Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989 Landsbankinn; Ný afgreiðsla við Suðurlandsbraut LANDSBANKINN hefur opnað nýja afgreiðslu að Suðurlands- braut 24 í Reyhjavík. Hún heyrir undir Múlaútibú bankans og hef- ur hlotið nafiiið Múlakot. I fréttatilkynningu frá Lands- bankanum segir að nýja afgreiðslan sé með nýju og opnara sniði en flest- ir aðrir afgreiðslustaðir bankans. Þjónustun sé persónulegri, og boðið sé upp á jiersónulega ráðgjöf í fjár- málum. A staðnum er meðal annars svokallaður einkaþjónn, tæki sem prentar út reikningsyfirlit sparifjár- eigenda gegn framvísun banka- korts. Á 1. hæð Suðurlandsbrautar 24 er nú einnig verðbréfaviðskiptadeild bankans, sem áður var til húsa á Laugavegi 7. Veðdeild bankans hefur flutt inn á 2. hæðina, en hún var áður á Laugavegi 77. Nýja afgreiðslan mun meðal ann- ars veita Húsnæðisstofnun ríkisins, sem er á 3. og 4. hæð hússins, bankaþjónustu. Þá verður þar einn- ig bankaþjónusta fyrir viðskiptavini Húsnæðisstofnunar. Afgreiðslan er opin frá kl. 9.15 til kl. 16.00. KIRKJULISTAHÁTÍÐ í HALLGRÍMSKIRKJU 5.-15. maí 1989 Föstudagur 5. maí Kl. 18.00 Setning kirkjulistahátíðar og opnun sýn- ingar í forkirkjunni á vatnslitamyndum Karólínu Lárusdóttur. Laugardagur 6. maí Kl. 15.00 Óratórían Elía eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy. Silvia Herman sópran, Ursula Kunz alt, Deon van der Walt tenór, Andreas Schmidt bassi, Mótettukór Hallgrímskirkju og Sinfóniuhljómsveit íslands flytja. Stjórnandi: Hörður Askelsson. Sunnudagur 7. maí Kl. 11.00 Hátíðarmessa. Dómprófastur, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup prédikar. Kór Akur- eyrarkirkju og hljóðfæraleikarar flytja messu eftir Haydn. Margrét Bóasdóttir syngur og Bjöm Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Kl. 20.00 Óratórían Elía, síðari flutningur ef aðsókn leyfir. Miðvikudagur 10. maí Kl. 20.30 Þrír einþáttungar, 2. sýning. Funmtudagur 11. maí Kl. 20.30 Orgeltónleikar. Prófessor Hans-Dieter Möller leikur barokkverk frá Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi og af fingrum ffam. Föstudagur 12. maí Kl. 20.30 Þrír einþáttungar, 3. sýning. Laugardagur 13. maí Kl. 15.00 Mozart-tónleikar. Aríur, kirkjusónötur og klarinettukvintett leikin á upprunaleg hljóðfæri. Margrét Bóasdóttir sópran, Sig- urður I. Snorrason klarinettu, Bjöm Stein- ar Sólbergsson orgel og Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Rut Ingólfs- dóttir. Kl. 20.30 Þrír einþáttungar, 4. sýning. Hvítasunnudagur 14. maí Kl. 11.00 Hátíðarmessa, séra Ragnar Fjalar Láms- son. Annar hvítasunnudagur 15. maí Kl. 11.00 Messa, séra Sigurður Pálsson. Kl. 17.00 Vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. Daglega frá mánudegi 8. maí til föstudags 12. maí Kl. 9.30 Orgelnámskeið undir leiðsögn prófessors Hans-Dieter Möller frá Diisseldorf. Leikin frönsk og spönsk orgeltónlilst. Kl. 12.15 Orgeltónleikar. Kl. 18.00 Vesper. Guðfræðinemar og félagar úr ísleifsreglunni flytja tíðagjörð með kirkju- gestum. Miðvikudaginn 10. maí er aftan- söngurinn sunginn á ensku. Mánudagur 8. maí Kl. 20.30 Þrír einþáttungar (Þögnin, Kossinn og Sjáið manninn) eftir dr. Jakob Jónsson. Frumsýning. Leikendun Erlingur Gíslason, Anna Krisrín Amgríms- dóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Hákon Waage. Leikstjóri: Jakob