríska nútíma-miðlungsmann, sem virðist framleiddur á sama grundvelli og hamborgari og kók. Franskar gleðikonur gera stólpagrín að þessari karlgerð sem elskhuga á sex-sýningum í París eins og frægt er. Eins og fyrr segir var troðfullt hús í gamla Samkomuhúsinu á Akureyri á þessari sýningu — fólk hafði drifíð að á sýninguna úr nær- sveitum og meira að segja að sunn- an, til að mynda úr sjálfri Reykjavík og úr Borgarfirðinum. Og stemn- ingin var gífurleg og fijálslegur hressandi andi ríkjandi — ferskleiki frá eðlilegu fólki — óralangt frá austantjaldsstemningu. Þama var fólk, sem kann að hrífast. Kona — með bijóstvit — að sunnan, en ætt- uð af Vestfjörðum — á ferðalagi í sölumennsku — sagðist sjaldan hafa hrifizt meira í íslenzku leikhúsi. Sjálfum fínnst greinarhöfundi sem heimsmenning sé nú áþreifanleg á gömlu Akureyri og blandist þar gæðum, sem eru fyrir hendi og enn eru við lýði, guði sé lof — gæði, sem forsvarar kúltúrs þar um slóðir hafa heitið að láta aldrei hverfa þaðan, hvað sem tautar og raular. Höfundur er listmálari. fHtfxgtm* MgfrUr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI AJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁOHÚSTORGI TJöfóar til X X fólks í öllum starfsgreinum! Samgönguráðherra kanni rækilega atburðina í Leifestöð eftirMagnús Gíslason Stefna Flugleiða á hendur Versl- unarmannafélagi Suðurnesja vegna atburðanna í Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli í verkfallinu í vor, hefur vakið mikla athygli, enda um sér- stætt mál að ræða. Samtök launa- manna brugðust hart við málssókn- inni og mótmæltu aðförinni með því að slá á frest eða hætta við samninga um orlofsferðir þar sem nefnt flugfélag átti hlut að máli. Samtök vinnuveitenda sem reka málið fyrir flugfélagið reiddust hins vegar mjög og sökuðu launamanna- samtökin um viðskiptaþvinganir og vitnuðu til Afríku, máli sínu til stuðnings. Fleira álíka viturlegt hafa undirgefnir pennar párað af lítilli þekkingu um málið. I stefnunni sem lögð var fyrir bæjarþing Keflavíkur þann 11. jan- úar sl. eru VS-félagar sakaðir um að hafa beitt ofbeldi, m.a. hindrað forstjóra nefnds flugfélags þegar hann gekk í störf flugafgreiðslu- manna, þegar þeir voru í verkfalli, með þeim afleiðingum að ferðir til útlanda féllu niður og röskun varð á öðrum. Fjárhagslegt tjón taldi stefnandi vera um fjórar milljónir og krefst fimm hundruð þúsunda króna í .skaðabætur af Verslunar- mannafélagi Suðurnesja. Skilningur á sérstöðu utanlandsflugsins ávallt fyrir hendi Samkvæmt þeirri mynd sem reynt er að draga upp af VS í fjöl- miðlum og víðar mætti æt!a að fé- lagið hafi verið óalandi og ófeijandi í samskiptum sínum við stefnanda. Hið. rétta er að mjög vel hefur far- ið á með þessum aðilum í gegnum tíðina. Skilningur VS á sérstöðu utanlandsflugsins hefur ávallt verið fyrir hendi, — eins og reyndar hjá fleiri aðilum innan verkalýðshreyf- ingarinnar og komið hefur fram bæði hjá formanni Dagsbrúnar og forseta ASÍ í umræðum um máls- sóknina og viðbrögð hreyfíngarinn- ar VS til stuðnings. Vissu að ekki var stætt á því að ganga í störf verkfallsmanna Mörg dæmi er hægt að nefna um góð samskipti deiluaðila, en það gleggsta er þegar stefndi í verkfall 1982. Flugfélagið hafði þá gengið í gegnum fjárhagserfiðleikatímabil, þar sem ríkið hljóp undir bagga. Stöðvaðist utanlandsflugið var sú aðstoð unnin fyrir gýg. Forsvars- menn flugfélagsins á þeim tíma skildu og vissu að þeim var ekki stætt á því að ganga í störf flugaf- greiðslumanna í verkfalli. Þeir völdu þá leið að hafa samband við VS og ræða mögulega undanþágu fyrir utanlandsflugið. Sjónarmið beggja voru rædd í fullri vinsemd og af skilningi. Eftir nokkra fundi og athugun á afstöðu viðkomandi starfsfólks, var gert munnlegt sam- komulag um undanþágu, án þess að VS reyndi í krafti aðstöðu sinnar að fara fram á meira en búast mátti við að næðist út úr væntan- legum samningum. Klippt á þræði góðra samskipta Með þessu samkomulagi var lagður kjölur að mjög góðum sam- skiptum við nefnt flugfélag. Allt sem í samkomulaginu fólst, var efnt. Þau sárafáu misklíðarmál sem upp hafa komið síðan hafa verið leyst fljótt og vel. Að öllu framan- sögðu gegnir mikilli furðu, að aldr- ei var reynt að ræða við VS um undanþágu fyrir flugafgreiðslufólk, þegar sýnt var að til verkfalls kæmi í vor. Þess í stað var klippt á þræði góðra samskipta, sem spunnir höfðu verið á undanfömum árum á milli VS og Flugleiða og stríðs- hanskanum kastað að VS. Einmitt