Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAI 1989
ATVIN N UA UGL YSINGAR
Siglufjörður
Blaðbera vantar í miðbæ Siglufjarðar.
Upplýsingar í síma 96-71489.
fMtogmililjifeife
Matsmaður
með réttindi óskast á rækjuveiðiskip sem
frystir.aflann um borð.
Upplýsingar í síma 98-12300.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf.
Kennarar
- kennaraefni
Við Grunnskólann í Ólafsvík vantar kennara
í eftirtaldar stöður næsta skólaár: íþróttir,
heimilisfræði, handmennt, sérkennsla, tón-
mennt og almenn bekkjarkennsla.
Upplýsingar veita: Gunnar Hjartarson, skóla-
stjóri, símar 61150 og 61293 og Sveinn Þór
Elinbergsson, yfirkennari, símar 61150 og
61251.
Olafsvík
Umboðsmann vantar til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar í síma 91-83033.
fltagnnfltibKMfr
Hellissandur
Umboðsmann vantar til að annast dreifingu
og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar í síma 91-83033.
Kranamaður
Viljum ráða vanan mann á byggingakrana til
starfa á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar í síma 622700.
ÍSTAK
Garðabær
Biaðburðarfólk vantar í Bæjargil.
Upplýsingar í síma 656146.
Birgðavörður
óskast til framtíðarstarfa á Hótel Holiday Inn.
Aðeins áreiðanlegur maður kemurtil greina.
Umsóknum skal skila til auglýsingadeildar
Mbl. fyrir 10. maí merktum: „Birgðavarsla -
9791".
Starfskraftur óskast
Snyrtilegur og lipur starfskraftur óskast hálf-
an daginn á kaffihús, verslunarhúsinu
Gerðubergi 1.
Upplýsingar eingöngu á staðnum.
íboði
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
NORÐURLANDI EYSTRA
Stórholti 1
600 AKUREYRI
Vistheimilið Sólborg
Þroskaþjálfar
Stöður deildarstjóra og deildarþroskaþjálfa
lausar frá 1. september. Aðstoð við hús-
næðisleit. Athugið námskeiðstilboð staðar-
ins og áform um framtíð í minni íbúðareiningum.
Upplýsingar í síma 96-21755 milli kl. 10 og 16.
Forstöðumaður.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Reykjanessvæði
Forstöðumenn -
almennt starfsfólk
Svæðisstjórn Reykjanessvæðis, málefna fatl-
aðra, óskar að ráða forstöðumenn og al-
mennt starfsfólk sem fyrst.
1. Forstöðumann við sambýli fatlaðra á
Markarflöt 1, Garðabæ. Starf forstöðu-
manns lýtur að skipulagningu og umsjón
með faglegu starfi sambýlisins, þ.e.a.s.
þjálfun, meðferð og umönnun ásamt leið-
beiningu og aðstoð við þá sem á sambýl-
inu búa. Önnur verkefni eru m.a. foreldra-
samstarf, fjármálaumsýsla og starfs-
mannahald.
2. Forstöðumann við dag- og helgarvist fatl-
aðra í Hnotubergi 19, Hafnarfirði. Starf
forstöðumanns lýtur að skipulagningu og
umsjón með faglegu starfi dagvistar fyrir
fullorðna og helgarvistar fyrir börn og
unglinga, þ.e.a.s. starfsþjálfun A.D.L.-
þjálfun ásamt fullorðinsfræðslu. Önnur
verkefni eru m.a. foreldrasamstarf, sam-
starf við aðrar þjónustustofnanir ásamt
fjármálaumsýslu og starfsmanahaldi.
3. Almennt starfsfólk til starfa við dag- og
helgarvistheimili fatlaðra á Reykjanes-
svæðí. Störfin fela m.a. í sér aðstoð við
þjálfun í athöfnum daglegs lífs og verk-
þjálfun.
Umsóknarfrestur um þessar stöður eru til
18. maí nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi
á skrifstofu Svæðisstjórnar, Digranesvegi 5,
Kópavogi.
Lyfjafræðingur
Óskum eftir að ráða lyfjafræðing til fram-
leiðslustarfa.
Umsækjendur sendi skriflega umsókn til fyrir-
tækisins fyrir 17. maí.
Tóró hf.,
Síðumúla 32,
108 Reykjavík.
Fiskeldi
Vantar vinnu í fiskeldi. Hef menntun í faginu
og starfsreynslu í flestum stigum eldis á laxi,
bleikju og urriða. Meðmæli ef óskað er.
Svör leggist inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Fiskeldi - 7046“.
Slökkvilið
Hafnarfjarðar
Staða brunavarðar er laus til um-
sóknar. Laun eru skv. kjarasamningi við
starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsækjendur skili umsóknum sínum á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á varðstofu
slökkvistöðvar,
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 6. maí nk.
Slökkviliðsstjórinn í Hafnarfirði.
Get tekið að mér heimili í sumar. Húsnæði
skilyrði.
Upplýsingar í síma 18212.
Leiklist
Hefur þú áhuga á að taka þátt í leiklistarsýn-
ingum Light Nights í sumar?
Umsækjendur (ekki yngri en 18 ára) þurfa
að hafa hæfileika til að tjá sig í þöglum leik.
Mætið til viðtals í dag milli kl. 17.00 og 19.00
í Tjarnarbíó við Tjörnina.
Ferðaleikhúsið.
Skrifstofutæknir
sem útskrifast 5. maí óskar eftir starfi fyrir
hádegi. Ensku- og spænskukunnátta, vélrit-
un, bókhald o.fl. Meðmæli ef óskað er.
Upplýsingar í síma 641501.
Trésmiðir
Viljum ráða trésmiði til starfa á Reykjavíkur-
svæðinu.
Upplýsingar í síma 622700.
ISTAK
FJÓRÐUNGSSJUKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI
Svæfingarhjúkrun
Óskum að ráða nú þegar:
2 svæfingarhjúkrunarfræðinga
Um er að ræða 60% stöður við svæfingar-
hjúkrun, uppvöknun, umsjón með neyðar-
og endurlífgunarbúnaði spítalans og bak-
vaktir. Gert er ráð fyrir að svæfingarhjúkrunar-
fræðingarnir geta unnið 40% vaktavinnu á al-
mennri legudeild að auki.
Á SFÍ er mjög góð vinnuaðstaða í splunku-
nýju húsi með nýjum tækjum og búnaði til
svæfinga og eftirlits.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri milli kl.
8.00-16.00 alla virka daga í síma 94-4500.
Skrifstofa Alþingis
Staða forstöðumanns tölvumála
Alþingis er laus til umsóknar.
Starfssvið: Umsjón með tölvukerfi Alþingis,
þróun tölvuvæðingar og þjónustu við notendur.
Tæki: Wang VS-7010 tölva (4 MB minni, 900
MB diskrými) ásamt um 50 einmenningstölv-
um (Wang og Macintosh), sem verið er að
raðtengja.
Verkefni: Helstu verkefnin eru ritvinnsla,
útgáfa (WP + ritvinnsla, prentsmiðjusam-
skipti og einkaútgáfa) og vinnsla gagna starf-
semi Alþingis (PACE gagnagrunnur).
Umsóknarfresturinn er til 15. maí nk. og er
æskilegt að umsækjandi gæti hafið störf sem
allra fyrst.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrif-.
stofu Alþingis, sími 11560.