Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 42

Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 42
|42 MORGUNBIiAÐlÐ röSTUDAGUR 17. MARZ 1989 ÞVJ FÆRÐ ALLT í PÁSKABAKSTURINN HJÁ OKKUR Minning: Björn Björnsson fv. skrifstofustjóri KAURFELÖGIN Fæddur 12. maí 1912 Dáinn 10. mars 1989 í dag verður til grafar borinn tengdafaðir minn og vinur, Bjöm Bjömsson fv. skrifstofustjóri. Hug- ur minn hvarflar aftur og ég minn- ist okkar ánægjulegu samskipta sem stóðu í um 28 ár. Tel ég mig hafa orðið mikillar gæfu aðnjótandi að eiga samleið með jafn góðum manni sem Bjöm var. I Bimi fann ég ljúfan og traustan mann, sem var hvers manns hugljúfi. Hann var hæversku í framkomu, orðvar og gætinn í návist annarra, tillitssamur og umburðarlyndur. Margt í fari hans fannst mér eftirbreytni vert. Bjöm Bjömsson fæddist á Isa- fírði 12. maí 1912 og var fjórði sonur hjónanna Stefaníu Magnús- dóttur og Bjöms Hallgrímssonar, sem þar starfaði sem verkstjóri hjá Fiskverkun Edinborgar. Tveggja ára að aldri fluttist Bjöm með foreldrum sínum og þrem eldri bræðrum að Klöpp við Sandgerði. Skömmu eftir komuna til Sandgerðis missti Björn móður sína úr bamsfarasótt. Hinn nýfæddi sonur, Stefán, lést úr heilahimnu- bólgu aðeins tveggja ára gamall. 7 ára gömlum var Bimi komið í fóst- ur hjá föðursystur minni, Sigríði Hallgrímsdóttur, og manni hennar, Tómasi Þorsteinssyni húsamálara í Reykjavík. Hjá þeim sæmdarhjónum ólst Bjöm upp til fullorðins ára ásamt einkadóttur þeirra hjóna, Guðrúnu, en hún lést fyrir tæpum tveim ámm. Var ávallt mjög kært milli þeirra. HITACHI býður þér frábær hljómgæði á framúrskarandi góðu verði! Tvær vinsælustu hljómtækjasam- stæður HITACHI fást nú hjá RÖNNING heimiiistækj um. Samstæðurnar heita MD40 CD og MD30 CD. í samstæðunni er 2 x 60 tónhstar- watta magnari, FM-MW útvarp með 20 stöðva minni, tvöfalt segul- bandstæki, hraðíjölföldun og Dolby B, geislaspilari með 24 laga minni, 2 x 70 tónlistarwatta hátalarar með ótrúlegum HITACHI hljómgæðum. Samstæðunum fylgir fallegur viðar- skápur, með glerhurð, á liprum hjólum. HITACHIMD40 CD, hljómtækjasamstæða með fjarstýringu, geislaspilara og skáp. Verð kr. 69.950 Staögreitt kr. 66.453 Minntist Bjöm fósturforeldra sinna ávallt með virðingu og hlýju. Bjöm Hallgrímsson, faðir Bjöms, gerðist verkstjóri hjá Útgerð Har- aldar Böðvarssonar í Sandgerði og dvaldist Bjöm oft hjá fjölskyldu sinni í Sandgerði, þar sem hann naut samvista við bræður sína við leik og störf. Vom þetta þær æsku- stundir Bjöms sem oft vom rifjaðar upp. Þeir bræður, Magnús, Hallgrím- ur, Ragnar og Bjöm, vom mjög samrýndir, höfðu gott samband hver við annan í gegnum árin, og fylgdust vel með gangi mála hver hjá öðmm. Vom ávallt miklir fagn- aðarfundir þegar þeir komu saman. Bjöm átti góða æsku hjá þeim Tómasi og Sigríði. Hann stundaði skólanám í Reykjavík og er hann óx úr grasi starfaði hann við húsa- málun á summm hjá fóstra sínum. Björn var góður námsmaður og útskrifaðist úr Verslunarskóla Is- lands vorið 1931. A unglingsámm starfaði Bjöm í skátahreyfíngunni, ferðaðist mikið um landið með góðum félögum og naut landsins og óspilltrar náttúru þess af áhuga og næmleik. Hann stundaði íþróttir og_ sýndi fímleika með fímleikaflokki Ármanns. Björn hafði góða söngrödd og söng með Karlakómum Kátum félögum og síðar Fóstbræðmm. Eftir að Bjöm útskrifaðist frá Verslunarskólanum hóf hann störf sem innanbúðarmaður hjá nýlendu- vömverslun Guðmundar Þórðarson- ar á Vesturgötu 49, og starfaði þar um skeið. I næsta húsi, á Vestur- götu 51, bjuggu heiðurshjónin Pét- ur Sigurðsson og Guðrún Gróa Jónsdóttir með bömum sínum. Yngst þeirra var Guðrún „Dúna", fædd 1916. Urðu ferðir hennar fram