Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 52

Morgunblaðið - 17.03.1989, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1989 * Ast er... .. .að fagna í sama egg- inu. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights fesorved • 1989 Los Angetes Times Syndicate Mamma! Hvað er gert þeg- ar sósan virðist ætla að mistakast? Með morgunkaffinu Ert það þú sem hefúr ver- ið hér að verki? HÖGNI HREKKVlSI „ PAD vafhast EKKERT a v/ð stóca £KAL AF kATTA/tAAT/VlEÐ J/A.RE>ARBERTC||M OG &.3ÓMA." Varaflugvöll Atlandshafs- bandalagsins á Langanes Til Velvakanda. Á Langanesi eru nú uppi áform um að byggja nýjan flugvöll á næstu árum og yrði þá flugvöllurinn á Sauðanesi lagður niður um leið en sá völlur var mikið notaður af vamar- liðinu þegar ratsjárstöð var stafrækt á Heiðarfjalli. Ný ratsjárstöð Atlandshafsbanda- lagsins er nú í byggingu á Gunnólfs- víkurfjalli í allra næsta nágrenni við væntanlegan innanlandsflugvöll. Með nýrri útfærslu má auðveldlega gera þennan völl að þeim varaflug- velli sem menn deila um. Einnig er mjög æskilegt að völlurinn verði í sjónlínu og í nálægð við ratsjárstöð- ina. Allt þetta svæði er afar dreifbýlt og á ríkissjóður jarðimar Sauðanes, Efra-lón og Ytra-lón en á þeim yrðu mestar framkvæmdir. Jarðvegur er þama tiltölulega þéttur blágrýtis- gunnur og grunnvatnsslys því mun ólíklegri en þar sem jarðvegur er gljúpur. Æskilegt er að draga þarna verulega úr búfjárbeit því svæðinu veitir svo sannarlega ekki af hvíld gróðurfarslega séð enda á sér stað mikill uppblástur. Með þessu fyrirkomulagi væru komnir tveir fullkomnir flugvellir á sitthvoru homi landsins. Benda má á að mikill hluti eftirlitsflugs varnar- liðsins fer fram á svæðinu austur og norður af Langanesi. Með tilkomu vallar á Langanesi til afnota fyrir Atlandshafabandalagið myndu hern- aðarumsvif á Keflavíkurflugvelli stórlega dragast saman. Aðaldalur og allt það umhverfí í heild sinni er ein af perlum íslenskr- ar náttúm og þó víða væri leitað. Ekki er mikill ágreiningur um það. Það er því að mati flestra ákveðið ábyrgðarleysi að ætla sér að byggja svo mikið mannvirki sem alþjóðlegan varaflugvöll á því svæði og gera það hugsanlega einnig í óþökk við land- eigendur. Flestir staðir á Norðaust- urlandi koma sennilega frekar til greina. Það þarf ekki að verða mengunar- slys til að hriplegt umhverfið á þess- um stað sé í stórhættu. Á flugvelli sem þessum er stöðug efnamengun svo ekki sé talað um hávaðamengun. Öll éfni sem fara í jörð eiga t.d. greiða leið í Laxá. Það má segja að hugmyndir sérfræðinga um flugvöll á þessum stað sé mikil skammsýni. Ef ákvörðun um staðsetningu vamarliðsins yrði tekin í dag á tímum kjamorku-efna og sýklavopna er mjög ósennilegt að Miðnesheiði yrði fyrir valinu vegna nálægðar við byggð þorra landsmanna. Staðsetn- ingin er engan vegin í takt við tímann. Finnst t.d. einhverjum líklegt að Norðmenn myndu leyfa slíkan flugvöll í námunda við Osló? Það er ólíklegt. Öll slík starfsemi er þar víðsfjarri mesta þéttbýlinu. Það ætti m.a. að vera kappsmál almannavama og fleiri ábyrgra opin- berra aðila jafnvel herstöðvarand- stæðinga að varavöllurinn yrði byggður á hinu homi landsins, hinu dreifbýla Langanesi. Frá sjónarhomi framtíðar heildarskipulags landsins er þetta einnig æskilegast, og veru- legt jafnvægi skapaðist í flugumferð landsins. Ef höfð er í huga hætta frá þessum flugvelli á ófriðartímum þá mun hún ekki aukast á þessum stað með tilkomu vallarins því þama er fyrir mikilvægasta hemaðarratsjá í Norður-Atiandshafi. Þegar allt kemur til alls þá er það ekki kostnaðurinn við framkvæmd- imar eða reksturinn sem við þurfum að hafa áhyggjur af heldur þurfum við að vanda val staðarins sem allra mest. Meirihluti landsmanna vill áfram- haldandi varnarsamstarf við vest- rænar þjóðir og Atlandshafsbanda- lagið. Er því brýnt að farsæl framtíð- arlausn finnist á þessum málum. Þingeyingur Yíkverji skrifar Menningarsjóður útvarpsstöðva hefur verið mjög umdeildur. í þennan sjóð hafa runnið 10% af aug- lýsingatekjum útvarpsstöðvanna og þær hafa síðan fengið peningana til baka til að kosta innlenda dagskrár- gerð. Aðaleigandi Bylgjunnar hefur set- ið í sjóðsstjóminni við litla hrifningu eigenda Stjörnunnar. Þeir hafa skilj- anlega ekki haft á því