Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 45

Morgunblaðið - 17.03.1989, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 45 Haukur Jóhanns- son - Minning Fæddur 6. ágúst 1916 Dáinn 10. mars 1989 í dag fer fram frá kapellunni í Fossvogi útför móðurbróður míns, Hauks Jóhannssonar, er lést föstu- daginn 10. mars sl. Það kom mér ekki á óvart að frétta af andláti frænda míns. Hann var búinn að glíma við erfíðan sjúkdóm nokkur undanfarin ár og nú þegar hann hefur hlotið hinstu hvíld langar mig að minnast hans nokkrum orðum. Haukur var fæddur í Reykjavík 6. ágúst 1916 ogól allan sinn aldur hér í borg. Foreldrar hans voru Guðlaug Arnadóttir og Jóhann H. Jóhannsson, sem um langt skeið veitti Manntalsskrifstofu Reykjavíkur forstöðu og var kunnur borgari í Reykjavík. Þau eru nú bæði látin. Þau Jóhann og Guðlaug eignuðust 11 böm og komust öll upp til manndómsára nema eitt þeirra, er lést á fyrsta aldursári. Nú eru fjögur systkinanna á lífí, ein systir og þrír bræður. Haukur naut lítillar menntunar annarrar en bamaskólagöngu sinnar. Fjölskyldan var stór og tímar erfíðir á uppvaxtarárum hans. Það sneri því að honum, eins og hjá svo mörgum öðrum, að fá sér einhveija vinnu strax þegar aldur leyfði. Hann byijaði því snemma sem sendill og svo aðstoðarmaður hjá fyrirtækjum hér í bæ, síðan í vegavinnu og svo á sjónum, en eft- ir það vann hann lengst af sem verkamaður og verkstjóri við ýmis störf. Um langa hríð vann hann hjá Skipaútgerð ríkisins. Arið 1941 kvæntist Haukur Sig- urbjörgu G. Guðjónsdóttur og eign- uðust þau þijú böm, Sigursvein, húsasmið, f. 1940, kvæntur Sigur- björgu Helgadóttur, Jóhann, jáma- bindingamaður, f. 1942, sambýlis- kona Þuríður Símonardóttir, og Signýju, húsfrú, f. 1945, kvænt Sigurði Ingibjartssyni. Bamabömin eru fjögur. Haukur og Sigurbjörg slitu samvistir. Haukur tók á yngri ámm sínum þátt í skátahreyfingunni og sótti fundi í KFUM sem hann hefur no- tið góðs af. Þegar Haukur þroskað- ist varð hann mjög vel á sig kominn líkamlega, fríður, sterkbyggður og hraustur, liðtækur í fímleikum og knattspyrnu. Hann var áberandi ósérhlífínn í starfí, samviskusamur og vandvirkur. Kom sér alls staðar vel og ætíð vel liðinn af samstarfs- mönnum sínum. í frístundum sínum hafði hann einkum ánægju af að taka í bridsspil eða tefla skák og við bóklestur. Hann var ætíð auf- úsugestur þegar hann bar að garði. Þar kom til háttvísi hans og hóg- værð, góð eðlisgreind og ánægju- legar viðræður. Þrátt fyrir fábrotna menntun var hann vel lesinn og vel heima um marga hluti. Ég er þakk- lát fyrir allar ánægjulegu sam- verustundirnar og góðu minning- amar um hann. Haukur var tilfinninganæmur þótt ekki bæri hann það utan á sér og góður drengur. Hann var dulur um andleg mál, en trú mín er sú, að inni fyrir hafí hann treyst og trúað á Drottin sinn og það hafí veitt honum von og styrk, því aldr- ei heyrðist æðruorð þrátt fyrir þrautir í veikingum hans. Ég kveð góðan frænda minn með söknuði og þakka honum samfylgd- ina og bið Guð að veita honum góða heimkomu. Ég votta ástvinurir*'' hans einlæga samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V.Briem). Hrönn Thorarensen Minning: Páll Daníelsson frá Hraunsfírði Fæddur 5. apríl 1926 Dáinn 8. mars 1989 í dag fer fram í Fossvogskirkju útför bróður míns, Páls Daníelsson- ar frá Hraunsfírði, en hann lézt á Landspítalanum 8. mars eftir þung- bær og langvarandi veikindi. Páll fæddist á Örlygsstöðum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi þann , 5. apríl 1926, sonur Guðrúnar Matt- híasdóttur og Þorleifs Einarssonar, sem þá höfðu búið þar um fímm ára skeið. Þegar Páll var aðeins níu vikna gamall, fluttist fjölskyldan búferl- um að Fjarðarhorni í sömu sveit, en á þeim bæ voru engin hús