S. Jónsson. Tónlist: Hörður Askelsson. Leikmynd. Snorri Sveinn Friðriksson. ™ Lýsing: Ami Baldvinsson. Forsala aðgöngumiða kl. 10.00-18.00 í síma er í Hallgrímskirkju daglega 22822 (símsvari). Miðaverð: Óratórían Elía 1200 kr. Þrír einþáttungar 1000 kr. Mozart tónleikar 600 kr. Kórtónleikar 600 kr. Orgeltónleikar 500 kr. Afsláttarmiði á alla dagskrárliði 2500 kr. Ókeypis er á alla hádegistónleikana. Listvinafélag Hallgrímskirkju. HANDAVINNUPOKINN Lítið „Héra-skinn“ Komið þið blessaðir aftur Dyngju-lesendur. í byijun árs- ins lofaði ég að hafa „Handa- vinnupoka" í hverjum mánuði. Þessi átti að berast ykkur fyrir páska, en af því gat ekki orðið. Það var þó ekki mín sök, held- ur er þar þrengslum í blaðinu um að kenna. Nú veit ég ekki alveg hvort þetta kemur í apríl eða maí, en verð bara að vona. Við hvílum okkur nú aðeins á saumaskapnum og pijónum þetta grey. Hérinn er um 30 sm hár, en auðvelt er fyrir ykkur að stækka hann með því að nota grófara gam. Ég notaði pijóna nr. 314 á þennan. Auðveldlega má nýta í hann afganga af gami, en alls þarf um 50 g. Augu og nef er auðvelt að sauma, t.d. með angóragami, en einnig má gera hérann enn „flottari" með nefi og augum úr plasti, en þau fást í úrvali í Saumasporinu í Kópa- vogi, og sömuleiðis troð í hann. Þið ykkar sem kunnið að sauma eigið áreiðanlega afganga af efni sem má nota í buxur og treyju, eða jafnvel í lítinn kjól með blúndukraga. Ég læt ykkur um það, en hér kemur uppskriftin að héranum. Tveir pijónar nr. 3/2 og sokka- pijónar í sama númeri. Prjónið slétt pijón. Búkur: Fótur: Fitjið upp 7 lykkjur, pijónið slétt, og á fyrsta pijóni bætið þið 11. í hvora hlið og auk- ið þannig út í annarri hverri um- ferð, tvisvar sinnum. Eftir 10 sm, eða 28 umferðir, leggið stykkið til hliðar og pijónið hinn fótinn alveg eins. Næst fitjið þið sex nýjar lykkj- ur upp á pijóninn og bætið hinu stykkinu (fætinum) upp á pijón- inn. Þá emð þið með 28 lykkjur og pijónið þær áfram fram og til baka. Eftir 16 sm fitjið þá upp 11 lykkjur í byijun á báðum hlið- um (handleggi) og aukið jafn- framt út á slétta pijóninum 1 1. í byijun og lok umferða. Gerið þetta tvisvar hvomm megin. Þá eigið þið að vera með 54 1. á pijón- unum. Pijónið áfram 6 umf. Þá fellið þið af í báðum hliðum tvisv- ar sinnum 1 1. og síðan einu sinni 20 1. annan hvem pijón. Þá em eftir 10 1., sem em höfuðið (skoð- ið skýringarmynd). Aukið út í annarri hverri um- ferð 2x2 1. í báðum hliðum, og þá em 18 1. á pijónunum. Þessar sömu aukningar era felldar af þegar pijónaðar hafa verið 28 umferðir af höfðinu. Fellið svo af þessar 10 lykkjur. Pijónið annað stykki alveg eins. Eyrun: Fi^ið upp 18 lykkjur, jafnið þeim á þijá sokkapijóna og pijó- nið slétt í hring. Eftir 5 sm merk- ið þið með garni 1. og 9. lykkjur, og í næstu umferð pijónið þið 2 1. saman eftir merkinguna og 2 1. saman fyrir merkinguna. End- urtakið þessar úrtökur tvisvar sinnum í annarri hverri umferð. Afg. af lykkjunum dregnar saman með garninu og saumað fast. Pressið stykkin varlega með rök- um klút. Saumið í andlitið, eða festið í augun og nefið, og saumið með öðmvísi garni í eyrun. Saumið eymn á höfuðstykkið og saumið saman búkinn, en skiljið eftir op til að troða í. Klæðið svo greyið í föt 0g gleðjið einhvem ykkur kærkominn. Góða skemmtun, Jórunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.