áhuga að senda inn umsóknir um peninga til þátta- gerðar þegar keppinauturinn getur jafnharðan séð hvaða nýja þætti Stjaman hefur á prjónunum. Nú hefur það gerst að sjóðurinn hefur verið aflagður og jafnframt hafa Stjaman og Bylgjan gengið í eina sæng. Þetta deilumál ætti því að verða úr sögunni. Það kemur eflaust mörgum spánskt fyrir sjónir að einn útvarps- þátturinn sem Menningarsjóðurinn hefur styrkt er Bibba á Brávallagöt- unni, sem Bylgjan hefur flutt. Þátt- urinn gengur aðallega út á það að afbaka málshætti og orðtök. Að margra mati er þetta helsti ómenn- ingarþátturinn sem fluttur er í út- varpi! xxx alsmenn bindindishreyfingar- innar hafa látið í sér heyra vegna lögleiðingar bjórsins eins og búast mátti við. Því miður hafa sum- ir þeirra dottið í þann pytt að veitast að mönnum með stóryrðum og þann- ig unnið málstað sínum ógagn. Næg- ir í því sambandi að nefna bréf þekkts templara í Velvakanda á dög- unum, þar sem hann veittist að Hösk- uldi Jónssyni forstjóra ÁTVR. Áfengisvamarráð, sem er opinber stofnun, hefur einnig farið út yfir mörkin í málflittningi sínum. í blað- inu Bæjarbót í Grindavík er birt bréf frá Áfengisvamarráði vegna um- sóknar um opnun ölstofu í bænum. Könnun var gerð í bænum og voru 50,5% aðspurðra fylgjandi opnun öl- stofu, 44,0% voru á móti en 5,5% voru hlutlausir. í bréfinu segir Áfengisvamarráð m.a: Áfengisvarn- arráð vekur athygli á að mjög orkar tvímælis hvort rétt sé að veita leyfi til bjórsölu þar eð augljóst er að um það bil helmingur íbúa Grindavíkur hefur ekki áhuga á slíku. Þá er og líklegt að í hópi þeirra sem jáyrði guldu við opnun bjórstofu séu ýmsir óábyrgir einstaklingar og einnig þeir sem fyrir ýmissa hluta sakir eru ólíklegir til að sjá fótum sínum forráð. Um þetta bréf segir Bæjarbót: Þetta bréf, undirritað af Ólafi Hauki Ámasyni, er með ólíkindum hroka- fullt og særandi í garð þeirra sem vilja fá ölstofu í bæinn. Svona til- skrif eru höfundum sínum til skamm- ar. xxx pplýst var í DV á dögunum að Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra hefði haldið veizlu í Ráðherrabústaðnum fyrir nokkra útvalda alþýðubandalagsmenn. Hið opinbera tilefni var að heiðra Lúðvík Jósepsson í tilefni af því að 31 ár var liðið frá útfærslu landhelginnar í 12 mílur! Þá upplýsti DV einnig að Friðrik Sophusson hefði haldið nokkrum bekkjarbræðrum sínum veizlu í Rúgbrauðsgerðinni á meðan hann var iðnaðarráðherra. Um þessa veizlu sagði Friðrik í DV: „En ef ráðherra getur ekki boðið nokkrum bekkjarbræðrum sínum í glas þá er ekki mikið eftir." Víkveiji var alveg orðlaus þegar hann las þetta. Getur það verið að varaformanni stærsta stjómmála- flokks þjóðarinnar þyki sjálfsagt að halda bekkjarbræðrum sínum veizlu á kostnað skattborgara? Og getur það verið að formanni Alþýðubanda- lagsins þyki sjálfsagt að halda flokksbræðrum sínum veizlu á kostn- að skattborgara? XXX ú er komin nokkur reynsla á bjórinn. Neyzla hefur verið tals- vert mikil en athygli hefur vakið að drykkulæti virðast ekki hafa aukizt við tilkomu bjórsins og sömuleiðis er ekki merkjanleg aukning á ölvun- arakstri þrátt fyrir mikið eftirlit lög- reglu. Hitt þykir Víkveija merkilegast að nokkrar bjórtegundir eni ekki enn ekki komnar í verzlanir ÁTVR. Má það undrum sæta þegar haft er í huga að bjórfrumvarpið var sam- þykkt á Alþingi í fyrravor. Seina- gangurinn í kerfinu lætur ekki að sér hæða! Þá má einnig gagnrýna bjórsölu ríkisins fyrir að hafa ekki veikari bjór til sölu, þ.e.a.s. svokallað milli- öl. Allflestar bjórtegundir, sem til sölu eru nú em um og yfir 5% að styrkleika. Bjór getur verið góður, þótt hann sé ekki svo sterkur. Til dæmis má nefna „græna Tuborg- inn“, sem Danir drekka hvað mest af. Sá bjór er mjög góður, en styrk- leikinn er mun minni. Það er eins og sú stefna að selja aðeins eldsterkt sé enn við lýði hjá ÁTVR og út úr því fari virðist fyrirtækið ekki geta hrokkið. XXX Sigur Vals á austur-þýzka hand- knattleiksliðinu Magdeburg var eftirtektarverður. Hann sannar enn einu sinni sterka stöðu íslands á handknattleikssviðinu. Enginn vafi leikur á því að Valur 'er sterkasta lið íslands í dag. íslenzkt félagslið hefur ekki sýnt svo góðan leik síðan Víkingar vom yfirburðalið fyrir nokkmm ámm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.