Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Framsókn: Samningar sam- þykktir einróma NÝGERÐIR kjarasamning-ar Al- þýðusambands íslands og vinnu- veitenda voru einróma sam- þykktir á almennum félagsfimdi í verkakvennafélaginu Fram- sókn í Reykjavík i fyrrakvöld, en félagið mun vera fyrst félaga að þessu sinni til þess að bera upp kjarasamninga til samþykkt- ar eða synjunar. Frestur til þess að samþykkja kjarasamningana er til 19. maí, en búist er við að flest félög muni funda um þá um helgina og í næstu viku. Þannig hefur Hlíf í Hafnar- firði boðað félagsfund á mánudags- kvöldið klukkan hálf níu og reiknað er með félagsfundi í Dagsbrún klukkan eitt eftir hádegi sama dag. 'Félag bókagerðarmanna og Blaðamannafélag íslands hafa bæði gert lqarasamninga við viðsemjend- ur sína á svipuðum nótum og samn- ingar ASÍ og BSRB eru. Samband bankamanna fundaði í gær með viðsemjendum um nýja kjarasamn- inga og fundur var einnig seinni- partinn í gær vegna kjarasamninga við Iðnnemasamband íslands. Kennarasamband íslands, Hjúkr- unarfélag íslands og Meinatækna- félag íslands eiga einnig eftir að gera kjarasamninga, en þau stóðu utan samflots Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, auk 22 félaga Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, en tólf félög innan vébanda þess eiga í verkfallsátök- um. Rikisendurskoðun: Niðurstaðan er á misskilningi byggð — segir Jón Helgason fyrrverandi landbúnaðarráðherra „MÉR sýnist að þessi niðurstaða ríkisendurskoðunar sé á mis- skilningi byggð, auk þess sem ekki kemur skýrt fram í skýrsl- unni af hvaða ástæðu það er metið að þær reglugerðir sem um ræðir séu ekki i samræmi við lög,“ segir Jón Helgason fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, en ríkisendurskoðun telur, að reglu- gerðir, sem hann setti, hafi skuldbundið rikið til að greiða bændum milljarði meira en bú- vörulög heimiluðu. sambandi bænda segir að það sé eindregin afstaða Stéttarsambands- ins að ríkissjóður beri fulla ábyrgð á úthlutun fullvirðisréttar sam- kvæmt umræddum reglugerðum gagnvart viðkomandi bændum og bændastéttinni í heild. Vill Stéttar- sambandið benda á að hvergi í lög- um séu sett takmörk fyrir því hversu mikið af landbúnaðarafurð- um ráðherra sé heimilt að semja um hveiju sinni. Hópur framhaldsskólanema kom sér fyrir í anddyri gármálaráðuneytis á hádegi i gær og þar er meiningin að sitja til hádegis á morgun, föstudag. Styðjum baráttu kennara en erum á móti verkföllum -■ segja framhaldsskólanemar, sem nú gista fjármálaráðuneytið HÓPUR framhaldsskólanema hóf á hádegi í gær svokallaða hung- urvöku í Qármálaráðuneytinu og er ætlun þeirra, að hungurvak- an standi til hádegis á föstudag, eða í tvo sólarhringa. Með henni viþ’a nemendurnir leggja kjarabaráttu kennara Iið, en tóku það jafnframt fram þegar Morgunblaðið heimsótti þau í gær að þau væru alfarið á móti verkfalli kennara. Framhaldsskólanemamir höfðu ráðuneytinu. Hinsvegar er öllum hreiðrað um sig á gólfi í anddyri ráðuneytisins og vom að spila Trivial Pursuit þegar blaðamann bar að garði. Auk þess höfðu þeir meðferðis námsbækumar, svefn- poka, útvarp, farsíma og vatn á