Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 56

Morgunblaðið - 17.03.1989, Side 56
EINKAREIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM SJOVA-ALMENNAR Nýtt félafí með sterkar rætur FOSTUDAGUR 17. MARZ 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Páskarnir nálgast Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þótt páskaimgarnir sem börn þekkja best séu úr marsipani og standi á súkkulaðieggjum fínnst bömunum á myndinni þó greinilega ekki minna koma til lifandi páskaunganna í kassanum. Á morgun er síðasti skóladagur fyrir páskafrí, og þá hefst páskaundirbúningurinn fyrir alvöru. Arnarflug: Framlag hluthafa komið í 221 milljón HLUTHAFAR í Amarflugi hafa enn aukið við þá Qármuni, sem þeir eru reiðubúnir að leggja fram til þess að endurreisa Qárhag fyr- irtækisins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þeir nú til- búnir til að leggja fram 55 miHjón- ir króna í reiðufé og 166 mil^jónir í eignum eða samtals 221 milijón króna. Eru þetta 54 mil\jónir um- fram það, sem þeir hafa áður sagt, að þeir myndu leggja fram. Þá munu þeir vera tílbúnir til að leggja fram einhveija Qármuni til viðbótar við þetta, að því til- skyldu, að ekki verði fylgt ströng- ustu kröfum um 60% af bruna- bótamati, heldur jafnvel 90%, eins og Steingrímur Hermannsson hef- ur lagt til. Auk þessa aukna hlutaflár er gert ráð fyrir, að KLM og fleiri afskrifi skuldir að upphæð kr. 45 milljónir. Þá hefur verið gert ráð fyrir, að eign í flugvél þeirri, sem ríkissjóður varð eigandi að fyrir nokkru geti numið 150-200 milljónum króna. Loks hefur Flugleiðir kröfðust einka- réttar á millilandafluginu FLUGLEIÐIR fóru fram á að rikisstjórnin tryggði þeim einka- rétt á millilandaflugi í áætlun, eftír að félagið tæki í notkun nýju flugvélamar, sem það hefiir fest kaup á, þegar viðræður fyrir- tækisins við ríkið stóðu um hugs- anleg kaup á Arnarflugi. Munu ^þeir hafa óskað eftír því að trygg- ingin tæki til jafnlangs tima og áætlað er að nýju flugvélarnar verði í notkun, sem mun vera 15 til 20 ár. Þetta hefiir Morgun- blaðið eftir áreiðanlegum heim- ildum en Steingrímur J. Sigfiisson samgönguráðherra segist ekki geta tjáð sig efnislega um þær viðræður sem hann átti við Flug- leiðir. „Þetta voru trúnaðarviðræður og við ætlum ekki að gefa upplýsingar um nokkum hlut sem okkur fór á milli," sagði Steingrímur. Hann var spurður hvemig honum sem sam- gönguráðherra litist á óskir eða kröf- ur sem þessar frá einum flugrekstra- raðila: „Ég skil mjög vel að þeir hafi áhuga á þessu. Reyndar er það svo, ef við lítum til hinna Norður- landanna, að SAS hefur verið tryggður langleiðina sambærilegur réttur," sagði samgönguráðherra. Hann sagði að sér væri kunnugt um að SAS hefði vilyrði ríkisstjóma Danmerkur, Sviþjóðar og Noregs um að þeir sætu einir að öllum aðaláætl- unarflugleiðum út frá Skandinavíu, og það um alllangan tíma. „Það gerðist einfaldlega þannig þegar SAS stóð frammi fyrir sínum miklu fj'árfestingum og endumýjun flugflotans, að ráðamenn félagsins fóm til ríkisstjómanna og kváðust vilja fá að vita hvar þeir stæðu. Þeir vildu fá að vita hvort þeim væri óhætt að fara út í hinar miklu fjárfestingar, sem stóðu fyrir dyr- um,“ sagði Steingrímur og bætti við að félagið hefði fengið jáyrði ríkis- stjómanna. Ráðherra sagði staðreynd málsins vera þá að þessi starfsemi væri öll leyfísbundin og rekin á einkaleyfi hjá Flugleiðum. Það væri fyrst og fremst stigsmunur en ekki eðlismun- ur á því hvort flugfélögin væru hér eitt eða fleiri. „Þetta er vemduð, einkaleyfabundin starfsemi," sagði Steingrímur J. Sigfússon. Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Það var eiginlega aldrei komið svo langt, að við fæmm fram á þetta. Það var rætt um málið og reynt að finna einhveija lausn á þessu Amarflugsmáli. Út úr því átti að koma flugmálastefna framtíðar- innar. Við höfðum það í huga að þetta yrði svipað og hjá SAS á hinum Norðurlöndunum, sem er búið að tryggja sér með samningum við ríkisstjómir landanna að það situr eitt að öllum helstu áætlunarleiðum út frá Skandinavíu. Þessu vörpuðum við fram í viðræðum við fulltrúa ríkisins." Spumingunni hvort Flugleiðir væm ekki með tilhneigingu til einok- unar með því að óska eftir slíkri tryggingu svaraði Sigurður á eftir- farandi hátt: „Reyndar þurfum við ekkert á svona löguðu að halda, því þetta er til staðar í dag. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hef- ur lýst því yfir að bréf undirritað af Hannibal Valdimarssyni frá því 1973 sé enn í fullu gildi. Þar segir að eigendur Flugfélags íslands og Loftleiða, Flugleiðir, sjái um áætlun- arflug milli íslands og annarra landa. Ástæðu þess að Amarflug hafi á sínum tíma fengið Amsterdam segir forsætisráðherra vera þá að Flugleiðir hafi ekki sinnt þeirri flug- leið nógu vel.“ verið talað um, að ríkissjóður af- skrifi 150 milljóna króna skuld Am- arflugs. Miðað við þessar aðgerðir væri eiginíjárstaða Ámarflugs orðin jákvæð um 100 milljónir króna. Þá munu forráðamenn Ámarflugs telja, að fái þeir 200 milljóna króna lána- fyrirgreiðslu, sem forsætisráðherra hefur gert tillögu um, yrði greiðslu- staða félagsins viðunandi. Lífebjörg í Norðurhöfum; Danska sjón- varpið kaup- ir myndina LÍFSBJÖRG í Norðurhöfiun, mynd Magnúsar Guðmundssonar og Eddu Sverrisdóttur, verður sýnd í færeyska sjónvarpinu i kvöld og í dönsku rikissjónvarps- stöðinni TV 2 næsta þriðjudags- kvöld. Fyrirspumir hafa m.a. bor- ist frá hollenska og þýska sjón- varpinu. Magnús Guðmundsson sagði að það væri stærsti sigurinn að danska sjónvarpið ætlaði að taka myndina til sýningar, þvf þá væri leiðin greið inn í önnur Evrópubandalagslönd, þrátt fyrir hótanir Greenpeace- samtakanna. Hins vegar stæði fjár- skortur dreifingu myndarinnar fyrir þrifum. Hann vildi ekki gefa upp hvað þær sjónvarpsstöðvar, sem keypt hafa myndina, greiddu fyrir hana, en sagði upphæðir, sem neftid- ar voru í útvarpsfréttum, Qarri öllum sanni. Greenpeace-samtökin hafa lýst því yfir að þau ætli að stefna Magnúsi Guðmundssyni fyrir ærumeiðingar f myndinni, og einnig fslenska sjón- varpinu og öðrum sjónvarpsstöðvum sem taka myndina til sýningar. Magnús Guðmundsson segist hafa öruggar heimildir fyrir öllu því sem fram komi í myndinni. Sjá nánar bls. 4. Hæstiréttur: Dæmdar bætur vegna ólögmæts