þetta ættu þeir að athuga sem hafa verið að snupra VS að undanfömu vegna verkfallsins. Samkomulagið fór fyrir brjóstið á forkólfinum Hvað veldur hugarfarsbreytingu flugfélagsins gagnvart VS er okkur ekki alveg ljóst. Hins vegar höfðum við heyrt að samkomulagið 1982 og góð samskipti VS og flugfélags- ins hafi farið mjög fyrir brjóstið á forkólfi vinnuveitendasambandsins. Margt bendir því til þess að flugfé- lagið hafí verið þvingað til hlýðni við samtökin, sem beitir því fyrir vagninn, en leggja sjálf til ekilinn. í áróðursherferðinni sem rekin hef- ur verið að undanfömu er reynt að sverta samtök launafólks vegna afstöðu þeirra til stefnunnar á hendur VS. Í annan stað er þvi haldið fram að hún sé af góðum toga spunnin, til að leysa „í eitt skipti fyrir öll“ ágreiningsmál sem upp kunna að koma í verkföllum, „í þessu sambandi væri ráð að samgöngnmála- ráðherra kannaði ræki- lega atburðina í verk- fallinu í Leifsstöð í vor, sem höfðu áhrif áflug- samgöngur úr landinu og fá fram í dagsljósið hið sanna í því sem gerðist þar, þótt ekki væri nema til þess að reyna að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ hvemig svo sem það er nú mögu- legt? KaldriQuð og kænleg áætlun Frá sjónarhóli VS og ýmissa ann- arra sem hafa tjáð sig um máls- sóknina, er þarna vegið að réttind- um launafólks, og um leið gmnd- vallarmannréttindum, í áætlun samtaka vinnuveitenda til að bijóta samtök launafólks á bak aftur. Orrustuvöllurinn var kænlega val- inn á kaldrifjaðan máta. Þrátt fyrir verkfallið auglýsti flugfélagið óbreyttar áætlunarferðir og stefndi hundruðum farþega í flugstöðina, sem mættu í vissu um að komast leiðar sinnár. Reiði sumra farþega var skiljanleg þegar þeim varð ljóst að þeir höfðu verið hafðir að narri og létu það bitna á verkfallsvörðum, sem hvorki létu köpuryrði né kreppta hnefa espa sig til óláta og fjölmiðlar fylgdust mjög grannt með. Forstjórinn leiddur fram á vígvöllinn Þegar sýnt var að sá liður áætl- unarinnar um að láta farþegana lumbra á verkfallsvörðum mistókst, var forstjóri flugfélagsins leiddur, af hálfu fulltrúa vinnuveitendasam- bandsins fram á vígvöllinn til að reyna að koma af stað ýfíngum, en það lánaðist ekki heldur. Máls- sóknin sem byggist á ofbeldisákær- um er því á veikum grunni byggð, en menn ættu hins vegar að hug- leiða vel, hvílíkt ábyrgðarleysi og illt innræti fólst í þessari fyrirætlan til að fá ástæðu til málshöfðunar á !! hendur VS. Ota saman fólki sem ekkert átti sökótt hvert við annað. Þama var ekki verið að hugsa um afleiðingar þær, sem slíkt gat haft í för með sér, ef í odda skærist. Var hægt að ganga lengra í að þjóna illum hvötum í garð verka- lýðshreyfingarinnar á kostnað sak- lauss fólks, bama og gamalmenna, karla sem kvenna? Varla. Áframhaldandi illindi torvelda samninga Vegna fyrri samskipta við nefnt flugfélag á VS bágt með að trúa því, að það sé þeirra nýja stefna að eiga í útistöðum við samtök launamanna. Við erum þeirrar skoðunar, að þeim hafi verið nauð- ugum att út í þetta óskynsamlega stríð gegn VS. Við emm ekki lang- rækin hjá VS og alveg tilbúin til að taka upp þráðinn, þar sem hann slitnaði, verði hætt við allt mála- þras. Áframhaldandi illindi torvelda samninga, auka verkfallslíkur, þjappa stéttarfélögunum saman gegn viðsemjendum sínum, skapa flugfélaginu óvinsældir og svo má lengi áfram telja, hvemig svo sem dómurinn fellur. Samgöngumálaráðherra kanni verkfallsatburðinn Sé það hins vegar ákvörðun flug- félagsins og hafi verið í vor að stuðla að og standa í sífelldu stríði við verkalýðssamtökin, ættu þeir sem samgöngumálum ráða af hálfu ríkisins að íhuga hvort stefnandinn geti rækt þær skyldur við lands- menn, sem flugrekstrarleyfið legg- ur honum á herðar. Reynist svo ekki vera, verður að hleypa öðram að, sem vilja fljúga með Islendinga, bæði innanlands og utan-, leyfa okkur að geta valið á milli flugfé- laga. í þessu sambandi væri ráð að samgöngumálaráðherra kannaði rækilega atburðina í verkfallinu í Leifsstöð í vor, sem höfðu áhrif á flugsamgöngur úr landinu og fá fram í dagsljósið hið sanna í því sem gerðist þar, þótt ekki væri nema til þess að reyna að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Höfundur er formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja. MOULINEX ÖRBYLGJUOFNAR ÞAR SEM HOLLUSTA OG TÍMASPARNAÐUR FARA SAMAN. BETRI ORKUNÝTING - LÆGRI RAFMAGNSREIKNINGUR 1 5 Itr OFN 650 WÖTT 2 4 Itr OFN 750 WÖTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.