brúsa. „Við neitum einskis nema vatns þessa tvo daga og viljum með því segja að við séum á móti verkföllum. Okkur er nóg boðið, við sitjum ekki lengur aðgerðar- laus," sögðu nemendumir í sam- tali við Morgunblaðið. Alls tóku fjórtán nemar sig saman um að setjast að í fjármála- öðmm nemendum fijálst að mæta í hungurvökuna. Því fleiri, þeim mun betra, sögðu þeir. Nemend- umir em úr MH, Verslunarskól- anum og Armúlaskóla auk nokk- urra MR-inga. Flestir þeirra em á þriðja ári og þó að þeir séu ekki að útskrifast í vor, þá kemur röðin að þeim einhvem tímann. Nemendumir sögðust vilja, með þessu uppátæki sínu, reyna að koma í veg fyrir að verkfall kenn- ara endurtæki sig þó svo að kenn- arar kynnu að eiga í kjarabaráttu. „Við styðjum kennara í kjarabar- áttu þeirra, en við styðjum þá ekki í verkfalli." Nemamir sögð- ust hafa fengið góð viðbrögð frá starfsfólki ráðuneytis og samúð. Þau vildu taka það skýrt fram að hungurvakan færi ekki fram í nafni Félags framhaldsskóla- nema. „Við ætlum að taka vel á móti krökkunum og ég reikna með að við leyfum þeim að sofa hér á nætumar kæri þau sig um það. Nemendur hafa sest hér að áður, síðast í kennaraverkfallinu í fyrra, og höfum við ekki haft neinn ama af þeim. Þau hafa gengið vel um til þessa," sagði Sigurgeir Jóns- son, ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Ráðuneytinu var lokað kiukkan 16.00 í gær og verður ekki opnað aftur fyrr en kl. 9.00 í fyrramálið. Á lokun- artímum er húsvörður starfandi í ráðuneytinu. Eimskip: 100 millj óna taprekst- ur á fyrsta ársQórðungi Stoftia félag til skipareksturs á alþjóðamarkaði Jón Helgason sagði að ef ástæð- an fyrir niðurstöðum ríkisendur- skoðunar væri sú að ekki hafí verið gengið nægilega hart að afkomu bænda þá hafí hann aldrei litið á það sem tilgang búvörulaganna. Hann sagði að áður en umræddar reglugerðir voru gefnar út, en þær fjölluðu um tilfærslur á ónýttum fulivirðisrétti, hafí verið gerður samningur við Stéttarsamband bænda um það hvemig Framleiðni- sjóður skyldi greiða þær ábyrgðir, sem kynnu að lenda á sjóðnum af þessum sökum. Hann sagði, að eft- ir útgáfu reglugerðanna hafí fram- kvæmdanefnd búvömsamninganna ákveðið að heíja greiðslur fyrir ónýttan fullvirðisrétt og að önnur eins upphæð rynni til verðábyrgðar. Jón sagði, að honum væri ekki kunnugt um hvemig það dæmi hefði komið út. í fréttatilkynningu frá Stéttar- NÝJAR opinberar tölur um neyzlu helztu matvælaflokka I Banda- ríkjunum á síðasta ári gefa til kynna samdrátt i neyzlu sjávaraf- urða. Samdrátturinn er allur f afurðum úr botnfiski, flökum, steikum, fiskifingrum og fiskirétt- um. Lítils háttar aukning var f rækjuneyzlu. Aukning varð á neyzlu fuglakjöts en samdráttur í nautakjöti. Neyzla sjávarafurða f Bandaríkjunum á mann er nú tæp 7 kfló á ári og hefiir aukizt um 17% frá því 1980. Talið er að aukn- Á FYRSTA fjórðungi þessa árs var rekstrarafkoma Eimskipafé- lags íslands neikvæð um hér um bil 100 mifljónir, þrátt fyrir að flutningar félagsins ykjust úr 266.000 tonnum á sama tíma í fyrra í 293.000 tonn. Rekstrar- hallinn stafaði af lækkun flutn- ingin sé fyrst og fremst vegna aukningar á áti þeirra, sem á ann- að