hjá verslun Guðmundar tíðari eftir að Bjöm hóf þar störf, enda var Bjöm fríður maður sýnum og aðalaðandi. Felldu þau hugi saman og giftu sig þann 16. maí 1936. Böm þeirra em: Sigríður skrif- stofumaður, fædd 1938; Dagný, fædd 1940, gift Ragnari Guð- mundssyni framkvæmdastj.; Pétur Hafsteinn framkvæmdastj., fæddur 1943, giftur Sigurdísi Sigurbergs- dóttur; Helga, fædd 1947; Björn Logi læknir, fæddur 1956, giftur Petrínu Úlfarsdóttur. Bamabömin em orðin 10 og bamabamabörn 3. Bjöm hóf störf hjá heildverslun Eggert Kristjánssonar og síðar hjá vélsm. Héðni hf. þar sem hann starfaði sem skrifstofustjóri í 25 ár. Á þeim ámm sem Björn starf- aði hjá Héðni hf. var hvað mest uppbygging í fískiðnaði á íslandi eftir stríð og margar sfldar- og fiski- mjölsverksmiðjur byggðar um landið, ásamt stækkandi togara og fískiskipaflota. Þá var Héðinn hf. einn stærsti vinnuveitandi landsins og var því oft erilsamt að stjóma fjármálum fyrirtækisins, en það gerði Bjöm af festu en hógværð, og var vinsæll af öllum er hann átti viðskipti við. Síðastliðin 10 ár starfaði Björn hjá Skrifvélinni hf., fyrst í fullu starfí, en síðari ár í hlutastarfi. Þar leið Bimi vel á meðal góðra starfs- félaga. Reyndist núverandi forstjóri fyrirtækisins, Markús Halldórsson, Birni ákaflega vel og var hlý vin- átta milli þeirra þrátt fyrir aldurs- mun, og á Markús þakkir skilið. Hjónaband þeirra Björns og Dúnu stóð i rúma hálfa öld. Þau deildu saman meðlæti og mótlæti, styrktu hvort annað þegar á móti blés, og glöddust saman á góðri stundu. Var það augljóst hve mikla virðingu og umhyggju þau bám hvort fyrir öðm. Á stríðsárunum byggðu Bjöm og Dúna sumarbústað við Álftavatn í Grímsnesi og dvöldu þau þar eins oft og kostur var. Þar var þeirra unaðsreitur. Bimi leið hvergi betur en við Álftavatnið — hann naut fegurðarinnar og friðarins eins og honum einum var lagið. Þar átti fjölskyldan margar ánægjustundir. Kærleikur og umhyggja Bjöms í garð Helgu, dóttur sinnar, sem átt hefur við vanheilsu að stríða í mörg ár, sýnir hvem innri mann hann hafði að geyma. Nú þegar leiðir skilja og ég lít yfír farinn veg fínn ég að í persónu- leika Bjöms vom eiginleikar sem ég mat meir eftir því sem tímar liðu. Björn var hljóðlátur og lítillátur. Hafí einhveijum flogið í hug að hann hafí skort metnað skal hér rækilega undirstrikað, að svo var ekki. Hans metnaður var innri metnaður. Bjöm hafði sterka tilfinningu fyrir öllu er laut að framkomu og samskiptum manna á meðal. Hann var merkisberi þeirrar manngerðar sem einkennist af vammleysi, heið- arleika, samviskusemi og velvilja. Hann var glaður á góðri stundu og sjéntilmaður í sígildri merkingu þess orðs. Skyldi hann þá hafa skilið eitt- hvað eftir fyrir afkomendur sína? Hvað myndi það vera? Það er fjár- sjóður, sem felur í sér fegurstu mannleg gildi, þau er ég hef áður upp talið. Megi eftirlifendum auðn- ast að ná valdi á þeim og halda á lofti í hvívetna, svo að ekki slitni sú ættarkeðja mannkosta, sem Björn Bjömsson, fjölskylda hans og forfeður vildu stofna til. Ég þakka Bimi samfylgdina, og bið góðan Guð að blessa hann, og sendi Dúnu og fjölskyldunni innileg- ar samúðarkveðjuwr. Ragnar Guðmundsson Fað fer ekki á milli mála að HITACHI hljómflutningstækin frá RÖNNING heimilistækjum er einn allra besti kosturinn sem býðst í dag. Komdu og hlustaðu. 0HITACHI hitachi MD30 CD, samstæðan, með geislaspilara og skáp. Verð kr. 58.750 Staðgreitt kr. 55.813 /M* RÖNNING •//(// heimilistæki KRINGLUNNIOG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 Nýtt-Nýtt Páskavörurnar eru komnar. Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 40 (Kúnsthúsinu).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.