framsals frá Bandaríkjunum HÆSTIRÉTTUR hefiir gert dómsmálaráðherra, ríkissaksóknara og Qármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs að greiða konu miskabæt- ur, 600 þúsund krónur auk vaxta frá 1984. Konan var handtekin og framseld hingað til lands frá Bandaríkjunum. Þar var hún bú- sett og gift bandarískum manni. Frá framsali hefur hún ekki feng- ið dvalarleyfi i Bandarikjunum en er nú búsett f Kanada. Hún hafði verið grunuð um aðild að fikniefhamáli hérlendis en yfirmaður lögregíurannsóknar hafði afturkallað framsalskröfu. Vegna þrýst- ings firá bandaríska dómsmálaráðuneytinu ákvað fslenska dómsmála- ráðuneytið engu að sfður að halda málinu til streitu. Konan var aldrei ákærð. í september 1983 hafði dóms- málaráðuneytið í samráði við saka- dómara í fíkniefnamálum, sem þá var yfirmaður ffkniefnalögreglu, óskað eftir að sendiráð íslands í Washington hlutaðist til um að framsalsbeiðnin yrði afturkölluð. Ekki þættu nægir réttarhagsmunir til staðar til að halda málaferlum, sem þá voru hafin, áfram. Á fundi með fulltrúum bandarísku dóms- og utanríkisráðuneytanna var íslenskum sendiráðsmönnum skýrt frá að bandarísk stjómvöld legðu mikla áherslu á að íslensk stjóm- völd endurskoðuðu þessa afstöðu sína þar sem afturköllun hefði f för með sér mikinn álitshnekki fyrir íslendinga og Bandaríkjamenn. Sögðu fulltrúar dómsmálaráðu- neytis Bandaríkjanna að mikillar tregðu myndi gæta til að taka upp slík mál fyrir íslands hönd ef nú yrði aftur snúið enda hefði ísland skuldbundið sig til að standa við bakið á dómsmálaráðuneytinu í málinu til að reyna á gildi samn- ings frá árinu 1902. Þá skorti þar- lendis fordæmi í málum sem þessu allt frá 1935. Viðbrögð íslenska dómsmála- ráðuneytisins við þessari afstöðu bandarískra yfirvalda voru á þá leið að það ákvað að halda málinu til streitu án þess að sú ákvörðun væri borin undir sakadómara í ávana- og fíkniefnamálum, sem stjómaði rannsókn þeirri sem fram- salsbeiðnin var byggð á. Hæstirétt- ur komst að þeirri niðurstöðu að þessi ákvörðun hefði ekki verið ein- hliða á valdi ráðuneytisins og að aðgerðir íslenskra stjómvalda sem ieitt hafi til handtöku konunnar hefðu verið löglausar gagnvart henni. Bandaríska alríkislögreglan handtók konuna á grundvelli úr- skurðar þarlends dómstóls í apríl 1984. Henni var haldið í fangelsi í fimm daga vestra en að því búnu flutt í lögreglufylgd til íslands. Að lokinni dómsrannsókn þótti ekki tilefni til útgáfu ákæru. í niðurstöðum Hæstaréttar segir að ljóst sé að með handtöku kon- unnar, flutningi frá eiginmanni, heimili, atvinnu, fangelsun og flutningi f lögrelgufylgd hafi henni verið mikill miski gerður. Hún hafi verið gift bandarfskum ríkisborg- ara og ósannað sé annað en að hún hefði haldið dvalarleyfi í landinu. Þóttu bætur hæfilega metnar 600 þúsund krónur, auk vaxta, en krafist hafði verið 41 milljónar króna miskabóta. Hæstaréttardómararnir Guð- mundur Jónsson, Benedikt Blön- dal, Bjami K. Bjamason, Guðrún Erlendsdóttir og Haraldur Henrys- son kváðu upp dóminn. Lögmaður konunnar var dr. Gunnlaugur Þórð- arson, hrl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.