borð eta fisk, cn síður vegna fiölgunar neytenda. Það var NMFS (Nationai Marine Fisheries Service), deild í bandaríska viðskiptaráðuneytinu, semgaf þessar tölur út í lok síðustu viku. Á síðasta ári borðuðu Bandaríkjamenn að með- altali 6,8 kíló af fiski hver maður, 33 kíló af nautakjöti og 36,4 af fugla- kjöti. Frá árinu 1980 hefur neyzla sjávarafurða aukizt um 17% en þá ingsgjalda og hækkun ýmissa kostnaðarliða við rekstur skipa félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Félagið hefiir brugðizt við þessu með aðhaldsaðgerðum. Ráðning- arbann hefur verið sett á, stefnt er að fækkun fastra starfsmanna var hún 5,8 kíló á mann. Neyzla fuglakjöts jókst á sama tíma um 33% en sala á nautakjöti dróst saman um 5%. Afurðir úr botnfíski eru undir- staða útflutnings sjávarafurða okkar til Bandaríkjanna, en neyzla slíkra afurða er aðeins tæpur þriðjungur heildarsjávarafurðaneyzlunnar. Arið 1988 borðuðu Bandaríkjamenn 6,8 kfló af sjávarafurðum á mann að meðaltali, þar af tvö kfló af botn- fiskafurðum, sem er litlu minna en árið áður. Árlega eyða Bandaríkjamenn um 1.5ÖÖ milljörðum króna til kaupa á og helmingsfækkun verður á ráðningum til sumarafleysinga. í tilkynningu Eimskips segir að mikil lækkun meðalflutningsgjalda komi skýrast fram í því að flutn- ingsmagn félagsins hafi aukizt um 33% frá árinu 1984, á sama tíma sjávarafurðum. Tæpur þriðjungur, 470 milljarðar, fara f gegn um smá- sölu en afgangurinn, rúmir 1.000 milljarðar, f gegn um matsölu af ýmsu tagi. Mikilvægast fyrir okkur af þessu er hlutur frystra afurða seldra á veitingahúsum, en til kaupa á þeim veija Bandaríkjamenn tæpum 600 milljörðum króna árlega. Sam- dráttur á neyzlu þessara afurða og neikvæð umræða um sjávarafurðir, sem Morgunblaðið hefur áður skýrt frá, er af hálfu íslenzkra fisksölu- manna hvorki talin gefa tilefni til bjartsýni á verðhækkanir né umtals- verða söluaukningu. og heildartekjur félagsins hafí að- eins hækkað um 2% miðað við fast verðlag. Þessi lækkun hafí verið möguleg vegna hagræðingarað- gerða félagsins og ýmissa hag- stæðra skilyrða f skiparekstri und- anfarin ár. Á síðustu mánuðum hafí hins vegar harðnað á dalnum, til dæmis hafí leiguverð skipa og gáma hækkað um allt að 75% á einu ári, olíuverð hækkað, svo og vextir af lánum. í gær tilkynnti Eimskip að félag- ið hefði stofnað fyrirtæki erlendis, með skiparekstur á alþjóðamarkaði í huga. Fyrirtækið hefur hiotið nafnið „Coast Line Shipping Comp- any Limited". Eimskip hefur undanfarið rekíð tvö skip erlendis; Álafoss og Eyrar- foss, sem hafa verið í leiguverkefn- um í flutningum milli hafna f Evr- ópu og Miðjarðarhafslöndum. Eim- skip vill halda rekstri skipanna er- lendis áfram, en teiur samkeppnis- stöðu sína óviðunandi, séu skipin skráð hér á landi og rékin með íslenzkum áhöfnum, en keppinautar félagsins búa við mun lægri launa- kostnað en þekkist á íslenzkum skipum. Því hefur verið ákveðið að stofna sjálfstætt félag um rekstur- inn. Eyrarfoss verður seldur til nýja félagsins og kallaður „South Coast“. Bandaríkin: Fiskneyzla dregst saman Arleg neyzla á mann aðeins tæp 7 kíló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.