uppi- standandi að heitið gæti og þurfti því að reisa bæði bæ og flest pen- ingahús frá grunni. Man ég að við bjuggum í einhveiju útihúsi á með- an verið var að koma bænum upp. Og þótti því ekki þorandi að hafa komabam í slíkum húsakynnum, svo að Páll varð eftir í Hraunsfirði, hjá móðurbróður sínum, Daníel Matthíassyni og konu hans Ingveldi Ólafsdóttur, en þau vom bamlaus. Bærinn að Fjarðarhorni reis af grunni og við fluttumst öll þangað inn nema Páll. Hann vantaði í hóp- inn. Móðir mín hafði ekki haft bijóst í sér til að taka hann frá Hrauns- fyarðarhjónunum. Og þróuðust mál- in þannig, að Páll varð kjörsonur þeirra Daníels og Ingveldar. Sem bami fannst mér undarlegt að sjá fullorðna konu eins og hana mömmu, vera að gráta af og til það sumar, er í hönd fór. En tíminn læknar mörg sár. Og vináttan milli bæjanna var með þeim hætti, að okkkur systkinunum fannst við eiga heima á báðum stöðum. Og síðar, þegar við systkinin sáum Pál koma á léitið með lítinn hund, hana Tátu sína, vorum við fljót að láta mömmu vita. Kannski í og með, þar sem í vændum var stórkostleg pönnukökuveizla. Minningarnar frá þessum upp- vaxtarárum okkar, eru sem heiður himinn vináttu og mannkærleika milli allra íbúa á nágrannabæjun- um. En þeir voru: Kolgrafir, Ber- serkseyri, Seljar, Hraun, Bjarnar- höfn og Selvellir. Samskiptin við það góða fólk auðgaði líf okkar allra heima í Fjarðarhomi. En nú er dapurlegra um að litast í Botnunum. Flestir bæjanna komn- ir í eyði. Og sorgin oft á næsta leiti. Sumarið 1955 kvaddi Ingveld- ur, fósturmóðir Páls, sinn jarðneska ævidag. Og í janúar 1961 lézt Dan- íel, fósturfaðir hans, af slysförum. Páll Daníelsson fluttist til Keflavíkur árið 1959 og vann við fískvinnslu fyrstu árin..Síðar keypti hann átján manna rútubíl og stund- aði hópferðaakstur um skeið. Enn- fremur starfaði hann um árabil hjá Olís við Vatnsnestorg. En síðustu árin vann hann hinsvegar í verk- smiðju Álafoss. Fyrir átta árum kynntist Páll eftirlifandi eiginkonu sinni, Ebbu Þorgeirsdóttur, nú til heimilis að Efstalandi 6 í Reykjavík. En hún var þá níu bama móðir. Eru barnabörnin orðin átján og var vináttusamband Páls og þeirra ávallt með miklum ágætum. { lífinu þarf oft staf að styðjast við og stjömur til að lýsa veginn. Og höfum við systkinin verið ræki- lega minnt á þau sannindi. Á næst- liðnum þrem ámm höfum við misst Guðrúnu móður okkar og bræðuma Einar og Pál. Er vart láandi, þótt bognað sé, þegar svo skammt er stórra högga á milli. „En sem þú hefur söknuður til fulls mér sorgarklæði skorið þá ljómar inn í lokrekkju til min af ljósi í dökkvann borið: við sáluhliðið syngur lítill fugl um sólskinið og vorið." (Kristinn Reyr) Að leiðarlokum fæmm við Páli bróður okkar alúðar þökk fyrir ástúð hans og kærleika. Megi bæn- ir okkar fylgja honum á ástvinafund handan móðunnar miklu. Helga Jóhannsdóttir SLOMN* HAFIMARSTRÆT115, SÍMI21330 Ki ansar, krossar og k isl icsk / 'c yt i/igci/'. Sendum um allt land. Opið kl. 9-19 virka daga og til 21 um helgar. Einstakur bill fyrir kröiuharða. BMW 3161 FYRIRÞÁ SEMGERA MIKLAR KRÖFUR. Þú fcerö mikid fyrir peningana pína á pessum markadi. sími 689160 yerdié I dag og á morgun eru síóustu dagar Stórútsölumarkaóaríns Opnunartími: Föstudaga..........kl. 13-19 Laugardaga.........kl. 10-16 Fiöldi fyrirteekja STEINIR HUÓMPLÖTUR - KASSETTUR KARMABÆR - B06ART - 6ARBÖ TÍSKUFATNAÐUR HUMMEL SPORTVÖRUR ALLS KONAR SAMBANI- IB FATNAÐUR Á ALLA FJÖLSKYLDUNA RADÍÖBfR HUÓMTÆKI 0.M.FL. Þ.H. ELFUR FATNAÐUR HERRAHÚSIB/ADAM HERRAFATNAÐUR MÍLAMO SKÓFATNAÐUR BLÖM BLÓM OG GJAFAVÖRUR NAFNLAUSA BðBIN EFNI ALLS KONAR THEÖDÖRA KVENTÍSKUFATNAÐUR M/ERA SNYRTIVÖRUR - SKARTGRIPIR PARTY TÍZKUVÖRUR SKÖ6LU66INN SKÓR O.M.FL. FYRIRTJEKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.